Morgunblaðið - 01.09.1973, Síða 17

Morgunblaðið - 01.09.1973, Síða 17
MORGUNiBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBBR 1973 17 GUNNAR THORODDSEN: Þingflokkur sjálfstæöismanna og miö- stjórn hafa lýst yfir þeirri stefnu, að land- helgin verði færð út í 200 mílur eigi síðar en fyrir árslok 1974. Við þetta vakna þær spurningar: Hvers vegna 200 mílur, en ekki viðmiðun við landgrunnið, - og hvers vegna á næsta ári? SÖGULEGUR RÉTTUR OKKAR Frá því, er landgrumns- lögin voru sett árið 1948, hef ur markmiðið í landhelgis- málinu verið landgrunnið alit, með öllum fiskiimiðum þess umhverfis landið. Þetta er okkur þjóðarnauðsyn, og þetta er hinn sögulegi réttur okkar. Allt frá byggingu Islands og langt fram eftir öldum áttu Islendingar einir öll þessi fiskimið. Sá réttur var viðurkenndur af öðrum þjóð um. Þegar erlendir fiskibát- ar fóru fyrst að sækja á ís- landsmið, mótmæltu lands- menn því fastlega og það hreif, bátarnir hurfu á brott. Síðar tóku útlend skip að veiða hér við land og stunda rányrkju í skjóli hervalds síns og undanlátssexnii danskra yfirvalda, en alltaf í óþökk landsmanna og gegn þeirra mótmælum. Landgruinnið með öliium auiðllitndum þess, í hafsbotni og yfir honum, er og á að vera eign íslendinga og þeirra einna. Það er hluti af land- inu og lifgjafi landsimanna. En hverln'g á að ákveða, hve langt það nær á haf út? ÞCSUNI) metra dýpi OG HAGNÝTINGARMÖRK í alþjóðlegum umræðum er oft miðað við dýpi og dýpt arlínur, t.d. 400 metra dýpi, og nú upp á síðkastið 800 til 1000 metra. En einnig er oft talaö um svoköliuð hag- nýtingarmörk; er þá átt við, hversu langt hægt er að ná til nýtingar, t.d. til vinAslu olíu, eða til þess að veiða fisk. Hagnýtingarmörkin að því er fiskveiðar varðar ná með nú- verandi tækni lengra en á eitt þúsund metra dýpi. Fyrir ls-. lendinga væri æskilegt að miða fiskveiðilögsöguna ann aðhvort við hagnýtingarmörk in eða a.m.k. 1000 metra dýpi. Viðmiðun við landgrunnið er af mörgum ástæðum eðli- legust frá sjónarmiði Islands. Landgrunnið er jarðfræðileg- ur hluti af landinu, stöpull- inn, sem það stendur á. Þar eru fiskimiðin, sem afkoma og líf fólksins byggist á. VÍÐÁTTA LANDGRUNNSINS Við umræður til undirbún- ings hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna hefur það komið í ljós, að erfitt muní að sameina þær þjóðir sem vilja víða landhelgi, um al- þjóðlega reglu, sem byggist á landgrunninu einu. Til þess liggja einkum tvær ástæðúr. Hin fyrri er sú, að mörg ríki, sem þegar hafa tekið sér 200 mílur, hafa sjálf lítið land- grunn. Þær hafa því lítinn áhuga og takmarkaðan skiln- ing á landgrunns sjónarmið- um. Hin ástæðan er sú, að hjá sumum ríkjum, sem berjast fyrir landgrunnsregl- unni, t.d. Kanada, nær land- grunnið svo langt á haf út, langt út fyriir 200 mílur, að vonlítið er að fá nægilegt fylgi við svo víðáttumikla Gunnar Thoroddsen landhelgi. Þjóðir í þessari að- stöðu hafa því valið þann kostinn að styðja 200 mílur sem meginreglu, að vísu í von um, að fá einhver for- réttindi á landgrunni sínu ut- an þeirra. Frá sjónarmiði Islands full nægir 200 mílna reglan hags- munum okkar vel að þvi leyti, að innan þeirra verður allt landgrunnið út að þús- und metra dýpi og sums stað ar miklu meira dýpi. Aðeins á einum stað, til suðvesturs, gengur 1000 metra dýptarlín- an út fyrir 200 mílna mörk- in. Landgrunn Islands fellur þvi i meginatriðum undir 200 mílna regluna. KÖNNUN Á FYLGINU 1 lok undirbúningsfunda undir hafréttarráðstefnuna hefur farið fram rækileg kömnun á stöðunni allri og horfum um hvaða sjónarmið muni líklegust til sigurs. Um 150 þjóðir hafa rétt til þess að senda fulltrúa á haf- rélttarráðsteínuna. Líklegt er, að 130—140 þeirra muni sækja hana. Við athugun á umræðum, tillöguflutningi, hagsmunum og allri aðstöðu, er það mat kunnugustu manna, að fylgjandi 200 míl- um verði örugglega 80 ríki og geti fylgið farið upp í 100. Meirihluti þjóðanna er þvi þegar orðinn fylgjandi 200 milum. MEIRIHLUTI HEIMS MUN FYLGJA 200 MÍLUM Að Vísu er gert ráð fyrir þeirri reglu, að tveir þriðju hlutar allra þeirra, sem greiða atkvæði, þurfi að sam- þykkja tillögu, til þess að hún verði bindandi sem þjóð réttarregla, og uik þess þurfi fullgildingu allmargra ríkja eftir á. En hvort sem þessi háttur verður hafður á eða ekki, er það staðreynd, ein hin mikitvægasta í allri land- helgissögunni, að meiri hluti þjóða heims fylgir 200 mílna efnahagslögsögu, en undir hana fellur fiskveiðilögsagan, sem mestu skiptir fyrir Is- land. 50 MÍLURNAR Þegar Alþingi ákvað út- færslu úr 12 sjómílum í 50, var það miikilvægur áfangi á léiðinni til landgrunnsims alls. Sjálfstæðisflokkuriinn og Al- þýðuflokJkurimn vildu þá stíga stærra skref, en þar sem stjómarflokkamir fengust ekki til þess, samiþykktu þess iir tveir flokkar 50 milurnar og hafa staðið með þeirri á- kvörðun. Sú útfærsla hefur gert þjóðinni gagn. Þótt það hafi valdiið vonbrigðum, að er lendir togarar veiða enn mik- ið fiskmagn inman 50 mílna, og óþölamdi áreiitni á sér stað, hafa íslenzk fiskiskip þó sums staðar við strendur landsims haft meiri frið til fiskveiða en áður. Ot á við hefur útfærsl- an í 50 mílur vakið athygli á málstað Isiands og opnað augu margra fyritr hinnl brýnu þörf þjóðarinmar til þess að njóta fiskimiða sinna. Að vísu eru orðum auknar lýsingar sumra stjórnarsinna á þeirri alheimsvakningu, sem 50 mílúrnar íslenzku hafi hrundið af stað. Og á undir- búningsfundum hafréttarráð- stefnunnar voru 50 mílurnar ekki aðalumræðuefnið. Hitt mun sanni nær, að harla lítið hafi verið um þær rætt. Það eru 200 mílurnar, siem voru umræðuefnið, þær eru málið. Þegar á hafréttarráðstefnuna kemur á næsta ári, mun sama verða upp á tenángnum. Ef ís- land færi þar að tala sérstak- lega máli 50 mílna og flytja tillögu um þær, fengi það trú- lega 1 llð með sér perluveið- arana í Óman á Arabíuskag- anum og það góða ríki Gamb- íu á Afríkuströnd, sem hefur lítið af fiski af segja en lifir mest á hnetum, er nema 90% af útflutningi þeirra. Þetta munu einu þjóðir utan Is- lands, sem hafa 50 mílma land- helgi. Aðrar þjóðir mundu brosa góðlátlega að þvi fólki, sem fylgist ekki með tíman- um. HIN ÖRA ÞRÓUN I lamdhelgismákim er þróun in svo ör, að undrum sætir. ís- lendingum er það brýn mauð- syn að fylgjast svo vel sem verða má með tímanum og draga ekki um of að tafea nýj ar og djarfar ákvarðanir, þeg ár þróunin og breyttir tímar kref jast. Þegar á allt þeta er horft, sem hér var rakið, er það haf ið yfir allan efa, að Islending ar eiga að talta hiklausa af- stöðn með 200 núlna stefn- tinni. Alþingi þarf að gera um það ályktun, þegar það kemur saman tll funda i október. (Önnur grein Gunnars kemur í blað nu á morgun) Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Vestf jarða lokið Kl, 17 hófst opinber móttaka i skólahúsinu i Hólmavik í boði sýslunefndar Strandasýslu. Var þar kaffisamsæti sem sýslumað ur stjórnaði. Samsætið sótti fólk úr öllum hreppum Stranda- sýslu. Séra Andrés Ólafsson rakti sögu Hólmavikur, almenn ur söngur var og forsetinn þakk aði að lokum alúðlegar móttök- uir. Þá fór hann að Stað í Stein- Hólmavík, 31. ágúst. FORSETAHJÓNIN fóru frá Bjarkarlundi kl. 9 í gærmorgun og kl. 10.30 tólt sýslumaður Strandasýslu á móti þeim á Tröllatunguheiði, ásamt hrepps- nefndarmönnum úr Kirkjubóls- lireppi og sýslunefndarmanni seni fylgdu þeim til Hólmavík- ur, en snæddu »ð því loknn há- degisverð á lieimili sýslumanns Vélhjóli ekið á bíl PILTUR á vélhjóli ók á hlið fólksbifreiðar á mótum Gunn- airsbrautar og Flókagötu um hádegið í gær. Hann slapp með Mtil meiðsli, en milfelar skemmd- ir urðu á bifreiðínni og tals- verðar á vélhjólinu. ISLANDIA ’73 opnuð Skýrt var frá fundi 7 áður óþekktra skildingabréfa Póst- og símaimálastjóri, Jón Skúlasoin opnaði frímerkjasýn- inguna Islandia að Kjarvalisstöð- um í gær kl. 17. Meðal við- staddra voru forseti tsliands, herra Kristján Eldjárn, forsætis- ráðlherra, Ólafur Jóhannessian, og eiginkonur þeirra. Einnig tók Jón Aðalsteinn Jónsson magist- er til máls, og sagði hann m. a. frá fundi sjö áður ðþiefektra sfeilidingabréfa. Fundarstaðar eöa nafns fimnandans var efeki gctið, en hann afhenti Jóni bréf- in síðastliðinn fimmtiudag. — Sex bréfanna eru mað f jögurra urra skildinga frírr.erki, og er elzta þeirra frá 1873, og hitn eru frá 1874 og 1876. Eitt er með tveggja sfeiidinga frímerkjapari og er það frá 1875. Á eimu fjög- urra skildinga bréfiniu eru græn þjónustuimerki, gróftökfcuð og rýrir það eitthvað verðgilidið, því fíntökfeuð frtmerki eru verftmæt ari. Á einu bréfanna er rautt a'imeirunt fjögurra skildinga frí- mierki, gróftakkað, og er það eina frimerkið sininiar tegundar, sem vitað er um. Ekki er búið að meta ve-ið- giidi frímerkjanna, en má gera ráð fyrir að þau séu uim 4—5 milljóna króna virði. Jón Aðalsteinm mun afhenda formanni sýningamefndar þemn- an fjársjóð, og verða þau sett upp á sýningunni áðuir en henmi lýfeur. Andrésar Valdemarssonar. Eft- ir hádegið var farin hringferð um Bjarnarfjörð, þar sem hreppsnefndarmenn Kaldrana- ness og Hrófbergshrepps tóku á móti forsetahjónunum og sýndu þeim staðinn. Þá skoðaði forsetinn Kaldrananeskirkju. grímsfh'ði og skoðaði þar 118 ára gamla kirkju (Staðarkirkju). Frá Hólimavík fóru forsetahjón- in um kl. 20.30, og lauk þar með opinberri heimsókn þeirra til Vestfjarða. Þau gistu um nótt- ina í Bifröst i Borgarfirði. — Andrés. Frá opnun sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.