Morgunblaðið - 01.06.1973, Qupperneq 2
2
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 1973
Rog-ers utanríkisráðherra kemnr tíl fundar.
— Ekki f ækkun heraf la
Framtiald af bls. 1.
fyrir sér örstutta stuind, baðaða
í rafmagnisljósinu brosandi og
uppstíttta, rétt eiins og þeir væru
á ieiksviði. Nixon lét ýmis orð
faHa um það hversu margir ljós
myndarar hefðu áhuga á þeim,
en ilW; var að heyra til hans
vegna suðs og smella i myndavél
unutn.
Fund&herbergi forsetanna var
búið eirts og setustofa með þrem
ur setgrúppum. Þar hafði verið
komið fyrir þremur rósóttum
góifteppum, öðrum megin í her-
berginu var gult sófasett með
upphleyptu plussáklæði, hinum
megin, þar sem forsetamir sett
wt, voru stólar með grænu á-
klæði og þar hjá nokkrir borð-
stwfustólar, sem túlkar þeirra
settust á. 1 miðjunni voru nokkr
ir rauðklæddir stólar. Borð voru
ýmist eiinföld og slétt harðviðar-
borð eða útskorin og póleruð.
Öðrum megin í herberginu voru
ljós gluggatjöld, hinum megin
gul
„Þarna sjáið þér —“
í örtröðinni, þegar síðasti
Ijósmyndarahópurinn ruddist út
úr fumdaherberginu rakst blaða-
kona Mbl. á Dr. Henry Kiss-
inger, sem var á leið inn til
fundar við forsetana, — og
spurði hann sem snöggvast,
hvort hann gerði ráð fyrir því,
að ísland hefði hlutverki að
gegna innan hins nýja Atlants-
hafssáttonála sem haran hefði
sett fram hugmyndir um fyrir
skömmu. Hann hikaði rétt and-
artak en svaraði svo játandi.
— Mikilvægu hlutverki? árétt-
aði blaðakonan spurninguna og
Dr. Kissinger svaraði aftur ját-
andi en bætti svo strax við
„Látið mig ekkl segja meira,
blaðakonur koma mér alltaf í
vanch'æði". Loforð um hið gagn-
stseða dugði skamimit, því nú
var kominn öryggisvörður, sem
baðst afsökuinar kurteislega en
hátt og ákveðið og vísaði Kiss-
inger áfram. Hann yppti öxlum
hlæjandi og sagði „Þarna sjáið
þér . . .“
Dr. Henry A. Kisssinger er
maður heldur lágvaxinn, með
dökkt, liðað hár og dálítið
sérkennileg en hýrleg augu.
Brosið fjörlegt og mátti sjá,
þrátt fyrir þykk gleraugun, að
það náði allt til augnakrókanna.
Fas hans all't benti tiil þess, að
Excellent! sagði
Pompidou um
dvölina á íslandi
Síðdegis í gær var röðin
komin að Pompidou forseta
að koma á undan Nixon á
fundarstaðinn á Kjarvalsstöð
um. Og meðan hann beið svo-
litla stund fyrir utan, tók
hann að spjalla við frétta-
menan, sem þar stóðu. Þeir
spurðu hvernig hon-um likaði
á Islandi. — Excellent!, svar-
aði Pompidou um hæl og
brosti.
Þama voru margir ljós-
myndarar. Þar á meðal einn
frá Time. Þegar Pompidou
heyrði það, kvaðst hann einu
sinni hafa verið á forsíðu þess
rits og ekki verið ánægður
með útkomuna. En hann vildi
gjaman komast þangað aftur
samt.
Næsti ljósmyndari reyndist
vera frá Paris Match. Við það
sagði forsetinn bara: — Uff!
eins og hrollur færi um hann.
En vel fór samt á með for-
seta Frakklands og ljósmynd-
uru.num þama í sólinni, og
ræddu þeir um myndavéiar.
Pompidou kvaðst alltaf verða
hálf hræddur þegar hann sæi
mikil apparöt. Sjálfur hefði
hann alltaf hald ð að Kodak-
Instamatik væri bezta mynda
vél í heimi. En slíka vél ætti
hann sjálfur.
Þá var hann spurður hvað
væri mikilvægast á ráðstefn-
unni. — Allt, svaraði forset-
inn —- þetta eru mjög opinská
ar og góðar umræður.
hann hefði hið mesta gaman af
ötlu þessu tilstandi, enda sögðu
blaðamenin Hvíta húisisins, sem,
gerþefckja dr. Kissinger, að
hann væri hinn mætasti maður,
jafnan vinsamlegur í viðmóti,
fjömgur, fyndinn og bráiðsnjall.
Þegar dyrnar höfðu lokazt á
hæla Kissingers, stilltu tveir
öryggisverðir, annar bandarísk-
uir, hinn franskur, sér upp fyrir
framan þær. Sýndist uppstillinig
þeirra dálítið einkennandi fyrir
störf öryggisvarða á þessuim
fundi, það gat engum dulizt, að
Bandaríkj amaðurinm væri ör-
yggisvöróur, en að óreyndu
hefði rnátit ætla, að sá franski
væri einhver tilfallaindi náungi,
sem ætti þarna svo sem ekikert
erindi, stæði bara þama af til-
viljum. Ekki var viðlit að fá að
nálgast verðina eftir þetta og
blaðamönnum ölluim skákað á
sinn stað.
Fréttir af viðræðum
forsetanna
Nixon Bandaríkjaforseti hafði
virzt glaðuir í bragði, þegar
hann kom út úr „íslenzlka Hvíta
húsinu“ eins og einn öryggis-
vörðurinn kalllaði bandaríska
sendiráðið — uim klutokan 10.05
í gærmorgun. Strax og forset-
inn hafði stigið upp í bifreiðina,
var ekið af stað undir öflugri
lögregluvernd. Nokfour hópur
fóltos hafði safnazt saman við
gatnamót Laufásvegar og Stoot-
húsvegar, og veifaði forsetinn
til fólksins, þegar hann ók hjá.
Mjög öflugur öryggisvörður
er um bandaríska sendi-
ráðið, og fá engir að fara inn
á Laufásveginn milli Skothús-
vegar og Skálhol tsvegar nema
íbúar í húsum á svæðinu, lög-
regla og bandarískir starfs-
menn.
Blaðamenn, ljósmyndarar og
notokur mannsöfnuður annar
beið forsetans við Kjarvalsstaði,
þegar bilalest forsetans renndi
þar að. Forsetinn var hinn kát-
asti að sjá, hann veifaði létti-
lega, þegar hann gekk upp að
húsinu þar sem hann beið
stumdarkom eftir Frakklandsfor-
seta.
Þegar fumdir voru hafnir í
Kjarvalsstöðum var fátt fyrir
flesta blaðamennina að gera
anmað en bíða einhverra frétta
frá blaðafulltrúum beggja aðila
og þeim blaðamönnum Hvíta
hússins, sem fengu öðru hverju
að vera stundarkom inni hjá for
setumium. Samkvæmt sérstöku
samikomulagi milli þeirra og for-
setans skiptast þeir á um að vera
í námunda við hann öðru hverju
eða með honum og síðan verða
þeir að fara að segja hinum
hvað gerðist. Mátti heyra á tali
blaðamannanna bandarísku, að
þe'r væru undrandi á þvi, að
slík skipan skyldi ekki á höfð
milli frönsku blaðamannanna og
forseta þeirra.
Einn blaðamanna Hvíta húsa-
ins, Frank Cormier, upplýsti til
dæmis strx eftir að fundir hóf-
ust, að Nixon forseti hefði snætt
lak á miðvikudagskvöldið og
saigði frá miðnæturgöngu hóuns.
Sömuleiðis upplýsti Cormier, að
forsetinn hefði rætt við dr. Kiss-
inger i khikkustund í gærmorg-
un, áður en fundirnir hófust á
Kjarvalsstöðum.
Klukkan 10.30 skýrðu tveir
aðrir blaðamenn frá broti af viö-
ræðum forsetanna. Pompidou
hafði sagt Nixon, að hann ætlaði
til Kína í haust og Nixon svar-
aði: „Nú, það er hálfa leið um-
hverifs hnöttinn." Síðan hefðu
þeir farið að bera saman aldur
sinn og Nixon þá reynt að segja
á frönsku, hvað hann væri gam-
all . . . soixante . . .“ en gefizt
upp og sagt á ensku að hann
yrði 61. árs í janúar n.k.
Áður hafði Nixon haldið því
fram, að þeir væru jafnaldrar,
en Pompidou svaraði: „Nei, ég
er dálítið eldri.“ Því andmælti
Nixon en Pompidou sat fast við
sinn keip, „jú, ég held ég sé ári
eldri ... og hann reyndist hafa
betur í þessari viðureign.
Heyra mátti á bandarSsiku
blaðamönnunium að ferðin hefði
a. m. k. til þessa vorið ein hin
þægilegasta sem Nixon, forseti,
hefði lengi tekizt á hendur. Þeir
sögðu að það væri mesta ný-
næmi að sjá hann aka um í bif-
reið svona afsilappaðan og jafn-
vel fara út og taka í hendur
fóltos. „Hann fer alltaf um í
þyrlu, sögðu þeir, það liggur við
að hann fari í þyriu yfir götuna
frá Hvita húsinu í Washington
og það er meiriháttar frétt ef
hann sést þar akandi."
Viðræðumar í gærmorgun
stóðu næstum tolukkutíma leng-
ur en ráð var fyrir gert, eða þar
til kl. 12.53.
Blaðamannafundur
Ziegiers
Laust eftir kl. 13 skýrði Ron-
ald Zieigler, blaðafultrúi Nixons
blaðamönnum stuttlega frá
ganigi viðræðnanna um morgun-
inn, á fundi í fréttadeild Hvíta
hússins á Hótel LofUeiðum.
Hann sagði, að forsetarnir hefðu
rætt almennt um samskipti
þjóða heims og ýmis alþjóðamál.
Sömuleiðis hefðu þeir rætt urn
framtíð Atlantshafsbandalags-
ins og þær samræður verið eink-
ar gagnlegar og uppbyggilegar.
Hann sagði, að Pompidou, for-
seti, hefði lagt áherzlu á nauð-
talað uim Mið-Austurlönd og
Indó-Kína og utanrikisráðherra-
fund Atlantshafsbandalagsina,
sem væntanlegur er í Kaup-
mannahöín um miðjan júní.
Loks sagði hann frá fundi fjár
málaráðherranna George Shultz
og Valery Giscard d’Estaings,
sem að mestu leyti hefði fjallað
um igjaldeyrismálin og skipan
þeirra og einnig verið komið inn
á viðskipti ríkjanna, sem vafa-
laust yrðu rædd ýtarlegar á sið-
ari fundunum.
Upplýsti Zieglier og, að hann
vænti þess, að hugmyndir
Bandaríkjaforseta yrðu ræddar
á síðdegisfundinum, sem æt'ti að
hefjast klukkan þrjú, þegar foir-
setarnir hefðu snætt hádegis-
verð og hvilt sig lítiishá'Btar.
Blaðamönnum þótibu upplýs-
ingar Zieglers af morgunfund-
inum heldur rýrar og reyndu að
krefja hann frekari sagna, en
árangurslaust. Þó upplýsti hann
til viðbótar, að forsetinn og dr.
Kissinger hefðu talað saman I
noklkrar minútur í bifreið for-
setans á leiðinni frá fundinum.
Sörmuleiðis kvaðst Ziegler voti-
ast til þess að geta gefið þeim
nánari upplýsingar eftir síðdeg-
isfundinum, en þá kom dr. Henry
Kissimger fram á blaðamanna-
fundi, þegar til kom svo sem,
frá er skýrt annars staðar i
blaði.nu í dag.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti Ziegler sem snöggvast að
Michel Johert, utanríkisráðher ra Frakka, (t.h.) kemur ásamt
fylgdarmanni sínum til fundarinsá Kjarvalsstöðum.
syn þess að hafa áfram banda-
rískt herlið í Evrópu og varað
við einhliða ákvörðun Banda-
ríkjastjórnar um að draga úr
herstyrk sínum þar. Bandaríkja-
forseti hefði fullvissað Pompidou
um, að hann hefði ekkert slíkt í
hyggju.
Ziegler sagði, að dr. Kissinger
hefði verið viðstaddur nær allan
fund forsetanna. Þá skýrði Ziegl
er frá fundi utanríkisráðherr-
anna, William Rogers og Michel
Joberts, og sagði, að þeir hefðu
blaðamannafundinum loknurn
og spurði, hvort nokkuð hefði
verið á fsland minnzt í við-
ræðum forsetanna um morg-
uninn. Hann kvað það
ekki hafa verið nema hvað
þeir hefðu verið ánægðir
með viðtökurnar og aðbúnað
allan. Aðspurður, hvort þeir
hefðu átt erfitt mieð svefn
vegna tíimamismunar og birtu,
svaraði Ziegler, að það hefði
verið minna vandamál en vænta
hefði máfit, þeir hefðu hvíizt
vel og væri mjög ánægðir.
Nixon beðinn
um varðskip
fSLENZKIR ráðlierrar hafa
skorað á Nixon forseta að
taka fram fyrir hendurnar á
ríkisst.jórn sinni, sem nýlega
neitaði að fallast á ósk fs-
lendinga um að fá keypt eða
leigt bandarískt varðskip, að
því er segir í frétt frá Arthur
L. Gavslion, fréttamanni
Associated Press fréttastof-
unnar, sem staddur er i
Reykjavík.
Hefur Gavshon það eftir
opinberum heimildum að
Nixon hafi vi-rzt undrandi
þegar Ólafur Jóharunessoin
forsætisráðherra miinntist á
neitun baindariskiu stjómar-
imnar í viðræðum við forset-
ann á miðvikudagskvöld.
Sagði forsætisráðherra við
það tækifæri að það hefði
valdið íslendinguim vonbrigð-
um að stórveidi á borð við
Bandaríkin gæti ekki séð af
einu varðskipi til fslamds.