Morgunblaðið - 13.05.1973, Síða 28

Morgunblaðið - 13.05.1973, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1973 Eliszabet Ferrars: SamÍBríÍa i daufjann vorkenndi þeim vitanlega, og var alltaf að finna sér til smá- viðvik handa þeim, sem hún borgaði þeim svo fyrir miklu meira en vert var. Þess vegna voru þau auðvitað alltaf að flækjast þarna. >að var ekki fyrr en Berniee fór að selja henni blóm, sem hún hafði stol- ið i kirkjugarðinum, að henni fannst þetta ganga of langt. Rakel hrökk við. — Or kirkjugarðinum? — Já, svo sannarlega. Það vildi svo til, að ég kom til ung- frú Dalziel rétt eftir að hún var búin að kauþa fallegan vönd af nellikum af krökkunum, og mér fannst ég kannast við þau úr mínum eigin garði, og að ég hefði gefið þau frú Waters — hún tekur til hjá mér á þriðju- dögum og laugardögum og hún er svo ágæt og áreiðanleg — sem sagt, ég hafði gefið henni þessi blóm til að setja á leiði móður hennar. Hún fær alltaf blóm hjá mér á laugardögum til þess arna, af þvx að maðurmn hennar vill ekki rækta neitt í garðinum þeiira, sem ekki er hægt að éta, og frú Waters kem ur venjulega með salat eða eitt- hvað þess háttar og gefur mér í staðinn. Nú jæja, þegar við fór- um svo að athuga þetta nánar, þá stóð það heima, að blómin frá mér voru ekki lengur á leiðinu, svo að okkur þótti ekki lengur þurfa vitnanna við, og ég hugsaði með mér, að það væri réttara að segja ungfrú Dalziel hvaðan þessi bióm væru kom- in. Og eftir það fannst mér hún hafa fengið nóg af Applinkrökk unum. Rakel benti á dalíumar. — Ég keypti þessaxr af Bemn- ice á sunnudagsmorguninn, sagði hún. — Mér datt nú í hug, að hún hefði hnuplað þeim ein- KAUPUM hreinar og stórar lérefffstuskur prentsmiðjan hvers staðar, en mér datt bara ekki kirkjugarðurinn i hug. — Nú, þær þurfa nú ekki að hafa verið úr kirkjugarðinum, sagði frú Godfrey, þær geta allt eins vel verið úr einhverjum okkar hérna — kannski garði ungfrú Dalziel. Ég iók eftir því i vikunni, sem leið, að þar var heilt beð fullt af fallegum dalí um. — En ekki þó á sunnudag, sagði Rakel. — Þær drápust all ar i frostinu á laugardagsnótt- ina. — Það er rétt, sagði Paul. — Ég man eftir, að ég tók eftir þeim, þegar ég leit þar inn á laugardagsmorguninn, og mér datt í hug, að þær hefðu bet- ur verið teknar upp. Þær voru hræðilegar útlits. — Já, vitanilega, sagði frú Godfrey. — Ég var nú alveg bú- in að gleyma þessu kuldakasti. Allar daiíur hér í kring dtáp- ust, ef ekki var búið að taka þær upp áður, svo að þessar hafa sennilega verið úr ein- hverri búð. En ég skil ekki, hvernig Bernice hefur getað náð í þær i búð. Ætli hún hafi ekki klófest þær í kirkjugarðin um. Rakel stóð upp. — Ég held ég verði að fleygja þeim í rusla- tunnuna, sagði hún. — Þær eru famar að orka eitthvað óhugn anlega á mig. — Nei, láttu þær eiga sig, sagði Paul. — Við verðum hvort sem er að segja Creed frá þeim. — Já, en það var á sunnudag- inn, sem ég keypti þær, sagði Rakel. — Hann hefur víst eng- an áhuga á því, sem Bemice var að gera á sunnudag, eða hvað? Ég hélt, að það væri laug- ardagurinn, sem öllu máli skipti. — Það er aldi'ei að vita, sagði Paul. — Hvað sem Bernice hafð ist að, síðustu dagana, sem hún lifði, getur verið mikilvægt að kuðlaði því saman og fleygði í þýóingu Pól$ Skúlasonar. upplýsa. Hvort sem þetta var nú mikil vægt eða ekki, þá hlustaði Creed, sem kom þarna um klukkustundu síðar með athygld á það, sem Paui og Rakel höfðu að segja honum um dalíurnar, en ungi rannsóknarlögreglumað urinn, sem kom með honum, skrifaði það hjá sér. Paul sagði Creed einnig þá trú sína, að Applinkrakkamir hefðu tekið mjólkurflöskuna af tröppunum, og einnig þá hyggju Rakelar, að enginn eldur hefði verið kveiktur í húsinu á laug- ardag, að minnsta kosti ekki fyrr en dimmt var orðið. Frú Godfrey var farin áður en Creed kom, og nú var farið að dimma. Vindurinn gnauðaði enn á rúðunum og smeygðd sér undir hurðirnar, og Rakel, sem sat við arininn, fann kuldagust inn á ökklunum. Meðan Creed talaði við föður hennar, datt henni í hug að kaupa málmrenn inga, til að þétta með dymar. En þá varð henni allt i einu hugsað til hlöðunnar, þar sem Brian bjó. Hún þarfnaðist svo miklu meira en nokkurra málm- renninga til að verða loftþétt. Henni varð hugsað til Brians og bréfsins, sem hún hafði verið byrjuð á, til Fergusons læknis, þar sem hún spurðist fyrir um möguleika á því að fá gamla starfið sitt aftur. Hálfklárað uppkastið lá á litla borðinu við hliiðina á henni. Hún greip það þvi í eldinn. Creed var að segja við föður hennar: — Mér skilst að það sé hér um bil alveg vist, að telp an hefur ekki orðið fyrir kyn- ferðisárás. Hún var myrt, snögg lega og hreinlega með rafmagns snúru. Og þá verður okkur aft- ur hugsað til hvarfs ungfrú Dal ziel og þess, hvort telpan hefur eitthvað um það vitað. Það er því alveg rétt hjá yður, að öld vitneskja um athafnir hennar á laugardag og sunnudag verður mikilvæg. Við skulum nú at- huga nánar það, sem þér hafið þegar sagt mér, til að sjá, hvort ég hef skilið það rétt. Hann leit til hins mannsins, sem fletti blaði í minnisbók sinni og kinkaði kolli. — Þér sjálfur, hr. Hard- wicke, sagði Creed, — sáuð Bernice og systkin hennar í garðinum við húsið á laugar- (IGNIS K/ELISKÁPAR RAFTORG V/ AUSTURyÖLL S 2 66 60 RAFIÐJAN VESTURGÖTU11 S1-92 94 velvakandi Veivakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. % Miklar gleðifréttir skrtfar: „Langt er síðan ég hefi lesið jafn-ánægjulega frétt og þá, sem gaf að Mta á annarri síðu Morgunblaðsins í morgun, föstudaginn 11. maí. Þar var skýrt frá þvi, að loksins ætti að skipta um orrustuþotur hjá vamarliðdnu suður á Keflavík- urfiugvelli. Menn hafa ekki þurft að vera sérstaklega vel að sér í herfræðum til þess að vita, að fyrir löngu var kominn tlmd til þess að láta F-102 Delta Dagg- er-þotumar fara að hvíla sig og fá einhverjar nýtízkulegri í Sftaðinn. Það hefur ekki verið neitt iaunungaimál, að þeir, sem láta sig mikiHvægasta sjálf- stæðismál þjóðarinnar, örygg- ís- og varnaimálið, einhverju skipta, hafa um allnokkurt skeið haft mdklar áhyggjur af því, að 57. flugsveitin í Kefla- vík, sem við eigum frelsi okkar undir, skuli ekki hafa verið bet- ur búin. Það er þess vegna mikil ástæða til þess að fagna þvi, að nú skuld koma geysilega öruggar og fullkomnar þotur í staðinn (af hinni margrómuðu F-4C Phantom-gerð). £ Þökk sé Lúðvíki og Magnúsi Ekki er það heldur síður ánægjulegt að frétta, að ráð heiramir skuli vera svo ábyrg- ir, sem raun ber viitni, þegar öiyggLsmál þjóðarinnar eru anmars vegar. Þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartans- son hafa með áframhaldandd setu sinni í ríkisstjóm gert mögulegar allar hinar umfangs- miklu framkvæmdir á Kefla- víkurflugyelli, sem ýmist eru hafnar eða í þann veginn að hefjast. Þökk sé þeim fyrir það, og má sammariega minnast þeirra í Islandssögunnd fyrir það að hafa sýnt ábyrga og raunhæfa afstöðu, þegar fiels- is- og sjálfstæðismál íslend- inga eiga í hliUt. Vegna ofstæk- isafla i Aiþýðubandalaginu hef- ur það áredðanlega verið örðugt fyrir þá Lúðvík og Magnús að taka þessa afstöðu, og þvi er enn gleðilegra að vita til þess, að Islendingurimm í þeim hefur orðið ofan á í hinu erfiða sál- arstriði. Þótt hrifning Magnús- ar á tékkneskum og kúbönsk- um stjómarháttum sé alkunm, og aðdáun Lúðviks á sovézkum og kínverskum fasisma sé al- þekkt, þá láta þeir það ekki rugla fyrir sér, þegar öryggis- mál íslenzku þjóðarinnar 'eiga í hlut. £ Blessaðir séu hermála- ráðherrarnir okkar Og að lokum var ánægju- legt að frétta, að hermálaráð- herramir þrir, Magnús Kjart- ansson, Magnús Torfi Ólafsson og Einar Ágústsson, hafi verið algerlega sammála um nauð- syn þess að efla varnir lands- ins með því að fá hingað full- komnustu orrustuþotur, sem nú eru til í heimimum. Megi þessir menn hljóta margfaldar þakkir alira lands- ins barma, verðug eftirmæld í islandssögunmi og blessun Guðs. M.M.“ 0 „Þjóðhátíðarhræðslan“ „Reykvíkingur“ skrifar: „Kari Velvakandi! Það er einkennilegt, hvern- ig ýmsar tízkuöldur flæða stundum yfir Island af mdklum hraða. Hver etur upp eftir öðr- um og svo hratt, að þar hlýtur margt lítthugsað og vamhugsað að fljóta með. Svo gleymást þetta afllt. Rifjist þetíta svo aft- ur upp fyrir fólki af einhverju tiiiefni nokknim árum siðar, verður það stundum steinhissa, að því skulá hafa dottið þessi vitleysa í hug og verið að æsa sig upp út af þessu. Er þessi skrítna „þjóðhátið- arhræðsla", sem ég vil kalla svo, ekki skýrt dæmii um það, sem ég á við hér að ofan? Það er hredmt út sagt furðulegt, hve mörg féliög (sum alveg óþekkt hingað til) hafa talið sér nauð- synlegt að hlaupa fram í f jöl- miðla til þess að vara þjóðlna sína við þeirri hroðalegu ógæfu að ætla sér nú að fara að álpast tií þess að halda þjóð- hátíð. Hátindi var náð á kenn- arastofunmd í skóla einum, en þaðan kom eitt bjálfalegasta aulaplagg, er sézt hefur. Alls konar dellusögur og tílbúning- ur, mdsskiJiningur og ímyndun vaða uppi, svo sem um kostn- aðarhlið málsins og fyrirkomu- lag hátíðarinnar, svo að menn hafa ekki við að leiðrétta vit- leysuna, og svo er hún bara endurtekin næsta dag, eins og ekkert hafi í skorizt. Sjálfur tyllidaga- og hátíðardagasér- fræðingur ríkisfjölmiðflanna er leiddur upp á paM í sjónvarp- inu tid þess að vara þjóðina við hátíðahaldi. Það er undarleg- ur fjandi, að maður, sem hef- ur að nokkru leyti lifað á þvi að hugsa, skrifa og tala um hátíðir, og gent það af prýðd, skull nú ætla að fara að láta banna hátíð, sem verður ef til vill mesta og bezta hátíð i sögu þjóðarinnar. 0 Víl og volæði Og þá er það barlómurinn, sem mér finnst lýsa svo mikl- uim auminigjaskap viðkomandi, að til fulllikomiinnar vansæmdar sé. Allar þjóðir heims hafa keppzt við að halda háttðir frá þvi að sögur hófust og gera það vomamdi enn um iangan aldur. Alls konar ógæfa hefur dunið yfir þjóðirnar, stórstyrj- aldir, landfarsóttir, uppskeru- brestur, sjávarflóð, skógareld- ar og hvers kyns náttúmkata- strófur. Engum hefur samt dottið í hug að hætta við að gera sér dagamun; það er ein- mitt aldrei nauðsynlegra en eftir einhverjar hönnunigar tíl þess að hressa mainmskapimn upp. „Upp skal huigann herða og hugsa á ný til ferða,“ edns og Steinn skáld kvað. Ekki t jó- ar að sitja volandi í sorg og sút, vorkennandi sjálfum sér, heldur skal standa upp, dans- andii og syngjandi. £ Fordaxnii Finna Já, og hvað gerðu ekki Finnar, þegar allt var í kalda- koli hjá þeim eftir seinna stríð? Þeir pöntuðu að fá að halda Olympíuleika heima hjá sér við fyrsta tækifæri. Þetta var óskaplega dýrt fyrintæki, að sjáifsögðu, en þá voru ekki miklir peningar til i Finnlandii. Styrjöldin var Finnum löng og dýr, Rússar blóðmjólkuðu Finna með ósanngjömustu stríðsskaðabótum, sem sögur fara af, móraMimm var slappur í fólki, mikil Rússaihræðsla rikjandi og £xliar fjárhirzlur tómar. Áreiðaniega hefur ein- hverjum smásálum fundizt: það vera „óþarfi" að halda sMka hátíð sem Olympi uleikarn.ir exru. En eins og kunnugt er, tókst þessi hátíð með svo fram- úrskarandi miklum bravúr og gfliæsibnaig, að Finnar áunnu sér hyllii og virðingu allira þjóða í heiimd. Finmar vöktu mikla at- hygM á sér og sínum málum, heimspressan skrifaðd hlýlega um þá hedlt sumar, og raun- verulegur hagnaður af hátíð- inmi var margfaldlegá meiri en sá, sem eimgöngu varð mældur með peningum. Viðskiptd Finna við umheiminn jukust stórkost- lega. Þessi hátið er löngu við- urkennd sem eitt hið adllra bezta, er komdð hefur fyrir Finna í alfltri sögu þeirra. % Forlagafýla Þetta skifldu menn hafa í huga. Og reyndar má nefna margar fleiiri hátíðir úti í heimi; ekki eru ísraelar til dæmis smeykir við að lyfta sér rækdlega upp á aMarfjórðungs- afmæM Israedisríkis hins nýja, þótt það sé í styrjöld við £dla nágranna síma. Norðmenm og Svíar minnast jafnan merkis- afmæla í sögu þjóðanna með mlklu bramiboiti, pompi og pragt. Bandaríkjamenn ætla að haMa mikla hátið eftir þrjú ár tii þess að mkmast frelsisyfir- lýsingarinnar fögru. Ned., góðir hálsar, það þýðir ekkert að fara í fýlu út í for- lögin, þótt eitthvað bjátd á. Merrn verða að kunna að gera sér gfliaðam dag. Það er Mklega það aUra niauðisynlegasta í líf- inu. „The show must go on!“ „Vivait llaetitia, ruat coelum, pereat mundus!" <— Litfi gleð- in, þótt himinn hrynji og heim- ur farist!)“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.