Morgunblaðið - 06.10.1973, Side 15

Morgunblaðið - 06.10.1973, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÖBER 1973. 15 Kissinger til London New York, London, 5. október AP-NTB Henry Kissinger hinn nýi utan- rfkisráðherra Bandarfkjanna hefur f mörgu að snúast þessa dagana. Upplýst er f New York, að hann muni f dag og á morgun ræða við meira en tuttugu ráðherra, sem eru þar f borg, komnir til að ávarpa alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna. 1 gær ræddi hann við Abba Eban, utanrfkisráðherra tsraels og ráðherra fjögurra Arabarfkja, auk annarra aðila, um leiðir til að koma á friði milli Arabaog Israela. lilkynnt hefur verið, að ut- anríkisráðherrann komi til London 14. október, þar sem hann muni ræða við Edward Heath, forsætisráðherra og aðra brezka ráðherra um fram- tfðarsamskipti Evrópu Banda- ríkjanna og Japans. — Þetta verður fyrsta utanferð hans ■sem utanríkisráðherra. Jafn- framt stendur yfir undir- búningur að för hans til Kína, þar sem hann dvelst væntan- lega 26.-29. okt. nk. Á miðvikudag hélt Kissinger kvöldverðarboð í Metropolitan listasafninu f New York fyrir u.þ.b. 400 sendimenn 100 ríkja eða þar um bil — og konur þeirra. Sýrland sátt við Jórdaníu Damaskus, Sýrlandi. TILKYNNT hefur, verið í Damaskus, að sýrlenzka stjórnin hafi ákveðið að taka að nýju upp stjórnmálasamband við Jórdaníu, en það var rofið árið 1971, er Sýrlendingum mis- líkaði meðferð jórdönsku stjórnarinnar á skæruliðum Palestfn u-Araba. RAÐIST Á FISKIBÁTA? Miami, 6. okt. AP tltvarpið f Havana sagði f dag, að ráðist hefði verið á tvo kúbanska fiskibáta suður af Bahamaeyjum og sé ekki vitað um áhafnir þeirra. Sagði út- varpið, að annar báturinn hefði fundist logandi, en ekkert hefði heyrst frá hinum. Fiski- málastofnun Kúbu segir í orð- sendingu að þarna hafi verið að verki kúbanskir gagnbyltingar- sinnar, sem hafi stöðvar sfnar f bandarísku landi. Ekki var þess ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI getið, hve margir menn voru á bátunum. Á síðasta áratug hefur marg- sinnis komið til átaka milli fiskibáta Kúbumanna og kúb- anskra útlaga á fiskimiðunum við Bahamaeyjar, en að undan- förnu hafa yfirvöld á Bahama gert gangskör að því að hreinsa til f landhelgi sinni og tekið þar að ólöglegum veiðum bæði bandaríska og kúbanska báta. Panagoulis ákærir FRÁ Aþenu hafa borizt þær fréttir, að Alexandros Panagoulis, sem reyndi að ráða Papadoupolos núverandi Grikklandsforseta af dögum árið 1968, hafi ákveðið að sækja til saka formann herréttarins, sem kvað upp dóm yfir honum, fyrir fölsun. Herrétturinn dæmdi Panagoulis til dauða, en dómnum var síðan breytt í lífs- tíðarfangelsi. Þegar Papadoupolos tók við forseta- embætti, ákvað hann að náða pólitíska fanga og var Panagoulis þar f hópi. Panagoulis staðhæfir, að for- maður réttarins hafi falsað ákæruskjölin, svo að óhjá- kvæmilega félli dómur á þá lund, að hann missti borgara- réttindi sín fyrir lífstíð. Hann kvaðst ekki hafa komizt á snoð- ir um þetta fyrr en hann var látinn laus úr fangelsinu nú i sumar. Shultz 1 Bonn Bonn, 5. okt AP — Fj árm ál aráðherra Bandarfkjanna, George P. Shultz, ræddi í dag við Willy Brant kanslara, en ráðherrann I er nú kominn til Þýzkalands til að reyna að semja um, að dreg- ið verði úr þeim kostnaði, sem Bandarfkjamenn hafa af her- Iiði sfnu þar f landi. 1 þvf eru nú um 200.000 manns. AP hefur eftir góðum heim- ildum, að Bandarfkjastjórn hafi farið fram á, að V-Þjóð- verjar greiði 3,3 milljarða doll- ara á næstu tveimur árum, en v-þýzka stjórnin hafi lýst sig reiðubúna að greiða helming þess f jár. Landhelgisdeilan bæði dýr og lýjandi Times um land- helgismálið London 5. okt. Einkaskevti til Mbl. f rá AP. NTB. „BREZKA stórblaðið Times skrifar um landhelgismálið f forystugrein f dag og segir þar, að þorskastrfðið hafi verið lýjandi og dýr deila og hafi sannarlega staðið of lengi. Telur blaðið ekkert mæla gegn þvf, að löndin tvö geti náð sæmilegu málamiðl- unarsamkomulagi um skilmála, svo brezkir togarar geti áfram stundað veiðar innan nýju fimmtfu sjómflna markanna við tsland. Blaðið segir, að vilji stjórnmála- manna til að ná samkomulagi, hafi verið helzti þrándur í götu og enn sé óljóst, hvort íslenzka ríkis- stjórnin óski í raun og veru eftir því, að deilan verði til lykta leidd. Þó hafi nú verið komið á eins konar vopnahléi, og sé það nú undir Ölafi Jóhannessyni for- sætisráðherra komið að sannfæra starfsbræður sína í ríkisstjórn- inni um, að tfmabært sé að hefja alvarlegar samningaviðræður, segir leiðarahöfundur The Times. Blaðið gerir talsvert úr því, að brezka stjórnin hafi iðulega lagt fram tillögur til málamiðlunar, en íslenzka ríkisstjórnin hafi jafnan vísað þeim á bue. FINNAR UNDIRRITA EBE-SAMNINGINN Briissel 5. október frá C.K. Thorngren Finnar undirrítuðu í dag f Brússel viðskiptasamning við Efnahagsbandalag Evrópu. Sam- komulagið undirritaði af hálfu Finnlands, Pentti Talvitie sendi- Osló 5. okt. NORSKA ríkisstjórnin kannar um þessar mundir fyrirspurn frá Bandarfkjunum þess efnis, að byggð verði gasleiðsla frá einum mestu gaslindum heims f Vestur Sfberíu til svæðis f grennd við Finnmörku í Noregi. Þaðan yrði gasið svo flutt sjóleiðis til austur- strandar Bandaríkjanna, að þvf er Arbeiderbladet segir frá. í frásögninni er vitnað í Sverre Kjötneyzla minnkar London, 4. október. NTB. Verðhækkanir hafa leitt til þess, að Bretar borða minna kjöt en þegar það var skammtað fyrir 20 árum samkvæmt skýrslu, sem landbúnaðarráðuneytið birti f dag. herra og af hálfu EBE Edmund Wellenstein, framkvæmdastjóri utanrfkismáladeildar bandalags- ins. Nú á aðeins eftir að fá sam- þykki finnska þingsins fyrir samningnum, til þess að hann geti Gjellum, ráðuneytisstjóra í utan- ríkisráðuneytinu, þar sem hann staðfestir, að beiðni af slíku tagi hafi komið frá bandarískum einkafyrirtækjum, sem hafi átt samningaviðræður við sovézk stjórnvöld um gasleiðslugerðina. Enn er þó ekki fullkannað, hvort hagkvæmara er að gasið verði flutt frá Sovetríkjunum til Bandaríkjanna eða frá Noregi og hefur því ekki fengizt endanleg niðurstaða í þessu máli. Sprenging AÐ minnsta kosti þrfr menn létu lífið og yfir tuttugu særðust, er sprengja sprakk við söluturn í grennd við Phnom Penhflugvöll- inn. Hafði sprengjan veriðgrafin í jörðu og sást vfrinn frá henni ekki. tekið gildi 1. janúar nk. Talið er vist, að ríkisstjórnin verði ekki i nokkrum vandræðum með að koma samþykktinni gegnum finnska þingið, þar eð aðeins þarf einfaldan meirihluta. Hefjast um- ræður um málið í finnska þinginu á föstudag í næstu viku. Fundarlaun fyrir Peking- rnanninn BANDARÍSKUR milljóna- mæringur hefur heitið að greiða eitt hundrað þúsund dollara þeim, sem finnur bein þau af Pekingmanninum, sem hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum áratugum. Maður þessi heitir Christopher Janus og segist hafa farið til Kína fyrir ári til að leita að þessum 500 þúsund ára gömlu beina- leifum, en hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. Meðal þessara eftirsóttu beina er tönn, hauskúpa og nokkur smábein, sem voru grafin upp við Choukoutien, skammt frá Peking, á árunum 1927-1929. Var talið, að þar væru leifar af Pekingmannin- um svokallaða, sem uppi mun hafa verið fyrir 500 þúsund árum. Bein þessi hurfu siðan meðan styrjöldin geisaði í Kina árið 1941, og hafa ýmsir verið þeirrar skoðunar, að bandarískir hermenn, sem gegndu herþjónustu i Kina um þær mundir, hafi smyglað beinunum úr landi. Gasleiðsla frá Síberíu leidd til Finnmerkur? Jón 'Asgeirsson skrifar um tónlist Tóngaldur Bach-tónleikar Erling Blöndal Bengtsson Með glamuryrtum aug- lýsingum og ósönnum stað- hæfingum fjölmiðla hefur tekizt að búa svo um hnútana, að heiðarlegum listamönnum er nær ómögulegt að ná til al- mennings. Áhugi fjölmiðla á list virðist aðallega tengdur ein- hverjum fjarstæðum t.d. ef brjótg, á flöskur, gagnrýnanda er vísað á dyr eða öðrum skrýtnum tiltektum. Sá lista- maður, sem kann að spila á fjölmiðlana nýtur ávaxta frægðarinnar á meðan heiðar- legur listamaður uppsker þögn og tómlæti. Það er áíaðreynd, að fjölmiðlar velja á öllum sviðum fyrir mjög stóran hóp fólks og því nokkuð óvarlegt, að upplýsingar um listaviðburði skuli vera háðar ágengni og auglýsingarhæfni listamanns- ins eða forsvarsmanna hans. Við fjölmiðla ætti að starfa fólk með list sem sérgrein (í fullu starfi eins og t.d. íþróttafrétta- ritarar), svo tilviljanir réðu ekki vali þeirra er neyta listar eftir ábendingum fjölmiðla. Blaðamaður með tónlist sem sérgrein, hefði getað gert svítum Bachs skil, lýst döns- unum, sagt frá Bach og frægum cellistum, haft viðtal við Erling Blöndal Bengtsson, fyllt efnið með myndum og hvatt fólk til að nota einstætt tækifæri, í stað þess að taka aðeins við fréttatil- kynningu frá Kammermúsíkk- klúbbnum og „basta". Cellósvíturnar samdi Bach, er hann starfaði sem hljóm- sveitarstjóri í Cöhten, árin 1717—1722. Þær eru að formi til röð danslaga með þeirri und- antekningu, að fyrsti þátturinn er forleikur — Prelude, þá koma Allemande — þýzkur dans frá 16. öld, Courante, sem er nokkurs konar hlaupdans, Sarabande, spánskur dans, sem rekur uppruna sinn til Austur- landa og Gigue, sem er síðasti dans svítunnar. Gigue þýðir svfnslæri eða hnésbót og var á miðöldum notað sem nafn á for- vera fiðlunnar. Á milli Sarabande og Gigue voru ýmsir af nýrri dönsunum notaðir, t.d. Menuett, Bourrée, Gavotte og Polonaise og bera þessir kaflar skýrari einkenni danslaga en föstu þættirnir þ.e. gömlu dansarnir. Uppruni svitunnar skiptir ef til vill ekki máli, því dansinn hefur misst hryntöfra sína, en form hans fyllzt nýrri tónhugs- un. Tónhugsun Bachs er ótrúlega margslungin. Stefbyggingin, notkun komutóna, hljómaþró- unin og formgerðin er mótuð af manni, sem hefur öðlazt þá tækni, sem alia dreymir um, að geta ferðazt óhindraður um víð- erni fegurðarinnar. Þó að svít- urnar séu í heild stórkostlegar og sú fimmta blátt áfram ótrú- legt verk, er sarabandan úr 6. svítunni einhver mesti tón- galdur Bachs. Tóngaldur er eina orðið, sem við á, þar sem fléttast saman tónhugsun Bachs og leikur Erlings Blöndals Bengtssonar. Þó að skaphiti og tilþrif væru nokkrum sinnum í sterkara lagi, var alvara og jafnvægi yfir öllum leik hans. I nokkrum köflum var leikur sniilingsins slíkur, að ei verður með orðum lýst, eða við nokkuð miðað. Jón Ásgeirsson. Erling Blöndal Bengtsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.