Morgunblaðið - 06.10.1973, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÖBER 1973.
28
SAl B Al N 1 Ed McBain: 1 á heljðfþröfli
5
„Ég elska þig,“ sagði Careila
rámur. „Vissirðu það?“
Hún vissi það. Hún sagði ekki
orð. Hún hefði ekki komið upp ,
orði þótt hún hefði verið þess
umkomin. Hún horfði á hann og
það var slikja yfir augum hennar,
og hann sagði:
„Ég elska þig meira en lífið."
Þriðji kafli
Það bjuggu niutíu þúsund
manns í 87unda umdæmi.
Stræti umdæmisins lágu suður
af Harbánni allt að Grovergarði,
handan strætisins, er lá fyrir
framan stöðvarbygginguna. River
Highway — þjóðvegurinn lá sam-
síða árfarveginum en hinum
megin var fyrsta breiðgata um-
dæmisins, skartstrætið Silver-
mine Road, sem enn gat státað af
lyftudrengjum og dyravörðum í
fjölmörgum, háreistum fbúða-
byggingunum. Suður af henni lá
umdæmið um líflegt verzlunar-
svæði, er Stem nefnist, síðan kom
Ainsley Avenue, þá Culver með
hrörlegum íbúðarhúsum, alltof
fáum kirkjum og alltof mörgum
börnum. Mason Avenue gekk und
ir nafninu La Via de Putas með-
al Putrio Rfcanna, Mellustræti
meðal lögreglunnar, lá suður af
Culver en síðan kom Groverstræti
og loks garðurinn. Fjarlægðin
milli norður- og suðurmarka um-
dæmisins var ekki mikil. Að visu
náði það að Grovergarðinum, en
aðeins að nafninu til. Sjálft garð-
svæðið var undir sameiginlegri
stjórn nágrannanna — 88undu og
89undu umdæmanna. Víðátta
þess frá austri tjl vesturs var á
hinn bóginn öllú meiri og innan
þess þrjátiu og fimm samanþjapp-
aðar hliðargötur. En þrátt fyrir
það náði umdæmið ekki yfir stórt
svæði. Og það virkaði jafnvel enn
smærra þegar hafður var i huga
allur fjöldinn sem þarna hafðist
við.
Á strætum umdæmisins mátti
sjá innflytjendur Amerfku f hnot-
skurn. íbúarnir voru aðallega
Irar, Italir og Gyðingar af þriðju
kynslóð og fyrsta kynslóð Puerto
Rícana. Það voru ekki innflytj-
endahóparnir, sem skópu
fátækrahverfin. Þvert á móti, það
voru fátækrahverfin með sfna
sérstöku stemmningu sem löðuðu
til sfn innflytjendurna.
Leigan, andstætt því er ffestir
héldu, var alls ekki lág. Hún var
jafnhá og víðast hvar annars-
staðar í borginni og þegar tekið
var með í reikninginn hversu öll
aðstaða þarna var bágborin, varð
þetta að teljast hrein okurleiga.
En hvað um það — fátækrahverfi
geta orðið heimili. Þegar íbúar
87unda umdæmis höfðu einu
sinni komið sér þar fyrir, hengdu
þeir upp myndir á morkna spóna-
veggi, sáðu sagi yfir sprungin
viðargólfin. Þeir voru fljótir að
tileinka sér góða og gilda amer-
fska leigjendasiðu, til að mynda
að lemja ærlega í ofnana til að ná
f þá hita, trampa á kakkalökkun-
um, sem þrömmuðu um eld-
húsgólfin hvenær sem ljós var
kveikt, setja gildrur fyrir mýs og
rottur, er óðu í fylkingum um
íbúðirnar, og auðvitað festu allir
öryggislæsingar á útidyr íbúða
sinna.
Það var starfi lögreglunnar í
87unda umdæmi að sjá til þess, að
fbúarnir leituðu sér ekki af-
þreyinga í annarri vinsælli
dægradvöl fátækrahverfanna: Að
stytta sér stundir með sakhæfum
ævintýrum.
Og nú vildi Virginia Dodge fá
vitneskju um hversu margir
menn hefðu einmitt þennan
starfa.
„Það eru 16 rannsóknar-
lögreglumenn í þessari deild,"
sagði Byrnes.
„Hvar eru þeir núna?“
„Þrfr þeirra eru hérna."
„Og hinir?"
„Nokkrir eiga frí, sumir eru í
útkalli og enn aðrir eru á varð-
stöðu.“
„Hverjir?"
„I ósköpunum. Viltu fá
nákvæma útlistun á hverjum og
einurn?"
„Já.“
„Nei, heyrðu nú!“ Byssan
færðist þumlungi nær tösku-
opinu. „Allt í lagi, Cotton, náðu í
vaktatöfluna."
Hawes leit á konuna. „Er í lagi
að ég hreyfi mig?“
„Endilega. Reyndu bara ekki að
opna neina skúffuna.. .Sem
minnir mig á — hvar er byssan
þfn, varðstjóri?"
„Er ekki með neina.“
„Þú lýgur því. Hvar er hún?
Inni á skrifstofunni?"
Byrnes hikaði.
„Fjandinn hafi það,“ hrópaði
Virginia. „Við skulum hafa þetta
á hreinu — að mér er dauðans
alvara og sá næsti sem lýgur að
mér eða gerir ekki eins og ég segi
þegar ég —“
„Allt i lagi, allt f lagi, andaðu
rólega," sagði Byrnes. „Hún er í
skrifborðsskúfunni minni.“Hann
speri sér við og gekk áleiðis að
skrifstofunni.
„Hægan nú, varðstjóri," sagði
Virgrnia. t,Við förum öll þarna j
inn með þér.“ Hún greip töskuna
kæruleysislega og sveiflaði sfðan •
byssunni að mönnunum í salnum.
„Áfram gakk,“ sagði hún, „á eftir
varðstjóranum."
Lík og kúahjörð héldu menn-
imir í humátt á eftir Byrnes inn á
skrifstofuna. Virginia smeygði
sér inn f herbergið á eftir þeim.
Byrnes gekk að borði sínu.
„Taktu hana úr skúfunni og
settu á borðið," sagði Virginia.
„Haltu um hlaupið. Ef fingurnir
svo mikið sem nálgast gikkinn, þá
fer nítró....“
„Allt i lagi, allt í lagi,“ sagði
Byrnes enn.
Hann tók skammbyssuna upp
og setti hana á borðplötuna.
Virginia greip hana óðar og stakk
f vinstri kápuvasann.
„Út fyrir nú,“ skipaði hún.
Mennirnir fóru aftur fram í
salinn. Virginia settist á ný við
borðið, sem hún hafði valið sér
sem stjórnastöð. Hún setti
töskuna á borðið fyrir framan sig
en miðaði sfðan byssunni á tösk-
una. „Fáðu mér nú vaktatöfluna,"
sagði hún.
Hawes sótti töfluna. Hún hékk
á veggnum nærri einum bak-
glugganum, svört, einföld kork-
tafla, sem raða mátti á hvftum
plaststöfum. Hverjum
rannsóknarlögreglumanni var
gert að setja upp nafnið sitt á
töfluna f stað nafns þess er hann
leysti af — um leið og vakt hans
hófst. Vaktafyrirkomulag þeirra
var með nokkuð öðrum hætti en
götulögreglunnar, þar sem menn
unnu á fimm—átta tfma vöktum
en áttu síðan leyfi næstu fimmtíu
og sex klukkustundirnar. Rann-
sóknarlögreglumennirnir réðu
sjálfir skipan sinna vakta. Þar
—7 ■
I þýðingu
Björns Vignis.
sem þeir voru sextán í allt kom
það af sjálfu sér, að hópnum var
deilt í þrjár fimm manna vaktir
— en staki maðurinn gekk á miili
vakta. Á þessu bjarta októbersfð-
degi voru því sex rannsóknarlög-
reglumenn skráðir á vaktatöfl-
una. Þrfr þeirra — Hawes, Kling
og Meyer — voru nú í salnum.
„Hvar eru hinir þrfr?“ spurði
Virginia.
' „Carella fór með konu sína til
læknis," sagði Byrnes.
„Hugljúft," sagði Virginia
biturlega.
„En síðan er hann með sjálfs-
morð f rannsókn."
„Hvenær kemur hann aftur?“
„Ég veit það ekki."
„Eitthvað hlýturðu að vita um
það.“
„Hef ekki hugmynd um það.
Hann kemur þegar honum sýn-
ist.“
„Hvað um hina mennina tvo?“
„Parker var plantað. Baka til í
fataverzlun."
„Var hvað?“
„Plantað. Fyrirsát, kallaðu það
hvað þú vilt. Hann situr þar og
bfður eftir ráni.“
„Þú ert að spauga með mig.“
„Ég er ekki að spauga, f jandinn
hafi það. Fjórar fataverzlanir f
nágrenninu hafa verið rændar að
undaförnu — í björtu. Við bú-
umst við að þessi verði næst í
röðinni. Brown bfður því
þjófanna.“
„Hvenær kemur hann aftur
hingað?"
velvakandi
Velvakandi svarar f sfma 10-
100 kl. 10.30—11.30, frá mánu-
degi til föstudags.
0 Keðjubréfaplága
Velvakanda hefur borizt eftir-
farandi bréf frá Sjöfn Ingadóttur:
„Ég veit ekki, hvað á að segja
eða gera við hótunarbréfum eins
og þvf, sem ég sendi þér hér með.
Keðjubréf eru hvimleið, og
maður virðist aldrei ætla að Iosna
við þau.
Virðingarfyllst,
Sjöfn Ingadóttir,
Þórufelli 6,
R.“
Hér kemur svo bréfið, sem
Sjöfn hefur fengið sent, en eins
og sjá má, eru viðtakendum bréfs-
ins ekki vandaðar kveðjurnar,
fremur en vant er, þegar um slík
bréf er að ræða:
„Think apreyer.
Þetta bréf hefur verið sent til
þín, þér til happs. Bréfið hefur
gengið 23. sinnum kringum jörð-
ina. Þessi heppni hefur verið
send til þfn, en þú munt verða
fyrir happi innan fjögurra daga.
Þetta er ekkert grfn, og þú átt að
senda það í pósti. Sendu enga
peninga, en þú mátt ekki geyma
frumritið, sem þú færð, þú verður
að senda það burt frá heimili þínu
innan fjögurra daga eftir að þú
færð það.
Skrifstofumaður f U.S.A. vann
10.000.00 dollara, en tapaði þeim
aftur vegna þess, að hann braut
keðjuna. Piltur f Alpafjöllum
týndi Iffi sfnu, 6 dögum eftir að
hann fékk bréfið, þvf hann braut
keðjuna, en eftir dauða hans var
uppgötvað, að hann hafði unnið
500.00 dollara. (Leturbr. Velv.).
Gerið svo vel að senda þetta
bréf og fjögur önnur til vina
þinna. Sjáðu, hvaða heppni fellur
þér í skaut innan fjögurra daga.
Settu nafn þitt neðst og strikaðu
yfir efsta nafnið."
Svo mörg voru þau orð.
Velvakanda finnst þetta
keðjubréf fáránlegt í alla staði —
bæði efnið og umbúnaðurinn.
Ekki er um annað að gera en láta
svona hótanir eins og vind um
eyru þjóta.
Hins vegar er óþolandi að fá
svona sendingar, og raunar óskilj-
anlegt, að til skuli vera fólk, sem
bítur á agnið af einskærri
hræðslu, að því er virðist.
% Óbeðnir happ-
drættismiðar
Uppáþrengjandi og truflandi
póstsendingar birtast í ýmsum
myndum. Kona hafði samband við
Velvakanda og kvartaði undan
því, að yfir sig rigndi happdrætt-
ismiðum frá hinum ýmsu félög-
um. Sjálf sagðist hún vera öryrki
að hluta, og hefði ekki efni á að
snara út mörg hundruð krónum
til félagasamtaka, sem hún væri
ekki aðili að, enda þótt tilgangur
þeirra væri góður. Hún sagðist
ennfremur vita til þess, að nýlega
hefði kona á niræðisaldri fengið
senda happdrættismiða með
þessum hætti, og hefði gamla
konan haft miklar áhyggjur og
amstur af þessum miðum. Henni
hefði fundizt það óbein skylda sín
að kaupa miðana, en ekki verið
fær um að komast niður á pósthús
sjálf til að inna af hendi greiðsl-
una, heldur hefði hún þurft að fá
aðstoð til þess. Þar að auki hefði
hún tæplega haft ráð á að borga
miðana.
Velvakandi er konunni sam-
mála, hvað þetta snertir.
Þessi ógeðfellda söluaðferð
hefur færzt mjög I vöxt nú á sfðari
árum. Væri ekki góð hugmynd
fyrir þau félög, sem hér eiga í
hlut, að fá sér eintak af skatt-
skránni og hafa hana til hliðsjón-
ar við þessa starfsemi, fremur en
símaskrána eða íbúaskrána? Það
er að segja, ef ekki er nóg að
bjóða fólki miðana til kaups, aug-
liti til auglitis.
9 Stuttur fréttatími
Utvarpshlustandi hringdi.
Hann vildi koma þeirri uppá-
stungu til forráðamanna útvarps-
ins, að veðurfregnum, sem lesnar
eru kl. 18.45, yrði ætlaður annar
tími meðan fréttir eru lesnar kl.
18.30. Honum finnst fimmtán
mfnútna fréttatími of stuttur, en
sagðist annars kunna þessari ný-
breytni vel.
Volvo — Vökvastýri
Volvo vökvastýri
Viljum kaupa vökvastýri af VOLVO gerð L-375, L-465
eða L-475.
Jan Jansen,
Sími: 35200
Hugheilar þakkir sendi ég börnum, tengdabörnum og barnabörnum
mlnum, svo og öðrum vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með
skeytum, blómum og gjöfum á áttræðisafmaeli mínu 29. september.
Guð blessi ykkur öll
Halldóra Jónsdóttir frá Súðavlk.
■ MIHINIHIHIHIHlHÍRIHlHTnTniMIMIHIH'IHIMII-nHIHy
I
í
i
i
Þegar aðeins það bezta
nægir er notað:
DALE
baby Orlon
Takið tillit tii,
að húð
barnsins er
viðkvæm, og
notið aðeins
Dale garn.
BARNALITIR! UPPSKRIFTIR!
Verð kr. 1 09 per 50 gr.
Fæst hjá: Egill Jacobsen, Austurstræti.
Verzl. Hof, Þingholtsstræti.
Hannyrðabúðin, Ákranesi.
Hannyrðabúðin, Linnetstíg Hafnarfirði.
Kf. Borgfirðinga, Borgarfirði.
Mosfell, Hellu. Kyndill, Keflavík.
IHii-tit-iiHIHIHIHIHIHIHIHrHIH’IHIHIHII-IIHIHIi-tiHI