Morgunblaðið - 01.09.1973, Qupperneq 25
MORGUNBLA.ÐTÐ — LAUGARDAGUR t. SEPTEMBER 197»
sendiráðin eru, og til margra annarra atriða í hverju
starfslandi sem eru frábrugðm aðstæðum á tslandi.
Það hefir margvislegan aukakastnað í för með sér
að vera fuUtrúi lands síns erlendis. Og fiutningur
milli landa hefir lika margskonar kostnað í för með
sér auk hins beina flutningskostnaðar. — Kjör starfs-
manna íslenzku sendiráðanna eru talsvert fyrir neð-
an það sem tíðkast í sendiráðum annarra Norður-
landa. Við fáum reglulega upplýsiingar um þær hreyt-
ingar sein verða á kjöirum diplomata á Norðurlöind-
um, og um kjör okkar manna yfirleitt höfum við
samráð við fjárlaga- og hagsýslustofnuináTia. —
Loks eru það sendiherrabústaðirnir. Sumir halda, að
þar sé um of mikinn iburð að ræða. En í þessu efni
hefir verið gætt hófs miðað við sendiráð annarra
landa í sömu borgum. Hinsvegar er nauðsynlegt að
hafa smekklega sendiherrabústaði, því að — eins og
oft er sagt — sendiráðin eru einskonar sýningarglugg-
ar landsins.
Menn !ala um að spara að þvi er utanríkisþjónust-
una snertir. En ég held að stundum höfum við sparað
fullmikið. Ef við viljum vera sjálfstætt ríki, komumst
við ekki hjá því að hafa utanríkisþjónustu. Hún held-
ur uppi merki landsins og stendur vörð um hagsmuni
þess út á við. Ég minntist á það áður, að kostnaður
við utanrikisþjónustuna er langt innan við 1% af
ríkisútgjöldunum. Hún mun kosta lítið meira en t.d.
veðurþjðnustan hjá okkur. Ég held, að við ættum að
geta staðið undir þessum kostnaði, ekki sízt vegna
þess að ísland — sennilega eitt allra landa — hefir
nettó hagnað af landvörnum. Hjá öðrum ríkjum fer
hiuti af þjóðartekjunum — oft stór hluti — til varnar-
mála.
Að sjáifsögðu eigum við að sniða okkur stakk eftir
vexti eiris og ég sagði, og það fé sem til utanrlkis-
þjónustunnar fer, verðum við að nýta á sem beztan
hátt. Ég held að þeir sem telja, að það sé eitthvert
stórbjargráð fyrir þjóðina að spara á utanríkisþjón-
ustunni nokkur prómille af ríkisútgjöldunum fari vill-
ir vega. Sennilega væri nær að bæta við fjárframlög-
in svo n»mi nokkrum prómille, og nota það fé meðal
annars ti! að fjölga starfsliðinu, bæta viðskiptaþjón
ustu og á annan hátt.
„ÁÞREIFANLEGUR HAGNAÐUR“
— Ef ég man rétt, minntistu í fyrirlestrinum forð-
um eitthvað á hagnað af utanríkisþjónustunni?
— Beinn hagnaður af utanríkisþjónustunnt er sjald
an sjáanlegur, svo að ef til vilil er skiijaniegt, að þeir
sem ekki til þekkja, átti sig ekki á nytsemi hennar.
Þó hefir oft komið fyrir — og kemur fyrir enn — að
hagnaður er áþreifanlegur, þ.e.a.s. þegar sendiráð
leysir vanda sem sparar landinu stórar fjárfúlgur,
er stundum samsvara kostnaði við sama sendiráð í
langa tíð Ég er ekki í vafa um, að þeir fjármunir
sem hafa runnið til utanrikisþjónustunnar frá byrjun
hafa geíið margfaldan ávöxt.
Álasanir á utanrikisþjónustuna koma yfirieitt frá
mönnum sem þekkja ekki til eins og ég sagði áðan,
En sorg'cgt er þegar birtast á prenti sbaðleysur frá
mönnum sem ættu að vita betur.
Sumir sem hafa horn i síðu utanríkisþjónustunnar,
viðurkenna þegar á þá er gengið, að þetta eigi rót
sina að rekja til þess að að þeir voru einhvern tíma
ekki boðnir til sendiherra eða ræðismanns, þegar þeim
þótti ástæða til. Að sjálfsögðu eru sendiiherrar og
ræðismenn misjafnir, og mönnum eru mislagðar hend-
ur, og i sumum tilfellum á slik gagnrýni ef til vill
rétt á sér. En ekki er stórmanníegt að láta atvik eins
og þetta ráða skoðun sinni á utanríkisþjónustunni í
heiid.
Og á himn bóginn er sú staðreynd, að laun
heimsins eru vanþakklæti, því að gestrisni sendiherra
getur lika leitt til álasana á utanríkisþjónustuna.
Sendiherrar og annað sendiráðsfótk reynir yfirleitt
að sýna gestum frá heimalandinu gestrisni. Þetta á
ekki sízt víð um menn í háum stöðum, enda er slíkt
venja hjá sendiráðum um allan heim. Flestir ísienzkir
sendiráðsmenn gera þetba eftir getu, taka á móti slík-
um gestum, fyigja þeim áleiðis, bjóða þaiim heim til
sín, sýna þeim markverða staði o.fl. Og sendiráðs-
mennirnir leggja oft á sig mikið erfiði til að sýna
þessa gestrisni, og oftast þýðir þessi gestrisni, að
venjuleg störf þarf að vinna utan venjulegs vinnu-
tíma. — En stundum er velvild eða skilningur gest-
anna ekki meiri en svo, að þeir breiða út sögur um
að sendiráðsfólkið hafi ekkert að gera, — það hafi
alltaf nægan tíma til að snúast í kringum gesti og
slæpast, þetta sé gagnslaust starfsfólk sem iifi í lúxus
á kostnað skattborgaranna.
Ymsir halda að það sé mjög eftirsóknarvert að
komast til starfa í sendiráðunum, búa erlendis og
25
flytjast la.nd úr iandi. Að sjálfsögðu hefir slíkt Mf mang.
ar jákya-ðar hiiðar. En það er annað að búa lang-
dvölum í fjariægð frá heimaiandimu en að fara i
ferðalög tiil útlanda. Menn gleyma tfcl dæmis erfið-
leikunum varðandi skólagöngu barnanna, og hváða-
áhrif flutningur land úr landi hefir á börn, sem vetða *
stöðugt að vera að laga sig eftir nýju umhverfi, eígn-
ast nýja vini, skipta um skóla o.s.frv. — Það er llka =
svo, að það er ekki eins auðvelt að fá góða starfs-
menn í utanríkisþjónustuna og margir halda. I mörg.
skipti þegar leitað hefir verið eftir ákveðnum mönn-
um í starf hjá utanríkisþjónustunni, hafa þeiir neit-
að, og j>á fyrst og fremst vegna erfiðleikanna á að ■
búa er’etidis. Auk þess taka þeir að sjálfsögðu oft
tiUi't til þess að kjörin eru léleg meðan unnið en hér
heima, 1 utanríkisráðuneytiwu, miðað við kjör hjái
einkafyrirtækjum. Og stundum kemur til, að annað’’
hvort hjónanna, þegar um kvænta menn er að ræða,
kærir sig ekki urn það samkvæmislíf sem starfimu
fyl'gir. Og einu má ekki gleyma, að í utanriktsþjón-
ustunni hefir eiginkonan mikiu hl-utverki að gegna,
og miklu skiptir að það hiutverk sé vel af hendi leyst.
Ég held að hin litla og unga utanríkisþjónusta okkar
hafi rækt hlutverk sitt vel, og að merkilega mikiii-
árangur hafi náðst, tii dæmis hvað snertir fyrir-
greiðslurnar á stríðsárunum, í landhelgismáliniu og í
viðskiptamáium. Utanríkisþjónustan hefir líka átt'
ýmsa afbragðsmervn. Einhvern tima verður þessi s-*ga
sögð af sanngirni og skynsemi.
„ÍSLENDINGAR VITA EKKI,
HVAÐ ÞEIR EIGA GOTT“
— Ég man eftir hvernig þú endaðir erindið i fyriiri
þremur árum. Væri ekki rétt að Ijúka þessu samtaU
með sömu orðum?
— Ég endaði erindið eibthvað á þessa leið:
Það et venja í utanríkisþjónustunni að flytja starfs-
mennina land úr landi. Sjálfur er ég nýfluttur heim
eftir 16 ára dvöl erlendis. Oft er ég spurður, hvern-ig.
mér líki að vera kominn heim. Og ég svara sannleik-
anum samkvéemt, að öll fjölskyldan, börnin, konan
og ég, séum I sjöunda himni yfir því að vera flutt
aftur til fslands. — Við eigum dásamlegt land, miikla -
náttúrufegurð, hreint loft, tært vabn, gott fólk, gobt
þjóðskipuiag. Maður sér þetta vel í fjarlægðtnni. —
ísiendingar vita ekki hvað þeir eiga gott.
VOLKSWAGEN
er vandaður 5 manna bill.
VOLKSWAOEN
er í hærra endursöluverði en aðrir bilar.
VOLKSWAGEN 1300 og 1303
fyrirliggjandi til afgreiðslu strax. —
Hagstætt verð.
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172— Simi 21240. ,
VOLKSWACEN
Viðgerða- og
varahlutaþjjónusta.
Sumarhátíð
Zúfr’.
í FéJngsheimilinu Stopo
í Ynrí - Njcrövik kl. 9 2
Guðmundur Jónsson óperusöngvari
syngur við undirieik Ólafs Vignis Alberts-
sonar. Jón B. Gunniaugsson flytur
skemmtiþátt. Hinir frábæru
HAUKAR f
leika fyrir dansi.
Jón Ármann Héðinsson alþingismaður
flytur ávarp. Sætaferðir kl. 9 frá Um-
ferðarmiðstöðinni og Hafnarfirði. Fjöl-
mennið í fjörið í STAPA. Allar veitingar.
F.U.J.