Morgunblaðið - 11.10.1973, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1973.
13
haf, — við þekkjum Norðursjó,
þar sem rányrkjan hefur orðið til
þess, að nú veiðist þar ekki nema
um 10% af því, sem veiddist þar
fyrir 25 árum. Við höfum sjálf
mörg dæmi um rányrkjuna og þá
ógn, sem stafar af henni og knýr
okkur til aðgerða. Fyrsta ástæðan
til þess, að við eigum að lýsa yfir
200 mílum eigi síðar en í árslok
’74 er þessi lifsnauðsyn islenzku
þjóðarinnar.
Ef við lítum á hin lagalegu og
hin pólitisku rök fyrir þessari út-
færslu, þá vil ég fyrst nefna það,
að um alllangan aldur hefur það
verið viðurkennd þjóðréttarregla,
að strandríki skuli eiga allar auð-
lindir í hafsbotninum. Vissulega
getur það ekki staðizt til lengdar,
að þessi regla gildi aðeins um olíu
og aðrar auðlindir í hafsbotnin-
um, en þær.þjóðir, sem byggja allt
sitt á verðmætunum í hafinu yfir
landgrunninu, eiga ekki að hafa
hinn sama rétt. Auðvitað hlýtur
að þessu að koma. Og í þessa átt
stefnir ályktun allsherjarþings
Sameinuðu þjðanna frá 18. des.
sl., þegar var lýst yfir þeirri
stefnu, að öll ríki skyldu eiga
verðmætin ekki aðeins í hafsbotn-
inum heldur einnig í hafinu þar
jdir.
Fylgi 200 mflna hefur verið
kannað nu í lok undirbúnings-
funda hafréttarráðstefnunnar.
Það var kannað eftir umræðum
og yfirlýsingum, eftir hagsmun-
um ríkjanna og öllum
aðstæðum. Þá liggur dæmið þann-
ig fyrir. Það eru um 150
riki, sem eiga rétt á að mæta
á hafréttarráðstefnunni. Gert
er ráð fyrir, að það verði
130—140, sem sækja þennan
fund. Þeir, sem varlegast fara,
segja, að 80 ríki, sem sagt hreinn
meirihluti, séu örugglega fylgj-
andi 200 mílum. Aðrir telja, að
það geti farið upp í 90 eða jafnvel
100 þjóðir. Þegar málið liggur
þannig fyrir, að það er óvefengj-
anlegt, að meirihluti þjóðanna í
heiminum eru fylgjandi 200 míl-
um, þá er það vissulega sterk rök-
semd.
Þegar hafréttarráðstefnan kem-
ur saman á næsta ári, eru taldar
yfirgnæfandi líkur á því, að hún
muni snemma á ráðstefnunni
samþykkja stefnuyfirlýsingu um
fylgi við 200 mílurnar.
Þegar allt þetta kemur saman,
— brýn lífsnauðsyn íslenzku
þjóðarinnar til þess að vernda hin
dýrmætu fiskimið fyrir utan 50
mílur, grundvallarreglan um auð-
æfin 1 landgrunninu, yfirlýsing
allsherjarþings Sameinuðu þjóð-
anna, vitneskjan um meirihluta
fylgi við 200 mflur, — þá eigum
við Islendingar að taka rögg á
okkur og við að skipa okkur í orði
og verki á bekk með samherjum
okkar í þessu máli. Það yrði þeim
stuðningur, málstaðurinn styrkist
og öllum okkur vex ásmegin við
slíka ákvörðun.
Hvers vegna má ekki bíða? Það
mun svo ákveðið af Sameinuðu
þjóðunum, að til þess að bindandi
þjóðréttarregla komist á þurfi %
atkvæða á hafréttarráðstefnunni.
Allt er 1 óvissu um, hvort sá meiri-
hluti næst. En það er ekki nóg, að
2/3 samþykki, heldur þurfa mörg
ríki eftir á að fullgilda slíkan al-
þjóðasamning, og getur það tekið
mörg ár. Auk þess má vel Vera, að
hafréttarráðstefnan sjálf standi í
2 eða 3 ár eða lengur, og enginn
veit, hvort hún nær nokkurri
niðurstöðu méð 2/3 atkvæða um
víðáttu landhelgi fremur en þær
tvær fyrri hafréttarráðstefnur,
sem haldnar voru 1958 og 1960.
Við tslendingar getum ekki átt
það á hættu, að mikilvæg fiskimið
okkar, undirstaðan undir lifs-
björg okkar, verði rányrkjunni að
bráð á næstu árum. Það er kom-
inn nægur grundvöllur, eins og ég
nú hef rakið, til þess að færa út í
200 mílur fyrir lok næsta árs.
En þegar þessi hafréttarráð-
stefna kemur saman, hvaða mál
liggja þá fyrir og hvaða tillögur
um víðáttu landhelgi verða til um-
ræðu? Verða það 50 milur? Ég
skal segja ykkur það alveg hrein-
skilnislega, að ég held, að allir séu
samdóma um það, nema kannski
Lúðvik Jósepsson, að 50 mílurnar
verða alls ekki til umræðu á þess-
ari ráðstefnu. Fyrir utan tsland
eru nú 2 rfki með 50 mílur, það er
Oman á Arabíuskaga og Gambia á
Afríkuströnd. A hafréttarráð-
stefnunni munu þá mætast
Gambia, Oman og Lúðvik með 50
mílur. Allir aðrir með eitthvað
annað, en meirihluti þjóða með
200 mílur. Ég held, að þær þjóðir,
sem verða með 200 mflur, mundu
brosa góðlátlega að Lúðvík og
félögum hans, sem heimtuðu, að
50 mílurnar yrðu samþykktar.
Sannleikurinn er sá, að þó að 50
mflurnar hafi gert sitt gagn, þá er
þróunin svo ör, að 200 mílur á
næsta ári eru kannski ekki stærra
spor en 50 mílur fyrir tveimur
árum. í rauninni er meiri grund-
völlur þjóðréttarlega og pólitfskt
séð til að fara út í 200 mílur nú,
heldur en 50 mflur fyrir tveimur
árum.
Hvert er nú viðhorf
Lúðvíks Jósepssonar til 200
mílna? Hann segir, að auðvitað sé
hann fylgjandi 200 mílum. En
hann er bara ekki fylgjandi 200
mílunum nú eða á næstunni. Á
ársafmæli útfærslunnar. 1.
september, átti hann samtal við
Þjóðviljann.
Eftir að hann hefur talað um 50
mílurnar sem verkefni dagsins,
segir hann orðrétt:
„Hitt er allt annað mál, hvort
við íslendingar tökum okkur 200
mílna landhelgi, einhvern tíma í
framtíðinni, þegar slíkt er heimilt
samkvæmt breyttum alþjóðalög-
um eða að aflokinni Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna.”
Lúðvík Jósepsson hélt því fram
fyrir sfðustu kosningar, að út-
færsla landhelginnar væri algjört
einkamál okkar. Við eigum ekki
að tala við aðrar þjóðir, hvað þá
semja við þær. Síðan hann varð
ráðherra hefur hann hvað eftir
annað undirstrikað, að þetta væri
hreint innanríkismál og alveg sér-
staklega, þegar Einar Agústsson,
utanríkisráðherra hefur verið á
ferðinni erlendis og kynnt þar
mál okkar vel og myndarlega. Þar
með hefur Lúðvík náttúrlega gef-
ið það ótvirætt til kynna, að utan-
ríkisráðherranum komi málið
ekkert við. Eg held, að undir niðri
telji hann bæði forsætisráðherra
og utanrikisráðherra vera að
skipta sér heldur mikið af þessu
máli, sem honum finnst I hjarta
sínu hann eiga. En ráðherrann
hefur nú ekki fylgzt betur með
þróun tímans er svo, að hann vill
binda sig við 50 mílurnar, meðan
meirihluti þjóðanna er tilbúinn
að samþykkja 200. Mönnum
finnst það furðulegar undirtektir
hjá landhelgiskappanum Lúðvík
Jósepssyni, að hann skuli nú hafa
allt á hornum sér út af 200 mílun-
um. Fyrst þarf að breyta alþjóða-
lögum, — bíða eftir hafréttarráð-
stefnunni. Það var annað hljóð í
strokknum, þegar Lúðvfk sagði,
það erum við einir, sem ráðum
þessu. Nafni hans Lúðvík
fjórtándi sagði: „Rfkið, það er
ég.“ En alvarlegast er það, að
sjávarútvegsráðherrann skuli
leyfa sér að lýsa því yfir, að við
getum tekið okkur 200 mílur ein-
hvern tima í framtíðinni, þegar
slíkt verði heimilt samkvæmt
breyttum alþjóðalögum. Ráðherr-
ann lýsir því yfir, ef við færum í
200 mílur nú eða á næstunni, þá
séum við að brjóta alþjóðalög. Ég
hef verið að búast við því, að
leiðrétting kæmi frá Lúðvík
Jósepssyni á þessum ummælum
hans í Þjóðviljanum 1. sept., en
hún hefur ekki komið. Þessum
fundi má ekki ljúka svo, að hann
taki ekki þessi ummæli aftur.
5—6 HERB. ÍBÚÐ
eða einbýlishús óskast til leigu strax.
Uppl. ísímum 13912, 29173 og 22235.
Lögtðk I Bopgarneshreppl
Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefur hinn
28. sept. 1973 úrskurðað, að lögtök geta farið fram
vegna gjaldfallinna en ógreiddra útsvara, aðstöðugjalda,
fasteignaskatta og vatnsskatta álagðra í Borgarneshreppi
1 973. Allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök geta
farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar
þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma.
Sveitarstjóri.
BLAÐBURDARFOLK OSKAST
Upplýsingar í síma 1 6801.
VESTURBÆR
Túngata
AUSTURBÆR
Kjartansgata, Freyjugata 28-49,
Freyjugata 1-25, Bragagata,
Samtún, Skipholt frá 54.
UTHVERFI
Asparfell. Æsufell
Lodnunót til sölu
Notuð loðnunót 250 faðma löng og 50 faðma djúp.
Nótin er öll yfirfarin og í góðu standi. Carnasverleiki
grennstur no. 4. Hagstætt verð.
I. Pálmason h.f.
Vesturgötu 3, sími 22235.
Tilkynning
til söluskattsgreidenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi
söluskatts fyrir septembermánuð er 15. október. Ber þá
að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt
söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið 1 0. október 1 973.
Vidlagasjódur
auglýsir
Frá og með 20. október 1973, hættir Viðlagasjóður að
greiða afborganir og vexti af skuldum, tryggðum með
veði í fasteignum í Vestmannaeyjum. Síðasti gjalddagi
skulda, er Viðlagasjóður greiðir, er því 1 9. okt. n.k.
Að gjalddaganum liðnum er skuldareiganda veittur 14
dag frestur til þess að framvísa kröfum.
Reykjavík, 9. okt. 1973.
Viðlagasjóður.
Ný sending
Haust- og vetrarkápur
Pelsar og úlpur
KÁPU- OG DÖMUBÚÐIN,
Laugavegi 46.
GARÐAHREPPUR
Börn vantartil að bera út Morgunblaðið
á Flatirnar
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 52252.
KÓPAVOGUR
Blaðburðarfólk óskast.
Austurbær.
Upplýsingar í síma 40748.
GARÐUR
Umboðsmaður óskast í Garði. — Uppl.
hjá umboðsmanni, sími 7164,
og í síma 10100.
KEFLAVÍK
Blaðburðarfólk óskast.
MORGUNBLAÐIÐ, sími 1113.
SELTJARIMARNES
Miðbraut Melabraut.
Nesveg frá Vegamótum að Hæðarenda
SENDLAR
Okkur vantar sendla á afgreiðsluna.
Vinnutími fyrir hádegi.
Þurfa að hafa hjól. — Sími 10100.