Morgunblaðið - 11.10.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1973. SAI BAI N 1 Ed McBain: 1 ó hdjofþföm 9 „Ég er búin að segja þér það. Þegar Carella kemur hingað ætla ég að drepa hann. Síðan fer ég héðan. Og reyni einhver að hindra mig í því, læt ég töskuna með nítróinu flakka." „Setjum sem svo, að ég reyni einmitt núna að ná byssunni af þér?“ „Ég myndi ekki reyna það, væri ég þú.“ „En segjum, að ég reyni það?“ „Ég treysti nefnilega á svolítið, varðstjóri." „Hvað er það?“ „Þá staðreynd, að enginn maður er raunveruleg hetja. Hvort er þir kærara — líf þitt eða Carella? Reyndu að ná byssunni og þá eru ailar líkur á því, að nítríið springi framan I þlg. Fram- an I þig, en ekki hann. Nú, allt I lagi, þú hefur bjargað lífi hans. En gert út af við sjálfan þig um leið.“ „Carella gæti verið mér mikils virði, Virginia. Svo mikils, að ég væri kannski reiðubúinn að deyja fyrir hann.“ „Jæja. Og hvað er hann hinum mönnunum hérna inni mikils vir- ði? Væru þeir reuðubúnir að dey- ja fyrir hann líka. Eða fyrir þessi lúsarlaun, sem borgin skammtar þeim? Hvers vegna ekki að efna til atkvæðagreiðslu, varðstjóri? Og finna út hvað margir þeirra eru tilbúnir að deyja á þessari stundu. Ég skora á þig — láttu þá * greiða atkvæði." Hann kærði sig ekki um at- kvæðagreiðslu af þessu tagi. Til þess vissi hann of lítið um hug- rekki og hetjudáðir. Þó vissi han- n, að hver og einn einasti þessara manna hafði oftsinnis á ferli sln- um sínt áræði og kjark. En hug- rekki þeirra þá hafði jafnan ráð- izt af kröfum líðandi augnabliks. Andspænis gapandi gini dauðans — myndu þessir menn vera til- búnir að leggja á ófært vaðið? Hann vissi það ekki. En hann var nokkuð viss um, að mættu þeir velja „þitt líf eða Carella", myndu þeir kjósa, að Carella dæi. Eigin- gjarnt? Kannski. Omannúðlegt? Kannski. En lífið er ekki eitt af því, sem maður prangar út á skransölu á nýjan leik, eftir að hafa útjaskað þvl með einhverj- um hætti. Þú berst fyrir lífinu og IMÁMSKEIÐ FYRIR KONUR OG KARLA Námskeið í manneldisfraeði og sjúkrafæðu (megrunar- fræði o.fl.) Hefst mánudaginn 15. október. Sérfræðingur annast kennsluna. Upplýsingar i síma 86347. hlúir að þvl eftir megni. Og enda þótt hann þekkti Carella svo vel sem raun ber vitni, jafnvel (orðið stó I manni eing og Brynes) unni Carella, þorði hann ekki að spyrja sjálfan sig þessar spurningar: „Þitt líf eða Carella." Hann óttað- ist svarið. „Hvað ertu gömul, Virginia?" „Hvaða máli skiptir það?“ „Mér þætti gaman að vita það.“ „Þrjátíu og tveggja." Hann kinkaði kolli. I þýðingu Björns Vignis. „Ég virka eldri?" „Svolítið." „Heilmikið. Þú getur þakkað Carella það. Hefurðu nokkurn tíma séð Castelviewfangelsið, varðstjóri? Hefur séð staðinn, þar sem Carella læsti Frank minn inni? Hann er fyrir skepnur , ekki menn. Og ég þurfti á meðan að IÐEII NÖTT Stórkostleg útsala Meira en helmingslækkun á öllum vörum. Allt á að að seljast. Komið og sjáið. Nýjar vörur í hverri viku. Þúsund og ein nótt. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10- 100 kl. 10.30—11.30, frá mánudegi til föstudags. £ „Fávfsri konu“ svarað Vegna bréfs, sem birtist I dálk- um þessum fyrir nokkru, skrifar Steinar Guðmundsson á þessu leið; en bréfið er dagsett 30. sept.: „Heill og sæll Velvakandi. „Ég er komin I hring I þessu öllu“ segir „Fávís kona“ I pistli þínum laugard. 29 sept., en þar bregður hún upp mynd af drykkjumanninum, sem hún er gift. Eg virði þessa konu fyrir hrein- skilnina, en yf irleitt eiga drykkju- mannskonur mjög erfitt með að tjá sig sem slíkar, svo rótgróinn er misskilningurinn á eðli ofdrykkj- unnar. Þessi kona skrifar sannari lýsingu á vandamálinu „hinn dæmigerði drykkjumaður" en ég áður hefi séð á prenti. Þó segist hún ekki þekkja drykkjuskap á svo háu stigi, sem hún telur sig skynja af Mbl.grein minni: „Svona á helzt ekki að láta menn deyja“. Þó átti sú grein aðeins að vera einfaldur örlagarammi fjög- urra látinna íslendinga, manna, sem einmitt hefðu passað I bux- urnar af hennar manni hvað drykkjuskap áhrærir. Þetta voru fjórir þjóðfélagsborgarar, sem leituðust við að bera byrðar þjóð- félagsins til jafns við hina, —ólu upp sín börn, —skiluðu sinni vinnuviku, —borguðu sína skatta. öndina á kojufylliríinu, —hvort hann slasaði sig til ólífis við að falla um húsgögnin heima hjá sér, eða hvort hann geispaði golunni á götu úti. Að vísu sleppti ég mikilvægu atriði úr dæminu, —ég minnist ekki á þrælaplskinn, sem drykkjumaðurinn undan- tekningalaust er aðstandendum sínum, ýmist vitandi eða óafvit- andi. En „fávís kona“ kom mér til hjálpar og fyllti það skarð. Áður en ég anza kalli og reyni að gefa holl ráð, vil ég enn á ný láta I ljósi þakklæti mitt til kon- unnar fyrir einlægni og einurð, en skrif hennar bera það með sér, að þau eru ekki hripuð I augna- bliksörvæntingu heldur sér mað- ur I þeim fullþroskaða drykkju- mannskonu, útskrifaða úr skóla sem ég efast ekki um, að sé öllum öðrum skólum erfiðari. Þessi kona giftist ekki drykkjumanni. Fyrir 15 árum giftist hún manni, manni sem hún elskaði og virti. Saman tókust þau á við blessaðan hversdagsleikann með kitlandi tilhlökkun og forvitni um, hvað kynni að leynast á bak við næsta leiti. Nú hefir tímans tönn gert úr honum trénaðan drumb, blindað- an á eðli breytingarinnar, en um- hyggja hennar hefir snúizt I með- aumkun og örvæntingu, og upp- gjöfin er á næsta leiti. Og hver skyldi svo trúa því, að til skuli vera nokkuð öruggar aðferðir til að nudda lífi I drumbinn, en að nokkrir ólánsmenn I lykilaðstöðu varni því að svo sé gjört. „Hvernig á að hjálpa þessum manni?“ Það er spurningin. Alls- gáð eiginkona drykkjumanns er ekki fávis á eðli drykkjuskapar. Einstaka sinnum sér hún örla á gamla, góða stráknum sínum á bak við frosna grímu sjálfbirg- ingsins, —enda er það það, sem gefur henni baráttuþrekið. Engir tveir drykkjumenn eru eins. Tveir menn eru yfirleitt aldrei eins. Drykkjumenn eiga samt ýmislegt sameiginlegt og eitt af þvi er það, að þeir „brotna“ ein- stöku sinnum ófullir. Allsgáðir sjá þeir sanna mynd af sjálfum sér um leið og þeir finna, að þá brestur kjark og þrek til að breyta stefnu til þeirrar áttar, sem þeir helzt af öllu kysu. Þetta ástand stendur yfirleitt ekki lengi —oftast má telja það I klukku- stundum. Stundum stendur það að vísu lengur, þá oft stutt heitstrenging- um —og kallað bindindi. Bindindi er ágætt —blessað veri það—, en einhliða bindindi drykkjumanns hefir þann galla að vera bundið þreki frekar en skilningi. Áreynsla býður þreytu heim og þreyta uppgjöf. Þess vegna verða mörg bindindi svo endaslepp. Menn gefast upp á að ganga með krepptan hnefann. Að minu mati er ofdrykkja ekki sjúkkómur heldur afleiðing marg- víslegra samverkandi veilna. Þar flækjast I einn hnút ímyndanir og ástríður, ofsi og vesöld, derr- ingur og dindilmennska allt um- vafið misskilningi,—misskilningi á misskilning ofan. Ofdrykkja er viðráðanleg, og þá sérstaklega ef henni er sinnt af aðila, sem er fjölskyldu drykkjumannsins óvið- komandi, og þar sem aðstæður eru til að komast að drykkju- manninum á réttri stundu er oft stutt I árangur. Ástæðan til þess að ofdrykkja er svo oft tahn óvið- ráðanleg er sú, að verið er að reyna að vinna á einstökum orsök- um hennar I von um að þá læknist meinið af sjálfu sér. Gegn of-’ drykkju verður að vinna framan frá, það verður að ganga hreint til verks, —byrja á afleiðingunni en láta hugsanlegar orsakir liggja milli hluta. Þetta er þrautreynd aðferð víða erlendis og var með góðum árangri reynd hér fyrir fimmtán árum síðan. en nú er hún bann- færð —geðlæknamir íslenzku nota aðstöðu sína sem trúnaðar- menn rfkisvaldsins I ofdrykkju- málum og þvergirða fyrir, að hægt sé að sinna drykkjumanni eða koma til hjálpar, þegar drykkjumannskonunni loksins fallast hendur. £ Hvaðertil ráða? Ofdrykkja er ekki geðveiki I þess orðs algengustu merkingu, hvað sem íslenzkir geðlæknar segja, fyrr en búið er að gera geðsjúkling úr drykkjumannin- um, —en það tekur að jafnaði 15—20 ár. Undantekningalítið er geðveiki ómeðvituð, en ofdrykkja er ætíð meðvituð. A því er regin munur. Lausn ofdrykkju liggur I hugarfarsbreytingu drykkju- mannsins, en með því að lama margþvældan vilja hans meðmeð- alagjöfum og dekri er stuðlað að þvf að viðhalda meininu. Drukkn- andi ábyrgðartilfinning er kæfð I stað þess að reyna að örva hana. Ábyrgðartilfinningin er grunn- tónn „mórölsku" timburmann- anna, en „mórallinn" er síðasta hálmstrá drykkjumannsins. Væri ég örþreyttur drykkjumannsmaki vildi ég samt heldur eiga Klepps lækni að, heldur en engan. Um hina læknana er ekki að tala— þeim er meinuð aðstaða til jafns við óbreyttan borgarann, ef drukkinn sjúklingur á I hlut. Ef ég væri spekingur þá mundi ég segja: „J>ið fávlsu konur kom- ið drykkjuskap barnanna ykkar og barnanna þeirra til bjargar með því að sameinast um þá kröfu, að drykkjumaður eigi kost á að njóta aðstoðar til að bjarga sjálfum sér áður en sjálfsbjargar- viðleitnin kulnar, bjarmi vit- undarinnar dofnar og kraftarnir þverra, unz stofninn veldur ekki greinunum hvað þá heldur ávöxt- unum, sem hann átti að bera.“ En ég er ekki spekingur og því segi ég: „Flettið upp I síma- skránni, mínar elskulegu, veljið ykkur alþingismann, nálgizt hann persónulega og lesið yfir honum kjarnann úr grein Fávísrar. Segið honum svo, að ekki þurfi að fara lengra en hér út til Edinborgar til að finna fyrirmynd að skipulagi, sem að öllum lfkindum myndi leysa þau vandræði, sem við er átt. Segið honum einnig, að marg- háttaðar tilraunir hafi verið gerð- ar til að koma skipulagi á þessi mál I lögsagnarumdæmi Alþingis is, en allar hafi þær strandað á afstöðu trúnaðarmanna Alþingis I ofdrykkjumálum. Þrátt fyrir marga ósigra I of- drykkjumálunum er ég enn hlað- inn svo mikilli bjartsýni, að ég trúi á sigur hins góða I þessu sem öðru, og ef nógu margar konur tækju tilmæli mín alvarlega er ég ekki I nokkrum vafa um það, að innan veggja Alþingis mundi fljótt myndast vilji til að búa þannig í haginn, að ofdrykkjumál- um okkar yrði sinnt ofdrykkju- mannsins vegna og aðstandenda hans. Ef viljinn er góður, get ég ekkert séð því til fyrirstöðu, að jafnvel um næstu áramót verði kominn vlsir að starfsemi, sem duga mundi eiginmanni hinnar sárþreyttu „fávísu konu“ til sig- urs I því vandamáli, sem nú yfir- skyggir hann og konuna hans og börnin tvö —vandamálinu, sem hvílir eins og mara á þjóðinni, en sem þjóðin vill ekki sinna vegna óútskýranlegrar hræðslu við eitt- hvað, sem enginn veit hvað er. Steinar Guðmundsson. Þakklátur útvarpshlustandi hringdi til að lýsa ánægju sinni og fleiri með erindi Hugrúnar skáld- konu. Sagði útvarpshlustandinn ennfremur, að mikið gleðiefni yrði að fá að heyra fleira I sama dúr. Nýsmlði - Véiavidgerdlr - Köfun Leigjum út vatnsdælur Vélsmiðja Andra Ö. Heiðberg Laufásveg 2a. Reykjavik P.O.Box 1381 Símar 1 3585 og 51917 (Kvöld og nætursími). Renault 16 TL 1972 Bifreið þessi ertil sölu. Allar nánari upplýsingar hjá Renault umboðinu. Kristinn Guðnason h.f, Suðurlandsbraut 20 sími 86633 meiri hluti eða öll hlutabréf í félagi. sem á stórt verzlunar- og iðnaðarhusnæði á góðum stað í Kópavogi. Sennilegt söluverð alls hlutafjárins 25 millj. Nánari uppl. gefur Tómas Gunnarsson, hdl., næstu daga kl. 3—5. Sími 25024. Efnalaug Til sölu er lítil efnalaug. Hentug fyrir hjón sem vildu reka sjálfstæðan atvinnurekstur. Einnig hentugt til flutnings. Uppl. í sima 42622 og 12337 eftir kl. 1 á daginn. Til sölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.