Morgunblaðið - 11.10.1973, Síða 19

Morgunblaðið - 11.10.1973, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1973. 19 Kona, hver er réttur þinn? Framhald af bls. 17 hefi sagt hér að framan, að ég álíti, | að fQsturevðingar eigi aldrei rétt á sér eða að ég seti mig sem dóm- ara yfir þær konur, sem hafa feng- ið framkvæmda fóstureyðingu eða eiga það eftir, síður en svo. Fóstur- eyðingar eiga rétt á sér, en aðeins I neyðartilfellum. Þetta ber okkur að viðurkenna og meðhöndla á eðlilegan og mannlegan hátt. Svo virðist sem okkur hafi brugðizt bogalistin þar samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrrnefnt rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytsins tjáir okkur á bls 109,110 og víðar. Eins og réttilega er bent á í sama riti á bls. 150 er „brýn nauðsyn, að allt starfslið, sem vinnur að framkvæmd fóstur- eyðinga, sýni konunum samúð og sé sérstaklega þjálfað til að annast þær“. Ég voná einnig að enginn skilji það, sem ég hefi sagt hér að framan þannig, að ég álíti að konur séu ver færar um að taka alvarlegar ákvarðanir en karlmenn eða einhver viss stétt manna, síður en svo. En þegar koma kemst að raun um, að hún er þunguð gegn vilja sínum, þá segir það sig sjálft, að það setur hana úr jafnvægi auk þess sem sú breyting á líkamskerfi hennar, er þunguninni fylgir, hefur einnig áhrif á taugakerfi hannar og sálarlíf. Ofan á þetta bætist svo e.t.v. þrýstingur frá elskhuga eða eiginmanni, sem einhverra hluta vegna sér sér hag í þvi, að þungunin fái ekki fram að ganga til bamsburðar. Aðrir koma einnig þráfaldlega þar við sögú, og er það því miður of oft, sem konan ákveður fóstureyðingu af þessum sökum. Öfáar eru þær konurnar, sem hafa sótt um fóstureyðingu, en ekki fengið, sem í dag fagna þvl, að svo fór, því óvelkomna barnið varð að aufúsugesti, til mikillar gleði og blessunar I margvíslegri mynd. Eitt er ekki úr vegi að nefna I þessu sambandi, þótt ég viti, að það er mjög viðkvæmt mál, en það eru öil heimilin, sem standa opin fyrir þau börn, sem móðirin eða foreldramir ekki sjá sér fært að annast. Hefði ísl. þjóðin haft ráð á að missa alla þá kjörsyni og kjör- dætur, sem hafa haldið merki hennar til gæfu og blessunar hátt, opinberlega og í kyrrbey?. Og þá komum við að seinna orð- inu, sem sérstaklega vakti athygli mfna í „Móðir mfn í kví kví“, en það var nafnorðið „ógæfa“. Sitt. sýnist hverjum, það má nú segja! Fyrir mér er það margvísleg og alvarleg ógæfa, ef drög að frum- varpi um frjálsar fóstureyðingar á Islandi ná fram að ganga. Svo freklegt brot gegn lffinu verður aldrei bætt. Það, sem gert er í fyrra verkinu, kemur fram i því seinna, lögmál, sem við aldrei komumst framhjá, hvort sem við Leiðrétting Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá Þjóðhátíðarnefnd: Þjóðhátíðarnefnd 1974 vill leið- rétta áður framkomnar upplýs- ingar um gerð dagatals, sem kynnt var á blaðamannafundi, miðvikudaginn 3. okt. s.l. Dagatalið er gert á Auglýsinga- stofu Kristfnar af Ölöfu Baldurs- dóttur. Þetta viljum við vinsamlegast biðja yður að leiðrétta. Þá skal áréttað, að frú Sigrún Guðjónsdóttir varð sigurvegari í samkeppninni um gerð vegg- skjalda, og eru veggskildir henn- ar væntanlegir innan skamms. viljum horfast í augu við það eða ekki. Ég hefi undir höndum tölur frá ýmsum löndum, sem sýna ógurlega aukningu fóstureyðinga, og hljóta þær að skjóta hverri hugsandi manneskju skelk í bringu. Ég hirði ekki um að draga þær fram hér, en vil benda á tölu- dæmið, sem ég nefndi í upphafi, að Rúmenía sá sitt óvænna strax árið eftir og bannaði frjálsar fóstureyðingar frá 1. okt. 1966. Búlgaria steig sama sporið 1967. Ungverjaland heldur áfram að tor- tíma 1300 fóstrum á móti 1000, sem fá að lifa. Kona, hver er réttur þinn....? Hann er að standa vörð um það. sem þér bezt og fegurst var gefið frá náttúrunnar hendi. Hann er að vernda það líf, sem þér var trúað fyrir, en ekki að tortíma þvf. Hann er að stuðla að hamingju sona þinna og dætra, hjálpa þeim eftir beztu getu til að stuðla að hamingju sona þinna og dætra, hjálpa þeim eftir beztu getu til að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum mönnum, lífinu og sköpunarverkinu, sem þau eru hluti af. Þess vegna leyfi ég mér að senda öllum Isl. konum, einum sér og félagsheildum kveðju mína og segi: Forðumst þá ógæfu, að frumvarp til laga um frjálsar fóstureyðingar á Islandi nái fram að ganga. Reykjavík 23. sept. 1973 Hulda Jensdóttir. VINNUSKUR Óskum eftir að kaupa eða taka á leigu vinnuskúr, stærð 15 — 30 fm. Upplýsingar hjá Blikk og stál h.f. Dugguvogi 23, símar 36641 og 38375. Hef opnad lögfræðiskrifstofu að Lækjargötu 6B, Reykjavík, sími 22120. Sigurður Georgsson, héraðsdómslögmaður. Til leigu 5—6 herb. íbúð til leigu nú þegar. íbúðin er í mjög góðu standi. Tilboð merkt: „Vesturbær — 1 253" sendist afgr. Mbl. fyrir 1 8. þ.m. TIL VESTMANNAEYINGA Þeir eigendur einkabifreiða, sem ekki hafa enn sótt skaðabætur, eru eindregið hvattir til að gera það hið fyrsta. Viðlagasjóður. Getum afgreitt með stuttum fyrirvara háþrýsti olíudælur, olíumótora oq ventla fynr hverskonar vinnuvélar og skip. Veitum einnig allar tæknilegar upplýsingar. Vélaverkst. Sig. Sveinbjörnsson h.f. Arnarvogi, Garðahreppi. SPEGLAR — SPEGLAR f fjölbreyttu úrvali. Hentugar tækifærisgjafir. T c ' r U D \ iTO I IG 1 RR J L 1Á SPEGLABUÐIN Laugavegi 1 5 — Sími: 1 -96-35. Teiknistofa Til leigu er um 50 fm. húsnæði undir teiknistofu. Ljósprentunarstofa er í sama húsi. Uppl. í Ljósprentunarstofunni Ljóstak Borqartúni 29 Sími 19514. Verksmidjusala Nýkomnar dömupeysur margar gerðir og litir. Einlitar og röndóttar rúllukragapeysur á telpur og drengi. Vesti á börn og fullorðna. Kjólar, buxur, dress og margt fleira. Póstsendum. Prjónastofa Kristínar, Nýlendugötu 10, simi 26470. LIST UM LANDIÐ verður á Dalvík n.k. föstudagskvöld kl. 9.00, á Ólafsfirði laugardag kl. 3 e.h., í Miðgarði laugardag kl. 9,00 og á Siglufrrði sunnudag kl. 5.00. Lesið verður úr Ijóðum Guðmundar Böðvarssonar „Saltkorn í mold , sýnd verður landhelgiskvikmyndirí „240 fiskar fyrir kú" og leikinn verður hláturleikurinn „Bónorðið eftir Tsjókoff. Flytjendur eru leikarar frá Leikfélagi Akureyrar. Menntamálaráð íslands. List um landið. Stebbi er eins og hálfs, - og matvandur. Stundum vill hann ekkert boröa á morgnana. Þó neitar hann aldrei TROPICANA appelsínusafa. Hann Stebbi veit hvaö hann syngur. Þ»aö vita þeir hjá TROPICANA líka: Eitt glas af TROPICANA jafn- gildir nefnilega um þaö bil fimm nýjum appelsínum að gæöum. ( hverjum dl. af TROPICANA er um það bil 40 mg. af c-vítamíni og allt aö því 50 hitaeiningar. JRDPICANA sólargeislinn frá Florida argus

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.