Morgunblaðið - 06.10.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.10.1973, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973. 16 ftnsMnltáfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. B YGG JUM UPPIEYJUM egar Eyjagosið stóð sem hæst, datt víst engum í hug að efast um,, að allt kapp mundi verða lagt á endurbyggingu strax og ósköpunum linnti. Eng- in rödd heyrðist um annað en fullan stuðning þjóðar- innar allrar við endur- reisnarstarfið. Menn bjuggust einnig til varnar, og enda þótt lengi hafi orðið að láta undan síga, kom þar, að verðmæti hurfu ekki lengur undir hraun og ösku, heldur var unnt að byrja að bæta það tjón, sem orðið var. Endurreisnarstarfið hefur líka gengið vel fram undir það síðasta, en nú að undanförnu hefur ýmiss konar ágreiningur, einkum að því er kjaramál varðar, valdið því, að ekki er allt gert, sem unnt er, til að hraða uppbyggingunni. Nú að undanfömu hefur fjöldi iðnaðarmanna, sem við störf var í Vestmanna- eyjum, horfið á braut, þar sem menn telja sig geta haft betri kjör annars staðar. Ekki er því að leyna, að gosið í Eyjum er eitt af því sem valdið hefur hinni gífurlegu spennu á vinnumarkaði og þar með yfirborgunum í ýmsum greinum. Og raunar hefur verið deilt á Viðlagasjóð fyrir það, að þrýsta kaup- greiðslum upp á við, án þess þó að sannanir þess efnis hafi verið lagðar á borðið. En hvað sem öllu þessu líður er Ijóst, að undir engum kringumstæðum má á ný láta undan síga við uppbyggingarstarf úti i Eyjum. Störfin þar verða að ganga fyrir öllu öðru, og kaupgreiðslur verða að vera með þeim hætti, að starfsmenn fáist til að sinna hinum aðkallandi verkefnum. Ef vinnuafls- skortur er svo mikill, að starfsmenn fást ekki til að vinna í Vestmannaeyjum, væri vissulega athugandi, að Samtök sveitarfélaga beittu sér fyrir því, að önnur sveitarfélög drægju eitthvað úr verkefnum sínum um sinn, því að ekkert er eðlilegra en sam- hjálp sveitarfélaganna, þegar eins stendur á eins og nú er í Vestmanna- eyjum. Og auðvitað gæti ríkisvaldið líka beitt áhrif- um sínum til þess að beina auknu vinnuafli að upp- byggingarstarfinu. Hörmungar þær, sem gengið hafa yfir Vest- mannaeyinga, eru sannar- lega orðnar nógu miklar, þótt þeir gætu nú horft til öflugs uppbyggingarstarfs, sem gerði öllum þeim, sem aftur vilja hverfa til Eyja, unnt að gera það, áður en langt líður. Ein og ein hjá- róma rödd hefur að vísu heyrzt um það, að þjóðar- heildin legði óþarflega mikið að sér vegna upp- byggingarinnar í Eyjum, ins og kunnugt er, hefur verð á fiski á ierlendum mörkuðum hækkað jafnt og þétt á síð- ustu árum. Verðið á fisk- blokk á Bandaríkja- markaði var t.d. í kringum 20 sent á erfiðleikaárunuín 1967 og ’68, en hefur nú komizt yfir 80 Bandaríkja- sent og stöðugt farið hækk- andi. Svipaða sögu er að segja um aðrar fiskafurðir. Þrátt fyrir þá óðaverð- bólgu, sem verið hefur hér á landi að undanförnu, hefur sjávarútvegurinn bjargazt, vegna hins gífur- lega háa verðlags. Ljóst er hins vegar, að þegar stefnir til vandræða, ef verðlagsþróunin stöðvast, svo að ekki sé rætt um verðfall á afurðunum. Lik- lega er ástandið með þeim hætti, að tiltölulega lítil verðlækkun mundi þegar í stað valda íslenzkum sjávarútvegi mi-klum erfið- leikum. Ef til vill má segja, að minniháttar fiskverðs- en sem betur fer hafa slíkar raddir ekki náð eyrum fólks. Við Is- lendingar höfum ætíð verið fúsir til sameiginlegs áraks, þegar ógnir hafa steðjað að og svo er enn. lækkun eigi ekki að vera mjög alvarleg, þegar hækk- anirnar hafa orðið jafn gífurlegar að undanförnu og raun ber vitni. Og vonandi er, að fiskverðs- lækkanirnar í Bandaríkj- unum verði ekki meiri en orðið er. Þó skulum við minnast þess, að sveiflur á verði fiskafurða hafa ætíð verið miklar, og enda þótt matvælaskortur sé í veröldinni, getur því miður enn dregið að því, að afurð- ir okkar lækki I verði, svo að verulegu nemi. Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins var ein- mitt myndaður til að vega upp á móti sveiflum á fisk- verði. Því miður var regl- um hans breytt þannig, að hann er nú minni en ella væri. En þó er þar um verulegar fjárhæðir að ræða. Vonandi verða lækkan- irnar ekki verulegar, og þá ætti að vera unnt að standa undir þeim, án alvarlegra ráðstafana. FISKVERÐ LÆKKAR fonun world features Barátta fyrir fóstur- eyðingum á Ítalíu Tína, sem er 27 ára að aldri, hefur verið 14 ár i hjónabandi og eignazt þrjú börn. Einnig hefur hún látið eyða fóstri í 22 skipti, langoftast hjá skottulækn- um. Við siðustu fóstureyðingu var hún flutt í ofboði á sjúkrahús vegna igerðar og Iæknar skýrðu henni frá því, að móðurlíf hennar væri alvarlega skaddað. Margherita er 25 ára. Hún á tvö börn, þrjú stjúpbörn, og hefur ekki lengur tölu yfir þær fóstureyðingar, sem hún hefur gengizt undir. „Ég læt eyða fóstri á u.þ.b. þriggja mánaða fresti,“ segir hún. Elena er 25 ára gömul og hefur látið eyða fóstri 10 sinnum á þeim 14 árum, sem hún hefur verið gift. Hún hefur fætt 7 börn, flest sökum þess, að hún hafði ekki efni á að borga fyrir fóstur- eyðingu. Þegar hún, 18 ára gömul, varð ófrísk í 5. skiptið, reyndi hún að fremja sjálfsmorð. 1 hvert skipti, sem konur þessar láta eyða fóstri, hætta þær lífi sínu. Enn- fremur eiga þær á hættu allt að 5 ára fangelsi, því að fóstureyðingar eru taldar glæpur samkvæmt lögunum frá fasistatfmabilinu, er vernda skyldu „heilsufar og hreinleika kynstofnsins," og voru ekki réttlætanlegar undir nokkrum kringumstæðum. Að áliti félagsráðgjafans, sem ræddi við þessar konur, er hún starfaði í fátækrahverfum Rómaborgar er reynsla þeirra sennilega dæmigerð fyrir milljónir kvenna, fátækar, illa að sér og menntunarsnauðar. Fóstur- eyðing er þeim eina vopnið gegn of- fjölgun, a.m.k. eina vopnið, sem .þær geta treyst. Um langt árabil hafa ftalskar konur treyst á fóstureyðingar. Munurinn hefur bara verið sá, að efnakonur hafa látið færa lækna framkvæma að- gerðirnar á ffnum og rfkum sjúkrahús- um í útlandinu, en beður fátæku kvennanna hefur verið eldhúsborð og tæki þeirra prjónar. Slíkt hefur við- gengizt og verið álitið ein af hinum óþægilegu staðreyndum lífsins, — meðal þeirra erfiðleika, sem því fylgir að vera kona. En hugmyndir breytast, þótt gangurinn sé hægfara. Litlir hópar kvenna hafa efnt til aðgerða og setu- verkfalla til að krefjast þess, að fóstur- eyðingar verði leyfðar með lögum. Sumar hafa jafnvel lýst þvf yfir, að þær hafi látið eyða fóstri og ögrað þannig yfirvöldunum til að senda sig f fangelsi. Loris Fortuna, þingmaður sósíalista, maðurinn, sem stjórnaði langri og erfiðri, en gifturíkri baráttu til að lög- leiða hjónaskilnaði, hefur nú iagt fram frumvarp, sem gerir ráð fyrir leyfum til fóstureyðingar við sérstakar aðstæður. Þar segir, að konur geti fengið fóstur- eyðingu, með samþykki sérstakrar nefndar, ef um nauðsyn eða sifjaspell hafi verið að ræða, ef fóstrið er afbrigði- legt á einhvem hátt, og ef fæðing stefni lffi og heilsu konunnar f hættu. Fóstureyðingar eru smátt og smátt að verða prófsteinn á það, hvort má sfn meira, hið veraldlega vald í landinu eða hin valdamikla og áhrifarfka rómversk- kaþólska kirkja. Um þessar mundir er hetja þeirra, sem ákafast berjast fyrir löglegum fóstureyðingum Gigliola Pierobon, hávaxin stúlka frá þorpi í námunda við Padua, en hún var nýlega leidd fyrir rétt, sökuð um að hafa látið eyða fóstri 16 ára gömul. Dómsmál á Italíu eru ákaflega hægfara og Gigliola er nú 23 ára að aldri og áköf kvenréttindakona. Hún ákvað að hafa ekki sams konar varnir og flestar konur í svipaðri að- stöðu, þ.e.a.s. að skáka í þvi skjólinu, að ekki sé hægt að sanna, að hún hafi verið þunguð og sleppa þannig við dóm. Þess í stað ákvað hún að heyja málið á sið- ferðilegum grundvelli. Hún kvaðst ekki hafa haft hugmynd um það 16 ára gömul, hvernig börn yrðu til. Bams- faðirinn hefði yfirgefið hana, og ef hið sanna hefði komið f ljós, hefði hún verið gerð burtræk af heimili sfnu og úr þorpinu og hefði ekki haft nokkra möguleika til að sjá sér og barni sínu farborða. Hún fullyrti, að það hefði verið þjóðfélagið, sem hefði hrundið sér út í að láta framkvæma fóstureyðingu. Verjendur hennar ætluðu að gera réttarhöldin að nokkurs konar sjónarspili, en þær áætlanir urðu að engu, m.a. vegna þess að rétturinn neitaði að hlýða á um 40 vitni, þ.á.m. ógifta móður, sem bjó með barn sitt í helli. Þessi vitni áttu að sýna fram á þær aðstæður, sem knýja konur til fóstureyðinga. Ákæruvaldið fór fram á, að Gigliola yrði dæmd í árs fangelsi, vegna þess að hún iðraðist ekki gerða sinna. Rétturinn taldi hana seka, en veitti henni „réttar- fyrirgefningu",' en það þýðir, að hún þarf ekki að afplána dóm. Hversu mikið er um fóstureyðingar á Italíu? Þar sem þær eru ekki til opin- berlega, liggja engar opinberar tölur fyrir. Flestir fjölmiðlar ætla, að um þrjár milljónir fóstureyðinga séu framdar árlega, þ.e.a.s. rúmlega þrjár á móti hverri fæðingu. Áætlun, sem gerð hefur verið á vegum Sameinuðu þjóðanna, telur þær um 1.200.000 árlega. Aætlun tölfræðiskrifstofu ríkis- stjórnarinnar segir þær ekki fleiri en 150.000 á ári. Blaðakona, sem stjórnaði fyrirspurn- um er snertu einkalíf rúmlega 1.000 kvenna af öllum þjóðfélagsstigum, hefur reiknað út, að meðaltalið sé 2.9 fæðingar á móti 3.7 fóstureyðingum. Óðum eykst þörf fyrir félagslega aðstoð, einkum barnaheimili til að að- stoða barnmargar og ógiftar mæður, svo og fyrir fjölskylduáætlanir. Engin kyn- ferðisfræðsla er veitt í skólum fyrir utan nokkra tfma f tilraunaskyni, og ríkisstjórnin undir forystu Kristilegra demókrata hefur enga stefnu varðandi fjölskylduáætlanir. Pillan er einungis til þess ætluð að koma í lag tíðatruflunum. Hana er e^rf itt að fá nema gegn lyfseðli frá lækm, og örlítill hundraðshluti ítalskra kvenna tekur hana inn. Langalgengustu að- ferðirnar við takmörkun bameigna er coitus interruptus og notkun gúmverju. Kirkjan hefur ekki látið af andstöðu sinni gegn fóstureyðingum, en eftir þvf sem baráttan harðnar hafa sumir úr flokki Kristilegra demókrata játað í einkaviðræðum, að fjölskylduáætlanir séu eina skynsamlega iausnin. „Eitt- hvað verður að gera,“ sagði kona nokk- ur, starfsmaður flokksins nýlega. „Svona getur þetta ekki gengið lengur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.