Morgunblaðið - 01.09.1973, Side 12
12 ~ MORGUNBLAÖIO — LAUGARDAGLTR 1. SEPTEJMBETR 1973
UTANRIKIS-
ÞJÓNUSTAN
Fyrir um það bil þremur árum hlustaði ég á
fyrirlestur seni Pétur Thorsteinsson ráðuneytis-
stjóri flutti um utanríkisþjónustuna i Rotary-
khiblii Reykjavíkur. Kom þar margt fram sem
almenningi er áreiðanlega ekki Ijóst, og ræddi ég
því um það við ráðuneytisstjórann að birta viðtal
við hann um utanríkisþjónustuna i Morgunblað-
inu. Þetta varð að samkomulagi, og höfum við oft
minnzt á þetta síðan, en aldrei orðið af fram-
kvæmdum fyrr en nú. I viðtalinu hér á eftir kem-
ur fram allt það helzta sem var í Rotary-erindinu,
en ég hefi bætt við spurningum um nokkur atriði
til viðbótar.
M.
Pétur Thorsteinsson hefir verið í utanríkisþjónust-
unni í tæp 30 ár. Haran er ekki elzti starfsmaður
þjónustunnar, en hann hefir áreiðanlega fjölbreytt-
asta rey.nslu af öllum starfsmönnum hennar. — Hann
var í Moskvu í lok heimsstyrjaldarinnar og fyrstu
árin á ePir, frá 1944 til 1947, á Stalínstímanum, —
framan af með Pétri heitnum Benediktssyni, en á ár-
urium 1946 og 1947, þegar viðskipti blómstruðu skyndi-
lega miV.i Islands og Sovétríkjanna, var Pétur Thor-
steinssoi sendifulltrúi okkar i Moskvu. — Á árun-
um 1950—1953 veitti hann forstöðu viðskiptadeild
utanrík sráðuneytisins, sem þá annaðist m.a. allar
útflutningsleyfaveitingar, og var auk þess um tíma
formaðn ■ MUlibankanefndarinnar. 1 september 1953
var hann skipaður sendiherra í Moskvu og gegndi
hann þv' starfi fram í janúar 1961, eða mikinn hluta
af Khrjúrtsjov timabilinu. Á þessu tímabiii var hann
einnig sendiherra í Ungverjalandi og Rúmeníu. —
Hann var sendiherra í Bonn 1961—1962 í tíð Adenau-
ers, og jafnframt i Sviss, Grikklandi og Júgóslavíu.
— Hann var sendiherra i París 1962—1965 í forsetatíð
de Gaul'.e Jafnframt var hann sendiherra I Lúxem-
borg, Belgíu og hjá Efnahagsbandalagi Evrópu og
áfram i Júgóslavíu, og samtímis fastafulltrúi hjá
NATO, UNESCO og Efnahags- og framfarastofnun-
inni (OECD). 1 fjögur ár. 1965—1969, í tið Johnsons
og Nixons, var hann sendiherra í Washington, og
jafnframt í Kanada, Mexikó, Brasilíu og Argentínu
og á Kúbu hjá Castro. — Hann tók við ráðuneytis-
stjórastaifinu í september 1969 eftir 16 ára sendi-
herrastarf erlendis. — Hann hefir setið fjölmargar
alþjóðaráðstefnur og verið í ótalmörgum samninga-
nefndum fyrir ísland, oftast sem formaður.
STARFSMÖNNUM EKKI FJÖLGAÐ í 15 AR
— Væri ekki rétt, að þú segðir mér fyrst hvemig
skipulig utanrikisþjónustunnar er i stórum dráttum,
og hvað starfsliðið er mikið?
— Segja má að utanríkisþjónustan sé tviþætt, ann-
arsvegar utanríkisráðuneytið, sem er miðstöð starf-
seminnar á sviði utanrikismála og hefir yfirumsjón
með utanríkisstarfseminni, og hinsvegar sendistofn-
anir eriendis, sendiráðin og ræðisskrifstofumar. Sendi
ráðunum má skipta í tvo flokka, eiginleg sendiráð
eða „enibassy" eða „ambassade“ og fastanefndir hjá
alþjóðasfofnunum. Ýms sendiráð okkar eru i senn
K eiginlegt sendiráð og fastanefnd.
Fastir starfsmenn utanríkisþjónustunnar — diplo-
matar — eru 33 að tölu. í>að em jafnmargir og vora
1958. Á síðustu 15 árum hafa þessir starfsmenn stund-
um verið heldur færri en þetta, en á árunum 1967—
1968 voru þeir elnum fleiri. Fjöldi annarra starfs-
manna utanrikisþjónustunnar, vélritarar, bókarar, að-
stoðarmenn, sem eru kringum 27 að tölu, hefir einnig
nokkurnveginn staðið í stað á þessum 15 árum. —
Það eru víst fáar aðrar ríkisstofnanir sem hafa ekki
fjölgað starfsmönnum á svo löngum t'íma.
Fæð starfsmanna hefir háð starfsemi utanríkis-
þjónustunnar og hafa ýms verkefni orðið að sitja á
hakanum, og önnur e.t.v. ekki eins vel unnin og
skyldl, enda þótt mjög sé mikið unnið utan venjulegs
vinnutima bæðl i utanrikisráðuneytinu og í sendi-
ráðunum. Sumir halda, að verkefnum utanríkis-
þjónustunnar fari fækkandi. En það er misskitningur
eins og aiiir vita sem til þekkja. Með vaxandi tækni-
framforum verða samskipti ríkja og þjóða æ meiri
og nánari, og verkefnum utanríkisþjónustu fer fjölg-
andi. Hvað okkar land snertir, þá aukast störfin m.a.
vegna síaukinnar þátttöku í alþjóðaráðstefnum og
— fundum og störfum alþjóðlegra nefnda, og eiranig
af þvi að við erum stöðugt að taka upp stjórnmála-
samband við fleiri riki. Aukin störf leiðir éinnig af
hinum miklu ferðalögum íslendiniga til útlanda, oft
til fjanægra heimsálfa. Fyrirgrelðslur vegna Islend-
inga erlendis fara stöðugt vaxandi, og verkefni á
viðskiptasviðinu aukast hjá sendiráðunum.
Á undanförnum árum hefir oft verið reynt að fá
starfsmönnum utanríkisþjónustunnar fjölgað, en
aldrei hefir náðst um það samkomulag við fjármála-
ráðuneytið. Nú verður varla umflúið lengur að bæta
við starfsmönnum. En þegar utanríkisráðuneytið fór
fram 4 það fyrir 2—3 mánuðum að fá að ráða tvo
nýja starfsmenn, var fljót að berast neitunin frá
„Bremsunefnd".
Islenzku sendiráðin eru smá miðað við sendiráð
stærri landa, sem oft hafa starfslið svo skiptir tugum
eða hund'uðum. 1 íslenzku sendiráðunum era yfirleitt
tveir aða;menn, þ.e.a.s. sendiherrann og varamaður
hans. Auk þess eru i hverju sendiráði einn eða íveir
véiritarar eða bókarar, og í flestum sendiráðanna eru
aðstoðarmenn sem jafnframt era bifreiðastjórar og
sendlar. — í utararíkisráðuneytinu hafa undanfarin
ár starfað 8 diplomatar, og auk þess vinnur forseta-
ritari þar nokkrar klukkustundir á dag, þegar því
verður við komið vegna annarra starfa hans. Enn-
fremur eru í ráðuneytinu þrír menn — diplomatar —
í varnarmáladeild, en þeir annast samskipti við varn-
arliðið og mál sem leiðir af dvöl þess hér. Annað
starfsfólk ráðuneytisins er venjulega 10 að tölu, þ.e.
skjalaverðir, vélritarar, aðstoðarmaður, sendlar.
Sé allt starfsfólk utanríkisþjónustunnar taiið, er
það því kringum 50 manns.
HVAÐA MENNTUN HAFA ISLENZKIR
DIPLOMATAR?
Af beim sem síarfa nú 1 utanrikisþjónustunni
hafa 19 lögfræðipróf, 6 hafa próf i hagfræði eða við-
skiptafræði, en aðrir hafa ýmiskonar aðra menntun.
Engra sérstakra prófa er krafizt til þess að menn
geti ráð zt í utanríkisiþjónustuna, en að öðru jöfnu
eru þeir teknir sem hafa háskólapróf. Einnig er litið
á reynslu, tungumáiagetu o.'fl. Að sjálfsögðu er árið-
andi að val starfsmanraa sé vel vandað, því að eins
og þú voizt er ekki auðvelt að losna við okkur emb-
ættismennina eftir að búið er að skipa okkur, hvemig
sem við reynumst. Fram að þessu hefir valið yfirleitt
tekizt vei En að sjálfsögðu eru til undantekningar.
STJÓRNMÁLASAMBAND VIÐ 50 RÍKI
— Við hvað mörg lönd hefir ísland stjórnmála-
samband, og eftir hverju fer það, við hvaða lönd við
tökum upp stjórnmálasamband?
— Island hefir nú formlegt stjórnmálasamband við
um 50 iönd. Siðast hafa bætzt i hópinn Kina, Austur-
Þýzkalanú, Líbanon, Tanzaraia, Norður-Kórea og Norð-
ur-Vietnam. Við höfum stjórnmálasamband við 26
ríki í Evrópu og auk þess við EBE, 9 lönd i Asiu, 8
lönd i Ameriku og 5 í Afriku. — Við höfum ræðis-
skrifscoíur í 5 löndum sem Island hefir ekki stjóra-
málasamband við. Og við höfum formlega viður-
kennt nokkur ríki án þess að taka upp við þau stjóra-
málasamband. — Við öll önnur riki höfum við góða
sambúð, enda þótt við höfum hvorki tekið upp við
þau stjórnmálasamband né viðurkennt þau formlega.
Af þeírn rikjum sem við höfum stjórnmálasamband
við, hafa 42 skipað sendiherra á Islandi. Niu þeirra
hafa aðsetur í Reykjavík, en hinir I nágrannalöndun-
um, þ.e.a.s. 17 í Osló, 6 1 Stokkhólmi, 4 i Kaupmanna-
höfn, 5 i London og eitt í Briissel.
Þótt sendihernar séu aðeins 9 að tölu í Reykjavík,
eru sendiráðin tólf, þvi að 3 Austur-Evrópuríki hafa
hér svonefnda bráðabirgðasendifulltrúa, eða það sem
heitir á d:plomatamáli „chargé d’affaires ad interim“,
— jafnframt sendiherrunum sem sitja í Osló.
Að sjálfsögðu er ekki hægt fyrir 200.000 manna
þjóð eins og Isdendinga að hafa sendiráð í mjög
mörgum löndum. 1 reynd er það svo, að islenzkir
sendiherrar eru búsettir í 9 höfuðborgum, en hver
um sig er sendiherra í mörgum löndum. Auk þess
höfum vlð á tveimur stöðum, — í New York og Genf,
— sendiráð, sem eru fastanefndir hjá alþjóðastofn-
unum.
Samkvæmt aliþjóðarétti er talið að hvert sjálfstætt
riki eigi svonefndan sendirétt, jus legationum, —
þ.e.a.s. rétt til að hafa stjórnarsendimenn hjá öðram
ríkjum og að taka á móti slikum sendimönnum. Hins-
vegar er engin skylda að nýta réttinn tii að senda
slíka ful trúa. Sendiherraskipun þarf þvi ekki að
vera gagnkvæm, þó að um slikt sé venjulega að ræða,
ekki sízt af kurteisisástæðum.
Þegar Island hefir tekið upp stjórnmálasamband
við önnur ríki, hefir það oftast verið gert samkvœmt
okkar eigin ósk. Við höfum þá talið okkur hag í því
að hafa náið samband við hlutaðeigandi land. Stund-
um kemur fyrir að óskað er stjórnmálasambands
við okkur af löndum sem okkur hefði seint dottið i
hug af fyrra bragði að stofna tii stjórnmálasambands
við. Eins og ég sagði áðan er ekki hægt að neita
slíkri beiðni, en hinsvegar hefir stundum verið tekið
fram af okkar háifu, að við getum ekki sýnt gagn-
kvæmni, a m.k. fyrst um sinn. Og fyrir hefiir komið,
að ríki sem hafa óskað eftlr stjórnmálasambandi við
okkur, hafa tekið fram af fyrra bragði, að þau myndu
hafa fullan skiining á því, ef ísland gæti ekki sýnt
gagnkvæmni hvað snertir útnefningu sendiherra.
ORÐASKÝRINGAR
__ Ég tek eftir þvi, að þú notar aldrei orðið
„ambassador", og að þú talar um ræðisskrifstofur,
en ekki ræðismannsskrifstofur, og lika talarðu um
„fastanefndir". Er hér einhver nýbreytni á ferðinni?
— Já. — I nýju lögunum um utanrikisþjónustuna
— frá 1971 — er hvergi notað orðið ambassador,
heldur er yfirieiitt notað hið ágæta islenzka orð „sendi-
herra“ yíir forstöðumenn sendiráða, og þá látið tákna
bæði „ambasisador“ og „minister". Áður var orðið
„sendiherra" látið tákna „minister" sem er gráðu
lægra en ambassador, og við hliðina á þvi var
ambassadors-heitið notað. En nú er minister-gráðan
algerlega að hverfa í heiminum, — og svo til aliir
forstöðumenn sendiráða era ambassadorar, svo að
hægt er framvegis í íslenzku að sleppa orðinu
ambassador, enda er það heldur óislenzkulegt. —
Annað kemur liika til: ambassadorar veita forstöðu
„embassy um" eða „ambassöðum", en mínister stýrir
„legation". Á islenzku höfum við engan greinarmun
gert á þessum tveimur heitum sendiráða, heidur höf-
um við kallað hvorttveggja „sendiráð", og i þessu er
ósamræmi. Það er þessvegna bezt að láta „sendiherra“
og „sendiráð" tákna amibassador annarsvegar og
embassy eða ambassade hinsvegar. — 1 „Vinarsamn-
ingnurn um stjórnmálaisamband“ frá 1961 sem nú
gildir sem lög á Islandi er gert ráð fyrir, að minister-
gráðan kunnl að vera notuð. I íslenzku þýðingunni á
samningnum er farin sú leíð, að rætt er um „sendi-
Látnir sendiherrar
Sveinn Björnsson. Jakob Möller. Stefán Þorvarðarson. Gísli Sveinsson. Bjarni Ásgeirsson.