Morgunblaðið - 13.05.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 13.05.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAl 1973 Otgefandl Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Augiýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasðlu 18,00 kr. eintakið. f Tndanfarna daga hefur Ólaf- ur Jóhannesson, forsætis- og dómsmálaráðherra, átt tíða fundi með yfirmönnum Landhelgisgæzlunnar og skip- herrum á varðskipunum vegna vaxandi gagnrýni á störf gæzlunnar og yfirstjórn og óánægju meðal varðskips- manna sjálfra. Ekkert hefur verið sagt opinberlega um þessi fundahöld, en Morgun- blaðið skýrði frá því í gær, að á þessum fundum hefði verið ákveðið að gefa skip- herrum frjálsar hendur um framkvæmd gæzlustarfa, þannig að nú mega varðskip- in klippa á togvíra án sér- stakrar heimildar og þau hafa einnig heimild til togaratöku, ef hún stofnar lífi varðskips- manna ekki í hættu. Jafn- framt er ástæða til að ætla, að ríkisstjórnin hafi að und- anförnu rætt um ýmsar aðr- ar leiðir til þess að herða gæzlustörfin á miðunum. í sambandi við þessi við- brögð rikisstjómarinnar nú er fróðlegt að rifja upp frá- sögn Jóhanns Hafstein á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins af tillöguflutningi sjálf- stæðismanna á Alþingi um eflingu Landhelgisgæzlunnar og undirtektir stjómarliðsins við hann. Jóhann Hafstein sagði: „Við sjálfstæðismenn fluttum á þinginu 1971—1972 tillögu til þingsályktunar um byggingu varðskips og áætl- unargerð um eflingu Land- helgisgæzlunnar. Hún var látin daga uppi. Við sjálf- stæðismenn fluttum á sama þingi frumvarp til laga um eflingu Landhelgissjóðs með 50 milljón króna framlagi úr ríkissjóði. Við endurfluttum þetta frumvarp í þingbyrjun í haust og skyldi hið árlega framlag vera 75 milljónir króna, enda mætti einnig verja hluta þess til þess að búa Landhelgisgæzlunni að- stöðu í landi. í bæði skiptin hefur stjórnarliðdnu þóknast að láta þessi frumvörp til laga um eflingu Landhelgis- sjóðs daga uppi. Slíkur er „einhugur“ þeirra í landhelg- ismálinu, þegar um málatil- búnað stjórnarandstæðinga er að ræða.“ Fleiri dæmi mætti nefna um sinnuleysi núverandi rík- isstjórnar í málefnum Land- helgisgæzlunnar. Þegar Við- reisnarstj órnin fór frá hafði verið ákveðið, að Landhelgis- gæzlan fengi mjög fullkomna starfsaðstöðu í nýju lögreglu- stöðinni. En þá kom í ljós, að vinstri stjórninni þótti mikilvægara að láta Einar Ágústsson og starfslið hans fá aukið skrifstofurými svo að um leið væri hægt að auka olnbogarými Ólafs Jóhannes- sonar og Hannesar Jónsson- ar, blaðafulltrúa, í gamla stjórnarráðshúsinu. Er vand- séð hvers vegna meira lá á að gera þessar breytingar en búa Landhelgisgæzlunni viðun- andi starfsaðstöðu. Til marks um, að þetta skiptir nokkru máli fyrir störf gæzlunnar er rétt að vitna til ummæla Péturs Sigurðssonar, for- stjóra Landhelgisgæzlunnar, í viðtali við Alþýðublaðið í gær, en hann segir: „Okkur verður margt fjarska erfitt vegna þess, hve húsakynnin eru dreifð. Það varð þungt að missa af efstu hæð lög- reglustöðvarinnar nýju.“ Af þessu má ljóst vera, að þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins gerðu sér fulla grein fyr- ir því, ári áður en útfærslan fór fram, að efla yrði Land- helgisgæzluna, ella yrði ekki unnt að verja land- helgina. Allar tillögur um það efni hefur ríkisstjóm- in hunzað og að auki sýnt meiri áhuga á auknu skrifstofuhúsnæði fyrir sjálfa sig en að bæta starfsaðstöðu Landhelgisgæzlunnar á þess- um örlagatímum. Nú, þegar liðnir eru um 9 mánuðir frá útfærslunni, er ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar alit í einu ljóst, að það er ekki nóg að tilkynna um útfærslu landhelgi á pappírnum. Menn verða að vera reiðubúnir til að fylgja ákvörðunum sínum eftir. Þess vegna hleypur hún nú til og reynir að bæta fyrir stjórnleysi . undanfarinna mánuða. Hingað til hefur ekkert verið gert annað en að gefa skipherrunum frjáls- ari hendur, enda má hverjum manni ljóst vera, að athafna- frelsi þeirra er mjög tak- markað er þeir verða að fá leyfi úr landi fyrir hverja einustu víraklippingu. Ástæða er til að ætla, að svo lítið beri nú á milli Breta og íslendinga að samningar ættu að geta tekizt í land- helgisdeilunni, ef vilji er fyr- ir hendi. En það breytir engu um nauðsyn þess, að gera nú þegar ráðstafanir til að stór- efla Landhelgisgæzluna og ber að harma það, að vinstri stjórnin skyldi ekki bera gæfu til að samþykkja tillög- ur Sjálfstæðisflokksins um það efni, þegar á þinginu 1971—1972. VANRÆKSLA I MALUM LANDHELGISGÆZLUNNAR Reykjavíkurbréf I -----Laugardagur 12. maí---' Hugsjón í fyrirrúmi Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins er lokið. Þessi stærsti og öfl- ugasti stjórnmálaflokkur lands- ins hefur fylkt liði í baráttunni við þau óheillaöfl, sem nú fara með stjórn á Islandi. Varla er unnt að finna nokkum mann, sem stjómina styður og mun það einsdæmi í stjómmálasögu þjóð- arinnar. Jafnvel aliir ráðherram- ir styðja ekki alltaf ákvarðanir ríkisstjórnarinnar! 1 síðasta Reykjavikurbréfi var sagt, að þess væri að vænta að landsfumd- ur Sj álfst æð isf 1 okks i ns yrði til þess að styrkja stöðu hans, efla hann í baráttumni við stjómvöld, sem jafnvel Þjóðviiljinin slysaðist til að kalla „fjandsamleg" alþýðu manna í landinu, enda leikur A1 þýðubandalagið tveim skjöldum í ríkisstjórninni eins og kumnugt er og oft má sjá á málgagni þess, sem liggur yfirleitt hundflatt fyr ir öilum mistökum ráðherra sinna. Mörg mál voru reifuð og rædd á landsíundi Sjálfstæðisfiokks- ins. Fóru umræður allar fram í anda þesis opna og frjáisa þjóð- félags, seom nú er í deiglu, og hefði verið ásitæða til að leyfa fjölmiðlum að fylgjast með þeim. í jarðvegi þessarar hugsjónar um frelsi og lýðræði fléttast sam an rætur Morgunblaðsdns og Sjálfstæðisflokksins og munu gera, meðan báðir aðilar halda trúnað við þennan grundvöll islenzks þjóðfélags, sem á mjög undir högg að sækja nú um Stundir. Vafalaust hafa ekki allir átt erindi sem erfiði á landsfund- inn, ekki komið ölium málum sín um fram eins og verða vill, og mundu óska eftir því að sitthvað hefði skipazt á annan veg en raun varð á. En höfuðatriðið er ekki persónulegar óskir ein- stakra manna, jafnvel ekki for- ystumanna, heldur hitt að aldrei sé hvikað frá grundvallarsjón- armiðum sjálfstæðisstefnunn- ar og takmarki hennar. Allt ann að, persónulegur metnaður, einkahagsmunir og ekki síz.t for- dómar ýmiss konar, verður að sitja á hakanum, en hugsjónin sjálf í fyrirrúmi. Sú varð og nið- urstaða þessa landsfundar Sjálf stæðisflokksins. Hann ber vott um meiri einingu innan flokks- ios en andstæðingar hans höfðu vonað. Hitt er 'þó kannski mik- ilvægast, að flokkurinn hefur nú búið sig vel og rækilega undir baráttuna við „fjandsamlegt rík isvald", en hana verður að efla á næstunni og er flokkurinn eft- ir landsfuindinn vel í stakk bú- intn til að hafa forystu í þeim átökum. En enginn þarf að ótt- ast að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ekki drengskap og heilindi í þessum átökum. Hann er sterk- asta lýðræðisafl með þjóðinni og fylgi hans sýnir betur en allt annað, hvernig kjósendur í land inu virða starf hans og hlutverk í íslenzku þjóðlífi. Umbótaflokkur 1 landisfundarræðu sinni minnti Jóhann Hafstein, formað- ur Sjál fstæðisflokksins m.a. á um mæli Jóns Þorlákssonar um stefnu Sjálfstæðisflokksi'ns og hlutverk og er ástæða tiil að vekja sérstaka athygli á þeim nú, þeg- ar alls kyns þröngsýnismenn fylla opinberar stöður og nefndir, en þangað haf a þeir komizt vegna „vinstri tizku" sem nú er, góðu heilli, á hröðu undanhaldi bæði hér og víða annars staðar. For- maður Sjálfstæðisflokksins sagði: „Hinn ágæti forvígismaður Sjálfstæðisstefnunnar, Jón Þor- láksson, víkur að þessum viðhorfum með skýrum haytti í grein, sem hann ritar í Morg- unblaðið 30. maí 1929 um sam- runa íhaldsflokksins og Frjáls- . lynda fiokksins í núverandi S j álfstæðiisflokk. Þar segir m.a.: „Þegar Ihal dsflokku rinn var stofnaður í þingbyrjun 1924, fannst mönnum almennt, að nafn hans réttlættist af þeirri ihald.s- semi i f jármálum, sem þá var sér stakiega nauðsynílegt að beita um stund til viðreisnar fjár hag ríki'ssjóðs. Því verkefni var nú lokið á skemm ri ííma en menn höfðu vænzt, en þegar á árinu 1925 og síðan hefur flokkurinn beitt sér fyrir fjöilda annarra mála, sem öll miða til framfara og umbóta á þ.jóðarhögum. Menn eru því óvanir, að kenna þá stefnu við „íhald“. Sú útskýring var gefin, og að vísu tekin gild af gætnum og grandvörum mönn um, að „ihald“ það eða varðveizlu hneigð sem þessi flokkur kenndi sig við, ætti fyrst og fremst að tákna varðveizlu núverandi þjóð s'kipulaigs, með einstaklingsfrelsi því og atvinnufrelsi, sem frjáls- lyndir flokkar síðustu alda hafa barizt fyrir og fengið firamgengt, Frá Grin< gegn þvx ofut-valdi ríkis og ráða manna, sem hinir ófrjáUsu flokk- ar nútímans, með sósíalista í far- arbroddi, vilja nú endurvekja." Hinum nýja flokki var svo val ið það heiti, sem bezt samsvar- aði stefnu hans og nefndu hann Sjálfstæðisflokk. Sjálfstæðis- flokkurinn er því samkvæmt uppruna sínum flokkur einstakl ingshyggju og frjálshyggju gegn valdbeitingarkerfi sósíalism- aras. Það er á þessu sviði, sem Sjálfstæðisflokkurinn gegnir for ystuhlutverki í þjóðfélaginu.“ * Islendingar heimskir? Það vekur verulega athygli, að á sarna tíma og uppvöðslusamir framamenn 1 Alþýðubanda- laginu gera harðar árásir á iand helgisgæzluna og starfsmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.