Morgunblaðið - 11.10.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1973.
5
Eltn E. Stefánsson
Hjúkrunar-
námiá
háskólastigi
ÞAÐ gladdi mig að sjá á síðum
Tfmans og Morgunblaðsins þann
6. okt. sl. grein um hjúkrunar-
nám, undirritaða af tveimur ung-
um hjúkrunarkonum. Áhugi ein-
staklinga á þessu málefni finnst
mér ávallt gleðiefni. Ef slíkur
áhugi dugir til blaðaskrifa af
hálfu viðkomandi aðila, þá er það
vissulega góðs viti, jafnvel þótt
einhvers misskilnings kunni að
gæta I fálflutningi. Rökstudd
blaðaskrif um þjóðfélagsmál eru
mikilvægur þáttur í framfaravið-
leitni lýðræðiselskandi manna og
í þeirri trú, að eftirfarandi orð
mín geti að nokkru gagni komið,
leyfi ég mér að láta þau frá mér
fara.
„Helztu vandamál heilbrigðis-
þjónustunnar — Stefna hjúkr-
unarmenntunar á Isiandi" nefnd-
ist grein, er birtist i dagblaði Tfm-
ans 27. júnl sl. (Greinin var end-
urprentuð í Tfmariti Hjúkrunar-
félags Islan'ds, 3. tölubl. 1973).
Þar stendur m.a.: „Vonir um að
einhvern tíma verði unnt að
stunda framhaldsnám I hjúkrun
hérlendis, byggist ótvírætt á þvl,
að allfjölmennur hópur einstakl-
inga innan hjúkrunarstéttarinnar
hafi svo góða undirstöðumennt-
un, að þeir eigi greiða leið inn I
erlenda háskóla að afloknu hjúkr-
unarnámi hér heima.“
Þessi fullyrðing byggist á þeirri
vissu, að nauðsynlegt sé, að gera
töluvert hærri kröfur til bæði sér-
fræðilegrar og alhliða menntunar
kennara við framhaldsmenntun I
hjúkrunarfræðum en kennara I
skólum hjúkrunargrunnnáms,
hvort heldur slíkt grunnnám er
veitt sem námsbraut innan Há-
skóla íslands eða á vegum Hjúkr-
unarskóla Islands og annarra
hliðstæðra stofnana. Auðvitað er
maður samt þakklátur fyrir sem
bezta menntun allra kennara,
hvar og hvenær sem er.
Óhjákvæmilega hlýtur undir-
búningsmenntun fullhæfra kenn-
ara við framhaldsmenntastofn-
anir að taka mörg ár innan hins
æðra menntunarkerfis, og nám
þeirra færist stöðugt meir inn I
háskólana víðsvegar um heim.
Með allskonar endurskoðun að-
ferða og skipulags reyna flestar
þjóðir að stytta hvers konar lang-
skólanám eftir megni, án þess þó
að rýra gæðin um of, I þvi skyni
að mannafli og fjámunir nýtist
viturlega.
Kennarar undirbúnir til
kennslu I framhaldshjúkrunar-
f ræðum eru alls ekki til hérlendis
sem stendur, en við I hjúkrunar-
stétt Islands skulum með átaki
heilshugar samvinnu stuðla að
því, að þeir verði hér sem allra
fyrst. Takmarki þessu náum við
öðru fremur með þvf móti, að efla
aðstöðu Háskóla tslands til að
annast hjúkrunarmenntun, sem
m.a. nægir sem undirstaða fram-
haldsnáms f mismunandi sér-
greinum hjúkrunarfræða við
hvaða háskóla, sem býður upp á
slfkt nám. Hlutverk Háskóla ls-
lands á þessum vettvangi þarf að
vera tvíþætt. Annars vegar er
menntun byrjenda f hjúkrun, unz
þeir hafa náð B.S. gráðu í hjúkr-
unarfræðum, og slfk námsbraut
hefur nú þegar hafið göngusfna á
þessu hausti. Hins vegar er það,
sem oss enn vantar, þ.e. menntun
hjúkrunarkvenna, sem þegar
hafa lokið prófi frá Hjúkrunar-
skóla Islands, eða hliðstæðri
stofnun, og vilja bæta við sig
námi upp að B.S. gráðu. Báðir
þessir hópar verða vitaskuld að
fullnægja inntökuskilyrðum til
háskólasetu, en hinn sfðarnefndi
hópur hefur þegar öðlazt mikil-
vægt brautargengi með þvf, að
tekizt hefur, með óþreytandi elju
margra aðila að hleypa hinni
nýju hjúkrunarnámsbraut af
stokkunum. Fögnum þvf stignu
skrefi.
Sfðara takmark hlýtur svo að
verða það að eignast vel mennt-
aða sérfræðinga I hjúkr.fræðum
til að annast kennslu I framhalds-
greinum og þá vonandi beinlínis
sem æðri námsbraut innan Há-
skóla Islands eða I nánum tengsl-
um við þá stofnun. Ýmis konar
námskeið og fræðsla tengd vinnu-
stöðum heilbrigðisþjónustunnar
geta engu síður orðið góðra gjalda
verð, en ekki má ofmeta
slíkt. Árið 1959 fór undirrituð til
náms við erlendan háskóla I
þeirri trú, að þar fengist innritun
til framhaldsnáms I heilsu-
verndarhjúkrun. Þegar á staðinn
kom, þá fyrst kom I Ijós að þrátt
fyrir hjúkrunarkennarapróf frá
Svíþjóð upp á vasann var fyrst
krafizt viðbótamáms til að ná B.S.
gráðu i hjúkrun, áður en um
framhaldsnám yrði að ræða í
nokkurri mynd. Að visu var
heilsuvernd innifalin f þessu
námi til B.S. gráðu i all rfkum
mæli og er það látið duga sem
einskonar sérnám hér á Islandi,
sem er raunar óæskilegt til nokk-
urrar frambúðar.
Sjálfsagt hefði það eitt þótt
„rauðsokku" sæmandi, að fara
aftur utan og ljúka settu marki og
ná meistaragráðu í einni eða ann-
arri sérgrein hjúkrunar. Ég er
bara of íhaldssöm hvað móður og
húsmóðurskyldur snertir, til að
hafa drifið mig í slfkt, en þætti
samt vænt um að geta greitt götu
annarra, sem yngri eru og störfin
bíða eftir.
Hafnarfirði. 8. okt. 1973.
Elfn Eggerz Stefánsson.
Innbrot
í pylsubar
BROTIZT var inn I Primapylsu-
barinn við Austurstræti aðfarar-
nótt sl. sunnudags. Litlu var
stolið, aðeins skiptimynt, en hins
vegar var heldur betur tekið til
hendi við að skreyta húsakynnin.
Var öllum sósum og hráefnum,
sem fundust á staðnum, slett um
gólf og veggi og ekkert til sparað,
að gera staðinn sem litskrúðugast-
t Vér viljum vekja athygli viðskiptamanna vorra á því, að
vér tökum ekki ábyrgð á vörum, sem liggja í vöruaf-
greiðslu vorri, sem kynnu að skemmast f frosti.
Skipaútgerð ríkisins
INGIMARSSKOLI
Gagnfræðingar útskrifaðir 1948:
Skemmtikvöld verður haldið föstudag 12.
okt. í kaffiteríunni Glæsibæ og hefst kl.
8.30.
Mætum öll!
Upplýsingar í simum 30193 — 36481 _
20064.
NYKOMNAR
Telpnakápurá 2—14ára.
Úrval af kuldaúlpum, jökkum, sið
buxum og peysum á telpur og
drengi. 2—16 ára.
Tvískiptir útigallar á 1—4ára.
Verzlunin
sísí
Laugavegi 53 og 58.
Wagoneer'74 er kominn
verð frá kr. 74-0 þús.
(vökvastýrí innifalid)
. , !S V ■
s - ir . ..v •y&fivék-
Allt á sama staö
Miklar breytingar á
innréttingum og.undirvagni
þará meðal framfjöórum. IMýtt grill.
Laugavegi 118 - Sími 22240
EGILL VILHJALMSSON HF