Morgunblaðið - 16.10.1973, Page 16

Morgunblaðið - 16.10.1973, Page 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Frétta stjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. Uiidanfarin ár hefur verið góðæri í landinu bæði til sjávar og sveita. Landbúnaðurinn ætti því að hafa notið góðs af því árferði, sem verið hefur. Framleiðsla landbúnaðar- ins hefur aukizt nokkuð vegna batnandi tíðarfars, enda búa bændur nú að þeirri ræktunar- og upp- byggingarstefnu, sem ráðandi var síðasta áratug. í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar stækkuðu tún landsmanna um næstum því helming. Vélvæðing landbúnaðarins var mikil á þessu tímabili og miklar byggingar voru í sveitum landsins. Það var vegna hinnar miklu ræktunar, sem landbúnaðurinn komst yfir erfiðleikaárin, þegar kuldinn og kalið herjuðu á. Það var vegna ræktunar- innar, að hey náðust, þrátt fyrir lélega sprettu. Á viðreisnartímabilinu var löggjöf um landbúnað- inn breytt til mikilla muna. Þá var tekin upp ábyrgð á útflutningsverði land- búnaðarvara. Með því var tryggt, að bændur fengju fullt verð fyrir alla fram- leiðsluna. Áður hafði það ekki verið. Þá var jarð- ræktarlögum breytt, og má segja, að með þeirri laga- setningu hafi orðið bylting, þar sem jarðræktarfram- lög voru stórhækkuð og bændur hvattir stórátaka í ræktunarmálum. í tíð við- reisnarstjórnarinnar var styrkur til bygginga og framkvæmda samkvæmt landnámslögum stórhækk- aður, þannig að í lok við- reisnartímabilsins nam sá styrkur 120.000 kr. á býli. Lög um landbúnað eru háð breytingum og má segja, að landbúnaðarlöggjöfin frá 1966, sem ákvarðar landbúnaðarverðið, hafi gert það mögulegt fyrir bændur að standa af sér það dýrtiðarflóð, sem nú herjar á. Samkvæmt land- búnaðarlögunum frá 1966 eiga bændur áð fá hækkun á afurðarverðinu í sam- ræmi við hækkað kaup- gjald í landinu og hækkun á rekstrarvörum til land- búnaðarins. Samkvæmt þessum lögum hafa bænd- ur fengið viðunandi verð á búvöruframleiðslunni og geta þannig staðið af sér þá miklu dýrtið, sem herjað hefur á. Vinstri stjórnin ætlaði að breyta þessari löggjöf og lagði fram frumvarp á haustþingi 1971 með mikl- um bægslagangi. Með því frumvarpi var gert ráð fyr- ir að fella niður 6-manna nefnd í þeirri mynd, sem hún nú er. f þess stað áttu bændur að semja við ríkis- stjórnina um verðlagningu búvörunnar. I því frum- varpi var gert ráð fyrir heimild til þess að leggja á fóðurbætisskatt og ýmis fleiri atriði voru í þessu frumvarpi, sem beinlínis hefðu orðið til þess að kyrkja heilbrigða starf- semi í landbúnaðinum. Sem betur fór guggnaði ríkisstjórnin á því að berja þeíta frumvarp gegnum Alþingi, og var það vegna mótmæla margra bænda og sterkrar andstöðu sjálf- stæðismanna á Alþingi. Bændur hafa fátt að þakka núverandi ríkisstjórn, en þeir geta þakkað núverandi landbúnaðar- ráðherra fyrir það, að hafa guggnað fyrir þeirri mót- mælaöldu, sem hófst á því að knýja fram þetta frum: varp. Óvíst er, hvernig hagur bænda væri nú, ef tekizt hefði að breyta lögunum frá 1966 um verðlagningu búvöru, eins og ríkis- stjórnin ætlaði sér að gera haustið 1971. Það var alveg víst, að núverandi rikis- stjórn hefur fátt til þess að státa af í sambandi við landbúnaðarlöggjöfina, og ljósasti vitnisburður um það er sú staðreynd, að Tíminn hefur þakkað nú- verandi landbúnaðarráð- herra fyrir það, að lög voru samþykkt á Alþingi 1972 um innflutning holda- nautasæðis. Sannleikurinn er sá, að yfirdýralæknir og fleiri vísindamenn voru lengi hræddir við að taka upp holdanautarækt hér á landi vegna hættu á smiti, og var það ekki að ástæðu- lausu. Það var ekki fyrr en stöðin á Hvanneyri var komin upp, sem varð í tíð viðreisnarstjórnar, sem fært þótti að flytja inn holdanautasæði. Fyrir til- stuðlan Ingólfs Jónssonar var samið frumvarp til laga um að heimila holdanauta- rækt. Það frumvarp var til- búið, þegar hann lét af ráð- herraembætti. Það sem gerðist var, að Halldór E. Sigurðsson, flutti þetta frumvarp á Alþingi, og var það samþykkt með öllum atkvæðum þingmanna. Nýlega var á það minnzt í Tímanum, aðunniðværi að undirbúningi búnaðar- skóla á Suðurlandi. Lítið fer fyrir aðgerðum i þeim efnum. Sannleikurinn er sá, að núverandi land- búnaðarráðherra hefur legið á því máli. Virðist aðaltakmark hans að gera að engu ákvörðun Ingólfs Jónssonar um staðarval fyrir búnaðarskóla á Suðurlandi. Ingólfur Jóns- son ákvað að sá skóli skyldi rísa á Odda á Rangárvöll- um. Oddi er í hjarta Suður- landsundirlendis, víðfræg- ur sögustaður og á vel við að gera þeim stað nokkuð til sóma. Væntanlega verður búnaðarskólamál Sunnlendinga ekki lengi tafið úr þessu. Ólíklegt má telja, að Alþingi fallist á að ónýta ákvörðun Ingólfs Jónssonar um staðarval fyrir búnaðarskóla. LANDBÚNAÐUR BYGGIR Á TRAUSTUM GRUNNI Er Allende kominn í dýrlingatölu sósíalista? LÖNGU áður en herforingja- byltingin var gerð í Chile, var það skoðun þeirra, sem aðhyll- ast hinar nýju vinstri stefnur (The New Left), að Chile væri að verða einhvers konar nýtt Víet Nam. Þessi skoðun byggð- ist á þeirri hugmyndafræðilegu kenningu, að sósíalískir bylt- ingarsinnar yrðu annað hvort sjálfir að beita vaidi eða aðrir hrektu þá frá völdum, vegna þeirrar stöðu, sem upp kynni að koma, — eins og raun varð á í Chile. Nú segja vinstrisinnar hins vegar, að skæruhernaður, sem fylgja muni í kjölfar valda- ránsins í Chile, verði til þess að landið verði „annað Víet Nam“. Hvort sem marxistum I Chile tekst að standa uppi í hárinu á herforingjastjórninni til lengdar eða ekki, er landið a.m.k. að vissu leyti farið að minna á Víet Nam. Herfor- ingjastjórnin mun sjá til þess, að vinstri sinnaðir öfgahópar fái áfram tækifæri til að njóta sin í mótmælagöngum við sendiráð á næstunni, svo að eitthvað sé nefnt. Nú þegar styrjöldin í Víet Nam tilheyrir fortíðinni, og lýð- ræði hefur verið aukið í Grikk- landi, kemur Chile í góðar þarf- ir til að halda þjálfuðum mót- mælalýð við efnið. Taugaveikl- unarkennd viðbrögð við bylt- ingunni, sem fram komu í fjöl- miðlum víða um lönd, hafa sýnt, að atburðirnir í Chile eru að verða að pólitískri goðsögn, sem jafnvel tekur fram helgi- sögnum þeim, sem mynduðust um Víet Nam á sínum tíma. Vert er að taka til nánari athugunar nokkrar útgáfur á fréttum um fall Allendes. Sum- ir fréttaskýrendur létu sér ekki nægja að syrgja Allende sem frjálslyndan umbótamann, þrátt fyrir þá staðreynd, að hann var marxisti, heldur lfktu þeir honum við Alexander Dubcek. Því var haldið fram, að þeir hefðu báðir reynt að fram- kvæma sósíalisma í ..mannleorri mynd“, en hefðu orðið að láta undan blindum afturhaldsöfl- um. Þeir, sem telja, að slíkur samjöfnuður geti átt rétt á sér, virðast ekki vita, að Kommún- istaflokkur Chile' var fyrsti kommúnistaflokkur utan Var- sjárbandalagslandanna, er lagði blessun sína yfir innrás Sovétríkjanna i Tékkóslóvakfu, sem batt endi á frjálslynda stefnu Dubceks í innanríkis- málum árið 1968. Miklu fremur verður að álíta, að Allende og Dubcek hafi fylgt andstæðum stefnum. Dubcek leiðaðist við að losa Tékkó- slóvakiu undan beinum áhrif- um Sovétríkjanna, meðan All- ende og skoðanabræður hans voru komnir vel á veg með að gera land sitt að nokkurs konar Tékkóslóvakíu Suður-Ameríku. Sovétherinn réðst inn í Prag til þess að binda endi á frjáls- hyggju þá, sem var að ná fót- festu í landinu undir forystu Dubceks, en herinn í Chile tók völdin í þeim tilgangi að við- halda frjálshyggju í landinu. Herforingjarnir í Chile létu þá fyrst til skarar skríða, þegar ljóst var orðið, að ekki var annað framundan en annað hvort algert marxistískt einræði, að öllum lík- indum óafturkallanlegt, ellegar þá afskipti hersins, ef komizt skyldi hjá slíkri valdatöku kommúnista. VAR ALLENDE FRIÐARSINNI? Því hefur víða verið haldið fram, að Allende hafi verið ein- lægur friðarsinni, sem hefði aldrei gripið til þess óyndisúr- ræðis að beita valdi til þess að halda yfirráðum sínum. 1 Noregi hefur jafnvel komið fram tillaga um, að nú, að All- ende látnum, verði honum veitt friðarverðlaun Nóbels, f virð- ingarskyni við minningu hans. Hér fara aðdáendur hans enn villir vegar. Allende var stofnandi og fyrsti forseti hinna svokölluðu „Einingarsamtaka Rómönsku Ameríku", sem hafa aðsetur í Havanna á Kúbu. Þessi samtök voru stofnuð á árinu 1967 til þess að stuðla að uppreisnum (með vopnavaldi) alls staðar i Vesturálfu. Þegar Allende hafði unnið nauman meirihluta í kosning- unum 1970, hótaði hann að „ata Santiago blóði", ef þingið stað- festi ekki kosningu hans. Hann var tengdur nokkrum foiystu- mönnum hinnar vinstri sinn- uðu byltingarhreyfingar fjöl- skylduböndum, og í lífverði hans voru jafnan tilvonandi skæruliðar úr þessari bylt- ingarhreyfingu. Þetta eru þó smámunir einir, séu þær staðhæfingar sannar, að stjórn Allendes hafi ráðgert „nótt hinna löngu hnífa“, sem verða átti skömmu eftir að hin raunverulega uppreisn átti sér stað, en að sögn herforingja- stjórnarinnar áttu þar að verða endalok forystumanna stjórn- arandstöðunnar og yfirmanna hersins. Sannleiksgildi þessara staðhæfinga verður ekki sann- reynt, fyrr en Pinochet hers- höfðingi birtir skjöl, sem sagt er, að hafi fundizt í skrifstofu aðstoðarinnanríkisráðherrans, en hann var úr kommúnista- flokknum. Einnig rennir sam- særi vinstri manna um að myrða yfirmenn flotans í her- búðunum i Valparaiso i siðasta mánuði óneitanlega stoðum undir þessar staðhæfingar. Takist stjórn herforingjanna í Chile að sanna mál sitt, hafa marxistar í Chile sem sagt haft í hyggju blóði drifna valdatöku, — nákvæma eftirlíkingu af þeirri „valdatöku með morðað- ferðinni", sem heppnaðist' næstum þvi hjá kommúnistum i Indónesíu árið 1965. Það, sem mistókst í Jakarta, hefði getað tekizt í Santiago, hefði herinn ekki tekið til sinna ráða áður. Velunnarar Allendes af- greiða þessa kenningu vafa- laust sem lygasögu, nema lögð verði fram áreiðanleg og óyggj- andi sönnunargögn. En það eru fleiri ástæður til að ætla, að vinstrisinnar hafi haft meiri háttar aðgerðir á prjónunum. Gífurlegt magn vopna hefur fundizí i Santiago eftir valdatöku hersins. 1 for- setahöllinni einni saman fund- ust vopnabirgðir, sem nægt hefðu eitt þúsund manna her- liði. Einnig verður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd, að öfgasinnar hvaðanæva að úr heiminum hafa verið að flykkj- ast til Chile að undanförnu og voru að lokum orðnir um 14.000. Af þessum ástæðum verður sú ályktun vart dregin, að Allende, þótt látinn sé, eigi Pinochet hershöfðingi. skilið að fá verðlaun fyrir það að hafa stuðlað að friði. HINIR NVJU VALDHAFAR En hvernig eru þá þessir nýju valdhafar 1 Chile? Eru þeir slíkar ófreskjur, sem sumir hafa látið í veðri vaka? Nýju ráðherramir eru, að tveimur undanskildum, úr hópi herforingja. Þeir hafa verið þeirrar skoðunar, að herinn ætti ekki að hafa afskipti af stjórnmálum, fyrr en öll önnur sund væru lokuð. Það kann að virðast kald- hæðni örlaganna, að það var sjálfur Allende, sem átti frum- kvæði að því, að herforingj- arnir hefðu bein áhrif á stjórn landsins, þar sem hann skipaði stjórn sína bæði fulltrúum borgara og mönnum úr hern- um. Þetta gerði Allende i því skyni að draga úr áhrifum stjórnarandstöðunnar og til að tryggja sér stuðning hersins. Valdhafarnir nýju hafa orðið ákafir and-kommúnistar vegna nýfenginnar reynslu sinnar af Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.