Morgunblaðið - 11.10.1973, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKT0BER 1973.
15
Aukið úthald
sovétherskipa
á heimshöfunum
Richmond,
október. AP.
Virginia, 10.
Yfirmaður Atlantshafsflota
Bandarfkjanna, Ralph W.
Cousins flotaforingi, segir, að
Rússar hafi ekki aðeins hleypt
fyrsta flugvélamóðurskipi sfnu af
stokkunum — þeir smfði nú stór
birgðaskip, sem geri þeim kleift
að halda uppi langvarandi
aðgerðum langt frá heimahöfn-
um.
Hann tók sem dæmi um umsvif
rússneska flotans fjarri heima-
höfnum æfingar stórrar
Sir Bernard
Lovell:
„Mesta
skyssa
vorra
tíma”
Buffalo, 10. okt. AP.
Sir Bernard Lovell, forstöðu-
maður Nutfield stjarnfræði-
stofnunarinnar f Jodrell Bank
f Englandi, sagði við frétta-
menn f gær, að sú ákvörðun
Bandarfkjamanna að draga úr
framlagi fjár til geim-
rannsókna væri einhver mesta
skyssa, sem gerð hefði verið „f
okkar tfð“, eins og hann komst
að orði.
Sir Bernard, sem er einn
kunnasti stjörnufræðingur
heims, er til Buffalo kominn
til að halda fyrirlestur við New
York State háskólann þar f
borg. Hann sagði, að samtímis
því, sem Bandaríkjamenn
hefðu dregið úr fjárframlög-
um til geimvísinda, hefðu
Sovétmenn aukið þau og verðu
þeir nú talsvert meira fé til
geimvísinda en Bandaríkja-
menn. Jafnframt sagði hann,
að 60—70% þess fjár, sem
Rússar legðu í geimvfsindi
færu í verkefni fyrir herinn.
Kvað hann vfsbendingar fyrir
hendi um, að þeir hefðu komið
sér upp kerfi, er gerði þeim
fært að halda uppi loftárásum
utan úr geimnum og þeir
hefðu mjög fullkomnað kerfi
njósnagervihnatta.
Sir Bernard kvað fyrir-
hugaða samvinnu Sovétmanna
og Bandaríkjamanna stórt
skref í rétta átt og lét svo um
mælt, að sá árangur, sem náðst
hefði með Skylab tilraunun-
um, skipti miklu máli fyrir vel-
ferð mannkynsins.
rússneskrar flotadeildar í
Mexíkóflóa í sumar. 13. ágúst sást
til sovézks beitiskips og tundur-
spillis aðeins 200 sjómílur suð-
austur af Corpus Christi I Texas
og rússnesk herskip eru enn á
Karíbahafi, skammt frá Kúbu,
sagði hann.
Cousins sagði þetta á fundi
flotafélagsins f Richmond i
Virginíu í gærkvöldi. Hann er
einnig yfirmaður Atlandshafs-
flota NATO.
Hann sagði að Rússar hefðu
breytt sjóher sínum úr strand-
gæzluliði í úthafsflota á mettíma.
Og hann bætti því við, að ekkert
benti til þess, að Rússar væru að
draga úr herskipasmíði sínu.
„Ég hvet alla ábyrga menn til
þess að spyrja sjálfa sig, hvað búi
á bak við þessa flotauppbyggingu
lands, sem er landveldi — sjálfu
sér nógt í öllum nauðsynlegum
hráefnum og óháð kaup-
siglingum" sagði Cousins
aðmíráll.
Sadat Egyptalandsforseti og egypzki hermálaráðherrann, Ahmed Ismail hershöfð-
ingi, á fundi með herforingjum.
Frelsisstríð, segir Sadat
Sendir flugvélaskip
Washington, 10. okt. NTB.
BANDARlSKA flugvélamóður-
skipið Franklin D. Roosevelt er
farið frá Barcelona og er, eftir
öllu að dæma, á leið til austan-
verðs Miðjarðarhafs, samkvæmt
heimildum f bandarfska land-
varnaráðuneytinu.
Flugvélamóðurskipið kemur til
liðs við flugvélamóðurskipið
Independence og fjóra tundur-
spilla, sem munu vera við Krít.
Moskvu, 10. október AP.
Anwar Sadat, forseti Egypta-
lands, segir í orðsendingu f dag
til Heimsfriðarráðsins f Moskvu,
að herlið Sýrlendinga og Egypta
„heyi frelsisstrfð f þeim tilgangi
að koma á réttlátum friði“.
Hann segir tilganginn þann að
frelsa hernumin arabísk svæði, og
að neyða ísraela til að hörfa frá
öllum svæðum, sem þeir hertóku í
sex daga stríðinu 1967 og að
endurreisa þjóðarréttindi og laga-
leg réttindi Palestinumanna.
Síðasta atriðið útskýrir hann
ekki.
Sadat segir ísraela hafa haft
arabísk svæði hertekin f sex og
hálft ár og neitað að vikja þaðan i
trássi við ályktanir Sameinuðu
þjóðanna, ályktun öryggisráðsins
og almenningsálitið i heiminum.
Allar tilraunir Egypta til að koma
á réttlátum friði hafi verið unnar
fyrir gig og vonir þeirra um frið-
samlega lausn, hafi orðið að engu
vegna neikvæðrar afstöðu ísraela,
sem hafi notið stuðnings Banda-
rfkjamanna.
í orðsendingu Sadats segir, að
ísraelar hafi gerzt sekir um marg-
ar árásir gegn Sýrlandi, Líbanon
og palestínsku andspyrnuhreyf-
ingunni í trássi við grundvallar-
reglur alþjóðalaga, og hann nefn-
ir einkum loftorrustuna yfir Sýr-
landi í siðasta mánuði. Vegna loft-
árásarinnar segir hann Egypta og
Sýrlendinga hafa neyðzt til að
„gripa til hefndarráðstafana og
frelsa herteknu svæðin og draga
fána sina að húni yfir þeim“.
REYNDAR STRÍÐSHET.IUR
ÍSRAELA KALLAÐAR ÚT
Sex háttsettir, fsraelskir hers-
höfðingjar, þar á meðal fyrr-
verandi forseti herráðs landsins,
Haim Bar-Lev, voru f dag kallaðir
úr varnaliði til virkrar þátttöku f
hernaðaraðgerðum, að pvi er
landvarnaráðuneytið hefur til-
kynnt.
Bar-Lev hershöfðingi var fyrir-
liði israelsku sveitanna, sem þátt
tóku í þófinu við Suez-skurð
1969—70, en því lauk í ágúst 1970
með því, að Bandarikjamenn
fengu komið þar á vopnahléi. Bar-
Lev fór úr hernum í ársbyrjun
1972 til þess að taka við embætti
iðnaðar- og viðskiptamálaráð-
herra í stjórn Goldu Meir. Bar-
Lev mun nú gegna „sérstökum
störfum", að beiðni eftirmanns
sins, David Elazar hershöfðingja,
forseta herráðsins.
Önnur kunn stríðshetja Israela
er i þessum hópi, Yeshayahu
Gavis, sem stjórnaði ísraelsku
hersveitunum, sem hröktu
Egypta frá Sinai-skaga í sex daga
striðinu 1967. Hann hefur verið
skipaður yfirmaður hersveitanna,
sem nú berjast á suðurhluta
Sinai-skaga.
Rehaboam Zeevin, sem nýlega
lét af störfum yfirmanns her-
sveita á svæðinu, sem m.a. tekur
yfir vesturbakka Jordans og Gasa,
var skipaður sérstakur aðstoðar-
maður Elazars. Þá var einn helzti
vísindamaður ísraelska hersins,
Amos Horev, nýskapaður forseti
tækniháskóla ísraels, kallaður til
að vera aðstoðarmaður varafor-
seta herráðsins. Fyrrum yfir-
maður njósnadeildar hersins,
Ahron Yariv, var skipaður sér-
stakur ráðgjafi Elazars og
Mordechai Hod, fyrrum yfir-
maður flughersins, kallaður til
sérstakra starfa þar.
Viðbúinn löngu strfði
Fjölmiðlar í ísrael hafa reifað,
hvert bolmagn ísraelar muni hafa
til þess að heyja styrjöld um
langan tima. Að sögn fjármálaráð-
herra landsins, Pinhas Sapirs,
kostuðu fyrstu þrír dagar
átakanna þjóðina 952 milljónir
bandarískra dala.
Efnahagssérfræðingurinn
Framhald á bls. 18
EITUR OGNAR
70.000 MANNS
Belgrad, 10. okt. AP.
Dagblað í Belgrad skýrir svo frá
í dag, að yfirvöld hafi nú til at-
hugunar að flytja burt alla íbúa
borgarinnar Pancevo í
Júgóslavíu, um það bil 70.000
manns, vegna eiturgufu, sem
leggur að borginni frá brennandi
áburðarverksmiðju í nágrenni
hennar.
Eldur kom upp f verksmiðjunni
á þriðjudag og komst í 2000 lestir
af áburði, sem þar voru geymdar.
Hafði ekKi enn tekizt að ráða
niðurlögum hans, þegar siðast
fréttist.
Þegar eitrunin var komin á
hættulegt stig voru heilbrigðis-
fulltrúar sendir til Pancevo til að
fyrirskipa íbúunum að hafa
blauta klúta fyrir vitum sér. Var
haft eftir borgarstjóranum þar,
Vitömir Sudarski, að ekki væru
nema tveir kostir fyrir hendi, að
ráða strax niðurlögum eldsins eða
flytja alla fbúana burt.
New York Times:
ÞIÐ VERÐIÐ AÐ SYNA
MEIRI SVEIGJANLEIKA
Eins og fram hefur komið f
Mbl. hafa erlend blöð talsvert
skrifað um landhelgismálið og
varnarmálin upp á sfðkastið.
New York Times birti leiðara,
sem nefndur var „Icelandic
Frost“, þann 5. október s.I. og
segir þar meðal annars, að sú
ákvörðun Breta að fara með
herskip sfn út fyrir- hin um-
deildu fiskveiðitakmörk við Is-
land sé raunhæf aðgerð, sem
ætti að gera það að verkum, að
auðveldara yrði að finna lausn
á tveimur óskyldum málum,
sem Islendingar hafi verið að
reyna að tengja saman til að
standa betur að vfgi f samning-
um — fiskveiðiréttindin og
varnarmálin.
„Islenzka ríkisstjórnin hefur
fallizt á að hef ja aftur viðræður
um rétt Breta til að veiða innan
hinar nýju fiskveiðilögsögu,
sem Island tók sér. Löndin tvö
eru sögð hafa verið nálægt því
að ná samkomulagi um, hversu
mikinn afla Bretar mættu
veiða, þegar viðræðum var hætt
í maí, eftir að brezkar freigátur
komu inn fyrir mörkin til að
vernda brezka togara fyrir
áreitni íslenzkra varðskipa."
Segir blaðið, að nú ætti að vera
grundvöllur til að leysa skjót-
lega þessa deilu, ef báðir aðilar
nái samkomulagi um að komast
fyrir þann skoðanaágreining,
sem milli þeirra sé, enda sé
hann tiltölulega lítill.
Erfiðara verði að leysa hitt
málið, sem legið hafi að baki
þeirri sáttfýsi, sem Bretar
sýndu, segir i leiðaranum.
Vinstrisinnar á Islandi hafi not-
að þær hræringar, sem með al-
menningi hafi vaknað vegna
fiskveiðideilunnar, til að espa
almenningsálitið gegn Atlants-
hafsbandalaginu og sérstaklega
gegn bækistöð þess í Keflavik,
en þar sé þýðingarmikil stöð,
sem hafi einkum það hlutverk
að fylgjast með ferðum
sovézkra kafbáta og öðrum
skipaferðum. „Boð Breta um að
leysa fiskveiðideiluna ætti að
gera íslenzkum ráðamönnum
auðveldara fyrir að taka já-
kvæðari afstöðu i viðræðum um
endurskoðun Keflavíkur-
stöðvarinnar, en þær hófust í
Washington í þessari viku.“
„Engu að síður,“ heldur leið-
ara höfundur New York Times
áfram, „hefur utanríkisráð-
herra Islands ítrekað, að mark-
mið stjórnar sinnar sé að „allir
bandariskir hermenn verði
farnir frá Islandi fyrir árslok
1975“, áður en næstu kosningar
fara fram. Bæði i viðræðum
um Atlantshafsbandalagið og
væntanlegum landhelgisvið-
ræðum í London, þurfa Islend-
ingar að sýna meiri sveigjan-
leika.“