Morgunblaðið - 06.10.1973, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÖBER 1973.
Fa
JJ HfhA T.ru- IV
'ALVR,"
® 22-0-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
"nn444^^5555l
BÍLALEIGA car rentali
AV/S
i
SIMI 24460
\/p BÍLALEIGAN
^IEYS
IR
CAR RENTAL
FERÐABILAR HF.
Bílaleiga. — Sfmi 81 260.
Tveggja manna Citroen Mehari
Fimm mann Citroen G.S.
8—22 manna Mercedes Benr hóp-
ferðabilar (m. bilstjórum).
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
BÍLALEIGA
Car rental
41660 - 42902
EMUR GAMALL TEMUR
l^andtiimt {jriWnr
- >Oar |ir«M>nr
BÚNAÐARBANKI
ISLANDS
Óþarfa deilur
1 sjálfu sér er óþarft að deila
um það, hvað leiddi til þess að
brezka rfkisstjórn tók ákvörðun
um að fara með flota sinn út
fyrir 50 mflna fiskveiðilög-
söguna. En vegna þess að bæði
Tfminn og Þjóðviljinn reyna f
fyrradag að gera lftið úr þætti
Atlantshafsbandalagsins og
halda því fram, að það hafi
verið hðtun um slit stjórnmála-
sambands, sem fékk þessu
áorkað, er ástæða til að benda á
nokkrar staðreyndir. Ríkis-
stjórnin samþykkti snemma f
september ályktun, þar sem
sagði, að ef ásiglingum yrði
ekki hætt á fslenzk varðskip,
mundi stjórnmálasamskiptum
milli tslands og Bretlands
slitið. Ef það væri rétt hjá
Tímanum og Þjóðviljanum, að
þessi hótun hefði orðið til þess,
að brezka rfkisstjórnin sá að
sér, hefðu freigáturnar aðsjálf-
sögðu fengið fyrirmæli um að
hætta ásiglingum til þess, að
komið yrði f veg fyrir slit
stjórnmálasambands. En
nokkrum dögum eftir að rfkis-
stjórnin gerði þessa ályktun,
gerðu brezkar freigátur hvað
eftir annað tilraunir til
ásiglinga á fslenzk varðskip,
sem að lokum heppnuðust. Af
þessu er Ijóst, að hótun um slit
stjórnmálasamskipta hafði
engin áhrif á afstöðu Breta í
þessu máli.
Hlutur NATO
Hins vegar hefur verið unnið
að þvf, allt frá þvf að brezku
herskipin komu inn f fslenzka
fiskveiðilögsögu f maf s.l. af
hálfu Atlantshafsbandalagsins
og framkvæmdastjóra þess,
Jósep Luns, að fá Breta til þess
að hverfa á braut með flota
sinn. Jafnvel Þórarinn
Þórarinsson hefur viðurkennt
hið mikla starf Luns, en hann
sagði f útvarpsþætti fyrir
nokkru: „En ég er þó þeirrar
skoðunar, þó einkum f seinni
tíð, að þá hafi NATO heldur
reynt að hafa jákvæð áhrif á
þetta og sérstaklega hafi fram-
kvæmdastjóri NATO fullan
vilja á þvf að stuðla að lausn
deilunnar, þannig að tsland
megi vel við una. Þannig að ég
held, að okkur hafi orðið
heldur styrkur af NATO. .
Þessi vitnisburður var stað-
festur af brezka utanrfkisráðu-
neytinu, sem gekk svo langt að
kvarta opinberlega yfir þvf, að
Luns væri fylgjandi tslending-
um f þessari deilu. En þá fyrst
fóru hjólin að snúast, er Josep
Luns hélt til Lundúna um
síðustu helgi og átti s.l. sunnu-
dag tveggja tfma fund með
brezka forsætisráðherranum
um fiskveiðilögsögumálið. Eft-
ir þann fund tók brezka rfkis-
stjórnin ákvörðun um að hypja
sig á brott með herskip sfn. Það
liggur þvf fyrir, f fyrsta lagi, að
hótun fslenzku rfkisstjórnar-
innar hafði ekki áhrif á brezku
rfkisstjórnina, og f öðru lagi, að
það var fyrir atbeina Atlants-
hafsbandalagsins, sem brezka
rfkisstjórnin fékkst að lokum
til að kalla flota sinn f burtu.
Um þetta er ástæðulaust að
deila og óþarfi fyrir Þórarinn
Þórarinsson og Framsóknar-
flokkinn að gera lítið úr þætti
Atlantshafsbandalagsins.
Slit stjórnmála-
sambands
Engin rfkisstjórn eða stjórn-
málamaður gefur yfirlýsingu
um það fyrirfram, að slit
stjórnmálasambands við annað
rfki komi aldrei til greina. Þess
vegna er ástæða til að taka það
fram, vegna fullyrðinga um hið
gagnstæða, að fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins hafa aldrei lýst
þvf yfir, að slit stjórnmálasam-
bands við Breta gætu ekki
komið til greina vegna land-
helgisdeilunnar. Hins vegar
hafa fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins bent á, að fáránlegt
væri að gefa yfirlýsingar um
það fyrirfram, að ef þetta og
hitt gerðist í framtfðinni yrði
stjórnmálasambandið slitið.
Slfka ákvörðun bæri að taka
eftir efni málsins hverju sinni
og þá með afdráttarlausum
hætti.
spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins.
Sfmakerfi í Hólahverfi.
Ulfar Sigmarsson, Dúfnahólum
2, spyr:
Hvað líður símakerfi f Hóla-
hverfi f Breiðholti? Hvenær er
von áð úr þessu rætist?
Hafsteinn Þorsteinsson hiá
Bæjarsímanum svarar:
Seinkun á jarðsímasendingu
varð þess valdandi, að ekki var
unnt að ljúka þessu eins fljótt
og ella, en unnið var að lagn-
ingu jarðsimans í sumar og nú
er unnið að tengingum. Síma-
kerfið ætti því að vera tilbúið
seinni hluta þessa mánaðar.
Enduraðgerðir f slysa-
deild.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir,
Goðatúni 24, spyr:
Hvernig er flokkuð niður
greiðslan fyrir enduraðgerðir í
slysadeild Borgarspítalans? Og
hvað borgar sjúkrasamlagið
mikinn hluta þeirra?
! slysadeildinni fengust þær
upplýsingar, að enduraðgerðír
kostuðu yfirleitt 400 krónur
fyrir Reykvíkinga, en 1000
krónur fyrir utanbæjarfólk.
Mjög Iitlar aðgerðir, þ.e. skipt
um litlar umbúðir eða gefin
sprauta, kosta Reykvíkinga 200
kr. en utanbæjarfólk 400 kr.
Meiriháttar aðgerðir kosta
Reykvíkinga 600 kr., en utan-
bæjarmenn 1500 kr. Mismunur-
inn á verði til Reykvíkinga og
utanbæjarmanna er sú upp-
hæð, sem Sjúkrasamlag Reykja-
víkur greiðir. Utanbæjarmenn
geta hins vegar sótt um endur-
greiðslu til sjúkrasamlaga
sinna. Hvað röntgenmyndatöku
snertir, greiðir S.R. 3/4 hluta af
verði, þ.e. Reykvíkingar borga
300 kr. fyrir myndatöku, sem
utanbæjarmenn borga 1200 kr.
fyrir.
IÞRÓTTAVÖLLURINN 1
KÖPAVOGI
Herbert Guðmundsson,
Sólheimum 27, spyr:
Til bæjarstjórans í Kópavogi:
Á hvaða byggingarstigi er
íþróttavöllurinn í Smára-
hvammi og hvað á að gera
meira á þessu ári og hvenáer?
Framkvæmdum við þennan
völl hefur seinkað mikið.
Hvernig stendur á því?
Björgvin Sæmundsson,
bæjarstjóri í Kópavoei. svarar:
I sumar hefir verið unnið að
gerð vallarins, og er nú að
mestu lokið þéim hluta mann-
virkisins, sem afmarkast innan
undirstaða áhorfensasvæðis, þ.
e. vellinum sjálfum með til-
heyrandi hlaupabrautum. Enn
er þó eftir að leggja gróðurlag á
knattspyrnuvöllinn og sá í
hann.
Bæjarstjórn Kópavogs
samþykkti á fundi sfnum 14.
sept. 1973 að láta setja hitakerfi
f völlinn og koma þar fyrir plast
dúk til hlífðar, allt eftir
sænskum forskriftum. Nú er
unnið að nauðsynlegum upp-
dráttum vegna þessa. Stefnt er
að því að leggja hitalagnirnar í
völlin í okt. nk., en útbúnaður
allur verði fullgerður snemma
næsta vor, en þá er gert ráð
fyrir, að upphitun hefjist og
sáning fari fram. Þess er vænzt.
að völlurinn verði hæfur til
kappleikja um mitt sumar 1974.
Nokkur töf hefir orðið á
framkvæmdum, aðallega vegna
athugana á möguleikum til
upphitunar, en sú töf mun
fljótt vinnast upp, þegar hitinn
er kominn á. Nánar verður gerð
grein fyrir þessum fram-
kvæmdum í fjölmiðlum á
næstunni.
RANGTNAFN
I sfðustu viku birtist í þessum
dálkum fyrirspurn til
lögreglunnar vegna óláta
unglinga f Langholtshverfi og
hafði hún verið borin fram af
manni, sem kvaðst heita Gunnar/
Gunnarsson.til heimilis að Laríg-
holtsvegi 150. Ibúar þess húss
hafa óskað að koma þvf á fram-
færi, að enginn maður með þessu
nafni búi f húsinu. Aður hafði í
öðru dagblaði birzt fyrirspurn frá
manni, sem gaf upp þetta nafn og
heimilisfang. Er leitt til þess að
vita, að menn skuli sjá til þess
ástæðu að villa á sér heimildir í
þessum dálkum.
Orð í eyra
Haustblíða
Loksins er blessað haustið
geingið f garð, hlýtt og
skemmtilegt, með Ellen og
öðru smálegu, svo sem Möðru-
varla-hreyfingu og möglandi
útvarpsstarfsfólki.
Alltaf er maður nú soltið
veikur fyrir haustinu, þó
blöðin hamist þá við að falla af
trjánum, einsog frægt er í
saungvfsum og rómantfskum
bókum. En það er þó
skömminni til skárra, að blöðin
falli en úllíngarnir, sem falla
unnvörpum og vel það f skólon-
um á vorin. Þessvegna er Jakob
alveg hundraðprósent sammála
skáldinu, sem kvað í bflnutn
sfnum:
„Ekkert fegra á Ford ég leit
en fagurt kvöld á haustin."
Og svo fara Ifka menníngar-
vitarnir að lýsa skærar, þegar
dimma tekur á kvöldin. Ekki
þarf að tvfla, að upp hefst mörg
spakleg umræða (muna að hafa
það ekki f fleirtölu, eintalan er
mennfngarvizkuleg) jabbnvel
fyrir veturnætur, tilaðmynda
um sameinfngu rithöfunda f
eitt félag og verðlag á gulróf-
um.
Þá er búið að marghóta okkur
þvf, að frumskólagrunnvarpið
muni gánga aftur með haust-
dögum, þó ekki væri nokkrum
þíngskörúngi treystandi til að
pæla f gegnum plaggið f sumar,
hvað þá til að mynda sér ein-
kvurja sjálfstæða skoðun á
þessum sænskættaða tilbera.
Svo er nú fóstureyðfingar á
döfinni, og margur vill, er dag
styttir, skipa læknum í ösku-
buskustörf hjá kvenvörgum og
svokölluðum félagsfræðíngum.
Hinsvegar hafa ásatrúðar
laungum tfðkað útburð barna f
gil og gljúfur, og mun sjálfsagt
einkvur skornfngur til þeirra
hluta þénanlegur fyrirfinnast f
Draghálslandi.
Við eigum semsagt margt
skemmtilegt f vændum, enda
verður ekki bið á fréttum fram-
veigis. Þær verða hálftfma á
undan sjáffum sér. Þessvegna
tökum við undir með
pólftúrkórnum hans Gvuðna í
Sunnu (eða var það kannski
Ingólfur) og raulum okkur
þetta gamla stef:
„Svífur að haustið, og senn
kemur hrfð.
Sláturhús blómstra á þessari
tfð
Falla nú vfxlar, og fölnar nú
lýng.
Fara nú vitmenn að búast á
þfng.
Fleygir burt klfnkinu fýsan
mfn klár,
fellir svo glitrandi
krókadflstár.“