Morgunblaðið - 11.10.1973, Síða 31

Morgunblaðið - 11.10.1973, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTOBER 1973. 31 | ÍMiÚTIAIRtTIIR MORCymBSIIIS Fyrstu handknatt- leikslandsleikir okkar benda til þess, að íslenzka liðið sé hvorki betra né verra en vant er í upphafi keppnistímabils. Enn þarf því að gera mikið átak til þess, að von sé um góðan árangur í HM. Jafntefli við heimsmeistara Rúmeníu á sfnum tfma er einn eftirminnilegasti landsleikur f handknattleik sem hér hefur verið háður. Þarna hafa tveir þeirra sem nú eru meðal máttarstólpa landsliðsins, Gunnsteinn Skúlason og Viðar Sfmonarson, snúið á rúmensku vörnina. Látum við um okkur muna ? Islendingar stigu fyrstu skrefin á knattleik f siðustu viku, er háðir Bergen og Moss. Urslit þessara le Norðmenn f Bergen og jafntefli 15 þessar, má segja, að þær sanni, að veginn jafnfætis, eins og þau hafa hafa ekki gert jafntefli eins oft við sinnum alls. íslenzka handknattleikslands- liðsins bíða nú fleiri og viðameiri verkefni en oftast áður. Lands- leikjafjöldinn í vetur verður mik- ill, og aðalmarkmiðið er svo vitan- lega sómasamleg frammistaða í heimsmeistarakeppninni í Aust- ur-Þýzkalandi, sem fram fer í febíúar. En til þess að við komust þang- að, þarf að yfirstíga tvo hjalla. Annar þeirra, Ítalía, ætti ekki að verða erfiður, þar sem þar er nán- ast um byrjendur í handknattleik að ræða, en hinn hjallinn kann að reynast erfiðari en maður hyggur í fljótu bragði. tia bjain er r ratcic- land, og ber að minnast þess, að Frakkarnir hafa jafnan reynst okkur erfiðir mótherjar og jafn- vel sigrað okkur í landsleik, er fram fór hér heima. Vafalaust eera þeir sér miklar vonir um að komast í lokakeppni HM, og hafa undirbúið sig vel undir forkeppn- ina. Leikurinn í Frakklandi, sem fram fer eftir tæplega hálfan mánuð verður því ugglaust erfið- ur fyrir okkur, en samt sem áður er fyllsta ástæða til að ætla, að íslenzka liðið komist í lokakeppn- ina. Það verður að segjast eins og er, að undirbúningur íslenzka lands- liðsins fyrir verkefni vetrarins virðist vera á algjöru byrjunar- stigi. Að vísu munu hafa átt að vera landsliðsæfingar í sumar, en á þær mættu leikmennirnir ekki sem skyldi. A þessu stigi málsins er því afar erfitt að meta, hvar við munum standa, þegar til kastanna kemur. íslenzka landsliðið er núna hvorki betra né verra en það hefur oftast verið í upphafi keppnistímabilsins. Það skipa i Iandsleikjabraut vetrarins í hand- voru tveir leikir við Norðmenn f ikja eru öllum kunn, 18—15 fyrir I—13 í Moss. Þegar litið er á tölur landslið þjóðanna standa noKkurn gert undanfarin ár, en Islendingar nokkra þjóð og Norðmenn, eða sex margir mjög góðir einstaklingar — einstaklingar sem ekki standa að baki beztu handknattleiks- mönnum annarra þjóða, og spurn- ingin er því fyrst og fremst sú, hvort landsliðsnefnd og landsliðs- þjálfara tekst að vinna þannig að mótun og æfingu liðsins, að það komi fram sem sterk og samæfð heild, þar sem beztu hliðar hvers einstaklings eru nýttar, svo sem frekast verður á kosið. Núverandi landsliðsþjálfari, Karl Benediktsson, hefur langa reynslu að baki sem þjálfari, og staðreynd er, að hann hefur oftast náð mjög góðum árangri með þau lið, sem hann hefur verið með. Karl hefur jafnan lagt mikið upp úr ,,taktik“ i sóknarleiknum, og hefur nú þegar hafið æfingar landsliðsins á þvi sviði. Áberandi var í leikjunum við Noreg, að landsliðsmenn höfðu ekki nægjanlega æfingu í útfærslu leikkerfanna, og því gáfu þau ekki þann árangur, sem maður hafði vonast eftir. í fyrri leiknum enduðu leikflétturnar stundum reyndar með marki, en í síðari leiknum byggðist sóknarleikur íslenzka Iiðsins að mestu á frjálsu spili. Nú má vitanlega lengi um það deila, hversu mikla áherzlu beri að leggja á „taktik'* í handknatt- leik. Ég hygg þó, að allir séu sam- mála um, að nauðsynlegt sé að lið hafi yfir að ráða nokkrum þjálf- uðum leikaðferðum. Á sliku hlýt- ur árangur í sóknarleik að byggj- ast að verulegu leyti. En það má heldur ekki binda svo hendur leikmanna I sókninni, að þeir standi uppi ráðvilltir, ef leikkerf- ið gengur ekki upp, eða stöðva alla hreyfingu, meðan verið er að stilla upp að nýju. Karl Benediktsson landsliðs- þjálfari hefur hins vegar oft verið gagnrýndur fyrir varnarleik þeirra liða, sem hann hefur verið með. Þess vegna verður að skoða landsleikinn, og þá sérstaklega siðari hálfleik hans, sem persónu- legan sigur fyrir Karl, þvi sjaldan eða aldrei, hefur íslenzkt landslið sýnt annan eins afburðaleik i vörn og það gerði þá. Lykilmaður- inn í þeim varnarleik var fyrirliði landsliðsins, Gunnsteinn Skúla- son, og leikur tæpast á tveimur tungum, að hann er okkar sterk- asti varnarleikmaður um þessar mundir, bæði hvað varðar dugnað og útsjónarsemi. Ég átti hins vegar mjög erfitt með að skilja, hvers vegna lands- liðsþjálfaranum tókst ekki að setja undir þann mikla leka, sem var i íslenzku vörninni í fyrri landsleiknum. Frá upphafi til enda þess leiks leituðu Norð- mennirnir jafnan á sömu miðin og höfðu alltaf árangur sem erf- iði. Við megum telja það fullvíst, að þegar við leikum við sterkari lið en hið norska, þá verði þau fljót að sjá varnarveikleika okkar og reyni siðan að notfæra sér hann. Landsliðsþjálfarinn verður því að geta á augabragði breytt varnarleikaðferð liðsins — sett undir lekann, áður en i óefni er komið. íslenzka landsliðsnefndin mun fyrst og fremst hafa litið á lands- leikina við Noreg sem tilrauna- leiki og valið landsliðið með tilliti til þess. Sjaldan hafa svo margir nýliðar eða reynslulitlir leik- menn verið valdir í landsliðshóp- inn í einu, og eins og við mátti búast var útkoman hjá þeim mjög misjöfn. Deila mátti einnig um val landsliðsnefndarmanna á ný- liðunum, og óhætt er að fullyrða, að við eigum marga unga leik- menn, sem standa þeim, er valdir voru, lítt eða ekkert að baki. Að öllu óbreyttu er óhætt að fullyrða, að tveir nýliðanna, sem léku i Noregi hafa unnið sér sess í íslenzka lansliðinu. Það eru Haukarnir Gunnar Einarsson markvörður og Hörður Sigmars- son, sem báðir voru mikið inná í leikjunum og stóðu sig vel, eink- um þó sá fyrrnefndi. Með honum eignumst við ef til vill loksins verðugan arftaka okkar beztu markvarða. Um hina nýliðana er erfiðara að fjalla. Þeir fengu minni tækifæri í leikjunum, og einn þeirra raun- ar engin. Bergur Guðnason kom reyndar mjög vel út úr leiknum í Bergen og vakti það nokkra furðu mína, að honum skyldi ekki einn- ig vera teflt fram í seinni leikn- um. Hefur Bergur vafalaúst gold- ið þess að hann leikur þá stöðu á vellinum, sem margir bítast um. Með tilliti til þess, að Bergur var einn bezti Valsmaðurinn i leikn- um við Gummersbach i Vest- ur-Þýzkalandi, má telja víst, að hann haldi sæti sínu í landsliðinu. En með landsleikjunum við Noreg nú má raunar segja, að allri tilraunarstarfsemi landsliðs- nefndar verði að vera lokið. Alvaran er að taka við. Eftir örfáa daga mætum við ítölum í undan- keppni HM. Við lítum sjálfsagt á þá sem auðwlda andstæðinga, og ef við vinnum ekki sigur yfir þeim, höfum við sennilega lítið í alþjóðlegum handknattleik að gera. En það má heldur ekki gleymast i leiknum við Italina hér í Laugardalshöllinni, að mörkin skipta máli. Við erum alls ekki -öruggir um sigur yfir Frökkum í báðum leikjunum, og vel kann svo að fara, að riðillinn vinnist á markahlutfalli. Útkoma íslenzka landsliðsins i leiknum við ítali verður þvi að vera eins góð og mögulegt er. Það þýðir einnig, að við verðum að tefla fram okkar bezta liði, og sennilegt er, að það lið, sem leikur við ítalina, verði að mestu sama lið og kemur til með að keppa í lokakeppni HM, ef við komumst þangað. Landsliðs- nefndin verður þvi að líta til leikjanna í Noregi, og vafalaust gerir hún sér fulla grein fyrir þeim veikleikjamerkjum, sem þar komu fram, bæði hjá liðinu og einstaklingum, og velur islenzka landsliðið eftir þvi. En það er líka vitað, að nokkr- ir ágætir leikmenn standa utan landsliðsins af þeim ástæðum, að þeir munu ekki hafa gefið kost á sér í hið erfiða vetrarprógramm. En landsliðsnefndin verður að gera sér það ljóst, að það er eitt af hlutverkum hennar að reyna að fá alla okkar beztu menn til liðs við sig. Ekki mun af veita.Afstaða leikmannanna kann að hafa breytzt eða mun e.t.v. breytast, og einnig þá hlið mála þarf landsliðs- nefndin að kanna. Meðal þeirra leikmanna, sem hér er átt við, eru Valsmennirnir Ágúst ögmunds- son og Stefán Gunnarsson, sem verið hafa tveir af máttarstólpum islenzka landsliðsins undanfarin ár. I leik Vals og Gummersbach í V estur-Þýzkalandi átti Stefán Gunnarsson mjög góðan leik í vörninni, og hann er einn af þeim fáu islenzku handknattleiks- mönnum, sem er þeim kosti prýddur, að hann berst af miklum móð— sama hverniggengur. Það kann líka svo að fara, að þegar handknattleiksvertiðin her- lendis er hafin af alvöru, komi fram einstaklingar, sem verð- skulda að komast i landsliðið, og þrátt fyrir að landsliðsnefnd verði að vera nokkuð bundin, með tilliti til verkefnanna, sem fram- undan eru, þá má aldrei loka aug- unum fyrir slíku. Það hlýtur einn- ig að vera mjög veigamikið atriði að finna leiðir til þess, að Geir Hallsteinsson geti leikið sem flesta leiki með ‘landsTiðinu í vet ur, og komumst viö í lokakeppn- ina i Austur-Þýzkalandi, verður hann með öllu ómissandi þar. Stjl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.