Morgunblaðið - 31.07.1973, Qupperneq 12
12
MORGUNÐLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1973
Keflavík — Suðurnes
Til sölu 140 ferm. einbýlishús í Ytri-Njarðvík
ásamt bílgeymslu. I öllum svefnherbergjum eru
klæðaskápar. Hjónaherbergi fylgir búningsherbergi.
Bíla- og fasteignaþjónusta Suðurnesja.
Sími 1535. Eftir lokun 2341.
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. H.
Sími 24940.
Hf ÚTBOÐ & S AMNINGAR
Tilboðaöflun — samningsgorð
Sóleyjargötu 17 — eimi 13583.
Spor í rétta átt
KÓPAL í NSCJUM CDG
MARGFALT BETRI TDNAUTUM
ntálninq •
MÁLNIIMQ HF KÁnSNEBBRAUT 38 KÓPAVOGI sírvii: 40460
Brauðgerðarvélar
og áhöld til sölu. Til sýnis kl. 3—5 í dag, þriðjudag,
og á morgun, miðvikudag, að Borgartúni 6, og eftir
samkomulagi.
Tilboð óskast send til málflutningsskrifstofu Ágústs
Fjeldsteds og Benedikts Blöndals hrl., Lækjargötu
2, Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 7. ágúst nk.
Tilboðin verða opnuð í fundasalnum að Borgartúni
6 miðvikudaginn 8. ágúst nk. kl. 17.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
RÚGBRAUÐSGERÐIN IIF.
Fyrir Verzlunarmannahelgina
★ Ný sending af jökkum frá Petri var aö koma.
★ Víðar baggy-buxur úr chambrey-denim.
★ Smekkbuxur úr flaueli og burstuöu denim.
★ Denim- og flauelsbuxur í úrvali.
★ Bolir, einlitir, áprentaöir, mynstraðir.
★ Jersey-buxur, jakkar og túnikur.
★ Peysur og blússur í úrvali.
★ Nýjar, röndóttar herraskyrtur,
einnig peysur og vesti.
Tjöld, svefnpokar, bakpokar, ferðatöskur, vindsængur,
svampdínur, gastæki, veiðiútbúnaður, sólbekkir, sólstól-
ar og borð.
Hjá okkur fáið þið allt í matinn, heima og að heiman.
Munið viðskiptakortin.
Opið til kl. 10 í kvöld
HAGKAUP - Skeifunni 15
Auglýsing
um gjalddaga og innheimtu
opinberra gjalda í Reykjavík
Álagningu opinberra gjalda 1973 er nú lokið og
hefur gjaldendum verið sendur gjaldheimtuseðill,
þar sem tilgreind eru m. a. gjöld þau, er greidd eru
sameiginlega til Gjaldheimtunnar samkvæmt álagn-
ingu 1973. Á seðlinum eru ennfremur tilgreindar
eftirstöðvar gjalda, ef einhverjar eru svo og drátt-
arvextir.
Eftirtalin gjöld eru innheimt sameiginlega:
Tekjuskattur, eignarskattur með viðlagagjaldi,
kirkjugjald, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa,
iðnaðargjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda
skv. 36,- gr. tryggingalaga, lífeyristryggingagjald
skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald,
launaskattur, viðlagagjald v/útsvars og aðstöðu-
gjalds, útsvar, aðstögugjald, kirkjugarðsgjald og
iðnlánasjóðsgjald.
Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 95/1962 um sam-
eiginlega innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík,
ber hverjum gjaldanda, sem er í fullum skilum, að
greiða álögð gjöld, að frádregnu því sem greitt
hefur verið fyrirfram með 5 jöfnum greiðslum þ.
1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des.
Vangreiðsla á hluta gjalda veldur því, að öll gjöld
á gjaldárinu falla í eindaga 15 dögum eftir gjald-
dagann, þó ekki fyrr en 15 dögum eftir að álagn-
ingu er lokið. Sé skuld öll gjaldfallin samkvæmt
framangreindum reglum, er henni því ekki skipt á
5 gjalddaga, heldur er hún öll gjaldkræf í ágúst.
Ef gjöld eru ekki greidd áður en 2 mánuðir eru
liðnir frá gjalddaga, skal greiða dráttarvexti af því
sem ógreitt er, 11/2% fyrir hvern mánuð eða brot
úr mánuði, sem líður, talið frá og með gjalddaga,
unz gjöldin eru að fullu greidd, sbr. reglugerð nr.
166/1973 um breytingu á reglugerð nr. 95/1962.
Kaupgreiðendum er skylt að halda eftir opinberum
gjöldum af launum starfsmanna að viðlagðri sömu
ábyrgð og þeir bera á eigin gjaldskuldum. Verði
kaupgreiðandi valdur að því með vanskilum á inn-
heimtufé, að gjaldandi fái kröfu um dráttarvexti,
verður kaupgreiðandi gerður ábyrgur fyrir greiðslu
þeirra, auk þess sem slík vanskil varða refsingu
skv. 247. gr. hegningarlaganna.
Bankar, sparisjóðir, pósthús og póstgíróstofa taka
við greiðslu opinberra gjalda inn á gíróreikning,
gjaldanda að kostnaðarlausu.
Reykjavík, 27. júlí 1973.
GJALDHEIMTUSTJÓRINN.