Morgunblaðið - 11.10.1973, Side 12

Morgunblaðið - 11.10.1973, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1973. Mikilvæg fiski- FYRRI HLUTI skynsamlegast sé að miða við 200 mílur. Við Islendingar verðum li- ka að vera raunsæismenn. 200 mílurnar ná fyllilega yfir okkar landgrunn og fullnægja þannig kröfum okkar og sjónarmiðum. I samræmi við þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þá ákveðnu af stöðu að styðja 200 míl- urnar og leggja til, að fært verði út í 200 mílur hið fyrsta Ég tel rétt f sambandi við þá ályktun að minnast hér sérstaklega á eitt atriði. I ályktun okkar var því lýst yfir, að þar sem fjarlægð milli Islands og annarra landa væri minni en 400 sjómílur, skyldi mið- að við miðlínu. Þessar miðlínur hafa löngum verið viðurkennd ai- þjóðleg regla, bæði í sundum og annars staðar. Varðandi skiptingu á landgrunninu i Norðursjónum, þá er það miðlínan milli landa sem fyrst og fremst hefur verið byggt á. En í grein einni I Tíman- um var því haldið fram, að það væri hin háskalegasta stefna að ætla að miða við miðlínu, sjálf- stæðismenn væru með þessu að slá af 200 mílna landhelgi í stað þess að hún yrði að vera án tak- markana. Nú er vegalengdin frá Islandi til Færeyja rétt um 200 mflur, þannig að eftir þessari kenningu ættum við að fara með landhelgislfnu okkar upp í fjöru við Færeyjar. Til Grænlands eru um 160 mílur frá Islandi; við ætt- um þvi ekki aðeins að taka allt hafið á milli landanna, heldur færa landhelgislínuna upp á Grænlandsjökla. Þó að ég sé harð- ur 200 mílna maður, þá finnst mér þarna fulllangt gengið. Að vísu væri kannski freistandi að fá að veiða sauðnaut á Grænlandi eða taka þátt í grindadrápi í Fær eyjum. En ég held, að hver mað- ur, sem hugsar málið, hljóti að viðurkenna, að miðlína milli landa hlýtur að ráða sem megin- stefna. Hitt er svo allt annað mál, ef um óbyggðar eyjar eða sker væri að ræða einhvers staðar, þá þarf að athuga það hverju sinni, hvort viðurkenna á slíka viðmið- un. Við sjálfstæðismenn höfum lagt til, að fært verði út í 200 mílur á næsta ári. Og nú skal ég gera grein fyrir því, hvers vegna við leggjum það til. I fyrsta lagi teljum við, að þetta sé okkur lífsnauðsyn vegna þess, að utan 50 mflnanna eru verðmæt fiskimið f alvarlegri hættu. Ég skal nefna nokkur dæmi. Fyrir utan 50 mílur, á djúpu vatni, eru grálúðumið bæði fyrir Norður- landi, Austfjörðum og Vestfjörð- um. Það var fyrir nokkrum árum uppgripaafli. Þá komu þangað togarar i stórum stíi, aðallega rússneskir, einnig þýzkir. Aflinn dróst saman vegna ofveiði, stofn- inn þoldi ekki þennan gífurlega ágang. Annað dæmi er kolmunni, sem gengur oft hingað f gríðar- miklu magni. Hann er yfirleitt fyrir utan 50 mílur, allt út f 150. Þar hafa Riíssar verið annað veif- ið með mikinn flota. Þriðja dæm- ið er loðnan, sem hefur verið mik- il búbót hin sfðustu 2 ár. Að sumr- inu til er hún yfirleitt fyrir utan 50 mílur, milli 70 og 150 mflna. Síðan fer hún að ganga nær landi til að hrygna . I desember, janúar, febrúar er hún út af Melrakka- sléttu og Langanesi, er þá oft um 50 mílur eða lengra frá landi; þar eru vissulega miklir möguleikar fyrir erlend fiskiskip að gera mikinn usla, meðan hún er utan við 50 mílurnar. Fjórða atriðið eru síldveiðarn- ar. Við þekkjum þá hörmungar- sögu, þegar síldin hvarf. Síldin hefur í nokkur ár verið friðuð, og menn vonast til þess, að hún nái sér upp að nýju og hér verði sildargöngur og síldveiðar. I sam- bandi við væntanlegar síldveiðar erokkurlffsnauðsyn, að landhelg- in verði sem fyrst færð út í 200 mflur. Ég nefni, góðir fundarmenn, þessi fjögur dæmi, sem liggja hreint og skýrt fyrir, en þau eru margfalt fleiri. Við höfum séð það víða, hvernig rányrkja og ofveiði hefur farið með höfin. Við þekkjum Barents- ingar muni vinna áfram að út- færslu og stefna að þvf að taka landgrunnið allt. Landgrunnið er sá eðlilegi grundvöllur vegna þess, að land- grunnið er stöpullinn, sem landið stendur á, og á þessu landgrunni eru okkar mikilvægustu fiskimið. Spurning er að vísu um það, við hvað á að miða landgrunnið. Stundum er talað um hag- nýtingarmörk, hversu langt út er hægt að hagnýta bæði til vinnslu úr hafsbotni og til veiða yfir hon- um. Um tíma var helzt á baugi að miða við 200 metra dýpi. Fyrir tveim árum almennt talað um 400 metra dýpi. Ef við ættum nú í dag að ákveða dýptarlfnur land- grunnsins, geri égráð fyrir, að við yrðum að fara a.m.k. út á 1000 metra dýpi. Lúðvfk Jósepsson minntist á það, að við sjálfstæðismenn hefð- um fyrir 2 árum flutt tillögu um það, að í stað 50 mílna útfærslu yrði miðað við 400 metra dýptar- línu, en þó hvergi nær en 50 míl- ur. Hann gerði þá og nú mikið til þess að sannfæra fólk um það, hvilík fjarstæða það væri að ætla að miða landhelgina við dýptar- línur. Hann hélt því fram, að það væri óframkvæmanlegt að stað- setja skipin, ef ætti að miða við 400 metra dýptarlfnu. Þessar full- yrðingar Lúðvíks eru haldlausar. Bretakonungur tók þessari málaleitun vel og gaf út tilskipun til allra sinna þegna, þar sem hann lagði algjört bann við því, að brezk fiskiskip sigldu á Islands- mið. Ég minnist á þessa sögu vegna þess, að hún varpar ljósi yfir hina sögulegu þróun, að um helming af æviskeiði fslenzku þjóðarinnar var það viðurkennt, að íslending- ar ættu einir öll fiskimiðin um- hverfis þetta land. Síðan liðu ár og aldir. Þó að Bretakonungur brygðist svo drengilega við í þetta sinn, þá tóku fiskiskip frá Bretum og mörgum öðrum þjóðum sfðar að veiða hér, oftast f skjóli her- valds sinna landa, en einnig vegna undanlátssemi hinnar dönsku stjórnar. En allan þennan tíma voru þessar erlendu fisk- veiðar stundaðar gegn eindregn- um mótmælum íslenzkra fiski- manna og margendurteknum and- mælum frá Alþingi Islendinga. Sókn hinna erlendu fiskiskipa og rányrkja þeirra varð einkum átakanleg fyrir síðustu aldamót, þegar brezkir togarar hóf u veiðar, skófu grunnmiðin og lögðu mörg þeirra í eyði. Framhaldið var svo samningurinn, sem Danastjórn gerði við Breta 1901, um að leyfa þeim fiskveiðar allt að 3 sjómíl- um. Þá raunasögu ætla ég ekki að rekja, en undirstrika það, að sá samningur var gerður að Islend- ingum forspurðum, það mál var ekki borið undir Alþingi. Allan þennan tfma var það ein- drégin skoðun og stefna fslenzku þjóðarinnar, að hún ætti ein landgrunnið allt og öll fiski- miðin umhverfis þetta land. En það er fyrst eftir að við tökum öll okkar mál í eigin hendur með stofnun lýðveld- isins 1944, að aftur fer að rofa felldri sókn. Strax eftir lok heimsstyrjaldarinnar 1945 var hafinn undirbúningur að þessari sókn. Ef nefna skal þá stjórnmála- menn, sem höfðu fyrst og fremst 1958 í 12 mílur. Það er tiltölulega létt verk að lýsa einhverju yfir, en að framfylgja þvf og sigra f málinu, það er oft erfiðara. Lúð- vík Jósepsson skildi við 12 mflna málið óleyst. Það féll f hlut stjórn- ar, sem á eftir kom, að leysa mál- ið, og það var gert árið 1961. Síðan gerist það á árunum 1968, 1969 og 1970 að undirbúningur er hafinn undir útfærslu, og er fært út í 50 mílur. Og 5.0 mílurnar hafa nú verið í gildi í rúmt ár. Það eru að vísu ýmis vonbrigði f sambandi við árangurinn af þessari út- færslu; Bretar hafa sýnt óþolaridi yfirgang og áreitni gagnvart okk- ur. En ég tel, að útfærslan í 50 mílur hafi gert verulegt gagn bæði inn á við og út á við. Ég hef ekkert farið dult með þá skoðun mína. Með útfærslunni hefur dregið úr sókn á íslenzk fiskimið, færri erlend skip en ella hefðu verið. Islenzk fiskiskip hafa haft betri aðstöðu til þess að stunda veiðar. En út á við hefur 50 mflna útfærslan vissulega gert mikið gagn með því að vekja athygli á þessu stóra vandamáli okkar. Hins vegar er mjög orðum aukið, þegar Lúðvík Jósepsson telur, að það hafi komið af stað alheims- hreyfingu og allt að því byltingu í þessum málum, að við færðum út í 50 mílur. Það kom fram í ræðu Lúðvíks, að hann er ákaflega ánægður yfir því, að hann hafi heyrt aðdáunarorð um forgöngu hans í þessu máli, meira að segja hafi bandarískir þingmenn hrós- að honum fyrir dugnað. Honum er velkomið að gleðjast í hjarta sínu yfir þessu. En hitt er annað mál, að þegar við lítum á þróun þessara mála, þá er það fyrst og fremst tvennt, sem hér hefur ver- ið að verki til þess að auka fylgi við víðáttumikla landhelgi. Annað er sú mikla hreyfing, sem skapazt hefur á sfðustu árum fyrir umhverfisvernd, fjrir náttúruvemd, á móti rányrkju. Sú mikla heimshreyfing hefur skilað þessu máli öllu áfram og verið undirstaðan undir þeirri öru þróun, sem átt hefur sér stað. Hitt eru undirbúningsfundimir undir hafréttarráðstefnuna, sem hafa valdið miklu um, hversu málum hefur skilað áfram. Þrátt fyrir þetta tel ég, að veru- legt gagn hafi orðið af útfærsl- unni í 50 mílur. Þróunin er hins vegar svo ör, að annað mark en 50 mílur, miklu stærra, er ekki að- eins komið í sjónmál, eins og Lúð- vík Jósepsson komst að orði, held- ur er það jafnvel innan seilingar. Meginstefna okkar Islendinga f landhelgismálinu, landgrunns- stefnan var mörkuð 1948. Hún var undirstrikuð með einróma sam- þykkt Alþingis 1959, að vinna skyldi að því að afla viðurkenn- ingar meðal annarra þjóða á rétti okkartil alls landgrunnsins. Þessi stefna var enn áréttuð í samn- ingnum frá 1961, þar sem það er sérstaklega tekið fram, að Islend- Húsfyllir var f súlnasal Hótel Sögu. M.a. kom það nýlega fram í blaða- viðtali við okkar nafntogaða skip- herra, Eirfk Kristófersson, að þó að hann væri auðvitað fylgjandi 50 mílum, þá hefði hann talið réttara, að miðað hefði verið við landgrunnið, t.d. 400 metra dýpi. Ég held, að Eiríkur sé nú öllu færari en Lúðvík f þessum efnum. Það eru nefnilega til mjög full- komin tæki til að mæla dýpið, og mér finnst, að annar eins kafbát- ur og Lúðvík Jósepsson ætti að skilja þetta. Auðvitað er það grundvallar- sjónarmið okkar íslendinga óbreytt að við landgrunnið eigum við að miða. Þegar menn hins vegar virða fyrir sér stöðuna á hafréttarráðstefnunni væntan- legu, þá lítur málið þannig út: Mörg ríki hafa þegar fært út í 200 mílur. Það eru einkum Suð- ur—Ameríku—rfkin. Flest þeirra hafa lítið sem ekkert landgrunn. Þess vegna hafa þau rfki ekki sérstakan áhuga á landgrunns- stefnu. önnur ríki, eins og t.d. Kanada, hafa ákaflega víðáttu- mikið landgrunn. Þau hafa byggt á sama sjónarmiði og við og vilja allt Iandgrunnið. Hins vegar nær það víða langt út fyrir 200 mílur. Kanadamenn eru þeir raunsæis- menn, að þeir hafa gert sér grein fyrir því, að það muni vonlítið eða vonlaust fyrir þá á hafréttarráð- stefnunni að fá viðurkennt þetta landgrunn, sem nær langt út fyrir 200 mílur. Þess vegna hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að mið milli 50 og 200 mílna í hættu Útfærsla í 200 mílur og róttæk friðun fiskstofna Góðir fundarmenn. I nær 1100 ár hefur Island verið byggt, og á hálfnuðu æviskeiði þess gerðust atburðir, er varða nokkuð það mál, sem hér er til umræðu. Þá var konungur í Dan- mörku Eiríkur af Pommern, eini konungur, sem hefur haft konungdóm yfir öllum Norður- löndum. Hann var nú enginn fyr- irmyndar konungur, m.a. var það hans verk að senda okkur biskup- inn fræga Jón Gerreksson, sem Islendingar afgreiddu eins og kunnugt er I Brúará. En vert er að minnast þess, sem Eiríki kon- ungi af Pommern er til málsbóta í tslandssögunni; hann kom myndarlega við sögu landhelgis- málsins. Það gerðist nefnilega um 1415, að nokkur brezk fiskiskip komu upp að Islandsströndum. Islendingar mótmæltu þvi þá þeg- ar harðlega, að útlend fiskiskip færu að veiða við Island, hvort sem það væri á grunnmiðum eða djúpmiðum. Slíkt hefði ekki átt sér stað í þau 500 ár, sem íslend- ingar höfðu byggt þetta land, Islenzkir fiskimenn mótmæltu, Alþingi mótmæli og krafizt var aðgerða af Danakonungi. Eiríkur brá við skjótt, sendi tvo sendi- menn til Bretlands. Þeir fluttu kæru fyrir Bretakonungi og sögðu, að allt frá upphafi Islands- byggðar hefðu Islendingar einir ráðið yfir og átt öll fiskimiðin umhverfis landið. Engin erlend fiskiskip hefðu nokkra heimild til að sækja á íslandsmið. Væri jafn- vel svo ákveðið í lögum, að kæmu útlendingar þessara erinda, þá lægi við því dauðarefsing og eignaupptaka. forgöngu um að leggja þann grundvöll, sem sfðan hefur verið reist á, þá eru það Ólafur Thors, Jóhann Jósepsson og Bjami Benediktsson. Þessir menn tóku upp málið, skömmu eftir að Is- land varð lýðveldi að nýju, fengu hinn færasta þjóðréttarfræðing, Hans Andersen, til þess að undir- búa málið. Landgrunnslögin voru sett 1948, þá var Jóhann Jóseps- son sjávarútvegsráðherra. Síðan rak hvert sporið annað. 1949 er sagt upp þriggja mflna samningn- um við Breta frá 1901. Hann gekk úr gildi árið 1951. 1950 er land- helgin færð út fyrir Norðurlandi, 1952 úr 3 f 4 sjómílur og stórfelld- ar lagfæringar á grunnlfnum, Ræða dr. Gunnars Thoroddsens, alþm. á stúdentafundinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.