Morgunblaðið - 13.06.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1973, Blaðsíða 12
12 IVÍOjKCzUíNíxJ, v uvui>/a.uUiC 13>. JUJNX 19T3 Veðráttan ekki til verulegra vandræða enn sem komið er, segir Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri Þessa mynd tók Sigurgeir í Eyjum fyrir skömmu 1- gar Mánafoss kom þangað rneð moksturs- tæki til þess að auka afköstin í öskuhreinsuninni, en nú er búið að hreinsa 25% af öskunni í bænum. Mánafoss sig'lili án nokkiirra vandkvæða inn í höfnina, enda er hún fær öllum ís- lenzkum skipum. Borgarst j óri: Nýtt frystihús B.Ú.R. kostar yfir 300 millj. kr. VORIÐ hefur að þessu sinni ver- ið óvenju kalt, og er það mál fróðra manna, að svo kalt vor hafi ekki verið á Iandinu síðan 1946. Gras hefur lítið sprottið, og enginn nýgræðingur er kom- inn ; fjalilendi og úthaga. Kýr eru víðast hvar ennþá inni, og má þakka góðu heyjasumri í fyrra, að ekki er farið að bera á heyskorti hjá bændum. Verst er ástandið á Norðausturlandi, en þar hefur undanfarna daga tíðum verið alhvit jörð. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Halldóri Pálssyni, búnaðar- málastjóra, í gær en hann kvaðst jafnframt vera vongóður um að brátt færi að horfa til betri vegar, — sumarið gæti jafnvel orðið ágætis heyjasumar bara ef veðurguðirnir færu að breyta um stefnu. „Það getur verið stutt í góða veðrið,“ sagði Halldór, „og þar sein klaki er litill sem emginn í jðrðu eftir þennan milda vetur, er gróðurinn fljótur að taka við sér. Ef hins vegar hefði verið mi'kill klaki í jörðu er hætt við að um uppskerubrest hefði orð- ið að ræða.“ Halldór sagði, að þeir fáu hlý- viðrisdagar, sem komið hefðu i vor, hefðu gert mikið gagn, og gert það að verkum að víðast væri einhver gróður kominn á láglendi. Hins vegar væri það staðreynd, að gras sprytti ekki við minni hita en 5 gráður. Þvi væri alls ekkert farið að spretta til fjalila, og haglendi Mtið á lág- RÍKISST.IÓRNIR íslands og Þýzkalands hafa komið sér sam- an um að halda viðræður um landhelgismálið í Reykjavík og hefjast þær hinn 29. júní næst- komandi. Viðræðurnar verða á ráðherragriindvelli. Vestur- inniEm Happ- drætti Háskólans ÞRIÐJUDAGINN 12. júní var dregið í 6. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 4.300 vinningar að fjárhæð 27.820.000 krónur. Hæsti vinningurinn, fjórir milljón króna vinningar, kom á númer 13128. Voru þeir allir seldir í umboði Frímanns Frí- mannssonar í Hafnarhúsinu. Einn eigandi þessa miða átti röð af miðum og fær því báða aukavinningana. 200.000 krónur komu á númer 3572. Tveir miðar af þessu núm- eri voru seldir hjá Amdísi Þor- valdsdóttur á Vesturgötu 10. Sá þriðji í umboðinu á Neskaup- stað, og sá fjórði í Verzluninni NESKJÖR Nesvegi 33. lendi. Beendur hefðu þvi víðast hvar ærnar ennþá heima við í túnurn, a. m. k. tvilemburnar. Þar sem ám hefði verið hleypt í hagann, sagði Haliidór, að jafn- vel mætti búast við að einhver kyrkingur kæmi i lömb, einikum væri hætta á því norðanlands. Hann kvaðst eklki hafa haft fregnir af lambasköðum í bein- um tengslum við veðráttuna, en vafalítið hefði hún þó haft ein- hvem lambadauða í för með sér. Þar sem búfénaður er nú á gjöf allt að heilum mánuði leng- ur en í meðalári hefur það í för mieð sér aukinn kostnað fyrir bændur hvað varðar kjamfóður- gjöf. Halldór sagði hins vagar, að þar sem hey hefðu verið mikil frá síðasta sumri, þá hefðu bændur fremur sparað kjamfóðurgjöf si. vetur, þannig að þessi aukning kostnaðar kæmi til með að jafnast niður ef tek ð væri tillit til þess. Enigin spretta er heldur komin í garðávexti og grænfóður, og verður það því mun seinna til en á venjulegu sumri. „Þessi veðrátta hefur enn efcki orðið til neinna verulegra vand- ræða,“ sagði Hai.ldór. „Hún kem- ur til með að valda bændastétt- inni einhverjum aufcnum útgjöld- um, — en við þvh er aBtaf að búast í landbúnaðinum hér. Undir venjulegum kringum- stæðum ætti sláttur nú að vera hafinn eða um það bil að hefj- ast.“ þýzka sendinefndin verður und- ir forsæti dr. Apel, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bonn-stjórnarinn- ar. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, sagði í viðtali við Mbl. í gær að íslenzka sendinefndin myndi sem áður bjóða Þjóðverj- unum allfrjálsar veiðar utan 30 mílna frá grunniínupunktum. Aðspurður um það, hvort hann væri vongóður um samkomulag, sagði E nar Ágústsson: „Ég vil hvorki segja já né nei með það. Mér finnst að þýzka ríkisstjóm- in hafi sýnt áhuga á að koma þessum samtölum á og þess vegna hlýt ég að vona það að þessar tillögur okkar hafi hlotið e'nhvern hljómgrunn." ENN er haldið áfram rannsókn á fíkniefnamáli því, sem upp kom fyrir þrem vikum, og að sögn Ásgeirs Friðjónssonar, setts fíkniefnadómara, sem stjómar rannsókn málsins, virðist nú Ijós að mestu leyti þáttur sex að- almannanna i málinu, þeirra, sem stóðu fyrir innflutningi og dreifingu fíkniefnanna, hass og heróíns í ágóðaskyni. Hassmagn- ið, sem vitað er u’m í þessu máli, er talsvert á fimmta kíló og mál- ið því eitt hið stærsta, sem komið hefur upp hér á landi. Viðtakendur hassins skipta tugum og eru margir þeirra í hópi varnarliðsmanna á Keflavík urflugvelli. Alls hafa 10 manns setið í varðhaidi vegna þessa í SVARI Birgis ísleifs Gunnars- sonar, borgarstjóra við fyrir- spurn frá Björgvin Guðmunds- syni (A) um byggingu nýs hrað frystihúss fyrir BÚR á Granda- garði kom fram, að gerð hefur verið kostnaðaráætlun í grófum dráttum fyrir slíkt hús og hljóð- ar hún upp á 315 milljónir kr. Þá greindi borgarstjóri og frá þvi að nú hefur verið lokið við tlllögugerð um nýtingu vestur hafnarinnar í Reykjavik. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri: Nokkru áður en Björgvin Guðmundsson bar fram tillögu sina um byggingu nýs hraðfrystihúss fyrlr BÚR, en það var 2. nóvember 1972, höfðu orðið miklar umræður um það mál í útgerðarráði. Tillögu Björg vins var siðan á sínum tíma vis- að til útgerðarráðs og borgar- ráðs. í útgerðarráði urðu nokkr- ar frekari umræður um málið en litlar i borgarráði enda þótti það á allan hátt eðlilegra, að út- gerðarráð mótaði stefnuna S þessu máli. Og sendi útgerðar- ráð m.a. verkfræðing til Noregs til þess að kynna sér hús af máls, en þeir hafa nú allir verið látnir lausir. — Ásgeir sagði, að enn væri óljós þáttur heróíns'ns í þessu máli og því lítið hægt um þá hlið að segja. Fíkniefnið hef- ur allt komið til landsins frá Kaupmannahöfn, mest með flug farþegum eða með skipverjum á millilandaskipum, en einnig að hluta i pósti. Þeir sex menn, sem stóðu fyrir innflutningnum og dreifingunni unnu ekki saman, en þræðir þeirra liggja saman með ýmsum hætti, að sögn Ás- geirs. Sumir þeirra hafa komið áður við sögu í fíkniefnamálum, og hafa síðan hlotið ákæru eða dóm fyrir. Hafa þeir þvi haldið áfram iðju sinni, eftir að upp hafði komizt um þá áðu.r. þeirri gerð, er hér kom til greina að reisa. Þá hefur og verið gerð teikning af þessu húsi og kostn- aðaráætlun sem hljóðar upp á 315 mililjónir króna fyrir húsið fullbyggt. Það er einnig rétt að skýra frá þvi hér og nú, að í hafnar- stjórn hafa orðið miklar umræð ur um nýtingu vestur hafnarinn- ar sem fiskihafnar, og í dag voru iagðar fram áætlanir þar að lút- andi. Þessar áætlanir munu nú á næstunni verða kynntar þeim sem þarna eiga hagsmuna að gæta. Ennfremur er rétt að taka fram, að Framkvæmdastofnun ríkisins hefur um skeið haft upp byggingu hraðfrystiiðnaðarins í athugun í þeim tilgangi að tryggja hagkvæma og rétta fjár- festingu í þeim iðnaði og hefur BÚR kynnt sin sjónarmið í þess- um mál’im þar. En ég hygg að í sambandi við byggiingu nýs frystihúss fyrir BÚR, sem í sjálfu sér er ekki 25 ÁRA ganiall niaður var hand- tekinn' á Akureyri á sunnudags- kvöld, grunaður um þjófnað á bankabók með um 200 þús. kr. innstæðu á föstudag. Við yfir- heyrslu játaði hann verknaðinn og hefur hann verið úrskurðað- ur í gæzluvarðhald í allt að 14 daga á meðan rannsókn málsins fer fram. Hann hafði aðfaramótt föstu- dags stolið 10 þús. kr. úr íbúð í Reykjavík, og um morguminn stal hann bánkabók úr annarri íbúð. Tók hann út úr henni um 100 þús. kr. og li-fði siiðan hátt næstu daga. Á laugardag tók hann sér far tiil Ákureyrar með Ifiigubii, hélt síðan áfram til Mý- vatns í sunnudag og kom síðan nema gott eitt um að segja, muni fjármálin algerlega koma í veg fyrir að framkvæmdir geti haf- izt á næstunni. En Bæjarútgerð- in hefur nú farið fram á lán að upphæð 90 milljónir frá borgar- sjóði til þess að standa straum af kaupum á hinum nýju skut- togurum og meðan Bæjarút- gerðim er þannig stödd tel ég, að óhuigsandi sé, að hún geti ráðizt í framkvæmdir fyrir hundruð miiljóna. Björgvin Guðmundsson (A) þakkaði borgarstjóra svör hans en kvaðst harma, að ekki hefði verið unnið meira að þessu máli þvi vissulega bæri brýna nauð- syn til þess að BÚR hefði á að skipa fuilkomnu frystihúsi til þess að vinna í afla þeirra tog- ara sem hún ætti og mundi eign- ast. Hins vegar sagðist hann geta tekið undir það með borgarstjóra að fjárhagsmálin mundu verða þessum framkvæmdum þyngst í sfcauti. aftur til Akureyrar um kvöidið. Átti hann þá aðeins nokkur þús- und krónur eftir. Hann var í haldi á Akureyri fram til þriðju- dagsmorguns, að flugveður gaf, en þá var hann sendur til Reykja víkur og situr nú í varðhaldi. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglunni vegna afbrota. Annarri bankabók var stolið úr íbúð í Reykjavik aðfararnótt sunnudags. Hafði hún um 247 þús. kr. innstæðu, en strax í gærmorgun var reikningnum lok að í bankanum og á ekki að vera hægt að ná úr henni fé. Þjófur- inn tók einnig um 30 þús. kr. á- visun og um 6 þús. kr. i pening- um. Málið er í rannsókn. Landhelgismálið; Viðræður við í»jóð- verja 29. júní Hassmagnið var tals vert á fimmta kíló — í fíkniefnamálinu, sem upp kom fyrir þremur vikum Stal bankabók og eyddi 100 þús. kr. Annarri bankabók með 247 þús. króna innstæðu stolið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.