Morgunblaðið - 11.10.1973, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÖBER 1973
Jtfl4l,FiCA\
IAJH”
22-0-22-
RAUDARÁRSTÍG 31
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
B44 • 25555
im\
A CAR RENTALl
Æ BÍLALEIGAN
VfelEYSIR
«“24460
I HVERJUM BIL
PIONEEH
ÚTVARP OG STEREO
CASETTUTÆKI
CAR RENTAL
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
laOAM
AUÐBREKKU 44-46.
SIMI 42600.
FERÐABÍLAR HF.
Bílaleiga. - Sími 81 260.
Tveggja manna Citroen Mehari.
Fimm manna Citroen G.S.
8—22 manna Mercedes Benz hóp-
ferðabílar (m bílstjórum).
HOPFERDIR
Til leigu í lengri og
skemmri ferðir 8—50 far-
þega bilar.
KJARTAN
INGIMARSSON,
sími 86155 og 32716.
HVER ER
SINNAR
ÆRJ SMIÐUR
^ SAMVINNUBANKINN
Gömul við-
horf og ný
Fyrir nokkrum áratugum
einkenndust stjórnmálaskrif
dagblaóanna mjög af því að
hrósa fræknum sigrum yfir
andstæðingunum, þannig að
lfkast þvf var, að um fþrótta-
kappleiki væri að ræða. Aðal-
atriðið þeirra skrifa var að
finna út, hver væri sigurvegari
kappleiksins og hefði þvf farið
heim „með bæði stigin“.
Ekkert var lagt upp úr auka-
atriðum, eins og að fjalla mál-
efnalega um viðkomandi mál-
efni og skýra lesendunum frá
þvf hvað raunverulega hefði
farið fram, svo að þeir gætu
sjálfir metið, hvaða ályktanir
bæri að draga. Slíkt mat töldu
þessir höfundar, að bezt væri
komið í höndum þeirra sjálfra,
og litu þeir þess vegna á það
sem sitt eina hlutverk að skýra
hinum sauðsvarta almúga frá
þvf, að hvaða niðurstöðu þeir
hefðu komizt, en sú niðurstaða
var að sjálfsögðu alltaf ákveðin
fyrirfram.
A þessu skeiði íslenzkrar
blaðamennsku var heldur
ekkert lagt upp úr þvf að gera
greinarmun á þvf, hvað væru
fréttir og hvað stjórnmálaskrif
af hálfu blaðsins. Fréttirnar
voru oftast stuttar hugleiðingar
blaðamannsins, skrifaðar af
mismunandi tilefnum.
Langt er síðan þau blöð, sem
einhverja sómatilfinningu
hafa, Iétu af þeim vinnubrögð-
um. sem að ofan er lýst.. Slík
breyting á starfsháttum blað-
anna var eðlileg afleiðing af
auknum lýðræðislegum þroska,
þar sem ráð er fyrir þvf gert, að
fólk móti sfnar skoðanir á
stjórnmálum sjálft. Hlutverk
dagblaða varð þannig að flytja
fólkinu fréttir af því eftirtekta-
verðasta, sem er að gerast f
þjóðlífinu, og reyna að gera
þetta á sem hlutlausastan hátt.
Sfðan er ekkert þvf til fyrri-
stöðu, að blaðið taki viðkom-
andi málefni fyrir og geri þvf
s'kil út frá sfnum eigin sjónar-
hóli, enda sé slík túlkun ræki-
lega aðgreind frá fréttinni um
málið.
Vinnubrögð
gamla tímans
Nú finnst sjálfsagt flestum.
að það, sem hér er sagt sé
augljós sannleiki, sem ekki
ætti að þurfa að vera að tfunda
svo mjög. Það er nú samt svo,
að hin gömlu vinnubrögð
blaðanna þekkjast hjá
nokkrum blöðum, sem ennþá
koma út. Skýrasta dæmið um
þetta er dagblaðið Þjóðviljinn,
en þeir, sem skrifa það blað,
virðast fremur öllum öðrum
eiga erfitt með að fylgjast með
þróuninni í starfsháttum
blaðanna. Mjög gott dæmi um
þetta er „frétt“, sem birtist f
Þjóðviljanum s.l. þriðjudag,
þar sem verið var að skýra frá
fundi, sem Stúdentafélag
Háskólans hélt um landhelgis-
málið. Þar höfðu Lúðvfk
Jósepsson og Gunnar
Thoroddsen flutt framsögu-
ræður. Ekki höfðu þeir
Þjóðviljamenn svo góða trú á
málflutningi Lúðvfks, að þeir
treystu lesendum sfnum til að
meta það, sem fram fór á
þessum fundi sjálfstætt. Fyrir-
sögn blaðsins á „frétt“ þessari
var: „Lúðvfk var sigurvegari
fundarins"!! Vifji menn velta
þvf mikið fyrir sér, hvor
„sigrað“ hafi á fundinum geta
þeir dundað við það í róleg-
heitum, en fréttamennska sem
þessi dæmir sig sjálf. Það eru
augljós vonbrigði þeirra Þjóð-
viljamanna með frammistöðu
Liíðvfks á þessum fundi. Þeir
hafa ekki fundið neitt bitastætt
úr ræðunni til að skreyta for-
sfðu „frétt“ sfna með, og þá er
gripið til gamalkunnugra ráða
blaðamennskunnar. Starfsað-
ferðir Þjóðviljans eru sem
ómur löngu liðinna daga, sem
allir heiðarlegir blaðamenn
fagna heils hugar, að skuli vera
liðnir. En það er sjálfsagt von-
laust verk að ætla að kenna
þeim Þjóðviljamönnum, hvaða
vinnubrögð ber að viðhafa við
að skrifa dagblað f lýðræðis-
þjóðfélagi. Enda mun nú önnur
þjóðfélagsskipan vera þeim
hugstæðari.
spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins.
KRÓKUR FYRIR IBÚA
STARHAGA
Hermann Rangarsson,
Brúarenda við Starhaga, spyr:
Hvernig stendur á því, að íbú-
ar við Starhaga þurfa að aka
suður í Skerjafjörð til að kom-
ast niður í Miðbæ?
Hvenær verður jafnað úr
Moldarhaugunum á nýju eyj-
unni í Suðurgötu fyrir sunnan
Fálkagötuna?
Guttormur Þormar, yfirverk-
fræðingur hjá gatnamálastjóra,
svarar:
Það hefur verið stefna okkar
að fækka gatnamótum eftir
megni. Við höfum ekki orðið
varir við neina óánægju meðal
fbúa Starhaga með þetta fyrir-
komulag, en ef hún er hins veg-
ar almenn, er sáraeinfalt að
gera skarð í eyjuna við Star-
haga. En hitt er svo spurning,
hvort þetta sé svo mjög til baga
fyrir íbúa Starhaga. Krókurinn
er ekki mjög mikill, en hins
vegar gæti þetta orðið til að
draga úr umferð frá Ægissíð-
unni um Starhagann út á
Suðurgötu.
Hvað haugana snertir er því
til að svara, að tíðarfarið ræður
þvf, hvort þeir verða jafnaðir í
haust eða næsta vor! Starfs-
menn garðyrkjustjóra eru enn
að vinna við að jafna hauga og
tyrfa, en tíðarfarið ræður því,
hvort þeim tekst að ljúka þessu
ákveðna verki fyrir veturinn
eða ekki.
SVÆÐI VIÐ HÆÐARGARÐ
Guðný Sæmundsdóttir,
Hæðargarði 4, spyr:
Hefur verið ákveðið, hvað
gert verður við svæðið á horni
Hæðargerðis og Grensásvegar?
Már Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri borgarverkfræðings,
sv irar.
I aðalskipulagi Reykjavíkur
er gert ráð fyrir, að þetta svæði
sé opið svæði. Nú, við endur-
skoðun aðalskipulagsins,
verður sjálfsagt litið á
ófrágengin, opin svæði i
borginni og ákvarðað, hvort
ástæða sé til að breyta nýtingu
þeirra.
Uthlutun lóða við
LAUGARASVEG
Ólafur Sölvason, Gautlandi 5,
spyr:
Hvernig stendur á þvi, að
þær Ióðir við Laugarásveginn,
sem nýbýrjað er að byggja á,
voru ekki auglýstar til út-
hlutunar, svo sem gildir um
aðrar lóðir í Reykjavík?
Már Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri borgarverkfræðings,
svarar:
Borgaryfirvöld gerðu um það
samþykkt, að lóðir fyrir neðan
Laugarásveg skyldu koma til
úthlutunar sem bótalóðir til
handa erfðafestuhöfum í
Laugardal. Þetta eru þvi lóðir,
sem borgaryfirvöld hafa út-
hlutað í staðinn fyrir landmissi
viðkomandi aðila.
HVERS vegna er Poppkorn að
birta úrslit úr kosningum
brezks blaðs um beztu hljóm-
sveitir o.s.frv? Hvað er á því að
græða fyrir íslenzka lesendur?
Er von, að maðurinn spyrji. En
Poppkorn á svar við þessu:
Niðurstöður kosninganna hafa
ótvírætt upplýsingagildi fyrir
islenzka poppáhugamenn. Þær
hljómsveitir og þeir listamenn,
sem komast á blað, eru áreiðan-
lega þess virði, að þeim sé
einhver gaumur gefinn. Tökum
t.d. kosninguna um tíu beztu
stóru plöturnar: Af þeim lista
geta menn séð, hvaða plötur
eru athyglisverðar, af hvaða
plötum menn mega ekki missa
og hvaða hljómsveitir og lista-
menn eru líklegir til að senda
frá sér góðar plötur næst. .
Við höldum því ótrauðir
áfram og birtum í dag slatta af
úrslitum úr títtnefndum kosn-
ingúm Melody Makers, annars
vegar um brezkar plötur og
hins vegar um plötur hvaðan-
æva að úr heiminum.
LITLAR PLÖTUR:
BRETLAND
1. JEAN GENIE—
DAVID BOWIE
2. Drive In Saturday —
Davíd Bowie
3. Viiginia Plain — Roxy
Music
4. Giving It All Away —
Roger Daltrey
5. Pyjamerama — Roxy
Music
6. Layla — Derek and the
Dominoes
7. Wishing Well — Free
8. Silver Machine —
Hawkwind
9. Paper Plane—Status Quo
See My Baby Jive —
Wizzard
STÓRAR PLÖTUR:
BRETLAND
1. DARKSIDEOFTHE
MOON — PINK
FLOYD
2. Aladdin Sane
Bowie
David
3. For Your Pleasure —
Roxy Muric
4. Close To The Edge—Yes
5. Foxtrot — Genesis
6. Yessongs — Yes
7. Houses Of The Holy —
Led Zeppelin
8. The Six Wives Of Henry
VIII — Rick Wakeman
9. Made In Japan — Deep
Purple
Trilogy — ELP
LITLAR PLÖTUR:
HEIMURINN
1 WALKONTHE
WILD SIDE — LOU
REED
2. Sylvia — Focus
3. Hocus Pocus — Focus
4. School’s Out — Alice
Cooper
5. You're So Vain — Carly
Simon
6. Layla — Derek and the
Dominoes
7. Superstition — Stevie
Wonder
8. Jean Genie — David
Bowie
9. Virginia Plain — Roxy
Music
10. Frankenstein — Edgar
Winter
STÓRARPLÖTUR:
HEIMURINN
1. DARK SIDEOFTHE
MOON — PINK
FLOYD
2. Aladdin Sane — David
Bowie
3. Focus III — Focus
4. Billion Dollar Babies—
Alice Cooper
5. Caravanserai — Santana
6. Yessongs — Yes
7. Transformer —. Lou Reed
8. Birds Of Fire —
Mahavishnu Orchestra
9. Houses Of The Holy —
Led Zeppelin
Close To The Edge—Yes