Morgunblaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNÍELAÍXIÐ — LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1973 Fyrr- verandi ráðu- neytis- stjórar Stffán Þorvarðarson Agnar Kl. .lónsson. Honrik Sv. Björnsson. Magnús V. Magnússon. og ég: sagði; Sumir af þessum ræðismörmum gætu eerjani'lega tekið unga Islendinga til starfa. Þessir ungu menn gætu hjáipað til við ræðisstörfin og fyrir- greiðslur varðandi Island og Islendinga, en aðallega myndu }<eir vinna í fyrirtæki ræðismannsins, komast inn í viðskiptastörf og leera vel tungumál iandsins. Með þessu fengju þessir ungu menn góðan grundvöli til að gera Islandi gagn, hvort sem þeir gerðust síðar 'opimberir starfsmenn, til dæmis ræðismenn eða við- ekiptafuiltrúar, eða tækju upp eígin atvinnurekstur heima eða erlendis. Að launa fáeina slíka menn á ári þyrfti ekki að vera dýrt, og ég held að það svari kostn- aði að gera sláka tiiraun, ef ungir menn finnast sem hafa áhuga á sliku og þykja hæfir. Norðmenn hafa sezst að viða um heim og sett á stofn viðskiptafyrir- tæká, og heimalandið hefir notið góðs af þessu í stór- uro stii. t*ú sourðir lí'ka um blaðafulltrúa og aðra sérfull- trúa-við sendiráðiin. Slíkt er að sjáifsögðu eftirsóknar- veast, en í biii virðist ýmislegt annað vera meira að- kaiáandi. Rétt er þó að huga vel að aukinni kynningu ísienzkrar menningar erlendis. EB ANNARRA BREYTINGA ÞÖRF? — Við höfum taiað um hugmyndir um breytingar á staðsetningu sendiráðanna. En ýmsir virðast telja, að mikil.a breytinga sé þörf í utanríkisþjónustunni og að hana þurfi að endurskoða \ heild. Mig minnir, að sJík endurskoðun hafi farið fram áður? — Já, sumir virðast hafa æði lítið álit á utanríkis- þjónustunni. Einkennandi er til dæmis fyrirsögn í biaði í Rfcykjavík fyrir 2—3 árum: „Burt með bruðlið. Úreit utaniríkisþjónusta. Stöðnuð vinnubrögð. Mikiil kostnaður. Lítiil árangur. Hvildarheimili. Kokkteil- þjónusta. Leggja ber flest sendiráð niður." Bkkert af þvi sem hér er gefið í skyn er rétt. Þetta cr sýniiega skrifað af Mtilli velvild svo að ekki sé meira sagt. En árásir eins og þetta stafa fyrst og fremst af vanþekkingu á þessum málum. Og þetta er að suinu ieyti skiljanlegt, því að störf utanrikis- þjónustunnar eru þannig, að þau eru unnin i kyrr- þey og lítið auglýst. En þessarar vanþekkingar verð- ur vart á furðuiegustu stöðum. 1 ýmsum löndum heyrast stundum um það raddir á síðári árum, t.d. á Norðurlöndum, í Bretlandi, Þýzkalandi, Kanada og Bandarikjunum, að nú á dög- uro—- á tímum þotunnar, milMlandatalsímans og fjar- ritans — hljóti utanrikisþjónustan að vera orðin úr- elt; ráðfierrar og embættismenn séu stöðugt á ferða- lögum milli ianda, séu stöðugt að hittast, ræða málin og skrifast á beint, og mikiivæg vandamál séu rædd á fundum, ráðstefnum og í heimsóknum. Sumir vilja íækka sendiráðum, aðrir vilja leggja utanríkisþjón- ustu n.ður i núverandi mynd, og telja að það hljóti að'vera hægt að finna einhvet ný form fyrir sam- skiptúj-n milli landa. En þetta eru hugmyndir þeirra eem Mtið þekkja til. Nánari athugun sýnir ailtaf, að ekki er hægt að afnema sendiherrastöðuna eða utan- Tikisþjó’jfustuna. Eins og ég nefndi snemma í samtali okkar eru samskipti ríkja og þjóða stöðugt að verða meiri og nánari, og það er þörf fyrir bæði ferðaiög ráðherranna og embættismanna og fyrir utanríkis- þjónustura. Verkefnin fara stöðugt vaxandi. Sendi- herrastíirfið í einhverri mynd hefir verið við líði svo þúsundum ára skiptir og grundvaliarhugmyndir og megjnregjur sem starfið byggist á hafa verið þær sömu fra fyrstu tíð, og verða sjálfsagt áfram. Að sjáifsögðu breytast störf sendiherranna með breytt- um< timum. En sendiherrann er sem fyrr aðaltengilið- urirai miili rikisstjórnar hans og þeirra landa sem hann er sendiherra hjá. Flest lönd eru stöðugt að fjölga sendiherrum sínum. Hvað snertir ferðalög ráð- berranna og embættismannanna eru sendiráðin stoð íyriir þá erlendis, svo að sendiferðirnar verði árangurs arikari eða fyrirhafnarminni og styttri. Sendiherrann á staðnum hefir betri aðstöðu en ýmsir aðrir til að afiia uppjýsinga um atburði, ástand þar og afstöðu aðMa, — ekki sízt vegna persónulegra kynna hans við ráðamer.n þar, hiutaðeigandi embættismenn og aðra landsnv'nn A iöggjafarþingum koma annað slagið fram til- lögur u n nefndarskipanir til að endurskoða utanrikis- þjónustuna. Nefndir eru skipaðar og nefndarálit lögð fram. Mörg þessi nefndarálit hefi ég lesið. yfirleitt íjaMa ti.iögurnar um margvísleg smærri skipulags- atriði. Oítast er lagt til, að sendiráðum verði fjölgað. í>ó’ var : einu tilviki, í Kanada, iagt til að sendiráð I 2—3 bróunariöndum yrðu lögð niður, þar eð þau voru ekKí talin svara kostnaði. Megin inntakið í til- lögunum er venjuiega um breytingar á deiidarskipun liluiaðe;gandi utanrikisráðuneytis og um bætt kjör etiái fsmanna utanrikisþjónustunnar. En hvergi er minnzrt á breytingar á þeim meginregium og venjum á sviði uianiri'kisþjónustu sem gilda i heminum í dag og þróazí hafa smátt og smátt á undanfömum öldum. Ég geí nefnt sem dæmi álit nefndar, sem var skip- uð í Svíþjóð tii að endurskoða utanrikisþjónustuna þar. Skýrsla nefndarinnar fjallax um það, hvemig bezt sé að skipuleggja störf utamrikisráðuneytisins tii þess að undirbyggja á sem traustastan hátt utan- rikisstefnu iandsins. Um sambandið milli utanrikis- þjónustunnar og annarra greina ríkisvaldsins. Hvem- ig bezt sé að koma upplýsingum um utanrikismál til stjómmáiasamtaka, fræðsiusamtaka og fjöimiðla. Hvernig oezt sé að vinna úir hinum stöðugt vaxandi skýrslu- og fréttaíjölda sem að berast. Hvemig bæta eigi kjöi' og starfsskilyrði sfcarfsmanna utanrikisþjón- ustunnar. Hvernig bezt sé að tryggja það, að vel hæf- ir starfsmenn veljist í utanrikisþjónustuna. Að sumir starfsmenn utanríkisþjónustunnar eigi að starfa um tíma í ti’teknum öðrum stjómardeildum. Um þörfina á fleiri og betur menntuðum aðstoðarmönnum, vél- riturum, bókurum. Um námskeið eða viðbótarmennt- un fyrir þá sem þegar starfa í utanríkisþjónustunni o.s.frv. Fn hvergi er minnzt á neinar meginbreytingar á skipuiagi utanríkisþjónustunnar. Þú spuiðir um endurskoðun íslenzku utanríkisiþjón- ustunnar — — .— Árið 1964 skipaði þáverandi utanríkisráðherra þrjá menn í nefnd til að gera tiilögur um endurskipulagn- ingu utanrikisþjónustunnar. 1 henni voru Agnar Kl. •lónsson, sem þá var ráðuneytisstjóri, og tveir sendi- herrar, Henrik Sv. Björnsson og ég. Við skMuðum ítar- legu áliti með tillögum í mörgum liðum. Sumar þær tiMögu': hafa verið framkvæmdar að öHu leyti, sumar að nokkru leyti, en sumar ekki. Vorið 1968 samþykkti Alþingi þingsályktun þess efnis, að rikisstjómin skyldi láta endurskoða iöggjöfina um utanrikisþjónustuna, og segir í ályktuninni, að með þeirrd endurskoðun skuli „einkum stefnt að því að gera utanrikisþjónust- una hagkvæmari og ódýrari en nú". Skipuð var 5 marma nefnd og voru i henni Agnar Kl. Jónsson, Benedikt Gröndal, Gils Guðmtindsson, Ólaftir Jóhann- esson og Sigurðtir Bjamason. Nefndin samdi frum- varp um utanríkisþjónustuna, sem síðar varð að lög- um með Mtlum breytingum. Með þessum lögum voru engar breytingar gerðar á skipulagi utanríkisþjón- ustunnar, heldur var fyrst og fremst kveðið nánar á um ýms formsatriði en í gömlu lögunum og stað- festar ýir.sar venjur sem framkvæmdar höfðu verið án beir.na iagaheimilda — Loks get ég nefnt, að haustið 1969, eftir að ég kom heim frá utanlands- dvölinni lagði ég fram itarlega greinargerð með til- lögum air, sameiningu utanríkisráðuneytisins og við skiptaráðuneytisins. Um þetta hafði ég samráð við ÞórhaH Ásgeirsson ráðuneytisstjóra viðskiptaráðu- neytis;ns. Á þetta var ekki íaHizt. Annars er það svo með íslenzku utanríkisþjónust- una, að þar er stöðugt verið að gera einhverjar breyt- ingar, og þá yfirleitt samkvæmt tiHögum starfsmanna þjónusturinar. Stundum er sendiráðunum skrifað og þau beðin um tillögur. Stundum koma tillögurnar óbeðið f á starfsmönnum utanrikisráðuneytisins eða sendiráðanna. Stundum er farið eftir tiMögunum og stundum ekki. Breytingar sem hafa verið gerðar sið- ustu 3—i árin snerta meðal annars kjör starfsmanna sendiráðanna, reikningshald sendiráðanna, gjaldskrá utanrikisþjómistunmar, sendingar stjórnarpósts, og telex-sambandi hefir verið komið á við öH sendiráð- in, eftirit tekið upp með notkun risnufjár, svo eitt- hvað sé nefnt. Ýmsar tiilögur hafa ekki komið tii framkvæmda eins og ég sagði. Til dæmis hefir verð rætt um það lengi, að einhverjir starfsmenn utanrikisþjónustumnar vinni um tíma i viðskiptaráðuneytinu til að kynnast málum þar. En þetta hefir ekki verið framkvæman- iegt vegna mannfæðar hjá okkur. Sama er að segja um ýmsai tiilögur um aukna upplýsimgamiðlun innan utanríkisþjónustunnar, ekki sízt til ræðismanna, en þó hefir ýmislegt verið gert til bóta i þessu efni. Árið 1971 lagði utanríkisráðuneytið íyrir utanrikis- málanefnd tiliögur um umdæmi sendiráðanna, sem fólu í sé’' ýmsar breytingar. Til dæmis var lagt til að Kanada skyidi heyra undir sendiherrann í New York, en ekki sendiherrann í Washingtom. — Rætt hefir verið um að koma á fót í tengslum við utanrikisráðu- neyiið ntanrikismálastofnun, eitthvað í Hkimgu við „utanrík’spóiitísk institút" í mágrannaiöndunum. Og svo mætti áfram teija. PÓLITÍSKIR SENDIHERRAR — Mér skilst að sumir innan utanrikíisþjónustumnar íelji að f.Mar sendiherrastöður eigi að veita i réttri röð eftir embættisaldri, og að embættisaidurinn skapi mönnum rétt á sendiherrastarfi. Hvað er um þetta að segja? Og er ekki iika óánægja út af pólitiskum sendiherraskipunum? _ Þeiiri reglu hefir ekki verið fylgt í ísl. utanrikis þjónustunni að skipa í sendiherrastöður eftir starfs- aldri, og það mun hvergi tíðkast, að starfsaldurÍTm einn ráði. Að sjálfsögðu er starfsaldur hafður í huga, en mörg önnur sjónarmið koma einnig til greina, þegar va’ið er í sendiherrastöður. Og það er eins með íslonzku utanríkisþjónustuna og utanríkisþjóm- ustu annarra landa, að ekki er víst að aliir sem í henni starfa séu tilvaidr í sendiherrastöður, fremur en t.d. að aJlir bankamenn séu hæfir i bankastjóra- stöður. Það ei æskiieg meginregla, að í sendiherras’töður sé valíð úr hópi starfsmanma utanrikisþjónustunnar. En hjá okkur eins og í ýmsum öðrum löndum hafa oft verið skipaðir í þessar sitöður menn sem hafa ekki verið í þjónustunni, og hefir hlutaðeigandi ráðherra þá sjálfsagt talið, að i það skiptið hafi þessir menn verið hæfari en þeir sem völ var á innan utanríkis- þjónustnnnar. Aðalröksemdin gegn slikum skipunum er sú, að þessir menn hafi ekki reynslu eða þjálfun til starfsins. En hið sama má segja um þá sem verða aiþingismenn eða ráðherrar í fyrsta sinn. Auk þess hafa þrir af utan-þjónustu sendiherrunum verið fyrr- verandi utanrikisráðherrar og sumir aðrir hafa gegnt öðrum ráðherrastöðum áður en þeir urðu sendiherr- ar. En eins og ég sagði ætti að vera sem minnst um skipanir utan-þjónustumanna í sendiherrastöður, og aðalre?'.an sú að valdir séu menn úr þjónustunni. VEIZLUHÖLDIN — Og svo eru það veizluhöld diplomatanna? — Mai gir halda, að diplomatar éyði timanum aðal- lega við skemmtanir, geri lítið annað en stunda veizi- ur og gieðskap. Þetta er að sjálfsögðu miki'll misskiln- ingur. Hmsvegar er það svo, að diplomatar — ekki sízt sendiherramir — eru boðnir án afláts að vera viðstaddir opinberar athafnir, og í hádegisverði, síð- degisboð og kvöldverði, og þeir þurfa að bjóða í slik- ar veiziur á móti. En þetta er þáttur í starfinu sem ekki má vóinrækja. Þó að samkvæmin séu þreytandi og tímafrek, hafa þau mjög gagnlega hlið, þvl að þar stofnast kynni við ibúa dvalarlandsins, við ráða- menn, Hstamenn, iðjuhölda og kaupsýslumenn, rit- stjóra og fréttamenn og fjölmarga aðra. 1 samkvæm- unum kemst maður að mörgu, og þar skapast oft persónuleg tengsl, kunningsskapur og vinátta, sem geta iiaft ómetanlega þýðingu þegar einhver vanda- mál hei malandsins ber að höndum. Þarna er oft hægt að hitta inenn og fá hjá þeim upplýsingar án þess að gera sér ferð til þeirra. Dr. Helgi P. Briem fyrr- verandi sendiherra lýsti vel gagnsemi samkvæmanna i útvarpsviðtali fyrir nokkru. Hann sagði meðal ann- ars eitthvað á þá leið, að einn vel heppnaður og ánægjulegur kvöldverður gæti verið á við fimm til tíu samiiingafundi, og hann iýsti því, hvemig sam- kvæmin geta opnað leiðir fyrir dipiomat sem er ný- kominn á nýjan stað. Mörgum þessara samkvæma er ekki hægt að kom- ast hjá. Ef til dæmis sendiherra er boðinn af stjóm- völdum dvalarlandsins, þykir mikU ókurteisi, ef hann tekur ekki boðinu. En auk þess er víst, að þeir ein- angrast sem sniðganga samkvæmin, þeir fylgjast ekki með, og starfið bíður tjón. Skemmtunin af þess- um samkvæmum er hinsvegar takmörkuð — en þar eru líka tii undantekningar — og oft þarf mikið átak eftir erfiðan starfsdag til að fara á þessi manmamót, halda uppi samræðum og leita þá uppi sem heizt þarf að tala við eða kynnast. Þátttaka í samkvæmum og öðrurn mannamótum er oftast skyldustörf en ekki skemmtun, svo að starfsdagur diplomatsins getur verið æði langur. Að sjáifsögðu væri æskilegt að minna yrði um þessi samkvæmi, en meðan þessi siður helzt um aMan heim, er erfitt fyrir íslendinga að skorast úr leik. „TILDUR OG PRJÁL“ — ER EKKI HÆGT AÐ SPARA? — Eitt af því sem þú tókst til meðferðar i Rotary- erindinu forðum, var það hvort ekki mætti spara, hvort ekki væri of mikið um „tildur og prjál" í utan- ríkisþjónustunni. Væri ekki rétt, að við minntumst eitthvað á þetta? — 1 fyrsta lagi held ég að við ættum ekki að spara með því að fækka sendiráðum. Þeim þyrfti fremur að fjöiga. Ýmsir halda, að starfsmenn sendiráðanna íái of há laun. En við ákvörðun launanha verður að taka tiiiit tii verðlags á vörum og þjónustu þar sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.