Morgunblaðið - 16.10.1973, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÖBER 1973
RAUPARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
11 21190 21188
1tel 14444*255551
mmá
I BlLALEIGA carjjentalI
(g
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
«“24460
Í HVERJUM BÍL
PIONŒCER
ÚTVARP OG STEREO
CASETTUTÆKI
HÓPFERDIR
Til leigu i lengri og
skemmri ferðir 8—50 far-
þega bílar.
KJARTAN
INGIMARSSON,
sími 86155 og 32716.
STAKSTEINAR
íslendingar í stríði
Islendingar hafa nú f rúm-
lega eitt ár áft f stríði. A.m.k. er
óhætt að fullyrða, aðdeilaokk-
ar við Breta um landhelgina
hafi verið á þvf stigi, sem næst
kemst eiginlegu stríði, þegar
tsland á í hlut. A þessum tfma
hefur gengið á ýmsu, eins og
við er að búast. Greinilega
hefur mátt merkja hér innan-
lands ýmis einkenni, sem
jafnan eru á stríðandi aðilum.
Við teljum okkur berjast fyrir
heilögum málstað og viljum
ekki heyra önnur sjónarmið en
okkar eigin. Við veljum Bret-
um hin verstu orð og viljum
ekki heyra á annað minnzt en
að þeir séu hinir mestu
misindismenn, sem geri sér að
leik að traðka á rétti smáþjóða f
skjóli valds sfns og hers. For-
sætisráðherra gefur út þá til-
skipun til fréttamanna, að
þeim beri eingöngu að snúa sér
til íslenzkra stjórnvalda til að
leita frétta af deilunni, og talið
er hið versta verk að athuga,
hvað Bretarnir hafa um atburði
að segja. Þegar dagblöðin skýra
frá þvf, sem gerist hjá and-
stæðingum okkar f Englandi og
hvaða vangaveltur eru uppi hjá
togaraeigendum og öðrum
aðilum þar, er slfkt kallað að
ala á sundrung meðal
lslendinga f landhelgismálinu,
og þeir, sem erfiðast eiga með
að tjá sig, kalla þetta landráð.
Við Islendingar erum ekki
strfðsþjóð, og ef menn gefa sér
tíma til að hugleiða málið, má
búast við, að flestir komist að
þeirri niðurstöðu, að slík þjóð
viljum við ekki vera. Við höf-
um valið okkur lýðræðislegt
þjóðskipulag, þ.e. það þjóð-
félagsform, sem á því byggir,
að ágreiningur sé jafnaður með
skoðanaskiptum og síðan reyni
aðilar að komast að sameigin-
legri niðurstöðu. Þetta eru þau
grund vallarsjónarmið, sem
móta lífshætti f þjóðfélagi okk-
ar. Þau gilda ekki einungis f
skiptum okkar innbyrðis,
heldur cinnig í samskiptum
okkar við aðra. Þessi grund-
völlur er sennilega orðinn
flestum Islendingum svo tam-
ur, að þeir cru hættir að veita
honum eftirtekt, og þá er um
leið hætt við, að menn taki ekki
eftir, þegarfrá honum er vikið.
Heilagur málstaður
Avallt hlýtur að koma að þvf
við og við, að á það reyni,
hversu trúir menn eru hinni
lýðræðislegu aðferð við lausn
deilumála. Að þvf kemur, að
menn hafi svo heilagan málstað
og séu svo sannfærðir, að þeir
eigi erfitt með að átta sig á, að
aðrir geti verið á annarri skoð-
un. Þannig hefur staðan verið
hér hjá okkur í þessari deilu
okkar við Breta. Vmsir hafa
kiknað undan ofurþunga eigin
sjónarmiða og ekki viljað
heyra önnur. Þetta hefur meira
að segja gengið svo langt, að
sjálfur forsætisráðherrann,
sem þó vafalaust er einlægur
lýðræðissinni, hefur látið
undan síga. Hann lét t.d. á sér
heyra f sjónvarpsþætti sl.
sumar, að fréttir þær, sem
Morgunblaðið hefur birt af
sjónarmiðum brezkra togara-
eigenda, væru forkastanlegar
af þeirri ástæðu, að þær ælu á
sundrungu meðal Islendinga.
Auðvitað er afar ólíklegt, að
nokkur Islendingur fari að
efast um ágæti okkar málstaðar
í landhelgismálinu, þótt hann
heyri, hvað brezkir togaramenn
segja í málinu. En ef einhver
slfkur Islendingur er til, þá er
honum að sjálfsögðu fyllilega
heimilt að efast. Slfkar eru
leikreglur lýðræðisins. Við
sigrum ekki f landhelgis-
strfðinu með því að þvinga
skoðunum upp á landsmenn,
heldur sigrum við vegna þess,
hversu málstaður okkar er
sterkur. Þetta er mergurinn
málsins.
Það verður að ganga út frá
því, að skoðanir Ölafs Jóhann-
essonar og þeirra annaira íýð-
ræðissinna sem f sömu gryfju
hafa fallið, séu einungis
vanhugsaðar skoðanir, sem
settar eru fram f hita barátt-
unnar. Engin leið er að trúa
þvf, að Ölafur ætli sér það hlut-
skipti í forsætisráðherrastóli að
stjórna með tilskipun um
skoðanamyndun f landinu.
spurt og svarað Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg-
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS unblaðsins.
OPIÐ SVÆÐII ÓHIRÐU
Sigríður Kjaran, Básenda 9,
spyr:
í viðtali við borgarstjóra í
Mbl. 26. sept., talar hann um
opin svæði hér í borg. En veit
hann um svæði, sem er milli
Garðsenda, Básenda og As-
enda? Þetta svæði hefur alla tíð
verið í óhirðu. Leiktæki, sem
þar voru sett niður fyrir mörg-
um árum, standa mestallt árið i
vatni og illmögulegt er að nota
þau sem til er ætlazt. Sá hluti,
sem snýr að Garðsenda, er not-
að sem bílastæði og fyrir alls
konar vélar og dót. En hér er
aftur á móti hvergi svæði, sem
nota má fyrir fótbolta, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir í þá
átt. Nú spyr ég borgarstjóra:
Hver er ætlunin með þetta um-
talaða svæði og hvenær má bú-
ast við, að börnin hér geti leikið
sér annars staðar en á götunni?
Birgir tsl. Gunnarsson, borg-
arstjóri, svarar:
Svæðið milli Garðsenda, Bás-
enda og Ásenda er eitt þeirra
auðu svæða í borginni, sem
nauðsyn ber til að ganga frá.
Upprunalegt skipulag gerir ráð
fyrir allstóru svæði fyrir leik-
völl. 1 nágrenni hafa verið gerð-
ir tveir vellir, þ.e. sparkvöllur
fyrir neðan Byggðarenda vorið
1972 og gæzluvöllur við Langa-
gerði, sem nú fer að komast í
notkun. Með tilliti til þessara
valla er ekki gert ráð fyrir því,
að svæði það, sem um er spurt,
verði notað nema sem opið leik-
svæði, en svæðið þarf að skipu-
leggja og halda því snyrtilegu.
A dagskrá er að gera allmikið
átak við að lagfæra slík svæði
víðs vegar um borgina, en, á
þessu stigi treysti ég mér ekki
til að tímasetja framkvæmdir
við umrætt svæði.
VIÐLAGASJÓÐSGJALD AF
ELLILAUNUM
Anna Guðmundsdóttir,
Skipasundi 27, spyr:
Er það skylda gamals fólks,
sem ekkert hefur nema elli-
launin, að borga í Viðlagasjóð?
Ármann Jónsson, fulltrúi á
Skattstofu Reykjavíkur, svarar:
Viðlagagjald er lagt á eftir-
farandi gjaldstofna:
1. Söluskattsstofn, 2. eignar-
skatt, 3. aðstöðugjaldsstofn, 4.
útsvarsskyldar tekjur, 5.
landsútsvör. Ég skil
spurninguna á þá leið, að átt sé
við viðlagagjald afútsvarsskyld-
um tekjum.
Viðlagagjald þeirra manna,
sem náð höfðu 67 ára aldri á
árinu 1972, eða áttu rétt til
örorkulífeyris frá almanna-
tryggingum á því ári, er lækkað
um allt að kr. 1.500.- hjá hjón-
um (nægilegt að annað hjóna
sé orðið 67 ára eða örkulífeyris-
þegi) og kr. 900.- hjá einhleyp-
um.
Ef viðlagagjald nemur kr.
1.000,- eða minna eftir þessa
lækkun, er sú upphæð felld
niður. Niðurstaðan er því sú, að
ef viðlagagjald þessara hjóna
fer ekki yfir kr. 2.500.- og
umræddra einhleypinga ekki
yfir kr. 1.900.- fellur það niður.
Viðlagagjald nemur 1% af
útsvarsskyldum tekjum. Og þar
sem venjulegur ellilífeyrir af
viðbættri tekjutryggingu yfir
árið 1972 nam kr. 228.960.- hjá
hjónum, sem bæði tóku fullan
lífeyri, og kr. 137.220.- hjá ein-
hleypum er svarið við
spurningunni: Nei.
SJÓNVARPSKVIKMYNDIR A
MIÐVIKUDÖGUM
Gfsli Baldursson, Hólmgarði
45, spyr:
Hvers vegna er sjónvarpið
hætt að sýna kvikmyndir á mið-
vikudagskvöldum?
Pétur Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins,
svarar:
Það er engin föst ákvörðun,
að ekki eigi að vera kvikmyndir
á miðvikudagskvöldum, og ein-
mitt innan tiðar verða kvik-
myndir sýndar á miðvikudags-
kvöldum um nokkurt skeið.
Þegar þátturinn „Heima og
heiman“ hefur runnið sitt skeið
á enda á þriðjudagskvöldum,
sem verður innan skamms,
verða Mannaveiðar færðar frá
miðvikudagskvöldum yfir á
þriðjudagskvöld og er ætlunin
að sýna, a.m.k. í nokkrar vikur,
kvikmyndir á miðvikudags-
kvöldum.
SKÝRINGARTEXTIfyrir
HEYRNLEYSINGJA
Pálína Magnúsdóttir, Hjalta-
bakka 30, spyr:
Gæti sjónvarpið ekki sett
skýringartexta við fréttir og
fræðslumyndir, til að heyrn-
leysingjar fái notið þessa efnis,
eins og aðrir?
Pétur Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins,
svarar:
Sjónvarpinu er kunnugt um,
að þetta er gert í vissum mæli á
hinum Norðurlöndunum, en
vegna tækjaskorts og kostnaðar
hefur nánast ekki ennþá verið
lagt f það hér.
SKODA EYÐIR MINNA.
SHODfí
LEIQM
AUÐBREKKU 44- 46. 0
- - SÍMI 42600.
FERÐABÍLAR HF.
Bílaleiga. — Sími 81 260.
Tveggja manna Citroen Mehari.
Fimm mann Citroen G.S
8—22 manna Mercedes Benz hóp-
ferðabílar (m. bílstjórum)
Bezt aö auglýsa í
MORGUNBLAÐINU
JIM Croce, sem íslenzkum
poppáhugamönnum er að góðu
kunnur fyrir lagið „Bad, bad
Leroy Brown“, fórst fyrir
nokkru i flugslysi í Bandaríkj-
unum.
Flugslysið varð í Natchitoch-
es í Louisiana-ríki. Jim hafði
leikið á hljómleikum í North
Western Louisiana-háskólanum
og ætlaði með leiguflugvéi til
Sherma í Texas, þar sem hann
átti að koma fram næst. Flug-
vélin hrapaði í flugtaki og biðu
sex manns bana. Auk Croces
fórust m.a. Maurice Muehelsen,
gítarleikari hans, og George
Jim Croce
fórst í flugslysi
Stevens, grinskemmtikraftur.
Croce var þrítugur að aldri.
Hann lætur eftir sig eiginkonu
og son.
Jim Croce ólst upp í borginni
Philadelpia og nágrenni henn-
ar. Er hann var í háskóla, rak
hann skólaútvarpsstöð (1961—
’65), þar sem aðaláherzlan var
lögð á þjóðlagatónlist.
Að náminu loknu hóf hann að
reyna að vinna sér frægð sem
söngvari og gítarleikari, en
eftir að stór plata, sem hann
gerði á vegum Columbia-fyrir-
tækisins árið 1969, fékk lélegar
undirtektir, hætti hann í faginu
Jim
Croce
og gerðist byggingaverkamað-
ur.
En fljótlega hóf hann á ný að
semja lög, spila opinberlega og
leika inn á plötur. Gekk nú
betur en í fyrra skiptið og nokk-
ur laga hans komust á vin-
sældalista í Bandaríkjunum,
þ.ám. „You don’t mess around
with Jim“, „Operator“, „Roller
Derby Queen“, og „Bad, bad
Leroy Brown“, sem komst í
efsta sætið á bandaríska listan-
um.