Morgunblaðið - 11.10.1973, Side 2

Morgunblaðið - 11.10.1973, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1973. Spiro T. Agnew; Umdeildur og lit- ríkur stjórn- málaferill á enda Spiro T. Agnew er nú ekki lengur varaforseti Bandaríkj- anna. Hann er dæmdur maður, með 10 þúsund dollara sektar- dóm og 3ja ára biðtfma án eftir- lits, sem þýðir, að gerist hann ekki brotlegur við lögin þann tfma, er hann laus allra mála. Það er að segja laus mála við dómsyfirvöld. Hann mun alltaf bera þann kross að hafa verið varaforseti Bandarfkjanna, sem varð að segja af sér vegna þess, að upp komst um skatt- svik hans, meðan hann var f embætti varaforseta. Brotið, sem hann var dæmdur fyrir, var skattsvik árið 1967, sem þýðir að skattskýrsla hans fyrir það ár, sem hann skilaði fyrir 15. aprfl 1968, hefur ekki verið rétt. Agnew sagði, að hann hefði sagt af sér vegna þess, að hags- munir bandarísku þjóðarinnar krefðust þess, að mál hans yrði afgreitt sem fyrst. Ef hann hefði ekki tekið þessa ákvörðun hefði mákið getað dregizt í 2—3 ár og dregið athyglina frá mikilvægari málum, sem snertu þjóðarheill. Það var f byrjun september, sem fyrstu fréttir bárust af því, að saksóknarinn í Baltimore, Marylandfylki, væri að rann- saka feril Agnews, meðan hann var framkvæmdastjóri Balti- morehéraðs og síðar fylkis- stjóri. Fljótlega fréttist, að ver- ið væri að rannsaka sannleiks- gildi ásakana á hendur varafor- setanum, um að hann hefði þeg- ið mútur og beitt fjárkúgunum í starfi sínu í Baltimorehéraði. Einkum átti þetta að hafa verið f sambandi við verkútboð og úthlutun verka á vegum fylkis- ins. Agnew brást hinn versti við, þegar fréttirnar komu fyrst í fjölmiðlum. Hann kallaði sam- an blaðamannafund, þar sem hann sagði, að hér væri um að ræða „helv.......lýgi“. Hnn væri algerlega saklaus og myndi sanna það svo að engum blandaðist hugur um. Hann sagði, að þeir, sem lagt hefðu fram ásakanirnar á hendur sér, hefðu gert það af hreinni ill- girni og að ásakanirnar væru af pólitískum toga spunnar. Það kom fljótt í ljós, að mál þetta hafði djúp áhrif á Nixon forseta. Hann var þá sjálfur á kafi i Watergatemálinu, og stjórn hans hafði þegar beðið mikinn álitshnekki. Hann og margir aðrir stjórnmálamenn og fréttamenn veltu því fyrir sér, sem snöggvast, hvort þetta yrði rothöggið á Nixon sem for- seta. Á blaðamannafundi, sem Nixon hélt um miðjan septem- ber þar sem hann svaraði spurningum fréttamanna um Watergate, svaraði hann einnig spurningum um mál Agnews. Það var í fyrsta skipti, sem hann minntist á málið oDinber- Iega. Hann sagði þá, að hann hefði alltaf haft óbilandi trú á Agnew sem varaforseta og hefði þá trú enn. Hann varaði menn við að dæma Agnew sek- an áður en dómstólar hefðu gert svo, ef máiið á annað borð kæmi nokkurn tima fyrir þá. Ýmsir töldu þá, að Nixon vissi fyrir víst, að Agnew væri sekur. Þetta staðfesti forsetinn raunar á blaðamannafundi nú fyrir skömmu, er hann sagði: „Asakanirnar á hendur vara- forsetanum eru mjög alvarleg- ar.“ Hann varaði enn við, að almenningur dæmdi Agnew sekan án þess, að sekt hans hefði verið sönnuð fyrir dómi. Hann hefur nú verið dæmdur, og stjórnmálaferill umdeilds og litríks persónuleika er á enda. „Það er búið að eyðileggja stjórnmálaferil minn,“ sagði Agnew í viðtali við bandaríska vikublaðið U.S. News and World Report, sem út kom í sfðustu viku og bætti við: „Það er búið að eyðileggja mig.“ Skv. dómsúrskurðinum er það að- eins Agnew sjálfur, sem er valdur að þeirri eyðileggingu. Enginn veit, hvað hæft er í ásökunum um mútuþægni og fjárkúgun, málinu er nefnilega lokið fyrir dómstólunum. Lík- legast er, að Agnew hafi séð, að hann kæmist ekki hjá því að svara til saka fyrir gamlar syndir og að gerður hafi verið samningur við dómsyfirvöld um útkomu málsins. Slíkt er ekki óalgengt í Bandaríkjun- um. Agnew játaði ekki sekt sína fyrir dómaranum, hann sagðist ekki myndu berjast gegn ákær- unni um skattsvik. Dómarinn sagði þá við hann: „Ég tek þetta sem játningu," og kvað upp yfir honum vægasta dóm, sem hægt var að kveða upp. Þetta var mikið fall fyrir upp- rennandi stjörnu í bandarísk- um stjórnmálum, því að það var Agnew óumdeilanlega orðinn. Kaldhæðni örlaganna var hins Framhald á bls. 18 Agnew leikur golf með vini sfnum Frank Sinatra nú fyrir skömmu. Hann sagði þá við fréttamenn: „Menn eru að reyna að eyðileggja mig.“ Ferðamannatekjur námu 1325 millj.1972 A ARINU 1972 voru beinar og óbeinar gjaldeyristekjur vegna eriendra ferðamanna, samkvæmt upplýsingum Seðlabanka lsl„ kr. 1.325.000.000,oo og höfðu hækkað um 101.870.516,00 kr. frá árinu áður, eða um 8,3%. Þetta kemur fram 1 skýrslu Ferðamálaráðs, en samkvæmt útreikningi f skýrsl- unni námu beinar og óbeinar gjaldeyristekjur vegna ferðamála 7,9% af heildarútflutningsverð- mæti landsmanna á árinu 1972. Gjaldeyristekjurnar skiptast þannig á aðila: Innlend flugfélög 589.700.000,00 kr., erlend flug- félög 13.600.000,00, Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli 84,600.000,00 kr., íslenzkur markaður h.f. 84.100.000,00 kr. og kaup banka á erlendum gjaldeyri frá ferða- skrifstofum, hótelum, erlendum Framhald á bls. 18 Selfoss reyndist óskemmdur SELFOSS, skip Eimskipa- félagsins, átti að leggja af stað f gær frá Seyðisfirði til Hafnafjarðar og Reykjavfkur. Gert er ráð fyrir, að sjópróf vegna strands skipsins á Vestdalseyri 1 Seyðisfirði fari fram f Reykjavík á föstudag. Kafað var undir skip- ið, er það lá f Seyðisfjarðarhöfn f fyrradag og gær, og kom í ljós, að botn þess er óskemmdur, að sögn Sigurlaugs Þorkelssonar, blaða- fulltrúa Eimskipafélagsins. Sagði hann, að ekkert tjón hefði heldur orðið á farmi skipssins. Mbl. leitaði í gær upplýsinga um, hvort björgunarlaun yrðu greidd þeim fjórum skipum, sem drógu Selfoss á flot, tveimur Foss- um Eimskipafélagsins og tveimur varðskipum. Sjó- og verzlunar- dómur mun verða að skera úr um það, hvort þarna var um björgun að ræða eða aðeins aðstoð, og f framhaldi af þeirri ákvörðun að fjalla um laun fyrir þá björgun eða aðstoð. Samkvæmt siglinga- lögum frá 1963 verður að taka tillit til m.a. þeirrar hættu, sem skipið, farmur þess og farþegar voru í og þeirrar hættu, sem björgunarskipin lögðu sig f. Útlit fyrir hús- næðiseklu í Vest- mannaeyjum FORMAÐUR og framkvæmda- stjóri Viðlagasjóðs boðuðu blaðamenn á sinn fund í gær til þess að útskýra þær fréttatilkynn- ingar, sem að undanförnu hafa komið frá sjóðnum og þegar hafa verið birtar. Taldi Helgi Bergs, formaður sjóðsstjórnar, að tölu- verðs misskilnings hefði gætt vegna þeirra ákvarðana, sem sjóð- urinn hefur tekið að undanförnu, en þá átti hann við það þrennt, að sjóðurinn hætti að annast fram- kvæmdir f Eyjum, að sjóðurinn greiddi staðaruppbót til þeirra, sem búsettir eru f Eyjum og í þriðja lagi, að sjóðurinn tilkynnti að frá og með 1. nóvember skyldu eigendur fasteigna f Eyjum taka ábyrgð á eignum sfnum þar. Helgi Bergs sagði á blaða- mannafundinum í gær, að þær ákvarðanir, sem teknar hefðu ver- ið, væru tímamótaaðgerðir í sögu sjóðsins. Sjóðurinn hætti hinn 1. október að mestu að standa fyrir framkvæmdum í Vestmannaeyj- um, en það kvað hann gert vegna þess, að bæjarstjórn Vestmanna- eyja hefði ákveðið að flytjast út í Eyjar og myndi nún nú sem eðli- legur framkvæmdaaðili, taka við framkvæmdum öllum. Flyzt bæjarstjórnin til Eyja og tekur við rekstri áhaldahúss bæjarins, gatnagerð og öðru, sem nauðsyn- legt er að vinna við. Viðlaga- sjóður hefur þegar lokið við að hreinsa hið byggilega svæði, sem hann einsetti sér að hreinsa áður en skammdegið skylli á, og sagði Helgi Bergs, að lengur væri ekki nauðsyn á vinnu vegna neyðar- Framhald á bls. 18 Gullfoss kvaddur 1 Glæsibæ M/S GULLFOSS verður kvaddur í Glæsibæ í kvöld (fimmtudag) í hófi, sem hefst kl. 21. í gær var unnið við að pakka niður og flytja í land leirtau og annað, sem tilheyrir Eimskipa-, félaginu, þvf „Gullið“ mun nú að öllum líkindum hafa farið sína síðustu ferð fyrir það. I 23 ár hefur Gullfoss verið flaggskip ís- lenzka kaupskipaflotans, og þeir eru ófáir farþegarnir, sem munu minnast hans hlýlega, þegar hann hverfur af fslenzkri skipaskrá. Það er síðasta áhöfn skipsins, sem stendur fyrir kveðjuhófinu á morgun, en þangað er velkomið allt gamalt starfsfólk og velunnar- ar skipsins. Skuld Viðlaga- sjóðs við Seðla- bankann 477 millj. MIÐAÐ við reikninga Viðlagasjóðs hinn 30. september sfðastliðinn var477 milljón króna halli á rekstri sjóðsins, og er sú upphæð fengin að láni f Seðla- banka tslands. Tekjur sjóðsins námu þá 1.632 milljónum króna, en útgjöld námu 2.109 milljónum króna. Sjóðsstjórnin býst þó við, að staða sjóðsins muni batna, þeg- ar lfður lengra á árið, þar sem skatttekjur sjóðsins berast seint inn og mestur hluti þeirra sfðari hluta árs. Viðlagasjóður fær skattatekjur á ársgrundvelli, sem eiga að nema 2.000 milljónum króna. Auk þess fær sjóðurinn 1.500 milljónir, sem Norðurlandaþjóðirnar gáfu Is- lendingum vegna náttúruhamfar- anna í Vestmannaeyjum og ríkis- stjórnin afhenti sjóðnum. Aðrar gjafir nema um 168 milljónum króna. Samtals er því gert ráð fyrir því að tekjur sjóðsins muni nema, á 12 mánaða tímabili, 3.700 milljónum króna, en söluskattsár sjóðsins er frá 1. marz til 28. febrúar 1974. Sjóðurinn hefur lagt 1.131 milljón króna í kaup á viðlaga- sjóðshúsum. Reksturinn í Vest- Sjópróf vegna togarabrunans TVEIR sérfræðingar frá fær- eyska tryggingafélaginu, sem tryggir færeyska togarann Magnús Heinason, komu til tsa- fjarðar I gærmorgun til að kanna skemmdirnar á skipinu eftir elds- voðann f þvf sl. þriðjudagsmorg- un f tsafjarðarhöfn. í viðtali við Mbl. sagði annar þeirra, að þeir hefðu ennþá ekki getað kannað skemmdirnar, þar sem ekki væri búið að dæla úr skipinu. Því væri ekki hægt að taka ákvörðun að svo stöddu, um hvort draga ætti skipið til Fær- eyja eða gera við skemmdirnar hér, svo að hægt yrði að sigla því til Færeyja. Sjópróf fara fram á Isafirði í dag. mannaeyjum hefur kostað fram til 30. september 596 milljónir króna og er þar einkum átt við varnir og hreinsun. Annar kostn- aður sjóðsins er svo 17 milljónir og er þar m.a. innifalinn skrif- stofukostnaður í Reykjavik. I bætur hefur sjóðurinn greitt 102 milljónir króna, en þar sem fyrsti gjalddagi bóta er 21. október Framhald á bls. 18 Háskólarektor biðst lausnar MAGNtlS Már Lárusson há- skólarektor hefur óskað eftir þvf við menntamálaráðherra, að sér verði, að fengnu samþykki forseta Islands, veitt lausn frá prófessors embætti þegar f stað og þar með rektorsembætti. Mbl. sneri sér til Magnúsar í gær og spurði hann um ástæðuna fyrir uppsögninni. „Ég er nú það gamaldags emb ættismaður, að ég vil engar upp- lýsingar gefa á meðan lausnar- beiðni mín með fylgiskjölum ligg- ur fyrir ráðherra og forseta," svaraði Magnús. „Hitt er það, að á fimmtudags- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.