Morgunblaðið - 16.08.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.08.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1973 21 Sementsverksmiðjan og rykið Gísli Guðmundsson ritair ferða spjall um Akranes og nágrenni, í Morguniblaðið, 15. júli. Um ferðaspjall þetta er allt gott að segja, en þó vildi ég gjöra smá athugasemd. Gísli segir þar, að skuggaleg- ar Ihrakspár um að ryk frá Sem- entsverksmiðjunni mundu kæfa staðinn, ekki hafa rætzt. Sjálf- sagt er það rétt, sem betur fer, að langt mun frá þvi, að Akra- neskaupstaður sé að kafna í sem entsryki. En ef Gísli vildi nú gjöra svo vel að ganga kringum hús mdtt, Suðurgötu 96, og næsfu hús við verksmiðjuna, mundi hann sjá, að þeir menn, sem voru með hrakspár um ryk, höfðu nobkuð tiil slns máls. Ég vil þó geta þess, að nú um langan tima, hefur lítið borið á ryki frá verksmiðjunnl. Þó virtist það aukast í vor um tíma, en nú lag- ast aftur. Það munu nú vera 6 ár síðan rybi og gjaili rigndi hér yfir hús og lóðitr, sem standa í næsta ná grenni við verksmiðjima, i svo rábum mæli, að þvi mátti sópa í hrúgur á stéttum, og ef gengið var á grasi urðu buxnasbálmar hvítar að hné. Ryk þetta settist á gier, þök og bíla, og varð strax edtiillhart, svo að það varð ekki þvegið burt með neinu venju- legu þvottaefni, helzt var það edikssýna eða saltsýra, sem vann á því. Heilt sumar fóru fiestar fristundLr í það, að þvo og pússa gluggarúður í húsinu, og bilinn, en það kom að litlu gagni, því glerið várð fljótlega ónýtt, allt mattað og hrufótt, eins og sano- pappír viðkomu, og öll málning sem var ársgömul á húsinu, varð ónýt undir þessum sementsmassa, og lakk á nýsprautuðum bíl var stórskemmt, þvi í þessu ryki virt ust vera agnir sem brenndu sig niður úr lakkinu, en eftir urðu ryðpoilar. Einnig urðu skemmd- ir á grænmeti, sem við áttum í garði hér á lóðinni, svo það varð að mestu ónýtt. Þessl óþægindi stóðu þó með nokkrum hvildum, um eitt ár, þá fannst bilun í verksmiðjunni, sem orsakaði allt þetta ryk. Og eftir að viðgerð fór fram var ai.it 1 lagl, og hefur verið að mestu leyti síðan. Verksmiðjan greiddi nokkrum húseigendum bætur þá strax um haustið, eftir að bilun i verksmiðjunni hafði verið lag- færð. En við, sem eigum heima undir verksmiðjuveggnum og urðum þess vegna verst úti, feng um enigar bætur, og höfum ekk- ert femgið enn. Þó fór fram mat á skemmdum, og því mati sann- arlega í hóf stillt, aðeins aug- ljósar. skemmdir á gleri og bíl, en ekkert fyrir aðrar skemmd- ir, vinnu við hreinsun á glugga- rúðum og bil og önnur óþæg- indi, Fenginn var lögfræðingur fyr ir okkar hönd. Hjá honum höf- um við fengið góð fyrirheit um að bætur séu á næsta leiti. En þau fyrirhelt hafa ekki reynzt mikils virði, þó að banm sé bú- inn að hafa með þetta mál að gera í full 3 ár. Þó það eigi að heita svo, að við búum við lýðræði, getur það reynzt erfitt, fyrir hinn aimenna borgara að ná rétti sinum, ef rík isfyrirtæki á i hlut. Svo er okk- ar dýrkeypt reynsla. Jónas Helgason. Einbýlishiís — raðhús — sárhæi) HÖFUM KAUPENDUR AÐ: ★ Einbýlishúsi eða raðhúsi í Reykjavík eða Kópavogi. if Fokheldur einbýlishúsi i Kópavogi. ★ Raðhúsi í smíðum i Breiðholti. if Sérhæð, með góðu útsýni, í Vesturbænum. ★ 5 herbergja íbúð í Fossvogi. HlBÝLI & SKIP. Garðastræti 38, sími 2 62 77. Heimasímar: Gisli Ólafsson 20178, Guðfirmur Magnússon 51970. Auður Einarsdóttir, gaf skipinu nafnið Engey. Nýr skuttogari sjósettur NÝR skuttogari, sem smíðaður er fyrir ísfell h.f. í Reykjavík var sjósettur i fyrrad. i Gdynia i Póllandi og er hanin hinn fyrsti af fiimm, sem þar eru í smiðum fyrir íslendinga. Togarinn er 750 lestir eftir nýju mælingunni. Auður Einarsdöttir 10 ára dótt ir E/nars Sigurðssonar útgerðar marais gaf skipinu nafnið Emgey RE 1. Skipið verður afhent eig- endunum um miðjan desember n.k. Blað allra landsmanna Bezta auglýsingablaöiö Gömul saga Einu sinni var maður, sem gaf konunnl sinni hrærivél. Það var venjuieg hrærivél. Alla tíð síðan hrærði konan skyr þrisvar í viku og kökudeig fyrir jóiin og páskana. Það var það eina, sem hraérivéiin kunnl. Eða var það kannski konan, sem kunnl ekki á hrærivélina? Enginn hefur nokkru sinni fundið svar við þeirri spurningu. Hýsaga Hjón nokkur keyptu sér hrærivét f fyrra, það var Kenwood Chef. Vélin hrærði skyr og deig, þeytti rjóma við hátíðieg tækifærl og hnoðaði deig í brauð, þegar vel lá á konunni. Hjónin höfðu heyrt að svona vél gæti gert allt möguiegt og fóru að athuga málið. Það reyndist rétt. Smám saman fengu hjónin sér ýmis hjálpartæki með vélinni sinni. Og nú er svo komið að þau láta hana skræla kartöflur og rófur, rífa og sneiða gulróetur, rófur, agúrkur, lauka, hvítkál og epii, hakka kjöt og fisk, pressa ávaxtasafa úr appelsínum, greipaldinum og sítrónum og mala kaffibaunir. Seinna ætla þau að fá sér myijara og dósahníf og kannski fieira. Maturinn á heimilinu er brðinn bæði betri og fjölbreyttari en áður var. Hann er líka ódýrari því hráefnið nýtist tii hiítar, krakkarnir borða meira en áður af grænmeti og ávöxtum. Þeim finnst svo sniöugt að sjá hVað þessi undravél getur gert. En það ótrúlegasta er samt, að svona vél með stáískál, þeytara, hnoðara og hrærara kostar ekki nema kr. 14.775,00. Þetta er sagan um Kenwood Chef. Kenwood Chef HEKLA hf. Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.