Morgunblaðið - 01.09.1973, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.09.1973, Qupperneq 13
MORGUNíBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1973 ] 3 hena meö mimister-stí1gi“ og „sendiherra með amb- assadors'sti.gi". Hvað snertír ræðismenn, þá er í lögmnum um utanrik’sþjón'ustuna aílsrtaðar talað um ræðisstörf, l'æðisskrjfstofur o.s.frv. en ekki ræðismannsstörf, ræðismannsskrifstofur. Hér er um að ræða styttingu orða eins og þegar utanríkismálaráðune.yti var stytt i utamríkisráðuineyti. Orðim aðalræðismannsskrifstofa og vararæðismanmsskrifstofa eru æði löng. „Fastanefnd" er í raun og veru sendiráð eins og ég sagði. Þetta er þýðimg á „permanent mission" og er notað í mótsetningu við „sendinefnd" sem gegnir störfum aðeims um takmarkaðan tíma. RÆÐISMENNIRNIR ERIJ UM 150 AÐ TÖLU — Gerum við nóg af því að skipa ólaunaða ræðis- menn er.'endis? Og hver er munurimm á störfum ræð- ismanna og sendiráða? — Þau störf sem ræðiismönnum er ætlað að vinna samkvæmt alþjóðavenjum og reglum eru mjög marg- víslég, en segja má að „ræðisstörfim" séu fyrst og fremst aðstoð við ríkisborgara og stofnanir sendi- Jáhdsihs. fyrirgreiðslur á sviði siglinga og flugferða, útgáfa vegabréfa og vegabréfsáritana og nótarial- störf. — Hinsvegar eru eiginleg sendiráðsstörf fyrst og fremst á pólitíska sviðimu, að vemda hagsmuni semdirikisins, annast samningagerðir, afla upplýsimga, senda heim skýrslur um dvalarlandið o.s.frv. — Mfeð orðinú „sendiríki" eða „sendiland" á ég við það iand eða ríki sem ræðismenmimir eða semdi'herrarnir éru fuilti'úar fyrir. 1 hinum smáu íslenzku sendiráðum annast hver starfsmaður bæði eiginleg sendiráðsstörf og ræðis- störf, en í sendiráðum stærri landa eru yfirleitt að- eins tiiteknir menn sem annast ræðisstörfim. Ræðismenn eru tvennskonar: sendiræðismenn og kjÖrræð:smenm. Sendiræðismenn, sem við áður köll- uðum „útsenda ræðismemn" eru launaðir og em ríkis- borgarar sendilandsins. Þeir njóta næstum því sömu íriðinda og friðhelgi eins og diplomatar. En kjör- ræðismenn eru óiaunaðir. Og þeir eru yfirleitt út- iendingar, oftast ríkisborgarar móttökuríkisins, þ.e. rikisins :em þeir eru fulltrúar í. Ýms lönd útnefna aldrei kjörræðismenn, heldur hafa eingöngu sendi- ræðismenn. Svo er til dæmis um Bandaríkin, Sovét- rlkin, öl'. aiþýðulýðveldin og Kanada. Kamadamenn gera þó eina undantekningu, þ.e.a.s. í Reykjavík. Allir ræðismenn Islands, að einum undanteknum, eru kiöri'æðismenn. Ekki er hægt að ætlast til eins mikiís af kjörræðisanönnum og sendiræðismönmum, enda eru þeir ólaunaðir, tala fæstir íslenzku og marg- ir þekkjs lítíð til íslenzkra málefna. Ræðisstarfið er líka algert aukastarf hjá þeim. Þú spurðir, hvort við hefðum nógu marga ræðis- menn. Þeim er stöðugt að fjölga, einkum síðustu ár- in, og þeir eru nú alis nærri 150 að tölu. En að sjálf- sögðu eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að fjölga þeim míkið. Ræðismönnum þarf að leiðbeina, senda þeim upi'lýsingar, svara erindum þeirra o.s.frv. og þetta skapar aukin störf hjá sendiráðunum og utan- ríkisráðureytinu. Ræðismönnum á samt eftir að fjölga 'a’svert enn. En ekki er eins auðvelt að finna góð ræðismannsefni og margir halda, ekki sízt í iöndum í fjarlægum heimsálfum. Þeir sem eru bezt til þess ‘allnir að taka að sér kjörræðisstarf, eru oft- ast svo önnum kafnir við önnur störf, að þeir treysta sér ekki tii að bæta á sig kjörræðisstarfi. Og ýmsir sem sækjast eftir kjörræðisstarfi eru ekki eftirsókn- arverði,' sem fulltrúar Islands. í vissum hluta heims getum við ekki haft kjörræðismenn: Sovétríkin og öll alþýðuiýðveldin, að Júgóslavíu undantekinni, heim- ila ekki að þar séu útnefndir kjörræðismenn. Reynt er að vanda sem mest til valsin® á kjörræðis- mönnum, en að sjálfsögðu reynast þeir misjafnlega. Sumir skara langt fram úr og hafa unnið Islandi ómetanlegt gagn. KOSTNAÐURINN INNAN VIÐ EITT PRÓSENT AF RÍKISUTGJÖLDUNUM. ENGIN GJALDEYRISEYÐSLA — Hvað er að segja um kostnaðinn af utanríkis- þjónustunni? — 1 fy.'sta lagi er þess að geta, að frá gjaldeyris- sjónarmiði má segja, að um engan kostnað sé að ræða. Stcfnun islenzkra sendiráða erlendis hefir yfir- leitt í för með sér opnun mótsvarandi sendiráðs í SAMTAL VIÐ PÉTUR THORSTEIN SSON, RÁÐUNEYTISSTJÓRA OG FYRRVERANDI SENDIHERRA Reykjavík Sendiráðin 12 i Reykjavík draga sjálfsagt meiri gjaldeyri til iandsins en við notum vegna is- lenzku sendiráðanna. Ef við legðum niður sendiráð erlendis, myndi hlutaðeigandi land sennilega loka sendiráð: sínu hér. Samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir, að á árinu 1973 m m: ódýrustu sendiráðin kosta um 6,1 milljón krónur, en það dýrasta um 11,5 milijónir, og sendiráð- in ÖW kringum 101 milljónir króna. Fjárlögin fyrir þefta ár gera ráð fyrir 21 þúsund milljón króna heild- arútgjó dum ríkisins. Kostnaðurinn við sendiráðin er því innán við 0,5 af hundraði af ríkisútgjöldunum. Kostnaður við utanríkisráðuneytið er áætlaður um 38 miiijór: krónur. Þótt þeim útgjöldum sé bætt við sendiráðakostnaðinn, eru útgjöld til utanríkisþjónust- unnar langt innan við 1% af ríkisútgjöldunum, eins og raunar aUtaf mun hafa verið. Af þeinr 38 milljónum króna sem eru áætlaðar til utanríkisráðuneytisins á árinu 1973 er ekki nema lítili hluti eiginlegur ráðuneytiskostnaður. Laun starfs- manna eru áætluð um 13 milijón krónur. Af hinum 25 miUjónunum er stærsti liðurinn, kr. 7 milljónir, vegna þátttöku í alþjóða ráðstefnum og fara þeir peningar meðal annars til að greiða kostnað okkar af sendingu fulltrúa á aUsherjarþiing Sameinuðu þjóð- anna, ea það situr 3 mánuði á ári, og þangað fara margir fuUtrúar frá íslandi, aðallega þingmenn. Af þessum kostnaðarlið greiðist líka kostnaður við þátt- töku íslenzkra þingmanna i þingum og fundum Evr- ópuráðsins í Strassbourg. Annar kostnaður sem samkvæmt fjárlögum færist á utanrikisráðuneytið er meðal annars 5 milljón krón- ur til stcfnunarinnar Aðstoð islands við þróunarlönd og kr. 800.000 til Flóttamannaráðs Islands. Einnig um ein miiljón krónur vegna samninga við erlend ríki. Síðan eru liðir eins og 1,3 milljónir til kynningar- og upplýsíngastarfsemi, kr. 500.000 tii kaupa á kvik- myndum og kr. 500.000 tii kaupa á tímaritinu Iceland Review. Margvíslegur annar kostnaður fel’lur á utan- ríkisráðuneytið, til dæmis veruleg risna vegna mót- töku erlendra gesta, þýðing og útgáfa á ýmsum al- þjóðasamningum, gjiafir íslands vegna náttúruham- fara erlend’s og kostnaður. vegna skemmda sem unnar eru á eignum erlendra sendiráða í Reykjavik. Kostnaður við varnarmáladeild utanríkisráðuneytis- ins er áæitlaður kringum 7,4 miiljón krónur 1973. Þann kostnað taldi ég ekki með áðan. Eins og ég minntist á, eru störf þessarar deildar fyrst og fremst sam- skipti við vamarliðið og stjórn mála á varnarsvæð- unum, og geta varla talizt eigimleg utanríkisþjónusitu- störf. Suma er að segja um löggæzluna á Keflavik- urflugvelli, en kostnaður við hana er áætlaður 54 miiljón krónur á þessu ári. — Og árstiilög til aliþjóða stofnana og samtaka sem Island er aðili að, samtals um 70 milljón krónur, geta heldur ekki talizt kostn- aður við utanríkisþjónustuna. Vegna samskipta ísdands við önnur riki og við alþjóðastofnanir hefir landið nokkurn annan kostnað en ég er búinn að telja upp, og þá fyrst og fremst kositnað við ferðalög og þátttöku í fundum og ráð- stefnum erlendis á vegum annarra ráðuneyta en utan- ríki&ráðuneytlsins og á vegum Alþingis. Kostnaður vegna ramskipta út á við fyrir islenzka ríkið kann því að ná'gast 1% af ríkisútgjöldunum. En kostnað- uriinn við hina eiginlegu utanríkisþjónustu er langt innan við einn af hundraði. UMDÆMI ÍSLENZKU SENDIRÁÐANNA —- Þú nefndir áðan, að íslenzku sendiherrarnir séu yfirleitt sendiherrar ; fleiri löndum en einu, eða fuli- trúar hjá alþjóðastofnunum. Hvernig er þessi skipt- ing? — Sím stendur er verkum skipt þanm'g með sendi- ráðunum: Kaupma nnahöf n: Danmörk, Iriand, Tyrkland og Kína. Osló: Noregur, Pólland, Tékkóslóvakia, Italia og Israel. Stokkhólmur: Svíþjóð, Finnland og Austurríki. Moskva: Sovétríkin, Rúmenía, Ungverjaland, Búlgaría og Austur-Þýzkalaind. París: Frakkiand, Lúxemburg, Júgóslavia, Egyptaland og Eþíópia Jafnframt er sendiráðið í Paris fastanefnd Islands hjá OECD, þ.e. Efnahags- og þróunarstofn- uninni, og hjá UNESCO, þ.e. Menningar- og vis- indas+ofnun Sameinuðu þjóðanna. London: Bretland, Spánn, Portúgal, Holiand og Nígería. Bonn: Vestur Þýzkaiand, Sviss, Grikkland, Japan og íran. Jafnframt er Bonn-sendiráðið fastanefnd íslands hjá Evrópuráðinu í Strassbourg. Briissel: Belgia og Efnahagsbandalag Evrópu. En sendiráðið ér fyrst og fremst fastanefnd Islands hjá Norður- Atlan 'shaf sráðinu. Washington: Bandaríkin, Kanada, Mexikó, Brasilía, Argenina, Perú, Ohile og Kúba. New York: Þar er fastanefnd Islands hjá Same’muðu þjóðunum og aðe.ræðissikrifstofa. Genf: Þar er fastanefnd íslands hjá EFTA, en auk þess er það sendiráð fulltrúi Islands gagnvart skrifstofu Sameínuðu þjóðanna í Evrópu og ýmsum undir- stofnunum Sameinuðu þjóðanna (GATT, UNCTAD, ECE o.fi.). Stundum eru gerðar breytingar á umdæmunum, þ.e. lönd eða alþjóðastofnanir færðar miilli umdæma, og er bað þá gert i samband: við sendiherraskipti. SENDIRÁÐIN A NORÐURLÖNDUM — Nú telja ýmsir, að sendiráðin okkar séu ekki á réttum stöðum, og mikið er talað um að „endurskoða staðsetningu sendiráðanna." Hvað segirðu um þetta, ög sérstaklega um sendiráðin á Norðurlöndum? — Já, sumir vilja leggja niður sendiráðin I Stokk- hólmi og Osló. Aðrir vilja einnig leggja niður sendi- ráðið í Kaupmannahöfn. Sumir vilja að vísu hafa sendiríó í þessum iöndum, en ekki sendiherra. Ýmsh’ tala um að við höfum allt of mörg sendiráð í Vestur-Evrópu og vilja leggja niður sendiráð á Norðurlöndum og í Bonn og París og jafnvel í New York, en stofna aftur sendiráð í Afríkú, Asiu eða Suður-Ameriku. Framh. á bls. 23 Látnir sendiherrar Pétur Benediktsson. Thor Thors. Vilhjálnuir Finsen. Magnús Vignir Magnússon. Hannes Kjartansson. Haraldur Guó inidsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.