Morgunblaðið - 06.10.1973, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 1973.
IÞROTTAFRETTIR MORGUIIIRLAÐSINS
Keppnin um Eyrópubikarinn:
Meðfylgjandi mynd sýnir tvo
fræga kappa, þá Eusebio frá
Portúgal og George Best,
norður-írska vandræðagems-
ann hjá Manchester United. I
síðustu viku lék Benfica, lið
Eusebios, við Evrópulið og lék
Best þá sinn fyrsta leik í langan
tima. Leiknum lauk með jafn-
tefli 2:2, ekki þótti Best neitt
sérstakur í leiknum, aukakílóin
voru greinilega orðin of mörg.
Hann er þó óðum að komast í
sitt gamla form og þess verður
ef til vill ekki langt að bíða að
Best fari að nýju að leika með
Manchester United, en félagið
hefur tekið hann í sátt að nýju,
eftir allt uppistandið sem varð í
fyrra.
Ágóði af leik Benfica og
Evrópuliðsins rann til
Eusebios, en hann er smátt og
smátt að draga sig í hlé frá
knattspyrnunni. Ef til vill
hefur Eusebio sagt við Best
þegar þessi mynd var tekin. —
Velkominn aftur.
200 ungmenni
á námskeiði
Tveir körfu-
boltaleikir
Reykjavfkurmótið í körfu-
knattleik hófst með tveimur
leikjum í gær og mótinu verður
fram haldið á morgun með öðr-
um tveimur. Fyrst IR—ÍS og
sfðan Valur—KR. Eftir frammi-
stöðu liðanna, það sem af er
keppnistímabilinu í körfu-
Geysilegur áhugi virðist vera
fyrir körfuknattleik meðal
barna og unglinga á Akureyri. I
dag klukkan 10 hefst þar nám-
skeið á vegum körfuknattleiks-
sambandsins, og hafa 200 börn
og unglingar, á aldrinum
10—14 ára, tilkynnt þátttöku í
námskeiðinu. Leiðbeinandi
verður sá kunni körfuknatt-
leiksmaður Einar Bollason.
Velkominn aftur!
knattleik, ættu báðir þessir
leikir að geta orðið skemmtileg-
ir og jafnir. Fyrri leikurinn
hefst klukkan 14.30 á morgun f
Laugardalshöllinni.
— Þarna hefðum við átt að
vera, frábært lið og fullur völlur
áhorfenda. Þetta voru orð eins af
forráðamönnum ÍBK, er hann
frétti, að skozka liðið Hibernian
léki 1 annarri umferð við enska
liðið Leeds. Dregið var f keppn-
inni um Evrópubikarana þrjá f
Sviss 1 gær og eiga leikmenn
Leeds heimaleikinn á undan á
móti Hibernian. Basel frá Sviss,
mótherjar Fram f 1. umferðinni,
leika við belgfsku meistarana FC
Brugge f 2. umferð og á Brugge
fyrri heimaleikinn. Borussia
Mönchengladbach — „slátrarar
fBV f 1. umferðinni“ — mæta
erfiðum andstæðingum f 2. um-
ferð, Glasgow Rangers frá Skot-
landi.
Meðal liðanna sem leika saman
í 2. umferð eru eftirtalin:
Evrópumeistarakeppnin:
Bayern Miinchen — Dynamo
Dresden
Red Star — Liverpool
FC Brugge — Basel
Celtic — Vejle
Ajax — CSKA Sofia
Evrópukeppni bikarmeistara
Borussia Mönchengladbach —
Glasgow Rangers
Sporting — Sunderland
FC Ziirich — Malmö FF
AC Milan — Rapid Vín
UEFA-keppnin:
Leeds United — Hibernian
Ipswich Town — Lazio Roma
Lokomotive Leipzig — Wolves
Aberdeen — Tottenham Hotspurs
Feyenoord — Gwardia Warsjá
Dynamo Kief — B 1903
Standard Liege —
Universitatea, Rúmeníu
Hib’s mætir Leeds
í næstu umferð
Atvinnumenn á skautum
Afmælisleikur unglinga-
landsliðsins og Faxaflóa
Eins og frá var skýrt f Morgun-
blaðinu í gær átti Albert Guð-
mundsson formaður KSl 30 ára
afmæli í gær. Af þvf tilefni hefur
unglinganefnd KSl ákveðið að
efna til afmælisleiks á miili Faxa-
flóaúrvalsins fræga og unglinga-
landsliðs, sem leika á við Ira f
Dublin 16. þ.m. Leikur liðanna
fer fram á Melavellinum I dag og
hefst klukkan 14.00.
Um þessar mundir er Unglinga-
nefnd KSl að ganga endanlega
frá vali unglingaliðsins, sem leika
á í Dublin í undankeppni ungl-
ingakeppni UEFA. Verður ungl-
ingalandsliðið valið að loknum
leiknum í dag. Síðari leikur Is-
lands og Irlands fer fram í
Reykjavik 25. október og lýkur
þar með keppnistímabilinu 1973,
en aðalkeppni UEFA-mótsins fer
fram í Svíþjóð í maí 1974.
Ágóði af leik Unglingalands-
liðsins og Faxaflóaúrvalsins
rennur í Haukssjóðinn. Faxaflóa-
úrvalið er skipað sömu leikmönn-
um og gerðu garðinn frægan í
Skotlandi 1971. Meðal leikmanna
Faxaflóaliðsins má nefna lands-
liðsmanninn Gfsla Torfason.
Tveir af leikmönnum Faxaflóa-
liðsins eru enn á unglingaliðs-
aldri, þeir Janus Guðlaugsson og
Ólafur Magnússon og leika þeir
með unglingalandsliðinu í dag, en
það er skipað eftirtöldum leik-
mönnum: Ólafi Magnússyni Val,
Guðjóni Þórðarsyni lA, Guðjóni
Hilmarssyni KR, Janus Guðlaugs-
syni FH, Árna Valgeirssyni
Þrótti, Gunnlaugi Kristfinnssyni
Víkingi, Guðmundi Arasyni Vík-
ingi, Hannesi Lárussyni Val,
Óskari Tómassyni Víkingi,
Kristni Björnssyni Val og Áma
Sveinssyni IA.
Hollendingurinn fljúgandi,
skautakóngurinn Ard Schenk,
hefur nú gerzt atvinnumaður I
íþrótt sinni. Hann hefur, ásamt
löndum sínum Jan Bols og Kees
Verkerk, skrifað undir samning
við nýtt fyrirtæki atvinnuskauta-
manna, WISO. Alls eru nú
atvinnuskautamenn hjá WISO
orðnir níu, auk Hoolendinganna
eru það þeir Roar Grönvold,
Björn Tveter og Ivar Ericsen frá
Noregi, Finnarnir Seppo
Hánninen og Leo Linkovesi, og sá
níundi er Bandaríkjamaðurinn
Greg Lyman.
Samningar þessara manna við
WISO eru ekki bindandi, og getur
hvor aðilinn sem er, sagt samn-
ingunum lausum, takist WISO
ekki að skapa skautaköppunum
næga keppni eða fé, WISO var
stofnað eftir að bandaríska fyrir-
tækið ISSL, sem reið á vaðið í
fyrra með skautamót atvinnu-
manna, hætti starfsemi sinni
vegna halla á fyrsta árinu.
Forráðamenn Hib’s
hrifnir af Þorsteini
Eftir leik Hibernian og ÍBK I
UEFA-keppninni á miðviku-
daginn, komu forráðamenn
skozka liðsins til Hafsteins
Guðmundssonar og annarra
stjórnarmanna f IBK og hrós-
uðu óspart Þorsteini Ólafssyni
markverði IBK. Við höfðum
samband við Hafstein
Guðmundsson f eær oe SDurð-
um hann, hvort Skotarnir
hefðu boðið Þorsteini at-
vinnumannasamning. Haf-
steinn sagði, að svo hefði ekki
verið, Skotarnir hefðu aðeins
verið hrifnir af landsliðsmark-
verðinum og sagt, að hann væri
gjaldgengur f hvaða 1. deildar
lið sem væri f Skotlandi.
— Þeir létu f jiað skfna, að
IBK hefði 1. flokks markmann,
sagði Hafsteinn, en það var
ekkert rætt um, að þeir hefðu
áhuga á að kaupa Þorstein.
Þorstein Ólafsson töluðu
Skotarnir ekki við og kom hann
því af fjöllum, er eitt dagblað-
anna hafði samband við hann
og spurði, hvort hann væri í
þann veginn að gerast atvinnu-
maður f knattspyrnu. Sagði
Þorsteinn, að í slíkt hefði ekki
verið nefnt við sig og hann
myndi hugsa sig vel um áður en
hann ákvæði að gerast atvinnu-
maður. Þorsteinn er kennari
við Gagnfræðaskólann f Kefla-
vík, en les auk þess efnafræði
við Háskólann. Það er undar-
legt með Þorstein, sem án efa
er okkar snjallasti markvörður,
að hann á aldrei betri leiki en i
Evrópukeppni, og er í því sam-
bandi rétt að minnast á leiki
hans á móti Hibernian nú og
leiki hans á móti Real Madrid
og Everton. I Everton-leiknum
varði Þorsteinn frábærlega vel,
og átti þulurinn í BBC varla
nógu stór orð til að lýsa leik
hans, eru ensku þulirnir þó
ýmsu vanir.