Morgunblaðið - 13.06.1973, Side 10

Morgunblaðið - 13.06.1973, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1973 Kappreiöar Fáks; Góð keppni, vont veður A MANUDAGINN, annan í hvítasunnu, fóru fram hinar árlegu kappreiðar Fáks á skeiðvelli félajfsins á Víðivöll- um. Þátttaka var mjög góð, en um 90 hestar komu fram í 8 keppnisgreinum. Hestarnir voru þeir beztu, sem fyrirfinn ast „sunnan heiðar“; frá Kefla vík, Hafnarfirði, Rangárvalla sýslu auk reykvísku gæðing- anna. Veðurguðirnir voru ekki til litssamir þennan dag frekar en oft áður, þvi veður var bæði kalt og hvasst. Áhorf- endur voru þvi færri en búast hefði mátt við, eða rétt um eifct þúsund. Árangur og hraði mótsins var þó góður, þrátt fyrir veðrið, og má þakka það þeirri bætfcu aðstöðu, sem orðið hefur á velli félagsims s. s. dómpallinum. Keppt var um möng verðlaun og urðu úrslit mótsins þessi: A. flokkur. Alhliða gæðing- ar: 1. Eyrar Rauður, 10 vetra, einkunm 8,66, eigahdi Halldór Eiríksson, knapi Aðalsteinn Aðalsteinsson. 2. Hörður, brúnn 7 vetra, einkunn 8,26, eig. Ragnar Tómasson, knapi Jóhann Þorsteinsson. 3. Dreyri, rauður, 8 vetra, eink- unn 8,10, eig. Matthildur Harð ardóttir, knapi Sigurbjöm Bárðarson. Keppt var um far- andbikar, sem gefinn var af þeim Þorgeiri Danáelssyni og Daníe! Þórarinssyni. B. flokkur, klárhestar með tölti: 1. Sómi, leirljós, 8 vetra, einkunn 8,46, eig. og knapi Halldór Sigurðsson. 2. Asi, brúnn 14 vetra, einkunn 8,36, eig. og knapi Hinrik Ragnars- son. 3.—4. Gustur, brúnn, 6 vetra, einkunn 8,26, eig. Hall- dór Sigurðsson, knapi Þórdís Jónsdóttir, sem jafnframt hlaut knapaverðlaunin, sem gefin voru af Guðmundi Björnssyni, gullsmið. 3.—4. Krummi, brúnn, 9 vetra, eink- unn 8,26, eig. Stefanía Flosa- dóttir, knapi Erling Sigurðs- son. 250 metra skeið: 1. Óðirnn, fcími 25,4 sek., eig. og knapi Þorgeir Jónsson, Gufunesi. Þorgeir er á áttræðisaldri og sigraði Randver, sem var næsta ósigrandi í fyrra, en einungis sjónarmunur var á milli þeirra. 2. Randver, 25,4 sek., eig. Jón'ína Hliðar, knapi Reynir Aðalsteinsson. 3. Máni, 25,6 sek., eig. Sigurbjöm Ei- riksson, knapi Sigurður Sæ- mundsson. 250 metra unghrossahlaup: 1. Óðinn, 20,0 sek., eig. Hörð- ur G. Albertsson, knapi Sigur bjöm Bárðarson, en hann er mjög mikiM hestamaður og góður knapi. 2. Lómur, 20,2 sek., eig. Ebba Arnórsdóttir, knapi Aðalsteinn Aðalsteins- son. 3. Hómer, 20,6 sek., eig. Kristjáh Guðmundsson, knapi Kristján Kristjánsson. 350 metra stökk: 1. Hrímnir, 26,4 sek., eig. Matthildur Harð ardóttir, knapi Sigurbjörn Bárðarson. 2. Bjarni, 27,2 sek., eig. og knapi Simon Grétars- son. 3. Svipur, 28,2 sek., eig Guðfinnur Gíslason, knapi Guðmundur Friðriksson. 800 metra stökk: 1. Ljúfur, 65,2 sek., eig. Sigurður og Gásli, Vindási, knapi Guð- mundur Pétursson. 2. Brúnn, 65,2 sek., eig. Sigurður Sigur þórsson, Hvotoreppi, knapi Einar Halldórsson. 3. Storm- ur, 66,0 sek., eig. og knapi Oddur Oddsson. 1 800 metra stökkinu var keppt um Þytsbikarinn, sem gefinn var af Sveini K. Sveins syni. Hápunktur keppninnar var 1500 metra stökkið, en þá dróst sigurvegarinn, Gráni aftur úr á miðri leið, er hann vildi fara í aðra átt en ætlun- in var. Var hann kominn 15— 20 metra á eftir hinum hest- unum, þegar hann tók við sér affcur og dró óðfluga á þá. Mátti vart á milli sjá, hvor yrði á undan í mark, Gráni eða Lýsingur, en úrslit urðu þessi: 1. Gráni, 2.17,3 mln. eig. Gisli Þorsteinsson, Vindási, knapi Guðmundur Pétursson. 2. Lýsingur, 2.17,5 min., eig. Baldur Oddssön, knapi Oddur Oddsson. 3. Kópur, 2.23,3 min., eig. og knapi Gunnar Ragnars son. 1500 metra kerruakstur: 1. Kommi, 3.16,0 mín., eig. Kommafélagið í Borgarnesi, knapi Einar Karelsson. 2. Frændi, 3.47,5 mín., eig. og knapi Gísli Guðmundsson. I þessari grein var keppt um bi'kar, sem gefinn vair af Matt hiasi M. Gunnlaugssyni. Rangæingar voru sigursæl iir i keppninni, því þeir áttu Grána i 1500 metra hlaupinu og jafnframt 1. og 2. hest í 800 metra hlaupinu. Dregið var í happdrætti fé- lagsins og komu upp þessi vinningsnúmer: 1. vinningur: leirljós gæðingur á númer 844. 2. vinningur: ferð ti'l Mallorca fyrir tvo á númer 3164. Frá 1500 metra stökkinu. Lengst til vinstri á myndinni er Gráni, sem var tvimælalaust bezti hesturinn í greininni. Ahorfendur voru fáir og norpuðu í kuldanum. — Ljósm. Sv. Þorm. Kótilettuveizla 1 kvöldsól á Nesinu Á frumstæðii útigrilli voru matreiddar kótilettur og annað góðgæti, sem auðvitað bragðaðist langtum betur en hjá mömmii! — Ljósm. — sh. á „Albertsvöku“ HVÍTASUNNAN er orðin mi-kil ferðahelgi og þá ekki sízt í augum unglinganna, sem þyrpast úr borg og bæ til útiskemmtana eða úti- veru á fjölmörgum stöðum. Hinir, sem heíma sitja, hafa oftast við lítið að vera og í þeirra augum er þessi helgi lítt skemimitileg. En börn og unglingar á Seltjarnamesi, sem ekki fóru í ferðalag um helgina, þurftu ekki að kvarta yfir aðgerðaleysi; þau gátu tekið þátt í „Alberts- vöku“ hinmi fyrstu, sem haldin var á grasbala vestast á nesinu. Það var björgunarsveit SVFÍ á Selftjamamesi, sem Allbert nefnist, undir forystu Þóris Gunnarssonar og fé- lagar í slysavarnadeildixini Bjama Pálssyni, undir for- jnstu Snæbjörns Ásgeirssonar, sem stóðu fyrir vökunmi. Á grasbalanum reisti unga fólk- ið tjöld sín og hafðiist þar vi'ð um helgina, rétt eins og í útilegu, og skemimti sér síðan við leilk og glens frá miorgni til kvölds. f líitiHli kvog var komið upp frumstæðum útigrillum: Tvær sunduirskomar olíu- tunnur voru fylltar viðarkol- um og síðan lagt vímet ofan á og þar var hægt að grilla um hvítasunnuna hvaða rétt sem var á auðveld an hátt. Á laugardagskvöldið var efnt til miíkiMiar útiveizlu í kvöldsólinni; lambakótilett- ur i hundraðataii voru grill- aðar og bomar fram á pappadiskum og mieð þeim voru borðaðar kartöflur, sem griliaðar höfðu verið í ál- pappír, og með var drukkinn appelsínusafi, sem hafði ver- ið blandaður í stóran plast- kút. Unga fólkinu leizt í fyrstu eklkert of ve'l á þessa oiíutuinnumatreiðsilu, en eftir að Þórir og Snæbjörn höfðu bragðað á fyrstu kótilettun- um í reynsluskyni og smjatt- að stórum, var unga fólkið óhræ'tit við að smiakka. Lét það mjög vel af og flestir borðuðu helmingi fleiri kóti- lefctur en þeir héldu að þeir gætu. Alllmargir foreldrar kcwniu- í hei'msókin og fengu að njóta veizluréttanna með börnum sínum. Á sunnudag var unga fóilk- inu boðið í siglingu á gúm- báti um Selitjöm og þar kom einnig björgunarbátur SVFÍ, Gísli J. Johnsen, og sýndi notkun blysa og rakettna við björgun. Á sunnudagskvöJdið var aftur kvaifct upp í grillltuinin- umuim, unga fólki'ð griEaði sinn eigin mat; sumir komju með kótilettuir, aðrir læris- snei'ðar, pylsupakka og jafin- vel nýveiddan humar í skel. Á kvöí'diin vair m.a. dansað eftir tón'list úr disikóteki og ýmisliagt an.nað var sér til gamans gert. Þei'r Þórir Gunnarsson og Snæbjörn Ásgeirsson sögðu í viðtalí við Mbl., að í heild hefði þessi „Albertsvaka" heppnazt veíl, þrátt fyrir það, að veður hefði oftast verið fremiur kalt. Þátttaka hefði verið allgóð, en e.t.v. vaeri réttara að halda slfka vöku á öðrum tíma en um bvíta- sumnuna; þá fengist meirl þátttaka. Þeir kváðust vilja nota þetta tæfcifæri til að þalkka Rotairy- og Kiwanis- klúbbunum á Seltjamarnesi, sem hefðu veitlt fjárstuðning tii þeissarar vöku, sem ann- ars hefði eldki verið fram- kvæmanleg. Böm og umglingar fóm í siglingu á Seltjörn í stórum gúmbáti, sem mun vera einn sá fyrsti, sem keyptur var til landsins á sinum tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.