Morgunblaðið - 11.10.1973, Side 32

Morgunblaðið - 11.10.1973, Side 32
 LE5IÐ |Wí>?0iiiElbWíll» DHGLEGn FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1973. Handrit Sigurðar málara að Smala- stúlkunni fundið? KOMIÐ hefur fram á Akureyri handrit að leikriti Sigurðar Guðmundssonar, málara, „Smala- stúlkunni", sem taiið er, að kunni að vera eiginhandarhandrit Sig- urðar. Eigandi handritsins er frú Elín Halldórsdóttir, ekkja Jóns P. Hallgrímssonar, sem látinn er fyrir nokkrum árum, en hann var sonarsonur séra Péturs Guðmundssonar í Grímsey, bróður Sigurðar málara. Sagði Elfn í viðtali við Mbl. í gær, að handritið hefði vafalaust gengið frá séra Pétri til Hallgríms og siðan til Jóns. Ámi Kiítstjánsson. menntaskóla kennari á Akureyri, sagði í viðtali við Mbl. í gær. að sagnir hermdu, að kista Sigurðar málara hefði lent til Grímseyjar og handritið væri úr henni komið. Árni fékk að taka ljósrit af handritinu fyrir skjalasafn Amtsbókasafnsins á Akureyri. Hann sagðist ekki vita til þess, að Landsbókasafnið ætti handrit að leikritinu, en eitt afrit væri til á þjóðskjalasafninu, sennilega eftir handriti, sem Lárus Sigurbjörnsson ætti. Ami taldi, að leikritið hefði á sínum tfma verið leikið bæði sunnan- lands og norðan. Hann sagði handrit þetta nokkuð vel með farið. Það væri ritað á tvenns konar pappír, hvítan og bláan, og rithöndin væri vel læsileg, þótt ekki væri hún neitt stórglæsileg. Frú Elín kvaðst hafa fundið handritið fyrir nokkru, er hún var að flytja. Hún hefur hugsað sér að nota handritið á einhvern hátt til að minnast þjóðhátíðar 1974, enda vann Sigurður málari á sínum tíma mikið að þjóðhátið 1874. Þeir sögðu Heath í Fleetwood í gær: Fleetwood lamast r ef Island sigrar Blackpool, 10. október — frá Davíð Oddssyni — EDWARD Heath sat í gær fund með togaraeigendum og skip- stjórum í Fleetwood, að sögn dag- blaðsins Evening Gazette, sem gefið er út f Blackpool. Segir f greininni, að frammámenn f fisk iðnaðarbæjunum hafi gert Heath, forsætisráðherra Ijóst, að það yrði rothögg fyrir Fleetwood, ef Islendingar ynnu fullnaðarsigur f deilunni við Breta. Richard Ward, sem er forseti Sambands togaraeigenda, sagði eftir fundinn, að hann hefði verið mjög gagnlegur og hefði brezki forsætisráðherrann sýnt málinu mikinn áhuga og haft vfðtæka Faðir Ashkenazys bíður enn fararleyfis „ÉG ER alls ekki búinn að gefa upp alla von um að faðir minn fái að koma hingað f heimsókn," sagði Vladimir Ashkenazy, þegar Morgunblað- ið hafði samband við hann og spurðist fyrir um, hvað liði fararleyfi föður hans frá Sovétrfkjunum. „Eg var að tala vid hann f sfma — hafði þá ekki heyrt frá honum f heiian mánuð — og hann sagði mér, að hann hefði veikzt í sumar, verið þrjár vik- ur á sjúkrahúsi og þvf ekki getað ftrekað umsókn sfna um fararleyfi. Hann kvaðst ætla að fara fljótlega á skrifstof- una, sem leyfið veitir — og ég vona að þeir leyfi honum að koma.“ þekkingu á deilunni. Sagði Ward, að umræðurnar væru trúnaðar- mál og vildi ekki skýra nánar frá þeim. Richard Ward fékk Heath til þess að breyta dagskrá sinni f Fleetwood og fara um borð í skut- togarann Fyldea, sem nýkominn var af íslandsmiðum. Var skip- stjóri togarans fylgdarmaður Heaths um borð f skipinu. Sagði skipstjórinn á eftir, að Heath hefði viljað fá upplýsingar um, hvers konar erfiðleika brezkir togarar ættu við að etja á íslands- miðum. Umræðurnar hefðu verið mjög opinskáar, og er Heath hélt frá Fleetwood, var hann ekki í neinum vafa um, hve lamandi áhrif fullnaðarsigur Islendinga myndi hafa í bænum. Engin sérstök tillaga um landhelgismálið er á dagskrá flokksþings brezka Ihaldsflokks- ins hér í Blackpool. Tillögur höfðu borizt frá nokkrum kjör- dæmum, en þær voru ekki valdar til flutnings, þar sem aðeins örfáar af þeim tillögum, sem berast eru teknar til umræðu. Frá Hull-East kom eftirfarandi til- laga: „Um leið og flokksþingið harmar, að upp er komin deila við Island um fiskveiðimörk landsins, lýsir það yfir stuðningi við tilraun stjórnar hennar hátignar til að finna lausn, sem er sanngjörn gagnvart fiskiðnaði okkar.“ Frá Ardwick kom eftirfarandi tillaga: „Flokksþingið er samþykkt stefnu ríkisstjórnar hennar hátignar viðvíkjandi fiskveiði- deilunni við Islendinga og hvetur stjórn hennar hátignar til þess að gera allt, sem í hennar valdi stendur, til að vernda fískveiði- hagsmuni Breta.“ Frá Hallem Price, Beverley var lögð fram eftirfarandi tillaga: „Flokks- þingið vottar stjórn hennar hátignar þökk fyrir að sjá brezk- um togurum fyrir herskipavernd á úthafinu við tsland og neitar að Framhald á bls. 18 Frá setningu Alþingis í gær. Forseti Islands og biskup ganga fremstir úr Dómkirkj- unni í Alþingishúsið. Á eftir þeim koma forsetafrú, forseti sameinaðs þings, ráðherrar og alþingismenn. Sjá frétt á bls. 3. (Ljósm. Ól. K. M.) Enginn iðnaðarmanna Við lagasjóðs við vinnu í Eyjum FJÖRUTÍU iðnaðarmenn, sem unnið hafa að viðhaldi á fbúðar- húsum f Vestmannaeyjum á vegum Viðlagasjóðs, mættu ekki til vinnu í gærmorgun, en 15 þeirra eru ekki búsettir f Eyjum og njóta þar af leiðandi ekki svo- kallaðrar staðaruppbótar. Hinir 25, sem búsettir eru f Eyjum og njóta staðaruppbótar, fylgdu hin- um að málum, vegna félagslegra ástæðna — sagði Helgi Bergs, for- maður Viðlagasjóðs, er hann skýrði frá deilumáli iðnaðar- mannanna og sjóðsstjórnar í gær á blaðamannafundi. Helgi Bergs sagði, að deilan við iðnaðarmennina ætti rót sína að rekja til þess, er vinnu var hætt á vegum sjóðsins, er þvf markmiði var náð að hreinsa bæinn. Var þá vinnutíma manna breytt úr 13 stundum á dag í 10 stundir, hætt var að greiða fæðiskostnað og ferðapeningar til og frá Reykja- vfk voru felldir niður. Margir iðnaðarmannanna voru búsettir f Eyjum og fá nú bætur sem staðar- uppbót, en þar sem hvergi á landinu tíðkast að greiða ferða- kostnað til og frá vinnustað eða fæði, taldi sjóðurinn sér ekki fært að gera það lengur í Vestmanna- eyjum. Viðræður við talsmenn iðnaðar- mannanna fóru fram í fyrradag, en þar hélt sjóðsstjórnin því til streitu, að hvorki yrði greitt fæði né ferðapeningar. Hins vegar fór sjóðsstjórnin þess á leit við iðnaðarmennina, að þeir stofnuðu sinn sérstaka atvinnurekstur f Vestmannaeyjum og byðu hverjum, sem á þyrfti að halda, vinnu sína, enda sagði Helgi, að sjóðurinn væri ekki fram- kvæmdasjóður og gæti þvf ekki Framhafd á bls. 18 Soðningin dýrari 1 dag en í gær VERÐLAGSNEFND samþykkti á fundi sfnum f gærmorgun nokkrar verðhækkanir á nýjum fiski, í framhaldi af ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins um nýtt fiskverð, og á franskbrauð- um og tvfbökum vegna hækkana á heimsmarkaðsverði hveitis. Franskbrauð hækka úr 30 kr. f 32 kr., eða um 6,7% og tvíbökur úr 118 kr. í 125 kr. kg, eða um 5,9%. Tvenns konar verð er á nýjum fiski, annars vegar fyrir Reykja- vík og nágrenni, og hins vegar fyrir aðra landshluta. Reykja- vfkurverðið er nú þetta: Þorskur hækkar i 56 kr. kg úr 49 kr., eðaum 14,3%. Ýsa hækkar í 61 kr. úr 58 kr., eða um 5,2%. Þorskflök hækka í 98 kr. úr 86 kr., eða um 14%. Ýsuflök hækka í 106 kr. úr 100 kr., eða um 6%. Nætursöltuð þorskflök hækka í 103 kr. úr 91 kr., eðaum 13,2%. Nætursöltuð ýsuflök hækka í 111 kr. úr 105 kr., eða um 5,7%. Verðið úti á landsbyggðinni: Þorskur hækkar í 52 kr. kg úr 45 kr., eða um 15,6%. Ýsa hækkar í 57 kr. úr 54 kr., eða um5,6%. Þorskflök hækka í 91 kr. úr 80 kr., eðaum 13,8%. Ýsuflök hækka í 99 kr. úr 93 kr., eða um 6,5%. Nætursöltuð þorskflök hækka í 91 kr. úr 85 kr., eða um 12,9%. Nætursöltuð ýsuflök hækka í 104 kr. úr 98 kr., eða um 6,1%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.