Morgunblaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARÍ'AGUR 1. SEPTEMBER 197» 23 — UTANRÍKIS- UJÓNUSTAN Framh. af bls. 13 Ég heJd, að fölk sem er með þessar bollateggingar hafí Htið hugsað málln eða lítið kynnt sér þau. Hvað snertir Norðurlöndin er ég á sömu skoðun eins og þegar ég flutti erindið í Rótary-klúbbnum. Ég tel að við eigum að hafa þar sendiherm áfram. Við eriim norræn þjóð og höfum meiri samskipti við Norðuriöndin en önnur lönd. Norræn samvinna, sem áður var gagnrýnd fyrir að vera lítið annað en orðin tóm, verður nú æ þýðingarmeiri. En margt fleira kemur til. Milli íslenzku utanríkisþjónustunnar og utanríkisþjónustu annarra Norðurl'anda er náin samvinna og samráð, sem við njótum mjög góðs af. Meðal annars þurfum við oft að leita til utanríkis- þjónustu einhverra hinna Norðurlandanna, þegar þarf að aðstoða Islendinga á stöðum þar sem við höfum ekki sendiráð eða ræðismenn, en það er æði viða. Og rmargur íslendingur stendur í þaþkarskuld við sendi- ráð og ræðismenn Norðurlandanna fyrir að- stoð sem þau hafa veitt honum sjálfum eða aðstand- endum Iians. Einnig er þess að gæta, að í Osló, Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn sitja nærri 30 sendiherrar sem jafnframt eru sendiherrar í Reykjavlk, og hafa iðulega samband við okkur um íslenzku sendi- ráðin á Norðurlöndum. Á Norðurlöndum eru 35—40 kjörræðisskrifstoíur Islands sem sendiráð okk- ar hafa umsjón með og leiðbeina. Og islenzku sendi- herrarnir þrír eru ekki aðeins sendiherrar á Norður- löndum neldur einnig I níu öðrum löndum. Störf í sendiráðrnum á Norðurlöndum eru miklu meiri en menn aimennt gera sér grein fyrir. Og verkefnin eru næg. Hvað það snertir að hafa í sparnaðarskyni enga sendiharra á Norðurlöndum, en hafa þar samt sendi- ráð, eins og stundum er talað um, þá er mjög hætt við, að það sem sparast kann á einu sviði komi fram í auknum kostnaði á öðrum sviðum. Við vitum að það yrði ekki vel séð á Norðurlöndum ef við legðum niður sendiráðin þar. Og finnst mönn- um, að það eigi að vera svar okkar við hinni miklu rausn frændþjóðanna i sambandi við iðnþróunarsjóð- inn og gjafirnar vegna Vestmannaeyja, og vaxandi norrænni samvínnu, að leggja niður sendiráðin i Osló, Stokkhóimi og Kaupmannahöfn, eða gera þau Iágkúrultg miðað við önnur sendiráð okkar? Og ef við hættum að hafa sendiherra á Norðurlöndum, myndu Norðurlöndin eklti hafa sendiherra í Reykja- vík. Mér fínnst slíkt ekki æskileg þróun. SENDIRÁÐ 1 AFRÍKU OG ASÍU? — Hvið segirðu um stofnun sendiráða i Afríku og Asíu. Og hvað á yfirleitt að ráða staðarvali sendiráð anna ? — Það er eins og sumir haldi, að sendiráðum okkar háfi verið dreift af handahófi um heiminn. En á bak við stofnun hvers sendiráðs hefir legið Itarleg athug- un og hugsun. Sendiráðin eru fyrst og fremst hjá helztu viðskiptaþjóðum okkar. Og önnur byggjast á tengsium okkar við alþjóðastofnanir. Ef við tökum sem deerni sendiráð okkar í París, þá hefir það miklu hlutverki að gegna sem fastanefnd okkar hjá Efna- hags- og þróunarstofnuninni. En einnig er það tengi- liður okkar við þrjú lönd x Evrópu og tvö í Afríku, og einnig við UNESCO. Og sendiráðið í Bonn er ekki aðeins tengiliður okkar við Vestur-Þýzkaland, heldur einnig við tvö önnur riki i Evrópu og tvö í Asíu, og við Evrópuráðið í Strassbourg. — Frakkland og Vest- ur-Þýzkaland eru mikilvæg viðskiptalönd okkar. Og í þessum tveimur löndum eru samtals yfir 20 kjör- ræðisskrifstofur, sem ekki myndu nýtast eins vel, ef sendiráðin, miðstöðvarnar, yrðu lögð niður. í Briissel verðum við að hafa sendiráð meðan ís- land er aðili að NATO. En auk þess hefix það sendi- ráð margvisleg störf sem væntanlega eiga eftir að vaxa mjög.i sambandi við Efnahagsbandal'ag Evrópu. Við verðum að hafa sendiráð í Genf meðan ísland er aðili að EFTÁ, og EFTA hefir aðsetur í Genf. En sendiráðið í Genf er líka tengiliður okkar við hinar fjölmörgu aiþjóðastofnanir í Genf. 1 þeirri borg eru einnig á öllum árstímum aliskonar ráðstefnur og fundir, sem Islendingar taka þátt í. Af þessum ástæð- um hefir talsverða þýðingu að hafa sendiráð i Genf, og myndu áreiðanlega margir sakna þess, ef það yrði lagt niður Ég er búinn að tala um 7 af sendiráðunum. Fáir láta sér detta í hug að leggja n'iður sendiráðin í Moskvu, Washington, London og New York. Ég tel að miðað við núverandi aðst'æður eigi ekki að leggja niður neitt af sendiráðum okkar. Én að sjálfsögðu geta aðstæður breytzt síðar. Þú spu rðir. hvað eigi að ráða staðarvalinu. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Þegar á hei'ldina er litið, þurfum við fyrst og fremst að hafa sendiráð í þeim löndum sem við höfum nánust tengsi v'ð, viðskiptaleg, menningarleg og stjórnmála- leg, og þar sem eru alþjóðasitofnanir sem ísland er aðili að o£ eru mikilvægar fyriir okkur. Þeir sem hafa rætt um stofnun sendiráða i Asíu og Afríku og einnig í Suður-Ameríku siðustu árin hafa fyrst og fremst haft viðskiptaástæður í huga. En ný- tega hefir landheigismálið lika verið notað sem rök- semd. Hvað viðskiptahliiðina snertir, held ég að við íslendingar verðum fyrst og fremst að ireyna að fram- leiða vandaðar, dýrar vörur, og selja þær til landa þar sem næg kaupgeta er, „en það er fyrst og fremst í Evrópu og Norður-Ameriku. Lönd í fjarlægari heims- álfum hafa að vísu þörf fyrir framleiðslu okkar, en þar er kaupgetan lítil. Og miðað við útflutningsmögu- leika okkar í dag held ég að ekki sé ástæða til að setja upp sendiráð í þessum fjarlægu heimsálfum við- skiptanna vegna, enda gæti eitt sendiráð 1 stórri heiimsálfu senniiega ekki gert nein stórafrek á við- skiptasviðinu. 1 hverri heimsálfu um sig er fjöldi landa og fjarlægðir mikiar. Islenzkt sendiráð í einu þessara lcnda myndi að vísu skapa nánari tengsl milli þess lands og Islands, én tengsliin mil'li Islands og hinna Undanna í sömu álfu yrðu lítið meiri þrátt fyrir þetta sendiráð, heldur en með því að hafa t.d. einhvera af sendiherrum íslands í Evrópu jafnframt sendiherra í þeim löndum. Sú röksemd að við eigum að stofna ný sendiiráð til að afla aukins fylgis í landhelgismálinu, sýnist hæp- in. Sendiráð sem búið er að setja á fót í höfuðborg erlendis er erfitt að leggja niður. Landhelgismálið mun áreiðanlega leysast okkur í vil á næstu misser- um, og því ástæðulaust að stofna ný sendiráð vegna þess máls, enda eru nógir möguleikar til áð Vinna þvl fylgi á annan hátt. Sumir tala um að við eigum að leggja niður nokkur af núverandi sendiráðum og stækka um leið verulega þau sem eftir verða, þ.e. fjölga starfsmönnunam, er síðan hafi með sér verkaski'ptingu. Þeir telja, að með þessu sparist fé, og gagnsemi sendiráðanna aukist. Fljótt á IRið virðist þessi skoðun hafa nokkuð til síns máls, og ég hefi vett þessari hugmynd talsvert fyrir mér. En ég hefi komizt að þeirri niðurstöðu, að tvö sendiráð eða fleiri, þótt litil séu, geri miklu meira gagn en sendiráð í einu landi með meira starfsliðí. Auk bass kemur það til, að þeim löndum sem við höfum a^jórnmálasamband við, fer fjölgandi. Þau eru nú kringum 50 að tölu eins og ég sagði. Það veitir varla" af þeim sendiherrafjölda sem við höfum nú til að halda uppi sambandi við ríkisstjórnir þessara landa. Hvað snertir ný sendiiráð í Asíu og Afríku, held ég að það rnál sé ekki aðkallandi. En þó er vissulega margt sem mælir með því að við stofnum sendiráð í Asíu áður en langt um liður. Síðar kann að verða ástæða til að opna sendiráð víðar, t.d. í Afriku, Kan- ada, Suður-Ameriku og Finnlandi. Seinusru árin hefir stundum verið rætt um þá hug- mynd irinan utanrikisþjónustunnar að skipa mann sendiherra í ýmsum fjarlægum löndum og láta hann sirja í Reykjavík, en ferðast annað slagið til þessara ianda. Á þessa hugmynd hefir einnig verið minnzt í utanríkismálanefnd. — En ýmislegt mælir gegn slíku fyrirkomulagi, og hefir ekki verið talið fært, enn sem komið er að minnsta kosti, að gera slíka tilraun. VIÐSKIPTAFULLTRÚAR — Þú hefir fengizt mikið við viðskiptamál um dag- ana í starfi þinu í utanrikisþjónustunni. Hver er skoð- un þin varðandi skipun viðskiptafull'trúa og annarra full'trúa við sendiráðin? 1 lögunum um utanríkisþjón- ustuna frá 1971 er heimild til að ráða menn til að gegna siörfum sem viðskiptafulltrúar, fiskifulltrúar, blaðafuiitrúar og menningarfulltrúar. — Heimild til að ráða viðskiptafulltrúa og aðra sér- fulltrúa hefir alltaf verið fyrlr hendi. Og stundum hefir þeíia verið gert, t.d. viðskiptafulltrúi í Prag á sinum tirna, og fiskifulltrúi í Bretlandi. Oft endra- nær hefu’ það komið til tals síðustu 20 árin að ráða sérstaka viðskiptafulltrúa. Yfirleitt hefir þá verið gert ráð fyrir því, að ýms samtök útflytjenda greiddu kostnað við þetta að nokkru eða öllu Jeyti. En á þessu vi r til skamms tíma enginn áhugi hjá útflytj- endum. Stærstu útflutningssamtökin eins og Sölu- miðstöð hraðfrystiihúsanna og Samband isl. samvinnu- félaga hafa eigin skrifstofur erlendis. Önnur, eins og Sildarútvegsnefnd og Sölusamband ísl. fiskframleið- enda, hyfa uimboðsmenn sem vinna að málum þeirra. Þessi S3mtök njóta, og hafa alltaf notið aðstoðar út- flutningsyfirvaldanna og sendiráðanna, þegar þau hafa þurft á því að halda, og þau hafa ekki talið þörf á að kosta sérstaka fulltrúa við se'ndiráðin. En með vaxandi útflutningi iðnaðarvara koma ný sjónarmið til sögunnar, og nú hefir áhugi aukizt á skipun við- skiptafudtrúa. — Sjálfur hefi ég lagt til nokkrum sinnum siðustu 4—5 árin, að skipaðir verði tveir við- skiptafUi'trúar, annar í Evrópu en hinn í Ameríku. Verkefm eru næg, — markaðsrannsóknir og markaðs- leit og kynningarstarfsemi, öflun margvíslegra upp- lýsinga um hráefni,. unnar vörur og framleiðsluað- ferðir, um erlend fyrirtæki, um toliamál, innflut'nings- reglur o s.frv. Þegar rætt er um skipun viðskiptafulltrúa, hafa menn ofc í huga, að valdir verði til þeirra starfa menn úr atvinnulífinu. En athuganir hafa sýnt, að erfitt yrði að finna menn úr atvi'nnu- eða viðskiptalífinu sem allir gætu sætt sig við. Hver sem fyrir valinu yrði, hlyti að koma frá ákveðnu fyrirtæki eða ákveð- inni atvinnugrein. Önnur fyrirtæki sem oft væru keppinautar, myndu ekki kæra sig um að þessi maður fengi með starfi sinu sem viðskiptafulltrúi upplýs- ingar um útflutningsstarfsemi þeirra og viðskipta- sambörid, ekki sízt ef gert vær'. ráð fyrir, að hann færi inn í atvinnulífið aftur. Viðskiptafulltrúar yrðu þvl líki&ga að vera embættismenn. Ég ne^ndi áðan að Island hefði einn sendiræðis- mann, þ e. launaðan ræðismann. Það er ívar Guð- munds.son í New York. Eitt aðalsjónarmiðið, þegar ákveðið var að skipa launaðan ræðismann í New York í f>rra, var það að hann gæti gre tt fyrir við- skiptum, og það hefir hann gert í vaxandi mæli. Nú er ákveðið að hann verði tilkynntur sem viðskipta- fulltrúi við sendiráðið í Washington með aðsetri í New York, til þess að auðvelda honum fyrirgreiðslur á viðskiptasviðinu. En hann verður áfram ræðismað- ur. Segja má þvi að hugmyndin um viðsk ptafulltrúa fyrir vestan sé að nokkru leyti komin til fram- kvæmda. En að sjálfsögðu hefir Ivar ýmsum öðrum störfum að sinna en viðs'kiptastörfum. Þó að íslenzku sendiráðin haf' ekki viðskiptafull- trúa, vinna þau að sjálfsögðu að viðskiptamálum og eru alltaf reiðubúin að veita alla fyrirgreiðslu á því sviði sem þau geta. Þetta v'ðurkenna a’iir sem til þekkja. Islenzku sendiráðin hafa alla tíð unnið að málum á sviði viðskipta, og hjá sumum sendiráðun- um og fastanefndunum má segja að störfin séu fyrst og fremst á þeim vettvang'. Or þvi að við erum að tala um viðskiptafulltrúa, langar rr.ig til að minnast á annað mál sem stundum hefir verið rætt í þessu sambandi á undanförnum ár- um. Margir af hinum ólaunuðu ræðismönnum okkar erlendis eru atvinnurekendur á sviði framleiösliu eða verzlunar. Ræðisstörfin hafa þeir í hjáverkum eins Framhaid á næstu síðu. ' Fyrrverandi sendiherrar Stefán Jóhann Stefánsson. Hans G. Andersen. Sigui-ður Nordal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.