Morgunblaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 10
io MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1973 í DAG er liðið eitt ár frá því, að íslendingar færðu út fisk- veiðilögsögu sina úr 12 sjómtl- um í 50. Þetta ár, hefur verið ár margvíslegra átaka á fiski miðunum kringum landið. Brezkir og v-þýzkir togarar hafa fiskað innan nýju tak- markanna allan þennan tíma og nú eru brezku togararnir vemdaðir af flota hennar há- tignar, að auki hafa þeir sér tifl fulltiinigis nokkra dráttar- báta og aðstoðarskip. Hafa þessi skip stöðugt áreitt ís- lenzku varðskipin og með þeim afleiðingum að einn ísl. sjómaður hefur beðið bana. Þvi miður hafa islenzkir fjölmiðlar ekki átt of greíðan aðgang að íslenzku varðskipunum, þrátt fyrir að ráðamenn segi ann- að, og hefur það nánast ver- ið hendimg að þeir hafi fenig- ið að fylgjast með aðgerðum varðskipanna. En myndir hafa samt verið teknar, og þá sér- staklega frá flugvélum, og stundum frá fiskiskipum. At- burðirnir á miðunum haifa ver ið margir þennan tíma, og minnisstæðast þegar Ægir reyndi að taka togarann Ever- ton norður af Grímsey í byrj- un júní. Þá vakti það einnig mikla athygli þegar blaðafull- trúi rikisstjórnarinnar sagði eftir forsætisráðherra að Ár- vakur væri því sem næst sokk inn, er þeir Nixon og Pompi- dou ræddust við, en svo nokkr um mínútum síðar kiippti Ár- vakur á víra brezks togara. En hvernig, sem þessi mál standa nú, þá er það trú allra Is- lendinga, að við vinnum þetta Maímánuður var viðburðaríkasti mánuðurinn. Brezku sjómennirnir gáfust upp 16. maí og sigldu áleiðis til Englands. Skip stjórar togaranna sögðust aldrei fara inn fyrir 50 milurnar aftur, nema undir vernd flota hennar hátignar. Brezka ríkisstjórn in lét undan kröfum togarasjómanna og laugardagsmorguninn 19. mai voru brezkar freigátur komnar að íslandsströnd- um. Togararnir komu til baka og hófu veiðar á ný, undir vernd byssukjaftanna. Myndin var tekin um borð í hval- og varð- skipinu Tý, er einn brezku togaranna var á leið út úr ísienzkri landhelgi. sem fyrri stríð við stríð, Breta. Núna á ársafmæli 50 sjó- mílna fiskveiðilögsögunnar fannst okkur ekki úr vegi, að birta nokkrar myndir, sem teknar hafa verið á þessu tíma bili og af hinum ýmsu atvik- um, sem átt hafa sér stað í þorskastríðinu. Ekki ætti að þurfa að rifja þessa atburði upp frekar, svo mik'ð sem þeir hafa ver'ð til umræðu. -/ / *** 1 : — — WsZKíii* Strax við útfærslu landhelginn ar byrjaði taugastríð á miðun- um og þá sérstaklega eftir að islenzku varðskipin byrjuðti að klippa vörptirnar aftan úr togurunum. — Samningafundir á millt isienzku, brezku og v-þýzku ríkisstjórnarinnar voru haldnir af 'og til í vetur og allt fram á þennan dag, en án árangurs. Á þessum myndttm sjáum við samninganefnd Breta Föstudaginn 2. júní á meðan þeir Nixon og Pompidou, ræddu saman 5 Reykjavík, unikringdu brezkir dráttarbátar og togarar varðskipið Árvakur suður af Hvalbak. Dráttarbátnum Irish- nian tókst nokkrum sinnum að sigla á Árvakur, og stórskemmdi skipið. Þessi atburður frétt- ist fljótt til Reykjavíkur og blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar tilkynnti nokkur htmdruð erlend- um blaðamönnum, sem hér voru þá, að Árvakur væri að sökkva. I!n Árvakursmenn voru ekki á því, að láta skip sitt sökkva (sjá minni myndina), því nokkrum mínútum síðar klipptu Árvakursmenn á víra eins togarans. Stærðarmunur brezku freigátanna og íslenzku varðskipanna er mikill. Hér er ein brezka 1 gátan á siglingu og stjórnborðsmegin við hana er Þör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.