Morgunblaðið - 19.07.1973, Page 11

Morgunblaðið - 19.07.1973, Page 11
MÓRGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1973 V eiðiréttareigendur taki útleigu í sína umsj á Hermóður Guðmundsson formaður Landssambands veiðifélaga NÝLEGA var haldinn aðalfundur Landssambands veiðifélaga að Hótel Sögu, Reykjavík. Fundinn sóttu 28 fulltrúar víðs vegar af landinu ásamt stjórn samtak- anna, formanni veiðimálanefnd- ar og veiðimálastjóra. Formaður sambandsins, Sig- urður Sigurðsson, Stóra-Lamb- haga setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Fundarstjórar voru Sigsteinn Pálsson, Blika- stöðum og Gísli Ellertsson, Mið- felli. Fundarritarar, Hörður Stein grimsson, Holti og Eysteinn Si'g- urðsson, Arnarvatni. Árni Jónasson flutti skýrslu um störf veiðimálanefndar á sl. ári. f henni kom fram að framlag Fiskræktarsjóðs í fiskeldisstöðv ar og fiskvegaframkvæmdir hefði numið 3,8 millj. 1972, en tekjur á árinu hefðu orðið 3.6 milljónir. Taldi formaður að árleg tekju- þörf sjóðsins væri hins vegar 10 milljónir á ári, ef Fiskræktar- sjóður ætti að geta staðið við skuldbindingar sínar samkv. lög- um. Veiðimálastjóri, Þór Guðjóns- son, flútti ýtarlegt erindi á fund- inum um þróun íslenzkra veiði- rnála. 1 þessu erindi kom fram að laxveiði á sl. ári hafði orðið meiri en nokkru sinni eða 64 þús. laxar. Væri þessi mikla og gleði- lega veiði tímanna tákn á íslandi gagnstætt því, sem væri í öðrum löndum, þar sem laxveiði á und- anfömum árum hefð: dregizt sam an ár frá ári, nema e.t.v. í Kanada, en þar hefði laxveiði aukizt nokkuð sumarið 1972. Mikill áhugi ríkti á fundinum um vöxt og viðgang íslenzkra veiðimála, sem yrði æ stærri og mikilvægari þáttur i islenzkum landbúnaði og þjóðarframleiðslu. — Þann þátt bæri að stórauka á næstu árum með auknu fjár- magni og félagslegum samtök- um bænda og veiðifélaganna i landinu, sem ekki hefðu notið nægilegs skilnings fjármálavalds ins fram að þessu. Ýmsar tillögur voru samþykkt ar á fundinum, svo sem um stefnumörk samtakanna, land- helgismálið og fleira. Um landhelgismálið var sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Landssambands veiðifélaga 13.—14. júní 1973 þakkar ríkisstjórninni störf henn ar í landhelgismál'inu. Jafnframt sendir fundurinn Guðmundi Kjærnested, skipherra á Ægi, öðrum skipstjómarmönnum og öðrum starfsmönnum Landhelg- isgæzlunnar þakkir og kveðjur." Fundurinn samþykkir að fela stjóminni að vinna að þvi að veiðiréttareigendur taki útleigu veiðiréttinda í eigin hendur í vax andi mæli, m.a. til þess: 1. Að fá sem hagstæðust verð fyrir veiðiréttindi. 2. Að halda öilum mdlliliðakostn- aði í lágmarki. 3. Að stuðla að auknu trausti á véiðiréttareigendur í málum þessum. Til þess að ná þessu marki benti fundurinn á þá leið að landssamband veiðifélaga setji á stofn skrifstofu til ráðuneytis og aðstoðar við einstök veiðifélög um heildsölu véiðileyfa innan- lands og utan og e.t.v. síðar smá- sölu í gegn um sérstaka ferða- skrifstofu, er samtökin rækju ein eða í félagi við aðra aðila. Þá varaði fundurinn við þeim þjóð- hættulega áróðri, sem komið hef- ur fram á Alþingi og í fjölmiðl- um, um að svipta beri bændur eiigmarétti súinum á lamdi og liand- nytjum, sem hefur verið óaðskilj anlegur hluti ábýlis jarða bænda allt frá landnámstíð, og bændum sjálfum sé bezt trúandi til að varðveita til aukins hags fyrir þjóðarheildina. Væru þessi hlunnindi skilinn frá jörðunum væri islenzkuin landbúnaði greitt það högg, sem ekki yrði bætt. Fundurinn skoraði á alla, sem veiðirétt eiga, að snúa bökum saman til sóknar og varnar rétt- indum sinum og átaldi þá við- leitni, sem komið hefur fram um að seilast eftir þessum verðmæt- um úr hendi réttra eigenda. Varaði fundurimn við þvi að vatn og botn í vötnum landsins væri sundursHitið með dóimum eða á aniraan hátt, en með því væri ummiið óbætanlegt sikemmd- arverk. Fundurinn telur vötn og ár í landinu ásamt botni þeirra óað- skiljanlegan hluta aðliggjandi jarða samkvæmt rökstuðningi íslands í landhlegismálinu, að hafið yfir landgrunninu fylgi því. Kjörnir voru í stjórn landssam bandsins: Hermóður Guðmundsson, Ár- nesi, formaður. Þorsteinn Þorsteinsson, Skálpa stöðum, varaformaður. Hinrik Þórðarson, Útverkum. Halldór Jónsson, Leysingjastöð- um og Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, en Sigurður Sigurðsson, Stóra- Lambhaga, sem gegnt hefur for- mannsstarfinu undanfarin 6 ár baðst umdan þvi að sitja áfram í stjóm sökum anna. (Frá Landssambandi veiðifé- laga). Seltjarnorneshreppur dsknr að róða aðalbókara Hér er um að ræða fjölbrejrtt og skemmtilegt fram- tíðarstarf fyrir hæfan umsækjanda. Starfið krefst árvekni, reglusemi og samstarfsvtlja. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt meðmælum sendist skrifstofu hreppsins fyrir 25. þ.m. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Erekari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifr stoftí hreppsins, sími 18088, og á endurskoðunar- stofu Sigurðar Stefánssönár, síihi 19317. SÍLDARHÉTTIR BRAUDBORG Smurða brauðið S'IJ súr^»tsiid Niálsgötu 112 frá okkur Sherrysíld Sænsksiid Sííúúf 18680- á veizluboróíó Sherry Herring sild oH. ^ ^ hjá yóuf Raffísrvittur Heilar og hálfar sneióair Cocktailpínnair . ■ .. ■ . . ' I ...'wS REYKJAVÍK SNÆ Þriggjn daga sumarleyfis- ferðir ó Snæfellsnes Ferð alla mánudaga kl. 9 frá B.S.I. Skoðað verður Snæfellsnes og Brei ðafjarðareyjar. Heim um Dali, Borgarfjörð og Þingvöll. Gististaðir: Búðir og Stykkishólmur. Kunnugur fararstjóri. Upplýsingar á B.S.Í. i síma 22300. HÓPF ERÐABÍLAR HELGA PÉTURSSONAR HÓTEL SAGA KYNNIR LANDBÚNAÐ, LISTIR OG IÐNAÐ. Hér er tilvaliö tækifæri til að bjóða erlendum gestum á sérstæða og fróðlega íslandskynningu. Fjölbreyttir Ijúffengir réttir úr íslenzkum landbúnaðarafurðum, sýning á tízkufatnaði, skartgripum, hraunkeramík, húsgögnum o. fl. Kynningin fer fram í hinum nýju glæsilegu salarkynnum á 1. hæð hótelsins í kvöld og alla fimmtudaga.og hefst kl. 19,30. Aðgöngumiðasala í öllum ferðaskrifstofum og ferðaþjónustu Flugfélags Islands Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.