Morgunblaðið - 11.10.1973, Page 22

Morgunblaðið - 11.10.1973, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1973. Minning: Eiríkur Einarsson frá Réttarholti Eirfkur Einarsson frá Réttar- holti lézt aðfararnótt föstudagsins 28. september s.l. Hann var fædd- ur 13. október 1891 að Suður- Hvammi í Mýrdal. Foreldrar hans voru hjónin Ingveldur Eiríksdótt- ir og Einar Þorsteinsson. Móðir Ingveldar var Svava Runólfsdótt- ir, Nesætt, og faðir hennar, Eirfk- ur, var Sverrisson, Sverrisætt. Móðir Einars hét Guðfinna Jóns- dóttir og Þorsteinn faðir hans var sonarsonur Steingríms, bróður sr. Jóns eldklerks á Prestbakka, Steingrímsætt. Faðir Eiriks drukknaði við Landeyjasand 1893. Uppvöxtur Eirfks verður ekki hér rakinn, en má þó vel i hann ráða af vísu Eiríks sjálfs: Einn ég lagði á lífsins hjarn, litlu þreki búinn, níu ára nauðstatt barn, á náðir heimsins flúinn. Eiríkur var frekar lágur vexti, en sérlega snotur álitum og snyrtilegur. Greindur var hann ágætlega. Skólamenntunar naut hann ekki umfram barnaskóla, en var raunar í betra lagi eftir því, sem þá gerðist. Eigi að sfður menntaðist Eiríkur svo vel í skóla lífsins, að hann var sjálfbjarga um öll sín mál. Hann var mjög t Kve Ijuathöfn um bróður okkar ÁGÚST BREIÐFJÖRÐ HJARTARSON, er ar faðist að Reykjalundi, 3. október, verður gerð frá Fossvogskirkju, föstui aginn 12 okt kl. 10 30. Jarðsett verður frá Grundarfjarðar- kirkju, laugardaginn 13. októberkl. 14. Systkini hins látna t Minningarathöfn um manninn minn GUÐJÓNJÓHANNSSON Heiðargerði 5. fer fram frá Háteigskirkju, föstudaginn 12. október kl 10.30 f.h. Jarðsett verður að Helgafelli í Helgafellssveit, laugardaginn, 13. október kl 2 e.h. Fyrir mína hönd og annara vandamanna Jónína Árnadóttir t Eiginmaður minn SIGMUNDUR GUÐNASON frá Hælavík, Skógarbraut 3, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju, laugardaginn 1 3. okt. kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afþ'ökkuð, ef einhverjir vildu minnast hins látna er þeim bent á Blindrafélag íslands. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. Bjargey Pétursdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls mannsins míns, föður okkar, sonar og bróður PÁLS ERLINGS PÁLSSONAR málara Anna Halldórsdóttir, Karitas, Ingi Brynjar, Guðmundur Gunnar, ísleifur, Ásgeir Helgi, Páll, Halldór, Elín Þórðardóttir, ísleifur Hannesson og systkini. t Móðir okkar GUÐBJÖRG GRÍMSDÓTTIR, lézt 9 október Magnea Reynaldsdóttir, Ingólfur Jónsson. glöggur reikningsmaður og svo slyngur I meðferð íslenzkrar tungu í ræðu og riti, að fáir svo- kallaðir menntamenn tóku hon- um fram, en margir voru honum langt að baki á því sviði. Eiríkur Einarsson var hagsýnn og harðduglegur, þegar hann naut sín heilsu vegna, en hún var um of af skornum skammti allt frá unglingsárum, og rúmlega tví- tugur var hann um skeið til hress- ingar á Vífilsstöðum. Skósmíði lærði hann hjá Sveini Þorlákssyni í Vík. Þá iðn stundaði hann þó aldrei sem aðalatvinnu, en eitt- hvað til ígripa öðrum þræði. En ekki er ofmælt, þó að sagt sé, að Eiríkur legði gjörva hönd á flest störf við sjó og í sveit, bústörf, sjómennsku, húsasmfði, verzlunarstörf, raflagnir og raf- stöðvar-gæzlu um skeið. Hann var fiskinn og eftirsóttur í skipsrúm. Formaður var hann ekki, en þótti hafa gott vit á sjó, eins og hann átti ættir til að rekja. Eiríkur þótti strangur og kröfu- harður um hvaðeina og var mis- jafnlega þolað. En mikilvæga af- sökun átti hann, því að hann var sjálfur mikið snyrtimenni í allri umgengni. Hann gekk fast eftir því, að staðið væri við gefin loforð f öllum viðskiptum. Það mátti hann djarft um tala, því að sjálfur var Eiríkur frábær skilamaður. Loforð hans stóðu eins og stafur á bók. Þegar Eiríkur Ormsson reisti rafstöðina á Bildudal, vann Eirík- ur Einarsson þar sem verkamaður og síðar rafstöðvarstjóri. Segja má, að þangað vestur sækti hann lífshamingju sína, því að á Bíldu- dal kynntist hann konuefni sínu, Sigrúnu Benediktu Kristjánsdótt- ur. Þau giftust 1919. Sigrún var hin ágætasta kona — sannkallað valkvendi. Þau hjón eignuðust 15 dætur og eru 14 á lífi. Er sá systrahópur í senn frfður sýnum og vel gerður. Eins og að likum lætur eru niðjar Sigrúnar og Eiríks orðnir margir. Mikið þurfti til að koma upp þessum stóra barnahópi. Þá var ekki bamalíf- eyririnn kominn til sögunnar. Búskapur þeirra hjóna var um skeið á Vatnsleysuströnd, en lengst og síðast í Réttarholti við Reykjavik, eða sem næst 40 ár. Heimili átti hann þar allt til árs- ins 1969, er hann missti konu sína, og Eirlkur i Réttarholti var hann jafnan nefndur. Hann hafði mikið yndi af ferða- lögum og eftir að búskaparönnum lauk, ferðaðist hann mikið með Guðmundi Jónassyni um byggðir landsins og óbyggðir. Upprifjanir þessara ferða voru honum sífellt umræðuefni og gleðigjafi. Munu fáir alþýðumenn hafa verið gagn- kunnugri öllu landinu en Eirikur var. Alltaf fórust honum hlý orð til Guðmundar Jónassonar og hans mikla þáttar í þvf að kynna íslendingum landið sitt. Eiríkur Einarsson var skáld gott og gaf út ljóðabók, Kvæði og stökur, 1968. Höfundur bókar- formála segir þar m.a. svo: „Ég læt lesendurna eina um að mynda sér skoðanir um gildi bók- arinnar, og vænti þess, að hún hafi að geyma nægilega fjöl- breytni til að eiga erindi til margra, og engan ruglar hún f rfminu um forna hefð ljóðagerð- ar.“ Misskilningur væri að hryggj- ast yfir ævilokum Eirfks Einars- sonar, aldur hans var orðinn það hár og heilsan þrotin. Kona mín og ég minnumst hans með þakk- læti og heimilisins gamla í Réttar- holti með sárum söknuði. Þórarinn Helgason. Sigurður Nikulásson Innilegustu þakkir fyrir auðjýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför eiginmanns mins, ÁRNAMAGNÚSSONAR, skipstjóra, Mjógötu 5. Ísafirði. Fyrir hönd vandamanna. Brynjólfina Jensen. Lífið er hverfult, og enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það er þungbært að horfa á eftir bróður og vini, sem burtkallaður er út heimi hér með svo snöggum hætti sem hér hefur orðið raunin á. maður í blóma lífsins, kátur og brattsækinn. Sigurður Nikulásson var fæddur 30. marz 1926 í Reykjavik, sonur hjónanna Nikulásar Stein- grímssonar, bifvélavirkja, og Sig- ríðar Magnúsdóttur, sem lifir mann sinn, en hann lézt fyrir nokkrum árum. Sigurður hóf vinnu við ýmis störf 13 ára gamall, á eyrinni i kolaskipum og í fjölda mörg ár hjá Kveldúlfi h.f. og var aufúsu- piltur vegna dugnaðar, þótt óharðnaður væri. öll striðsárin sigldi hann á togurum og kjörinn í fyrsta rúmi, hvar sem var, vegna mannkosta, ósérhlffni og framúr- skarandi aðlögunarhæfileika i starfi og umgengni við aðra. Sigurður var mestan hluta ævi sinnar til sjós, en siðasta áratug- inn vann hann i landi við ýmis störf, alltaf af sama dugnaði og bjartsýni. Sigurður var gæfumaður i hjónabandi. Árið 1950 kynntist hann sinni ágætu konu, Þórunni Jónsdóttur og eignuðust þau f jóra syni mannvænlega, Helga, Jón, Karl Sævar og V algarð. Eitt af þeim einkennum Sigurð- ar, sem ég minnist bezt, er hvað hann var framúrskarandi barn- góður, enda var hann einstakur heimilisfaðir. Hann mundi erfið- leikana, er hann var að vaxa úr grasi barn og unglingur, og hann langaði til þess að gera sínum börnum heimili, öruggt skjól, til þess þurfti dugnað, fórnfýsi og mikla vinnu. Nú er Sigurður horfinn okkur vinum og vandamönnum, hvers minnumst við þá? Góðs drengs, sem alltaf var hress og kátur. Ég votta konu hans og börnum og aldraðri móður innilegustu samúð, en þakka forsjóninni fyrir að hafa átt þess kost að kynnast slíkum ágætis dreng. Riegsá. Elínhorg Sigurðar- dóttir — Minning Það gerist eitthvað innra með okkur, þegar við heyrum dauðs- fall góðs vinar, jafnvel þó að við vitum, að baráttan hafi verið háð af mikilli hugprýði og æðruleysi. Elínborg var Austfirðingur að uppruna. Hún var dóttir hjónanna frú Pálínu Þorleifs- dóttur frá Skálateigi i Norðfirði og Sigurðar Finnbogasonar. Bjuggu þau hjón á Stuðlum i Norðfirði. Heyrði ég það í æsku, að frú Pálína hefði verið óvenju- lega glæsileg kona. Elínborg var fædd 22. janúar 1905, og voru alsystkinin 8, en Sigurður var kvæntur áður, og var þvi Stuðla- heimilið stórt og nóg verkefni fyrir húsmóður og börn þeirra. Af alsystkynunum er nú aðeins á lífi frú Ingibjörg Sigurðardóttir, Innilegustu þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarðarför dóttur okkar SÓLVEIGAR Oddrún Jörgensdóttir Geir Þórðarson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns JÚLÍUSAR ÓLAFSSONAR Skálholtsstíg 2 Guðný Einarsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar GUÐRÚNAR KRISTJÓNSDÓTTUR, Egilsbraut 9, Neskaupstað. Skarphéðinn Guðmundsson og börn. kona Eyþórs Þórðarsonar kenn- ara í Neskaupstað. Um tvítugt létti Ella frænka heimdraganum og giftist mikil- hæfum manni, Sören Sörensyni lækni 1 Reykjavík. Ella var fríð kona, greind og glaðsinna og góður gestgjafi svo af bar. Það var ætíð ánægjulegt að koma á heim- ili þeirra hjóna. Umræðuefnið var frá hversdagslegu gamni og að austfirzkri ættfræði. Ella vissi mikið um ættir. Hún var af svo- kallaðri Reykjahlíðarætt og fannst mér alltaf þó nokkur svipur með henni og myndum af Jakobínu konu Gríms Thomsens skálds á Bessastöðum. Ella unni blómum og átti hún stofur sínar fullar af þeim. Eítt sinn man ég eftir þvi, að ég taldi blómategundir hennar og reynd- ust þær vera 34. Svo voru blóm hennar vel hirt, að hefði ég verið blómálfur, hefði ég kosið stof- urnar þeirra hjóna sem vistar- verur. Sören kom mér alltaf fyrir sjónir sem djúpvitur maður, sem hollt var hverjum manni að hlusta á. Þegar ég kvæntist kom Ella frænka og gaf okkur hjónum fal- lega silfurskeið i brúðargjöf frá þeim hjónum. Það var gott að taka við þeirri gjöf. Ella var hreinskiptin og hikaði ekki við að taka svari þeirra, sem fólk hafði ánægju af að traðka á. Hún fann alltaf gullkorn hvers manns. Nú er komið að leiðar- lokum. Hugur minn fylgir henni yfir landamærin. Ég trúi þvf, að heimkoma hennar hafi verið far- sæl. Við hjón sendum manni hennar, Sören Sörensen og systur hennar, frú Ingibjörgu Sigurðar- dóttur, og öðrum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Sveinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.