Morgunblaðið - 09.06.1973, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.06.1973, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1973 Minning: Brautryðjandi fallinn Eftir Svein Benediktsson Jón Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri varð bráðkvadd- ur á heimili sínu að Hrauni, Garðahreppi að morgni mánu- dagsins 4. júní s.l., 73 ára að aldri. Er hann andaðist var hann nýkominn heim úr sinni venju- legu morgungöngu. Með Jóni er fallinn í valinn einn af merkustu mönnum þjóð- arinnar og brautryðjandi í sjáv arútvegsmálum. Á þessari öld hafa orðið meiri framfarir í atvinnuháttum og menningarmálum á landi hér en dæmi eru til á jafn skömm- um tíma, hjá nokkurri annarri þjóð. Vér Islendingar erum nú meðal þeirra þjóða, sem bezt eru á vegi staddar efna- hagslega, ef vér kunnum með að fara og verðum ekki fyrir lang varandi herhlaupi erlendra þjóða. Þessi umskipti hafa fylgt í kjölfar aukins sjálfstæðis og síðar fulls sjálfstæðis þjóðar- innar og bætts efnahags henn- ar. Fjöldi manns hefur lagt hönd á plóginn til þess að hefja þjóð- ina til velmegunar upp úr alda- gamalli kúgun, sinnuleysi og fá tækt, sem nærri hafði bugað hana. Sjálfstæðiskempumar voru í fararbroddi i endurreisn þjóð- arinnar og megnuðu eftir langa og stranga baráttu, að hasla henni völi meðal framfara- og menningarþjóða heims, þrátt fyrir smæð og umkomu- leysi í öndverðu. XXX Er þjóðin var drepin úr dróma varð leysing á allri kyrrstöðu. Það roðaði fyrir dagsbrún nýrra tíma 1 þjóðlífinu, svipað því, sem gerzt bafði í árdaga þjóð- veldisins forna. I atviinnu-, sigiinga- og verzl- unarmálum risu upp á skömm- um tima ótrúlega margir fram- faramenn, sem hófu framkvæmd lr á eigin spýtur eða stofnuðu tll félagssamtaka í því skyni að koma meiru til leiðar en var á færi nokkurs einstaklings. Stundum þurftu bæjar- og sveitarfélög og jafnvel rík- 18 sjálft að skerast í leikinn, ef ör nauðsynlegum framkvæmd- um átti að verða. í ðllum rekstri, hvort sem hann er í höndum einstaklinga eða hins opinbera veltur mest á því, að skynsamlega sé til hans stofnað og forstöðumenn- imir séu vandanum vaxn- ir. Þetta hvort tveggja hefur jafnan viljað bregða til beggja vona. Auðvitað verður þá hagnaðurinn þeim mun meiri fyrir þjóðarheildina eða skellur- inn tilfinnanlegri, ef ilia tekst til, því stærra og umsvifameira sem fyrirtækið er. XXX Það fer ekki milli mála, að Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri var meðal hinna aMra fremstu sinna samtíðarmanna, sem veitt hafa stórfyrirtækjum landsmanna forstöðu. Hann var framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðja rikisins 18% ár. Undir hans handleiðslu urðu verksmiðjumar stærsta og öflugasta framleiðslufyrir- tæki landsins. Fyrir at- behra hans tókst að reisa nýja 5000 mála (afköst 780—950 tonn síldar á sólarhring) síldarverk smiðju á Raufarhöfn árið 1940, þrátt fyrir það að heims- styrjöldin síðari var þá skoll- in á. Lög um byggingu verk- smiðjunnar höfðu verið sam- þykkt á Alþingi, en það var fyrst í lok ágústmánaðar og í byrjun september árið 1939, að Jónl Gunnarssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni þáverandi bankastjóra, síðar forseta, tókst að semja um vélakaup tM verksmiðjunnar í Noregi og út- vega þar lán tU framkvæmd- anna. Jafnframt tókst S.R. í septembermánuði að selja lýsis birgðir verksmiðjanna fyrir þrefalt verð á móti þvi, sem það hafði verið fyrir styrjöldina. Nam hagnaðurinn af söl- unni upphæð, sem svaraði ti'l byggingarkostnaðar verksmiðj- unnar. Hluta af hagnað- inum varði Jón til þess að festa kaup á efni í Noregi í væntan- lega löndunar- og hafskipa- öryggju verksmiðjunnar á Raufarhöfn. Skömmu eftir heimkomu sína haustið 1939 átti Jón ásamt mér tal við einn af bankastjórum Landsbankans um fjármál verk smiðjanna og byggingu hinnar nýju verksmiðju á Raufarhöfn. Er viðtalinu var að ljúka Skýrði Jón bankastjóranum frá því, að hann hefði fest kaup á bryggjuefni til verksmiðjunnar og leigt norskt skip til flutn- inga þess til landsins. Var þá eins og rýtingur hefði verið rekinn í bankastjórann. Hann spratt upp úr sæti sínu og mælti reiðilega: „Og þessu leyfið þér yður að skýra frá í aukasetningu," rétt eins og stórglæpur hefði verið framinn með þvi að sækja ekki um gjald eyrisleyfi og heimild bankans til kaupanna. Næsta dag vorum við sáðan kallaðir á fund for- manns bankaráðsins og hinna bankastjóranna til þess að gera grein fyrir þessum ósköpum. Gátum við frætt fundarmenn á því, að lagaheimild væri tU byggingar verksmiðjunnar, leyfi ríkisstjórnarinnar veitt og verksmiðjurnar hefðu eigið fé í erlendum gjaldeyri til kaupanna vegna hagnaðar á sölu lýsisbirgða. Kaldar voru kveðjur í fundarlok. Sýnir þetta atvik vel það skrifstofu- vald og skilningsleysi á aðstæð- um, sem allt var að kæfa í hvers konar höftum og bönnum á þessum árum. Bryggjuefnið komst til lands- ins í tæka tíð. Hurð skall svo nærri hælum með hluta vinnslu vélanna i verksmiðjuna, að skip ið, sem þær flutti sigldi frá Noregi sama daginn og Þjóð- verjar hemámu landið 10. aprí'l 1940. Verksmiðjan á Raufar- höfn komst upp fyrir síldarver tið árið 1940 og vann það sum- ar úr 210.495 málum síldar. Næstu áratugina tók verksmiðj an á móti meiri síld en nokkur önnur verksmiðja í landinu og bar uppi rekstur Sildarverk- smiðja ríkisins um leið og hún varð sUdarútvegi landsmanna til ómetanlegs gagns. XXX Jón Gunnarsson sigldi fjór- um sinnum til útlanda á stríðs- árunum á vegum SR, og auk þess í fimmta sinn, að nokkru leyti á þeirra vegum. Ferðim- ar fór hann tU þess að útvega ýmis tæki og nauðsynjar til verk smiðjanna. Þessar ferðir voru þá mjög hættulegar, vegna kaf- bátahernaðar Þjóðverja, en Jón Gunnarsson kunni ekki að hræð ast og hlifði sér aldrei. Á starfsárum hans voru af- köst verksmiðjanna aukin með nýjum verksmiðjum og stækkun um úr 8.200 málum upp í 18.000 mál á sólarhring. Komið var upp nýtízku löndunartækj- um á Raufarhöfn 1940 og á Siglu firði 1943. Margar nýjung- ar voru teknar upp í vélbún- aði verksmiðjanna. Þó hefðu framkvæmdir orðið enn meiri en raun varð á, ef fleiri nauðsyn- leg leyfi tU innkaupa hefðu ver ið veitt í Bandaríkjunum, til vélakaupa á striðsárunum. XXX Hinn 19. júní 1944 sagði Jón Gunnarsson upp starfi sinu hjá SR frá næstu áramótum að telja. Reyndi verksmiðjustjórnin að fá hann til þess að gegna starfi sínu áfram, en það tókst ekki. Réðst hann sem sölu- og inn- kaupastjóri til Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna með aðsetur i Bandaríkjunum. Framkvæmda- stjóri hjá SH heima á íslandi var þá enginn og ekki fyrr en Björn Halldórsson árið 1947. Ólafur Þórðarson frá Lauga- bóli, sem lengi átti sæti i stjórn SH hafði forgöngu um ráðningu Jóns til þessara starfa. Jón fiuttist vestur um haf í nóvember 1944, en kom heim aft ur á miðju ári 1945, að sækja konu sína og börn, þegar hann hafði búið i haginn fyrir þau vestra. Á árinu 1945 stofnaði hann á vegum SH dótturfélag Sölumið- stöðvarinnar og gaf þvi nafnið Coldwater Seafood Cor- poration. Varð hann sjálfur framkvæmdastjóri félagsins. Formsins vegna var hann sjálf- ur í stjórn þessa dótturfyrir- tækis ásamt frú Sigurlímu Björnsdóttur, konu sinni og bandarískum lögfræðingi félags- ins. Löngu seinna, þegar fyrirtæk- inu hafði vaxið íiskur um hrygg, varð þetta íormsatriði til þess að öfundarmenn Jóns dreifðu út þeim óhróðri hér heima, að hann hefði sölsað dótt urfyrirtækið undir sjálfan sig og sæti nú einn að stórgróða. Auð- vitað var þessi rógur tilhæfu- laus með öllu, því vandf undinn mun vera heiðarlegri og grand- varari maður í ölum viðskipt- um en Jón Gunnarsson var. Coldwater Seafood Corp. hóf sölu á hraðfrystum fiski í Bandaríkj unum í harðri sam- keppni við þarlend auðfélög og varð furðu vel ágengt miðað við aðstæður. Snemma vakti Jón Gunnars- son máls á því á aðalfundum SH, að samtökin ættu að stuðla að því, að Coldwater kæmi sér upp aðstöðu vestra til fram- leiðslu á tilreiddum fiskréttum (fishstieks) úr hraðfrystum ís- lenzkum fiskblokkum. Ekki varð þó úr framkvæmdum fyrr en 1954, að Coldwater tók fyr- ir frumkvæði Jóns á leigu litla verksmiðju og verksmiðjuhús í Nanticoke í Maryland á austur- strönd Bandaríkjanna í þessu skyni. Tókst tilraun þessi svo vel, að skömmu síðar keypti Coldwaterfyrirtækið verksmiðj- una af eigendunum, stækkaði hana og stórbætti vélakost henn ar. í valinn Um þessa framkvæmd fórust Guðmundi H. Garðarssyni blaða fulltrúa SH svo orð, m.a. á ráð- stefnu íslenzkra verkfræðinga um sjávarútvegsmál árið 1967: „Fyrstu árin var ákaflega Mt- ill skilningur fyrir þessari fréim kvæmd hér á landi. Allt það, sem gert var í þessari verk- smiðju, var gert fyrir það tak- markaða fjármagn, sem frysti húsaeigendur höfðu aflögu hér heima eða gátu lagt fram . . .“ „Og vegna skilningsleysis hér á íslandi frá 1956—1960, þá mun aði litlu, að þessi framkvæmd riði samtökunum að fuHu hér heima, m.a. vegna þess, hvernig ráðizt var á samtökin fyrir það, hvemig þau voru að reyna og verja oig byggja upp sina mark- aðsaðstöðu í Bandarlkjunum. Og það afhyglisverða er, að sá mað- ur og þeir menn í Sölumiðstöð- inni, sem stóðu í fylkingarbrjósti voru raunverulega sóttir tU saka og ofsóttir eins og um glæpa- menn væri að ræða. Þá skeð- ur það, að merm hér heima skrifa greinar i dagblöð og tíma rit og ráðast á þessa fram- kvæmd og þessi fyrirtæki, jafn- framt því, að menm, sem skildu ekki markaðsstöðu Islend- inga erlendis, sættu færis og reyndu að koma því að á æðri stöðum, að nú væri tími til kom- imn að klekkja á útflutningssam tökum þjóðarinmar og gefa öðr- um tækifæri til að fara út i þessa útflutningsatvinnugrein, og þá var fokið í flest skjól í sumum islenzkum ráðuneytum, svo ekki sé meira sagt. Én vegna harðfylgis þeirra, sem stóðu í þessari baráttu, og einnig þess, að það sanmaðist, að það, sem Jón Gunnarsson og forráða- menn Södumiðstöðvarinnar stóðu í, var rétt, þá var upp úr 1960 tekið, m.a. fyrir atbeina ríkis- valdsins og þáverandi rík- isstjórnar, að gefa þessum mál- um meiri gaum og einnig að skapa þessu fyrirtæki í Banda- ríkjunum eðlileg starfsskil- yrði, m.a. með útvegun lána. Sið an má segja, að þessi framkvæand hafi verið ein sigur saga, og mun mér einnig óhætt að segja það, að svipaða sögu megi segja um starfsemi Sambandsins, sem rekur aðra fiskiðnaðarverksmiðju í Banda- ríkjunum. Þessar verksmiðj- ur hafa m.a. tryggt það, að ís- lendingar hafa getað selt sinar fiskafurðir í Bandaríkjunum á hæsta fáanlegu verði á hverjum tJíma." Coldwaterfyrirtækið og sams konar fyrirtæki á vegum Sam- bands íslenzkra samvinnufyrir- tækja, sem sigldi í kjöl- far brautryðjandans Jóns Gunn- arssonar og annar útflutningur á hraðfrystum sjávarafurðum til Bandaríkjanna eru nú aðál hom steinar islenzka sj ávarútvegsins og sá igrundvöllur, sem velmeig- un þjóðarinnar byggist á, öUu öðru fremur. TM dæmis um framsýni Jóns Gunnarssonar í sölumálum hrað frystihúsanna er það, að haen undirbjó með mikUli fyrirhöfn byggingu stórrar verksmiðju fyrir meginlandsmarkað Evrópu, i Hollandi nálægt þýzku landamærunum, hlið stæða við verksmiðju þá, sem Coldwater hafði komið upp í Bandarikjunum til framleiðsiu tilreiddra fiskrétta. Þetta mis- tókst sökum forfalla Jóns Gunn arssonar, þegar að koUhríðinni kom, vegna slyss, sem hann varð fyrir og nánar getur síðar, og vegna skiptra skoðana og tvi drægni um nauðsyn málsins inn an samtakanna sjálfra. Var það mikill skaði fyrir sjávarútveg landsmanna að elcki varð úr þess ari framkvæmd. Tveim til þrem árum síðar reisti „Birdseye", brezk hrað- frystihúsasamsteypa á vegum Uinllever-hringsins, fiskrétta- verksmiðju í Boulogne í Frakk- landi. Reyndist rekstur hennar strax i upphafi stórgróðafyrir- tæki. Ég rek brautryðjandastörf Jóns Gunnarssonar í þágu ís- lenzks hraðfrystiiðnaðar og sjáv arútvegs ekki frekar, þar sem þeim eru gerð góð skil af Einari Sigurðssyni, núverandi for- manmi Coldwater Seafood Corporation í greinaflokknum: „Úr verinu“ í blaðinu í dag. Ánægjulegt er tU þess að hugsa, að við störfum Jóns í Bandaríkjunum skyldi taka Þorsteinn Gíslason verkfræðing- ur, sem starfar í hans anda og haldið hefur merkinu hátt á loft. Hann hafði áður starfað hjá SH sem verkfræðinigur um nokkurra ára skeið. XXX Jón Gunnarsson var fæddur hinn 15. febrúar árið 1900, að Yzta-Gili í Langadal í Austur- Húnavatnssýsliu. Foreldrar hans voru Gunnar Jónssom bóndi þar og á Blöndubakka og kona hans Guðríður Einarsdótt- ir ákvæðaskálds Andrés- sonar bóndia á Bólu í Akra- hreppi i Skagafirði. Er margt merkra manna i þess um ættum, þótt þeir verði eigi taldir hér. Sjá m.a.: Menn og minjar Finns Sigmundssonar landsbókavarðar: VI: Einar Ás- mundsson i Bólu, einkum lýs- ingu HaMdóru móðursystur Jóns Gunnarssonar á bls. 15—16 á föður sínum og afa Jóns. Svip ar Jóni mjög til lýsingarinnar á afa hans. Systkini Jóns eru: Margrét, ekkja Gunnars Sigurðssonar kaupmanns í Von. Þrúður, gift Eggert Gislasyni kaupmanni, Reykjavik. Gúðbjörg, gift Agii Jónassyni, Winnipeg, Kanada og Hólmfríður, gift Wayne Sell- ers, stórbóndai vestur í Kletta- fjöllum Kanadfi. Systkini fru Siigurlinu konu Jóns eru: Hjaíti stórkaupmaður, Reykjavík, kvæntur Margréti Arnljóts, Sveinn, póstfullitrúi í Reykjavík, hann er látinn, harnn var kvæntuf , Stefaníu Einars- dóttur, Kristin, gift Pétri Bene- diktssyni, Kópavogi, Guðlaug, ekkja Jóns Erlendssonar, verk- stjóra, Jónína, gift séra Benja- mín Kristjánssyni og Guðrún, sem er látin. Skyldleiki var með þeim hjón- um Sigurlinu og Jóni Gunnars- syni. XXX Jón brauzt fram til mennta af eigin rammleik. Hann tók próf frá Samvinnuskólanum í Reykja vík árið 1922, iðnfræðiprófi frá Oslo Tekniske skole 1925, BS- próf í byggingaverkfræði frá Universitý of Minnesota, Minneapolis, Minn., 1929 og loks MS-próf frá Massaohusetfs In-, stitute of Teohnology, Cam- bridge, Mass., 1930. Síðan stund aði hann verkfræðistörf í Bandaríkjunum um tveggja ára skeið og hafði meðal annars um-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.