Morgunblaðið - 19.07.1973, Page 10
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 19. JÚLÍ 1973
10
Töldu jarðvegseyð-
inguna ógnvekjandi
Skógræktarstjórar Norðurlanda í heimsókn
Myndin er af norrænu skógræktarmönmmiim. I»eir eru frá vinstri: Hans Kh. Seip frá Noregi,
Fredrik Ebeling, Svíþjóð, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri ríkisins, Jens Aure, norski ríkis
skógræktarstjórinn, Antero Piha, Finnlandi og Hakon Frölund, Danmörku.
SKÖGRÆKTARSTJÓRAR
Norðurlanda komu hingað i
heimsókn hinn 4. júlí, þeic Ha
kon Frölund frá Danmörku,
Aintero Piha frá Finnlandi,
Hans Kr. Seip og Jens Aure
frá Noregi Og Fredrik Ebeling
frá Svíþjóð. Konur ailra nema
eins þeirra voru með í ferð-
innli.
í>eir lögðu land undir fót og
komu við á flestum aðalstöðv
um Skógræktar ríkisiins ásamt
Hákoni Bjarnasyni. Var fyrst
farið um Heiðmörk og að Mó
gilsá, en síðan að Hallorms-
stað og þaðan til Akureyrar
með viðkomu á Vöglum og við
Mývatn. Síðan var haldið að
Stálpastöðum og um Þingvöll
að Haukadal og þaðan til
Reykjavíkur.
Á 7 dögum gafst þeim kostur
á að sjá nokkum hluta lands-
ins og kynnast því sem gerzt
hefur í skógræktarmálum frá
því að hér var byrjað á skóg-
rækt fyrir 74 árum.
Þeir héldu heímleiðis hinn
13. júli, en daginn áður áttu
þeir stuttan fund með blaða-
mönnum.
Á þeim fundi lýstu þeir
fyrst áhrifum þeim, sem upp-
blástur landsins og jarðveigs-
eyðing hefði haft á þá, og
sögðust hvergi hafa séð ann
að eims, nema á nokkrum
stöðum í Miðjarðarhafslönd-
unum. Töldu þeir jarðvegseyð-
inguna beinlínis ógnvekjandi,
Aðspurði-r um vöxt og
þroska trjátegunda, sem þeir
höfðu séð, leizt þeim bezt á
lerkið austanlands, sem rétt-
lætti plöntun þess í margfalt
stærri stíl en fram að þessu.
Ennfremur voru þeir hrifnir
af vexti blágrenisims þar
eystra. Töldu hana eiga fram-
tíð fyrir sér. Annars furðuðu
þeir §ig á því, hve margar teg
undir hefðu verið fengnar
hingað til lands til reynslu,
og hve víða hefði verið leitað
fanga um afbrigði. Sunnan-
lands og vestan leizt þeim bezit
á sitkagrenið og stafafuruna.
Voru skógræktarstjóramir
mjög ánægðir með dvöl sína
hér á landi og notuðu hana að
nokkru til að bera saman bæk
ur sinar.
Að kvöldi þess 12. júií hélt
landbúnaðarráðherra þeim
góða veizlu, þar sem þeir þökk
uðu íyrir komuna hiingað, sem
hefði orðið þeim öllum mikið
umhugsunarefni.
Svavar 1 Hábæ vill
reisa skemmtistað
í Nauthólsvík
Síaukin aðsókn að Þistilf jarðaránum
sem hann hefur á leigu
MORGUNBLAÐIÐ hefur smú-
iið sér til Svavars Krfetjáns-
sonar í Hábæ, og spurt hanin
um rekstur veitimgagairðsins
og þær fiiskveiðíár sem hann
hefur á leigu í Þistilfirði.
„í garðimum við Hábæ er allt
í blóma og er greimiilegt að
erlent ferðafólk kanin vel að
meta þetta íslenzka urmhverfi,
sem þar hefur verið búið til,“
sagði Svavar í Hábæ, og
bætti því við, að hann hefði
húanæðifð vi'ð Skólavörðuistíg
á leigu einungés hálft ammað
ár í viðbót og því hefði han.n
leitað eftir nýrri ióð hjá
Reykj avílk urborg fyrir nýjan
skemimtfetað. Hefur hanm nú
sótt uim lóð í Nauthólsvík-
iinni. „Ég hef áhuga á að
byggja upp fjötelkyidu-
akemimitiis'tað í Nauthólsvík,"
sagði Svavar, „þar sem t.a.m.
væru settar upp revíur eins
og í Sjálfstæðiishúsiiniu á sín-
um tíma, þegar Bláa stjaman
starfaði þair“ — en þá var
Svavar þjónin í Sjáifstæðis-
húsinu, þar sem hamn vann
í 7 ár.
Að mati Svavans vantar
skemmtistað i Reykjavík, þar
sem foreldrar hafa tækifæri
tiil að skennmta sér með allri
fjölskyldumni, „þó ekki endi-
lega þar sem Bak/kus er í
aðalihlutverkli," einis og Svav-
ar komst að orði. „Ti'i þess
þarf amábreytiinigar á áfeng'is-
og veitingalöggjöfimnii sjálfri,"
bætfli hainn vi’ð. „Ég bef reymt
að kappkosta að hafa sem
beztair vei'tingar í garðimum
í Hábæ, en ólílkt skemimti-
legra væri að starfa þar, ef
lögreglan ýtti við mamnistkapn-
Framhald á bls. 19.
Tvíleikur á gít-
ar og ástarljóð
Þrír ungir íslendingar, þau
Sigríður Magnúsdóttir, söng-
kona, Jónas Ingimundarson,
pianóleikari, Snorri Öm
Snorrason gítarleikari og ung
kona frá Austurríki, Melita
Heinzmann gítarleikari og
kennari halda í söng- og tón-
Ieikaferð norðnr í land, en
halda jafnframt tvo tónleika
í Norræna húsinu.
Fyrstu tómleikarnir verða í
Norræna húsinu á morgum
kl. 20.30, og aðrir tónteikar
verða á laugardaginn ki. 16.
Síðan er ferðtani heitið tii
Akureyrar og gestum skemmt
með gitarleik og söng i Sjálf-
stæðishúsinu á sunnudag þvi
næst er farið til Húsavíkur og
þar haldnir tónleikar á mánu-
dag kl. 21.
Á efnisskrá verða m.a lög
eftir Mozart, Beethoven,
Brahms og Strauss. Tónleiikam
ir verða þríþættir. Fyrst leika
Snorri öm Snorrason og Mel-
ita Heinzmann tvíleik á gít-
ar, klassísk lög, síðan syngur
Sigriður Magnúsdóttix ástar-
ljóð eftir ýmsa höfunda við
undirleik Jónasar Ingimundar
sonar og þá leika Snorri og
Melita spárusk gítarlög.
ÖIl hafa þau verið við nám
í tónlistarhásikólanum í Vín,
Melita Heinzanann er nú kenn
ari við skólann, og ferðaðist
hún um Austurríki s.l. sumar
þar sem hún ásamt Sigriði
Magnúsdóttur hél't tónleika.
Snorri Öm Snomason, hef-
ur lært á kliassískan gítar í
tvo vetur i Vín og lærði hann
anmað árið undir Mðsögn Mel
itu. Jónas Ingimunidarson
lagði stund á píanóleik við
Vínartónlistarháskó!la, og hef-
ur hann ferðazt nokkuð hér á
iandi oig haldið tónleiika.
Sigrlður er Isfendimgum að
góðu kunn og ætlair hún að
dvelja hér yfir sumartimanin,
en halda síðan til Vínar þar
sem hún hefur verið við söriig
nám sl. 5 ár.
Ungt fólk heldur tónleika
Talið frá vinstri: Jónas Ingi-mundarson, Sigríður Magnúsdóttir, MeUta Heinzmann og
Snorri Öm Snorrason. (Ljósm. Mbl. Br. H.)