Morgunblaðið - 16.10.1973, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973
15
Skrúfa
Arabar
fyrir olíu
til USA?
Kuwait, 15. október. NTB. AP.
Olíuráðherrar Arabalandanna
koma saman til fundar I Kuwait á
miðvikudag til þess að ræða leiðir
til að beita olfunni sem vopni I
átökunum í Miðausturlöndum, að
sögn aðalframkvæmdastjóra
Samtaka olíuframleiðsluríkja
OPAEC í dag.
Olíuráðherra Kuwaits sagði, að
öll Arabaríki, sem framleiða olíu,
mundu senda fulltrúa á fundinn.
Upphaflega átti fundurinn að
fara fram á morgun.
Óháða blaðið Al-Asyasseh í
Kuwait sagði í dag, að ráðherr-
arnir mundu ræða ráðstafanir,
sem miðuðu að því að stöðva olíu-
flutninga til Bandaríkjanna og
fleiri landa, sem sannað væri að
styddu Israel.
Ráðherrarnir munu einnig
hvetja til þess, að sögn blaðsins,
að dregið verði úr framleiðslu svo
að Japan og Vestur-Evrópa fái
aðins .olfu til eigin þarfa-og geti
þvf ekki selt hana aftur til Banda-
ríkjanna. Bandaríiin flytja aðeins
inn sem svarar 18% af olíunot-
kuninni.
Kuwait hefur auk þess í hyggju
að taka í sínar hendur meirihluta
verðbréfa í erlendum olíufélög-
um, þegar viðræður um endur-
skoðun samninga hefjast. Líbýa
ætlar að þjóðnýta félögin alger-
lega, en nýlega tók stjórn landsins
í sínar hendur 51% hlutabréf-
anna.
Samband olíuverkamanna í
Kuwait hefur skorað á stjórnina á
minnka framleiðsluna um 50% og
verja því sem eftir er til stríðs-
reksturs Araba. Palestínumenn i
Kuwait krefjast þess, að banda-
rísk vara verði sett í bann, og að
Kuwait taki út innstæður sínar í
bandarískum bönkum.
Ferðamenn
á heimleið
Kairó, 15. október — AP.
BROTTFLUTNINGAR ferða-
manna, sem innlyksa hafa orðið í
Egyptalandi vegna stríðsins milli
Araba og Israela, halda stöðugt
áfram, en hins vegar sögðu tals-
menn margra sendiráða í dag, að
engar áætlanir væru á döfinni um
að flytja burt starfsmenn þeirra
eða útlendinga, sem fasta búsetu
hefðu í Egyptalandi. Um 1500 er-
lendir ferðamenn áttu að fara frá
Alexandriu á tveimur skipum, en
þar eð flugvöllurinn f Kairó hefur
verið lokaður, frá því stríðið
brauzt út fyrir 10 dögum, hafa
menn svo til eingöngu getað farið
heim á leið með skipum.
Bobby byrjar
bráðum aftur
Belgrad, 15. október. AP.
Bobby Fischer sagði í útvarps-
viðtali í Belgrad í gær, að hann
ætlaði að hefja þátttöku f skák-
mótum nijög bráðlega.
Fischer bar til baka fréttir urn,
að hann hefði misst áhuga á að
sigra í skákmótum eftir að hann
vann heimsmeistaratitilinn.
STRIÐIÐ
FRA
YMSUM
HLIÐUM
trúarlegu ávarpi. Ákveðið hef-
ur verið, að allar tilkynningar
Kairó-útvarpsins byrji á orðun-
um: „í nafni almáttugs Allah,
hins miskunnsama og samúðar-
ríka“. Svo til allar daglegar
gerðir heittrúaðra Múhameðs-
trúarmanna hefjast á slíkri til-
einkunn. Og þá ekki sízt stríð.
Edward Heath forsætisráðherra
Breta heilsar Ólafi Jóhannessyni
forsætisráðherra tslands í Down-
ing Street 10 I gærmorgun. Ráð-
herrarnir áttu fyrst 1/2 klst.
einkafund, síðan tvo fundi með
embættismönnum og að því búnu
snæddu þeir saman kvöldverð.
Einum bjargað
úr pramma
á hafsbotni
Calais, 15. október. NTB.AP.
Leit var haldið áfram I dag I
franska dýpkunarprammanum
Cap de la Ilague, þótt lftil von
væri talin til þess að fleiri menn
fyndust á llfi.
Einum manni var bjargað um
helgina úr prammanum, sem
hvolfdi og sökk úti fyrir Calais.
Tvö lík fundust.
Þangað til í gærkvöldi höfðu
menn nokkra von um að fleiri
mönnum yrði bjargað úr pramm-
anum, en síðan 24 ára gömlum
manni, Lionel Girard, var bjargað
lifandi og ómeiddum á sunnu-
dagsmorgun eftir þriggja daga
björgunaraðgerðir hafa björg-
unarmenn ekkert lifsmark heyrt.
Samt sagði yfirmaður björg-
unarstarfsins í dag, að haldið
yrði áfram að grannskoða pramm-
ann til þess að fá fulla vissu fyrir
þvi, að enginn væri lokaður inni í
honum.
Tugir froskmanna, kafara,
sprengisérfræðinga og sjóliða frá
Frakklandi, Belgíu, Hollandi,
Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi
hafa tekið þátt i björgunar-
starfinu.
Tveimur mönnum var bjargað
úr prammanum skömmu eftir að
hann sökk á fimmtudag. Upphaf-
lega voru tiu menn á honum.
ÞRÍRÆÐSTU
VALDAMENN
THAILANDS
FLÝJA LAND
Bangkok, 15. október. AP.
Tilkynnt var I dag, að þrfr
valdamestu herforingjar
Thailands væru farnir úr landi,
en hundruð ungmenna trúðu ekki
fréttinni, þustu um göturnar og
kröfðust þess, að þeir yrðu teknir
af Iífi.
Þó virðist tilkynningin og yfir-
lýsing hins nýja forsætisráðherra,
Sanya Thammasak, þess efnis, að
hann hafi komizt að samkomulagi
við stúdenta, hafa bundið enda á
stjórnleysi, sem hefur ríkt í
höfuðborg Thailands.
Að minnsta kosti 169 hafa beðið
bana og hundrað særzt í tveggja
daga átökum. Vopnaður múgur
réðst í dag á aðallögreglustöðina í
Bangkok og kveikti í henni, og
árásir voru gerðar á fieiri lög-
reglustöðvar í borginni. í kvöld
varð rólegra, og stúdentar óku um
göturnar í bifreiðum og strætis-
vögnum, sem þeir tóku trausta-
taki, og skoruðu á mótmælafólk
að fara heim til sín.
Utvarpið sagði, að her-
foringjarnir, þeir Thanom
Kittikachorn markskálkur, sem
sagði af sér embætti forsætisráð-
herra í gær, Praphas
Charusathien, sem mestu ráða að
tjaldabaki, og Narong Kitti-
kachorn ofursti, annar æðsti
maður öryggislögreglunnar,
hefðu farið með flugvél til
óþekkts ákvörðunarstaðar til þess
að stuðla að því, að friður kæmist
á.
Thanom sagði af sér eftir
friðsamlegar mótmælaaðgerðir,
sem stóðu i eina viku, og blóðuga
götubardaga, sem stóðu einn dag.
Eftirmaður hans, Sanya, rektor
Thammasatháskóla, hefur heitið
nýrri stjórnarskrá og almennum
kosningum eftir sex mánuði.
Sanya sagði í sjónvarpsávarpi,
að stúdentafélög hefðu heitið
samvinnu við stjórn sína. Hann
hélt þvi fram, að ofbeldisverkin í
Bangkok hefðu verið verk svo-
kallaðrar „Þriðju handar“ sam-
Hamborg, 15. okt-AP.
Joseph Luns. framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins
segir í viðtali við þýzkt blað í
dag, að beiti Arabalöndin
verzlunarbanni á oliu gegn
Vesturlöndunum, hlytu það að
teljast „fjandsamlegar að-
gerðir", án þess þó, að það yrði
NATO ástæða til þess að hefja
hernaðaraðgerðir gegn
Aröbum. Luns segir einig í við-
talinu, að skyndiárás“ Araba á
ísrael, hafi vakið NATO til um-
hugsunar um „hversu langur
tími yrði til viðbragðs, ef
svipað ástand skapaðist í
Evrópu. Þá segir Luns, að Ijóst
sé að Arabar fái verulegan
stuðning frá Sovétríkjunum i
baráttunni.
í stríði fyrir Allah
Beirut, 15. okt-AP
Allar yfirlýsingar Egypta
varðandi stríðið hefjast nú á
Ford: Hernaðarleg
lausn nauðsynleg
Washington, 15. okt.-AP
Gerald Ford, nýtilnefndur
sem varaforsetaefni Nixons,
sagði í dag, að áður en stjórn-
málaleg lausn væri hugsanleg á
ástandinu í Miðausturlöndum,
þyrfti að finna hernaðarlega
lausn. Hann kvað Bandarikin
;,standa við allar skuldbinding-
ar“ sínar gagnvart Israel, og
það færi eftir „kringumstæð-
um,“ hvort aðstoðin yrði aukin.
Páll páfi: Hörmu-
leg heimska
Páfagarði, 15. okt.-AP
„Þetta er fáránleg sóun
mannslífa og verðmæta, sem
virðast vera aðeins formáli
annarra, óútreiknanlegra
hörmunga," sagði Páll páfi VI
um strxðið í Miðausturlöndum,
er hann ávarpaði mannfjöldann
í gær. „Við fordæmum heimsku
þessa stx'ðs, sérstaklega blindnx
öfganna. „Hann kvað venjulegt
fólk ekki getað staðið biá og
horft á slíka neyð.
taka, sem hafa stundað undir-
róðursstarfsemi.
Stúdentar eru enn í vafa um,
hvort herforingjarnir hafi raun-
verulega gefizt upp og óttast
aðgerðir af hálfu hersins. Ný
stjórnarskrá hefur verið ein
helzta krafa þeirra, en stjórnar-
skrá var numin úr gildi, þegar
herforingjar tóku völdin fyrir
tæpum tveimur árum.
Jörgensen
í Moskvu
Moskvu, 15. október. AP.
Anker Jörgensen forsætis-
ráðherra konx I dag til Sovét-
rfkjanna I 10 daga opinbera
heimsókn.
Danski forsætisráð-
herrann endurgeldur Dan-
merkurheimsókn Alexei
Kosygin forsætisráðherra i
desember 1971.
Allir vilja í stríðið
Jóhannesarborg, 15. okt.-AP
„Hundruð. . . nei þúsundir
ungs fólks hafi hringt til okkar
undanfarna daga til þess að
bjóða sig fram til ferða á víg-
völlinn í Israel," segir Jules
Weinstein, formaður Gyðinga-
samtaka í Suður-Afríku. „Og
daglega hringi ég til Tel Aviv
til að spyrja, hvort þeir vilji fá
sjálfboðaliðana okkar. Daglega
er svarið nei. I hreinskilni sagt
þá vilja Israelar þá einfaldlega
ekki.
Luns: NATO
til umhugsunar