Morgunblaðið - 19.07.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1973, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1973 12 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR Simenon í sumarleyfi GEORGES SIMENON: TAUGASTRlÐIÐ. 164 bls. SKUGGAR FORTÍBARINNAR. 144 bls. AB. Júní 1973. SIMENON er klassískur. Og þessi útgáfa AB á tveim sagna hans er út aí fyriir sig merkilegt framtak, slíkum hæfandi. Ódýr- ar bækur í vasaútgáfu — það er ekki hægt hér, hsafa menn sagt; til þess þarf markað eins og með miMjónaþjóðum. Nú ger- iir AB þessa tilraun, prentar meiira að segja verðið á kápuna, rétt eins og íslenzk króna sé ein- hvers virði likt og i gamla daga. Gjaíabækur eru þetta ekki sam- kvæmt hugmyndum fólks um slika hluti. Sem hilluskraut henta þær ekki heldur. Og því er ekki um að ræða að hafa af þeim nema ein not: að lesa þær. „Takið bókina með í sumar- leyfið,“ heyrist stundum aug- lýst. Og útkoma þessara ber ein- miitt upp á þann tíma. Tekst þá tilraunin? Með því verður fróð- legt að fylgjast. Báðar hafa sögur þessar kom ið út á íslenzku áður, en munu nú löngu horfnar af markaði. Þetta eru reyfarar í þess orðs eiginlegustu merking; enginn teljandi sóðaskapur, engin út- málun á morðfýsn eða manndráp um sem sporti, heldur dul, laun- ung, leit að hinu óþekkta, ástríða til að upplýsa leyndarmái. Glæp ur er að vísu kveikjan, en ekki sem aðalmarkmið, heldur ein- ungiis til að koma sögunnii af stað. Maigret lögreglufulltrúi, stórstjama Simenons, vinnur tíð ast einn, og þannig verður þetta að talsverðu leyti saga af hon- um sem persónu. Og verður ekki að telja hann næstmesta leyni- Georges Simenon. lögreglumann sakamálabók- menntanna — næstan á eftir Sherloek Holmes? Að kænsku jafnast hann tæplega á við SherJock, eir latari og mannlegri. Sheriock er vísindalegur og bygg ir á rökum, og það gerir Maiigret að nokkru leyti líba, en einnig í töluverðum mæli á heppni og slembilukku. Arthur Conan Doyle (höfundur Sherlock Holm- es sagnanna) var meistari að skapa dul. Það er Simenon líka, þó hann jafnist ekki á við hann að því ]fiytinu. Stundum hefur Siimienon tilburði að hefja verk sitt, gera úr þvd eitthvað annað og meira en skemmtisögu, leggja því til aukagildi. Þeir tilburðir virðast mér ekki lyfta sögurn hans nema síður sé, aðeins velgja upp í þeim barnaiega tilfinndnga semi, sem ekki á heima í saka- málasögum. Þannig sýnast mér tilfinningar og hugremningar Maigrets í niðurlagi Skugga for tíðarinnar allt of flatneskjulega útlistaðir. Vel hefði mátt gefa til kynna, hvernig honum var inn anbrjósts, án þess að útmála það þannig allt of berum orð- um. AJlt um það er Maigret yfir leitt viðfelldinn karl, góður ná- ungi, og veit ekki meira af per- sónu sinni en svo, að maður verð ur ekki leiður á honum, þó hann ganigi aftur i bðk eftir bók. Blómaskeið reyfaranis sem skapandi listar er nú Jiðið. Þetta afsprengi hinnar rómantísku niítj ándu aidar hefur orðið hart úti í gráum veruleik nútfmans, svo höfundar finna sig vart í þvi lenigur að nota skuggahverfi stór borganna sem sögusvið íyrlr svo rósnauðar bókmennitir. Megnið af sakamálabókmenntunum, jafn vel meðan þær vonu og hétu, var auðvitað rusl. Sumt ætllar þó að verða sígilt ,þar á meðal Simenom. Þó sögur þessar séu vSst orðn ar fjörutiu ára gamlar, er ekki hægt að segja, að svið þeirra sé orðið tiltakanlega rykfallið. Þær gerast i borgum, sem voru þá þeigar komnar á svipað stig og borgir eru nú: með síma, bílum, hraða og aragrúa fólks. Að því leytinu vaari fátt því till fyrir- stöðu, að hliðstæður þeiirra gætu gerzt í raunveruleikanum — í dag. Önnur sagan, Skuggar forttð arinnar, er sögð þýdd af Maju Baldvims, en þýðanda hinnar, Taugastriðsins, er ekbi getið. Is lenzku textamir eru svona sæmi legir, prófarkalestur sömuleiðis, þar eð tæpast munu gerðar krötf ur tU, að baakur af þessu tagi séu fullkomlega hreinsaðar af prentvillum. Brot og útlit hentar hvort tveggja til sttns brúks, og verðinu, 350 krónum „með sölu- skatti“ er víst ekki hægt að stilJa meira í hóf í þeirri griimmd ardýrtið, sem hér gelsar ár og sið. Hér er sem sagt boðið upp á nokkuð góða og í það mimmsta ódýra skemmtun. fó/enna daiKa 3 máltíðir úr einni ýsu Tökum mjaðmirnar fyrir Þessar tvær aefingar, sem sýndar eru á myndunum, þykja hreint afbragð til að ná smávegis af mjöðmunum. En auðvitað þarf að gera æfingarnar reglulega og í nokkuð langan tíma, áður ea vænta má árangurs. Lárviðarlauf VERÐ á matvörum hefur verið mikið til umræðu undanfarið. Undrar það vtst engan, þar sem verð á öllum matvörum fer sí- hækkandi. Húsmæður í Svíþjóð hafa látið mjög tiil sín heyra varðandi þetta mái, og gæti það verið okkur íslenzkum húsmæðr um til umhugsunar, hvað þær hafa tiJ málanna að leggja. Þær hafa reynt að fá lækkaðar ýmsar fæðuteg. en segja jafnframt rétti lega, að við húsmæðumar verð- um sjálfar að reyna að lækka út gjöldin við matarkaupin. Þetta er að sjálfsögðu mikið vanda- mál, þar sem allt fer sífellt hækk andi. Það kostar pen'nga að kaupa matvöru í stórum skömmt um, frystikistur eru dýrar, og þeir, sem mest þurfa á því að halda, hafa hvorki tíma né pen- hiiga til skipuleggja og leggja út fyrir stórum skömmtum af kjöti, fiski og öðru því, sem í frystikist um er geymt, og sem er hag- kvæmast fyrir heimilin. Ein sænsk húsmóðir segir frá því, hvernig hún býr til þrjár máltíðir úr einni ýsu, og þar sem kílóið af ýsunni kostar, þegar þetta er skrifað, kr. 58,00, er þetta sennilega ódýrasta hráefn ið, sem við eigum völ á hér á landi. Hér koma svo uppskriftirnar frá sænsku húsmóðurinni: SOÐINN FISKUR MEÐ EGGJASÓSU Ýsa, sem vegur um það bil 1 '4 kg er skorin í sneiðar, soðin í saltvatni, pipar og lárviðarlaufi og laiukur soðinn með. Soðið síað, og 3—4 dl af soðinu bakað upp með 1 % matsk. hveiti. Sósan bragðbætt með tveimur harð- soðnum, smáttskomum eggjum sem bætt er út í. Stærstu stykk in sett á fat, borin fram með soðnum kartöflum og sósunni. EGGJAKAKA MEÐ FISKJAFNINGI 1 þennan rétt er notaður af- gangurinn af ýsunni, roð og bein tek'n burt. Sósa búin til eins og i fyrstu uppskriftinni og fiskbit arnir settir út í hana. Þeytið saman 4 egg, 4 dl mjólk og 4 matsk. hveiti. Bræðið 4 matsk. af smjörl. á pönnu, hellið eggjahrær unni í og bakið, og hellið þá fisk j.afninignum á, steirsel'ju stráð yfir. FISKISÚPA MEÐ SOÐNUM EGGJUM Notið i súpuna það sem eftir er af fisksoðinu og sjóðið. Ef það er of sterkt, bætið þá mjólk eða rjóma saman við. Ofurlitið hveiti hrist saman við vatn, hellið út í súpuna svo að hún verði að e'ns þykkari. Dálítill tómatkraft ur eða tómasósa sett út í til þess að súpan fái fallegri lit. Berið súpuna fram í diskum með tveim ur harðsoðnum eggjahelmingum fyrir hvern, einnig er borið fram brauð, smjör og ostur. Þetta er einfaldur réltur en eftir því sem hin sænska húsmóðir segir, mjög vinsæll hjá ungum og öldn- um. LÁRVIÐARLAUFIÐ, sem við notum til að bragðbæta með ýms an mat, er sem kunnugt er lauf af hinum sígræna lárviði, sem upprunninn er í Austurlöndum nær og Miðjarðarhafslöndum. Það er lu'ka ræktað í suðurhluta Bandaríkjanna. í Gr kklandi hefur lárviðurinn sem þar vex upp í allt að 50 feta hæð, verið í miklum metum allt síðan í fomöld, var nokkurs kon ar helgisögn í grísku lífi og goða fræði. Lárviðarsveigur var látinn á höfuð sigurvegaranna í Olym- piuleikunum til foma, það voru sigurlaunin, sem þeir hlutu, og Seifur var krýndur lárviðarsveig ásamt öðrum goðum, og keisar ar og hetjur hins foma Rómarrík is nutu einnig þessa heiðurs. Skáld og aðrir andans memn voru eininig krýndir Iiárviðarsveig, og þaðan kemur orðið „baccalaure- ate“ eða „bachelor" sem háskóla gráða. Hof Appollós stóð í lárviðar- lundi, og gyðja véfréttarinnar í Delphi muWi lárviðarlauif i munni sér áður en hún sagði spá dóma sína. Þegar Daphne var veitt eftirför af Apollo, var henni bjargað með því að breyta henni í lárviðartré. Grískar höggmynd ir af Daphne, þar sem hún er sýnd að hálfu leyti stúlka og að hálfu leyti tré hafa orðið til vegna þessarar sagnar. Lárviiðarlauí eru venjulega notuð þurrkuð og eitt lauf mulið getur nægt til að bragðbæta mat inn. Frakkar gætu áreiðamlega ekki matbúið, ef þeir hefðu ekki lárviðarlauf, en það er aðaluppl- staðan í hinum eilífa „bouquet gami“, sem notaður er í allflest an mat þeirra, í öðrum Miðjarð arhafslöndum er lárviðarlauf næstum eins mikilvæigt í matar gerðina. Við ættum sjálfsagt erfitt með að vera án lárviðarlaufs og bragðsins af þvi í marineraðri sild, simásteik og fiiskisúpu svo eitthvað sé nefnt. Er mælt með því að bæta lárviðarlaufi í t.d. allan mat, sem tómatar eru I, pottarétti með nautakjöti, kjúklinigum o. ÍL, rétti úr rækjum og humrd og i ýmsar kraftsúpur. Hraunteigur Falleg 2ja herb. íbúð á 1. hæð, um 60 ferm., með 30 ferm. geymsluhúsnæði. Ibúðin er laus strax. Verð 1800 þús. ÍJtborgun milljón. EIGNAVAL, símar 33510, 85650 og 85740. •BILIIM0I1USTM1 HHFnnRFMOI* NÝ BlLAÞJÓNUSTA OQ AÐ EYRARTRÖÐ 6. JS' GÓÐ VERKFÆRA- OG XJ| ÝMIS VARAHLUTA- TJ ÞJÓNUSTA. ÞVOTTUR - BÓNUN 2' LÁTIÐ okkur þvo OG BÓNA BlLINN, FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA. PANTIÐ TMA I SÍMA. 53290. 53 BÍLRÞJÓnUSTRII* Hafnarfirói, Eyrartröó ó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.