Morgunblaðið - 03.07.1973, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLt 1973
Skozkir unglingar í
pilsum 1 Laugardal
— þegar vel viðrar
NÝLEGA komu til landsins
65 skozkir unglingar, sem
œtla að dvelja hér fram und-
ir miðjan mánuðiinn við leik
og þroskandi störf. Þeir eru
einskonar kristilegir skátar,
starfa í sambandi við KFUM
féiög í Skotlandi. Þeir voru
hressir og kátir, þegar Mbl,-
menn hittu þá inni í Laugar-
dal, þar sem þeir hafa komið
sér upp tjöldum. Þeir sátu
flestir inni í risastóru eldhús
tjaldi að snæðingi, þegar okk
ur bar að, og snæddu af mik
illi matarlyst grfflaðar pylsur
með baunum og brauði. Sum-
ir voru þó að leik og tjáði
einn fyrirliðanna okkur, að
þeir hefðu mikla löngun tiJ
að fá að leika knattspyrnu
við islenzka unglinga, áður
en þe:r færu aftur heim. Till
efni ferðar þeirra hingað er
75 ára afmæli félagsskapar-
ins, sem nefnist The Boy’s
Brigade, eða dremgja stórfylk-
ið. Einkennisbúningur þeirra
er Skotapiis og jakki, en
þeir hafa ekld getað klæðst
honuim hér vegna kulda, og
var ekki laust við, að maður
yrði var við gremju þeirra í
garð veðurguðanma. Venju-
lega fer félagsskapurinn í
sumarferðir til Bretlands og
gistiir þar í skólum og sam
komuhúsum, svo unglingun-
um þótti þetta kærkomin til
breyt’ng, að lifa útilegulifi í
hjarta Reykjavikur. Ungling-
amir eru á aidrinum 12—18
ára. Þeir hyggjast klæðast
einkennisbúninigum sinum á
sunnudaginn og sýna þá vafa
laust einihverjar listir, sem
pilskllæddum mönnum er ein-
um lagið.
Fyrirliðar hópsins voru ekki síður liressir en aðrir í ferðinni.
Tveir skozkir ungiingar brugðu sér í einkennisbúning félags-
skapar síns.
•Setið að snæðingi í eldhústj aldinu. Skömmu eftir að mynd-
in var tekin, voru allir beðnir um að taka ofan höfuðföt á
meðan þeir borðuðu, til að sýna viðeigandi kurteisi.
Leikarar við upptöku Gæfumannsins. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.)
Nýtt framhaldsleikrit
Ölvaðir
piltar stálu
hraðbáti
FJÓRIR ölvaðir pi'ltar á aldrim-
um 16—18 ára stálu hraðbáti úr
Hafnarfjarðartiöfn aðfararnótt
fimmtudags sl. og sigldu honum
alManga leið, m.a. til Reykjavík-
ur. Einkemndist sigling þeirra af
glannaskap og gáleysi. Loks
héldu þeir aftur inn til Hafnar-
f jarðar og sigldu bátnum upp í
fjöru. Skemmdist báturinm tals-
vert við þetta og metur eigandi
tjónið á um 60 þús. kr. Lögregl-
an í Hafnarfirði hefur nú upp-
lýst málið og haft uppi á piltun-
uim.
10-12 þús.
gestir
TÉKKNESKU sýniingunni „Ár í
Tékfcóslóvakíu" lauk á summu-
dagskvöld, en hún hafði þá
sbaðið í hálfan mánuð. Eklki er
iofciið fulnaðaruppgjöri og tölur
uim aðsókn liggja því efcki fyrir,
en tali® er, að 10 — 12 þús.
maruis hafi sótt sýniinguna.
NÝTT framhaldsleikrit verður
flutt í útvarpinu á sunnudags-
kvöldurn í júlimánuði og er það
leikritið Gæfumaður, eítir sam-
nefndri skáldsögu eftir Einar
Kvaran sem Ævar Kvaran, leik-
ari hefur fært í leikbúning.
Leikriitið fjallar um hjónaband-
ið og gerist í Reykjavík 1920.
Ung kona úr sveit giftist efnuð-
um manni. Eiga þau við ýmis
vamdamál að stríða og kynniist
unga kornán- spillinigu borgarinn-
ar. Ungu konunmi, Si'gnýju, sem
leifcin er af Sigrlði Þorvaldsdóbt
ur, er talin trú um, að trúleiki i
hjónabandi sé löngu úrelt fyrir-
brigðl og gerast ýmsiir hlutir
meðan maður hennar Grimúlíur,
Mfcinn af Rúrik Haraidssyni
bregður sér lil útlianda.
Inn í leifcritið flébtasit svo at-
burðir úr daglegu lifi, kjaftasög
ur o. fl. Kjiaftakerlingamar, Ing-
veldur, leifcin af Herdisi Þor-
valdsdóttur, Arnia, Ðriet Héðins
dóttir og Rósa, Jóna Rúna Kvar-
an ei'ga til að hneykslast á náung
anum.
Unga konain, Siigný á góða vin
konu, Ásgerði, leikna af Bryn-
disi Pétursdóttur, sem reynir að
hjálpa henni úr erfiðleikunum,
og andstæðan við harua er skúrk
urinn Sigfús, leikinn af Baldvini
Halldórssyni, sem reyniir að
spilla sem mest.
Leikstjóri er Ævair Kvaran, en
Ævar hefur áður fært nokkrar
sögur Einars í ieikbúmng s.s.
Ofurefli, Gulll og Sögur Rann-
veigar. Leikritið Gæfumaður
verður flutt á sunnudögum kl.
20.30. Aðrir Leikendur í Gæfu-
manminum eru Ámi Tryggvason,
Gísli HaMdórsson og Jóma Rúna
Kvaran.
Fjölsóttar
samkomur
hvítasunnu
manna
SUMARMÓTI hvítasunnumanna
lauk sl. sunnudag. Samkomur
mótsins voru mjög fjölmennar,
svo að flytja varð þær úr tjald
inu i kirkju Fíladelfíusafnaðarins
Hátún: 2.
Hljómsveit frá Osló lék á öll
um samkomunum og vakti leik-
ur hennar mikia athygli. í kvöid
kl. 8,30 leikur hijómsveitin i síð
asta sinn að þessu sinni á sam-
komu í Fíladelfíu. Á miðvikudags
kvöldið kl. 8,30 byrja svo tjald
samkomur aftur í Laugardalnum.
Tvö
vinnuslys
TVÖ vinniusiyis urðu í fyrir-
tæ/kj'um í Reyfcjavíik í gærmong-
un. Starfsmaður í Stáismiðjunnd
lenti með hönd í smergli og
mieiddist balisvert, og maður félil
ofan af stálgrindajrfiúsi, sem
verið er að reisa í Sindraportiinu
við Borgartún, og hilaut hanin
einnig talsveirð meiðisli.