Morgunblaðið - 11.10.1973, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTOBER 1973.
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Eyjólfur KonráS Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn JóKannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 22,00 kr. eintakið.
Að undanfömu hafa
stjórnarblöðin í
pólitískum skrifum sínum
naumast rætt um annað en
Morgunblaðið og ritstjóra
þess. Og á stúdentafund-
inum um landhelgismálið
kvað við sama tón. Fyrir
þetta er skylt að þakka, en
jafnframt er rétt að athuga
örlítið, hvað það er, sem
fyrst og fremst er um
Morgunblaðið sagt.
í fyrsta lagi er því haldið
fram, að Morgunbl. hafi
ekki staðið nógu vel á verð-
inum í landhelgismálinu.
En þegar auglýst er eftir
dæmum um þetta, verða
stjórnarsinnar að vonum
klumsa. Þannig var Ólafur
Jóhannesson forsætisráð-
herra beðinn að nefna
dæmi um það í sjónvarps-
þætti ekki alls fyrir löngu,
hvað hann ætti við, þegar
hann dylgjaði um það, að
Morgunblaðið stæði ekki
nógu vel í ístaðinu í land-
helgismálinu. Eftir langa
mæðu nefndi hann dæmi
þess, að Morgunblaðið
hefði skýrt frá ummælum
eins andstæðings okkar í
Bretlandi, og var engu lík-
ara en hann teldi það land-
ráð, að íslenzkir blaðales-
endur fengju að vita, hvað
andstæðingar okkar segja.
Auðvitað er það skylda
íslenzkra blaða að skýra frá
sjónarmiðum andstæðing-
anna í landhelgisdeilunni.
Og íslenzk alþýða á heimt-
ingu á því að fá að vita,
hvað um okkur er sagt á
erlendri grund, bæði hið
góða og það, sem miður
líkar. í raun réttri er það
fasistískur hugsunarháttur
að ætla að dylja
staðreyndir f pólitískum
tilgangi, en kannski er
ekkert undarlegt, að hann
skjóti upp kollinum hjá
stjórnvöldum, sem eru
undir sterkum áhrifum
kommúnista.
Þá er því í annan stað
haldið fram, að Morgun-
blaðið hafi verið of harð-
snúið í ádeilu á ríkisstjórn-
ina, ekki sízt ráðherra
Framsóknarflokksins.
Þetta er kærkominn vitnis-
burður um það, að blaðið
hafi veitt stjórninni það að-
hald, sem því ber, og sýnt
rækilega fram á, hve hart
kommúnistar leika fram-
sóknarráðherrana, sem
gefast upp í hverju málinu
af öðru, þegar samstarfs-
menn þeirra, kommún-
istar, byrsta sig.
í þriðja lagi er á það
deilt, að Morgunblaðið
birti hvaða vitleysu, sem
þvi er send. Auðvitað
verða stjórnendur frétta-
stofnana, hvort heldur er
blaða, sjónvarps eða út-
varps að vega og meta,
hvað birtingarhæft sé. Það
er einmitt starf þeirra í
öllum lýðfrjálsum löndum,
og ekkert blað er finnan-
legt, sem birtir gagnrýnis-
laust allt það, sem hinum
eða þessum kann að detta í
hug að senda því.
Loks er Morgunblaðið
svo harðlega gagnrýnt
fyrir það að halda uppi
öflugum stuðningi við 200
sjómflna fiskveiðitakmörk,
enda þótt fyrir liggi, að
meirihluti þjóðanna aðhyll-
ist þessa stefnu og ljóst sé
nú, að hún muni sigra á
hafréttarráðstefnunni,
enda heyrast 50 mílur
aldrei nefndar, þegar
fjallað er um efnahagslög-
sögu á fundum undir-
búningsnefndar hafréttar-
ráðstefnunnar. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur markað
afdráttarlausa stefnu í
landhelgismálinu og mun
berjast fyrir framgangi
200 mflnanna með löggjöf
þegar á því þingi, sem
saman kom í gær. Þessa
stefnu styður Morgun-
blaðið eindregið, og von-
andi verða þeir fleiri og
fleiri með hverri vikunni
sem líður, sem gera sér
grein fyrir nauðsyn þess,
að íslendingar sameinist
um að fylgja þessari stefnu
fram.
En mergurinn málsins er
sá, að Morgunblaðið má
mjög vel við það una, að
kommúnistar beini spjót-
um sínum gegn því á þann
hátt, sem raun ber vitni.
Það er bezti vitnisburður-
inn um það, að blaðið sé á
réttri braut.
Hitt er líka ánægjulegt,
að framsóknarráðherr-
arnir skuli kveinka sér.
undan því, þegar á það er
bent, hve undanlátssamir
þeir hafa verið við komm-
únista, og raunar er athygl-
isvert, að Tíminn hefur
ekki treyst sér til að taka
upp hanzkann fyrir utan-
ríkisráðherra vegna
hinnar fáránlegu fram-
komu hans í vamarmál-
unum að undanförnu, þar
sem öryggi og sjálfstæðis-
mál íslendinga gleymast í
orðaflóði og yfirlýsingum
út og suður.
Morgunblaðið getur full-
vissað lesendur sína, lands-
menn alla um það, að það
mun halda áfram á sömu
braut og gera allt, sem í
þess valdi stendur, til að
veita ríkisstjórninni verð-
ugt aðhald, einmitt til að
forðastþað, aðframsóknar-
ráðherramir láti flækja sig
lengra út í óhæfuna en
orðið er. Um það ættu
raunar lýðræðissinnar,
hvar í flokki sem þeir
standa, að sameinast.
KÆRAR ÞAKKIR
forum
world featnres
Tímamóta-
kosningar
í Tyrklandi
Nú er I fullum gangi f Tyrk-
landiein afdrifaríkastakosninga-
barátta í sögu landsins. Tyrkland
er landfræðilega og frá herfræði-
legum sjónarhóli tengiliður milli
Evrópu og Asfu og áhugamenn á
Vesturlöndum fylgjast þar gaum-
gæfilega með þróun mála. Það er
í hæsta máta vafasamt, að
kosningadagurinn, 14. október
næstkomandi beri f skauti sér
umtalsverðar breytingar, en það
merkilega er, að kosningar skuli
yfirleitt vera haldnar f Tyrklandi
eftir alla þá ringulreið, sem verið
hefur sfðan hershöfðingjar
frömdu þar hálfgildings valdarán
12. marz 1971.
Fyrir um það bil ári var al-
mennt taiið, að ef efnt yrði til
kosninga myndi Réttlætisflokkur-
inn, (JP) sem er hægri sinnaður
og nýtur forystu Suleyman
Demirel, fara með sigur af hólmi
eins og í kosningunum 1965 og
1969. Enda þótt JP njóti ennþá
mests fylgis, og muni að öllum
líkindum fá atkvæðamagn langt
umfram aðalkeppinaut sinn lýð-
veldissinnaða þjóðarflokkinn
(RPP), mun hann sennilega ekki
fá kjörna til neðri deildar 226
menn, sem er nauðsynlegt til að
tryggja algeran meirihluta. Fari
svo verður enn á ný stjórnmála-
legt öngþveiti i landinu, þar til
nýrri samsteypustjórn hefur ver-
ið komið saman..
Tyrkir eru orðnir leiknir í að
leysa stjórnmálakreppur sínar, en
það væri óheppileg tilviljun, svo
að ekki sé dýpra i árinni tekið, ef
þeir væru mitt í hringiðu stjórn-
málalega öngþveitis, 29. október,
er halda á hátíðlegt með pompi og
prakt hálfrar aldar afmæli Lýð-
veldisins Tyrklands. Vafalaust
munu þeir kosta kapps um, að
koma lagi á innanlandsmál sín
fyrir þann tíma, því að þeir eru
áfram um að koma sem allra bezt
fyrir sjónir, er tignir gestir sækja
þá heim í tilefni hátíðahaldanna.
Hvers vegna hefur fylgi JP
rýrnað undanfarna mánuði?
Einkum er það vegna tveggja til-
tölulega nýrra flokka, Demókrata-
flokksins og hins furðulega Hjálp-
ræðisflokks, — en tilkoma þeirra
getur komið upp djúpstæðum
klofningi meðal hægri manna. Til
skamms tíma var mikil sundur-
þykkja innan RPP, en nú hefur
náðst þar góð samstaða, enda hef-
ur flokkurinn fengið nýjan og
staðfastan formann,- Bulent
Ecevit að nafni.
Ennfremur mun RPP, sem nýt
ur stuðnings fjársterkra aðila,
skerða fylgi JP, enda þótt flokk-
urinn kunni að hljóta færri þing-
sæti en árið 1969.
Demókratar klofnuðu út úr JP
árið 1970 og hugmyndafræðilegur
ágreiningur þessara flokka er
næsta lítill. Sá síðarnefndi telur
sig hins vegar réttan arftaka hins
gamla Demókrataflokks, sem
Adnan Menderes stýrði, en hon-
um var steypt af stóli árið 1960 og
ári síðar var hann tekinn af lífi.
Nafnið Menderes hefur ennþá
allt að því yfirnáttúrulegan
hljómgrunn í sveitahéruðum, og
það hefur sitt að segja, að sonur
hins látna forsætisráðherra er
meðal frambjóðenda flokksins.
Bayar, sem nú er aldinn að árum,
en var þjóðhöfðingi í stjórnartíð
Menders, hefur jafnvel veitt vatni
á myllu flokksins með þvi að lýsa
yfir stuðningi við hann.
En það er stofnun Hjálpræðis-
flokksins, sem fremur kemur við
kaunin á Demirel, og er meira
áhugaefni þeim, sem fylgjast með
þróun mála i Tyrklandi. Flokk-
urinn er furðulegt fyrirbæri og
kafnar þar ekki undir nafni. Hinn
raunverulegi leiðtogi flokksins er
Necmettin Erbakan, fyrrum
prófessor í Ankara. Flokkurinn
höfðar til hefða og afturhalds í
Tyrklandi. Umfram allt leggur
hann áherzlu á, að hefðir
Múhameðstrúar séu í heiðri hafð-
ar og boðorð Kóransins haldin, og
er sem sé hlyntur öllu því, sem
Mústafa Kemal var andvígur,
enda þótt leiðtogar hans þræti
statt og stöðugt fyrir, að þeir séu
and-Kemalistar. t vissum
skilningi er hann svo hægri sinn-
aður, að hann fer heilan hring. Til
að mynda boðar hann sósfaliska
stefnu í félags- og efnahags mál-
um.
Margir sérfræðingar»hafa bent
á, að hér sé um að ræða hliðstæðu
við stefnu Kadaffís í Líbýu. í
Ankara er sá orðasveimur á
kreiki, að Hjálpræðisflokkurinn
njóti fjárstyrks frá Libyu og
Saudi Arabiu, en erfitt er að færa
á það sönnur. Fáir reyndir sér-
fræðingar taka mikið mark á
Hjálpræðisflokknum, en hann er
þó athyglisvert fyrirbæri í tvenns
konar skilningi. I fyrsta lagi getur
hann reytt talsvert fylgi af JP í
sveitahéruðum, og í annan stað,
fái hann háan hundraðshluta af
heildaratkvæðamagninu, hvað
svo sem þingsætum líður, gefur
það til kynna, að talsverður hluti
tyrknesku þjóðarinnar, er enn
andvigur umbótastefnu, og öllum
vestrænum nýjungum, sem
Mústafa Tyrkjafaðir leiddi til
öndvegis fyrir nærfellt hálfri öld.
Tilkoma Hjálpræðisflokksins er
hagstæð fyrir RPP, elzta stjórn-
málaflokk landsins, í komandi
kosningum, þvi að hann mun
engu umtalsverðu tapa til hins
nýja flokks. Ef til vill gerir
fjárskortur RPP erfitt um vik, því
að fjársterkustu aðilarnir styðja
JP svo til eingöngu, — en á sl. ári
hefur skipulag flokksins og sam-
staða innan hans batnað. Flokk-
urinn er nú eini vinstri flokkur
landsins og mun næstum áreiðan-
lega fá atkvæði þau, sem áður
féllu til hins marxistiska Verka-
mannaflokks, sem var bannaður
árið 1971. Þessi atkvæði verða ef
til vill ekki fleiri en 500.000 og
margir leiðtogar vinstri manna
eru vitaskuld í fangelsum. Ecevit,
leiðtogi flokksins, heldur því
samt ákveðið fram, að flokkúr
hans sé að verða sannkölluð
sósíaldemókratatisk hreyfing I
ætt við sósíaldemókrata á Vestur-
löndum. Þessi yfirlýsing er trúleg
og stefnuskrá flokksins endur-
speglar í stórum dráttum venju-
leg sósíaldemókratatísk fræði, en
miðuð við hinar sérkennilegu að-
stæður, sem fyrir hendi eru I
Tyrklandi. Það væri JP að skapi,
ef Ecevit tæki upp öfgafyllri
vinstristefnu, en það myndi
skjóta hægfara stuðningamönn-
um hans skelk í bringu. Áróðurs-
meistarar JP saka hann og suma
helztu fylgimenn hans statt og
stöðugt um að vera handbendi
kommúnista. Elcevit kallar þessar
yfirlýsingar ógeðfelldan
kosningaáróður, og þær kunna að
hafa öfug áhrif gagnvart þeim,
sem hnútum eru kunnugir.
A hinn bóginn væri barnalegt
að horfa fram hjá því, að
kommúnistar gætu látið til sín
taka í flokknum, og ef Verka-
mannaflokkurinn verður bannað-
ur áfram, verður á þessu vaxandi
hætta. Margir sérfræðingar telja,
að Ecevit, sé þegar farinn að gera
áætlanir um kosningarnar 1977,
og það er mikilvægt fyrir Vestur-
Evrópurfki að fylgjast með i
hvaða átt flokkur hans þróast
næstu f jögur árin.
En stóra spurningin er, og yfir-
skyggir allar refskákir stjórn-
málamannanna, eins og ávallt,
þegar um stjórnmál i Tyrklandi
er að ræða: hvert verður hlutverk
hersins? Ósigur fulltrúa hans,
Gurler hershöfðingja, í siðustu
kosningum var verulegt áfall
fyrir hershöfðingjana, sem telja
það skyldu sína við föðurlandið að
ráða ferðinni i tyrkneskum
stjórnmálum. Nýlega hafa 35
hershöfðingjar verið settir af og
Batur hershöfðingi, yfirmaður
flugflotans og sá siðasti af þeim
fjórum, sem lögðu á ráðin um
íhlutun hersins árið 1971, hefur
sagt af sér. Þetta eru merki þess,
að hershöfðingjarnir séu alger-
lega að snúa baki við stjórnmál-
um. En verður það til frambúðar?
Margir sérfræðingar eru efins um
það.
Það virðist nokkurn veginn
öruggt, að hershöfðingjarnir
muni ekki skipta sér af
kosningunum og séu reiðubúnir
til þess að veita stjórnmála-
mönnunum annað tækifæri til að
stjórna landinu. Furðulegt er í
hæsta máta, að herinn skuli sam-
þykkja, að Demirel verði forsætis-
ráðherra, en hann var hataður af
mörgum þeim hershöfðingjum,
sem nú eru ekki lengur við störf.
Að venju þokast Tyrkir tvö skref
áfram og eitt aftur á bak, en
stjórnmálin bera æ meir svip af
því, sem gerist í vestrænum lýð-
ræðisríkjum. En ef stjórnmála-
mennirnir klúðra málunum á
nýjan leik, kann svo að fara, að
nauðsynlegt verði að hers-
höfðingjarnir skerist i leikinn
enn á ný.