Morgunblaðið - 06.10.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973.
3
Góðar horfur
með verðlag
minkaskinna
Rætt við tvo starfsmenn Hudson
Bay-fyrirtækisins um stöðu
íslenzkrar minkaræktar
TVEIR starfsmenn Hudson Bay-
fyrirtækisins í London, sem er
stór aðili í sölu minkaskinna, voru
fyrir skömmu á Islandi til að
kynna sér ástand og horfur ís-
lenzkrar minkaræktar og til að
halda fræðslunámskeið með
starfsmönnum minkabúa. Dvöld-
ust þeir hér á landi í rúma viku og
skoðuðu flest minkabú á landinu.
Þá efndu þeir til námskeiðs í
pelsun og meðferð skinna og leið-
beindu um framkvæmd heilsu-
farsprófana á dýrunum. Annar
þeirra, Barrie Phipps, skinna-
flokkunarmaður, hafði I fyrra
leiðbeint minkaræktendum um
skinnaflokkun og Jack Higgins,
tækniráðunautur, hafði einnig
heimsótt búin þá og kynnt sér
rekstur þeirra.
Jack sagði i viðtali við Mbl. á
dögunum, að minkaræktinni hér
hefði farið talsvert fram á þessu
eina ári, einkum vegna flokkunar
dýranna i nóvember i fyrra og
vegna aukinnar þekkingar starfs-
manna búanna, en þeir hafa sl. ár
notið sérfræðilegrar upplýsinga-
þjónustu fyrirtækisins.
„Vissulega stóð Island öðrum
löndum að baki við upphaf
minkaræktarinnar og enn vantar
nokkuð á, að íslenzk minkarækt
standi jafnfætis erlendri," sagði
Jack. „Nokkuð skortir á nægilega
þekkingu minkaræktendanna hér
á starfinu, en þeir læra mjög
hratt, sem sannast af útkomu síð-
asta árs, en þá tókst gotið allvel.
Það styður kenninguna um, að
íslendingar séu að nálgast aðra á
þessu sviði."
Er þeir Barrie og Jack voru
spurðir um helztu veikleika is-
lenzkrar minkaræktar og helzta
styrkleika, töldu þeir þessi atriði
upp:
0 Ætistilbúningur er ófullkom-
inn. Þarf nauðsynlega að setja
meira fé í uppbyggingu „eldhúsa"
við búin.
Barrie Phipps, Jack Higgins og Skúli Skúlason, umboðsmaður Hudson Bay-fyrirtækisins á tslandi.
(Ljósm. Mbl. Brynjólfur.)
• Minkaræktendur hafa til-
hneigingu til að troða of mörgum
minkum í rýmið, sem fyrir hendi
er, og þyrfti því að auka húsnæði
búanna.
0 Minkaræktendurnir eru hins
vegar mjög áhugasamir og sérlega
fúsir að læra um greinina.
0 Hér á landi er að fá nægt
úrval af góðri fæðu handa mink-
unum.
Þeir Barrie og Jack bentu á, að
íslenzkir framleiðendur næðu nú
þegar meðalskinnafjölda úr
hverju goti, en möguleikar væru á
að auka enn framleiðsluna. Með
meira forvali á dýrum í búunum
ættu skinnagæðin að fara batn-
andi og ættu tslendingar því að
einbeita sér að þessum þætti og
að auka framleiðsluna. Höfðu
þeir í heimsókn sinni kynnt
starfsmönnum búanna þær að-
ferðir, sem hægt er að nota til að
flokka úr veik dýr á haustin.
í lok viðtalsins sagði Jack
Higgins:
„Ég vil endurtaka hvatningu
mína til minkaræktendanna. Þeir
eru á réttri leið, en þó vantar
meiri fjárfestingu í búunum,
einkum hvað snertir eldhúsin.
Markaður fyrir minkaskinn er nú
á allgóðu stigi og tilfinnanlegur
skortur á skinnum. Það verða því
litlar birgðir til fyrir næsta sölu-
tfmabil og því góðar horfur með
verðlag."
Langur biðlisti í bækl-
unarlækningadeildinni
Tuttugu viðlagasjóðshús hafa verið f byggíngu á Höfn f Hornafirði f
sumar. Hinn 1. október sfðastliðinn voru afhent 19 hús og hafa þegar
flutzt inn f þau 14 til 15 f jölskyldur. — Ljósm.: E.J.
Það er ennþá sum-
ar í Neskaupstað
„Jú það er rétt, að á einu og
hálfu ári, sem deildin hefurstarf-
að, hefur biðlisti vaxið svo mikið
þrátt fyrir háa tfðni aðgerða, að
segja má að deildin sé orðin of
Iítil,“ sagði dr. Stefán Haralds-
son, yfirlæknir bæklunar-
lækningadeildar Landspítalans,
þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við hann til að fá
upplýsingar um málefni deild-
arinnar. Bæklunarlækninga-
deildin hefur nú yfir 33 sjúkra-
rúmum að ráða f tveimur deild-
um, og sagði Stefán, að gerðar
væru um 20 aðgerðir á viku, sem
er hámark miðað við aðstæður
eins og þær eru nú, og að meðai-
legutfmi væri einnig stuttur, eða
rúmir 24 dagar á hvern sjúkling.
Þrátt fyrir þetta þarf fólk, sem
ekki er með mjög bráða bækl-
unarsjúkdóma eða alvarlega slas-
að nú, að bíða f meir en tvö ár til
að komast að.
Á bæklanalækningadeildinni er
gert að sköddunum og sjúkdóm-
um á útlimum og í baki (þ.e. stoð-
og hreyfikerfi lfkamans). Sagði
Stefán Haraídsson, að ástæðan
fyrir þessari auknu aðsókn í slík-
ar deildir væri einkum tvíþætt.
Síðustu tvo áratugi hefði orðið
mikil þensla á bæklunarlækn-
ingum, — annars vegar í verk-
sviði þeirra og hins vegar f þeim
iækningaaðferðum, sem unnt er
að bjóða upp á. Þenslan á verk-
sviðinu er rakin til þeirrar stað-
reyndar að meðalaldur þjóð-
félagsbegnanna í dag fer stöðugt
hækkandi, hlutfall gamals fólks
verður stærra. Þetta leiðir til
hærri tíðni slitsjúkdóma ýmiss
konar, elli beinabrota, blóðrásar-
truflana o.fl. Einnig skiptir aukin
iðnvæðing, þéttbýli og umferð
miklu máli í þessum efnum, því
að afleiðing þessa er m.a. aukin
tíðni atvinnusjúkdóma og slysa.
Þenslan í lækningaaðferðunum
felst t.d. í þeim möguleikum, sem
skapast hafa við tilkomu full-
komnari gerviliða, nýrra með-
ferða á beinbrotum o.l.
„Og þessi þróun er alls ekki
stöðvuð,“ sagði Stefán, „heldur.
erum við í henni miðri. Þörfin
fyrir aukið sjúkrarými fyrir
svona sjúklinga fer hraðvaxandi."
Ekki taldi hann ástæðu til að
kvarta sérstaklega yfir þeim
erfiðleikum sem stöfuðu af of
litlu sjúkrarými, þar eð i flestum
deildum væri um biðlista að ræða,
þó ef til vill væri hann tiltölulega
langur í bæklunardeildinni. Og
Framhald á bls. 18.
Einstök veðurblfða hefur verið f
Neskaupstað að undanförnu, og
hefur hitinn mest komizt nokkuð
yfir tuttugu stig. Svona hefur
veðrið verið dag eftir dag, og f
dag er hitinn orðinn um 18 stig,
sagði Ásgir Lárusson, fréttaritari
Morgunbfaðsins, þegar við
ræddum við hann f gær.
Hann sagði, að lognið væri það
mikið, að ekki blakti hár á höfði,
og gróðurinn væri eins og að
sumarlagi. Reynitré eru t.d. al-
græn enn og fífiar eru út-
sprungnir f görðum.
Afli handfærabáta hefur verið
góður siðustu daga, en þeir fara
nú margir að hætta róðrum.
Skuttogarinn Bjartur er að fara f
söluferð til Þýzkalands og verður
um leið tekinn í þurrkvf og botn-
hreinsaður.
Mannekla í Neskaupstað er nú
gífurleg, og eiga fiskvinnslu-
siöðvarnar i vandræðum með að
fá nog fólk til starfa. Sömu sögu
er að segja úr byggingar-
iðnaðinum, þar vantar fjölda
manna. Það eina sem virðist
vanta til Neskaupstaðar um
þessar mundir, eru fleiri hendur.
Þrjú vöruflutningaskip voru í
Neskaupstað f gær, ýmist að losa
eða Iesta.
Heyrnar-
mælinga-
tæki koma
á veitinga-
staði
Óhæfilegur hávaði getur
skert heyrn þeirra, sem við
hann búa, svo sem sést á
skýrslum um heyrnarmæling-
ar heyrnardeildar Heilsu-
verndarstöðvarinnar. Hjá
borgarlæknisembættinu er nú
verið að vinna að þvi, að koma
f veg fyrir slíka heyrnarskaða
af völdum hljómsveita á
skemmtistöðum, með þvf að se-
tja reglur um hámarkshávaða,
sem leyfður er. I þvf sambandi
eru áform um að útvega fyrir
veitingamenn handhæg og
hagkvæm heyrnarmælinga-
tæki, svo þeir geti fylgzt með
hávaða á skemmtistöðunum.
Væri þá unnt að beita sektum,
ef farið er yfir hávaðamarkið.
Nú eru slík tæki fáanleg, ódýr
og örugg, að þvi er Skúli John-
sen, aðstoðarborgarlæknir,
tjáði Mbl. sem Ieitaði frétta hjá
honum af þessu.
— Ef við ætlum að setja regl-
ur um hámarkshávaða, þá
verðum við að geta haft eftirlit
með að þeim sé hlítt, sagði
hann. Og til þess þarf að vera
hægt að beita viðurlögum ef
út af er brugðið. En til þess
verða veitingamenn aftur að
eiga kost á að geta fylgzt með
þvf sjálfir, að hávaði sé innan
ákveðinna marka og haft
stjórn á hljómsveitunum að
þessu leyti, sagði Skúli.
— Nú höfum við fundið
handhæg, bandarísk tæki, sem
eru nægilega örugg til að þau
nýtist veitingamönnum eða
eigendum staðanna, og svo
ódýr, kosta 12 þús kr„ að hægt
er að ætlast til að fíeir kaupi
þau. En síðan mundum við
fylgjast með því með stökum
mælingum að þetta sé gert og
væri þá hægt að beita viðurlög-
um, ef út af væri brugðið.
Sagði Skúli, að málið væri í
undirbúningi og að ekki hefðu
enn verið settar reglur um
hámarkshávaða, en þær byggð-
ust á því, að hægt væri að
fylgja þeim eftir, sem nú virð-
ist ætla að verða.