Morgunblaðið - 16.10.1973, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTOBER 1973
20
Yfirlýsing frá Félagi
íslenzkra rithöfunda
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi
fslenzkra rithöfunda:
FUNDUR haldinn í stjórn
Félags íslenskra rithöfunda hinn
3. okt. siðastliðinn vill — vegna
fréttatilkynningar frá stjórn Rit-
höfundafélags íslands, er birtist í
dagblöðum fyrir skömmu — taka
fram eftirfarandi:
1. Stjórn Félags íslenskra rit-
höfunda kannast við að hafa mót-
tekið bréf frá Rithöfundafélagi
Islands, dags. 24. sept 1971, þar
sem óskað var „eftir endurskoðun
á þeim samningi við Félag
íslenzkra rithöfunda sem Rit-
höfundasamband islands byggist
á.“
Tilmæli eða hótanir um, að ella
verði samningi félaganna rift og
Rithöfundasamband íslands lagt
niður hafa félaginu hins vagar
aldrei borist.
2. 1 fréttatilkynningunni segir,
að samstarfsnefnd rithöfunda-
félaganna hafi þegar lokið störf-
um. Hið rétta er, að nefndin hefur
enn ekki verið ieyst upp. Að
minnsta kosti hefur hvorki sjálf-
um nefndarmönnum frá Félagi
íslenskra rithöfunda né félags-
stjórn borist nein tilkynning þar
að lútandi.
3. Vegna skoðanakönnunar um
sameiningu, sem fram fór síðast-
liðið vor, segir, ,,að yfirgnæfandi
meiri hluti rithöfunda telur nú-
verandi skipan mála óviðunandi
og æskir sameiningar.“
Þetta er rangt. I skoðana-
könnuninni voru rithöfundar alls
ekki spurðir, hvort þeir kysu að
viðhalda framvegis „núverandi
skipan mála“. Meðal annars af
þeim sökum telur stjórn Félags
islenskra rithöfunda könnunina
hafa verið ófullnægjandi og ekki
gefa rétta hugmynd um skoðanir
félagsmanna.
4. Vegna ráðstefnu norræna rít-
höfunda á Álandseyjum síðastiið-
ið sumar, er Armann Kr. Einars-
son og fleiri íslenskir rithöfundar
sóttu, segir svo: „Tekið skal fram
að Ármann sótti ekki ráðstefnu
norrænna rithöfunda á Alands-
eyjum sem fulltrúi stjórnar Rit-
höfundasambandsins hvað þá sem
staðgengill formanns þess, eins og
hann gefur í skyn og hafði því
ekkert umboð til að gefa neinar
yfirlýsingar í nafni Rithöfunda-
sambandsins."
Hér er um tvöfaldan misskiln-
ing að ræða. Armann Kr. Einars-
son sótti ráðstefnuna óumdeilan-
lega sem fulltrúi Rithöfundasam-
bandsins, enda varaformaður
þess. Yfirlýsingar gaf hann þar
hins vegar engar varðandi þau
mál, sem drepið er á í fréttatil-
kynningunni.
í bókinni Författarens villkor í
Norden eftir Márten Ringbom,
sem gefin var út í tilefni rit-
höfundaráðstefnunnar, segir svo
(bls, 2) um Rithöfundasamband
Islands og félögin tvö:
„Föreningarna samarbetar inom
förbundet pá jámstálld fot trots
olikheterna i medlemsunder-
laget. Detta har orsaket missnöje
inim den större föreningen med
det resultatet att man sagt upp
samarbetsavtalet frán och med
början av ár 1974.“
Varðandi þetta segir í frétta-
klausu Rithöfundafélags íslands:
„Ármann notar tækifærið til að
flytja á heiinamarkað misskilning
erlendra aðila, að ráðgert sé að
slfta núverandi samstarfi rithöf-
undafélaganna um áramót, þar
sem fáir ættu að hafa betri að-
stöðu til að vita og skilja en vara-
formaðurinn, að frestur hefur
verið settur settur til næsta vors
til að koma framtíðarskipan á
samstarfsmál rithöfunda."
Hér hlýtur stjórn Rithöfunda-
félags Islands að staðhæfa gegn
betri vitund, því upplýsingar þær,
sem Ringbom byggir á í bók sinni,
voru hvorki bornar undir
Ármann Kr. Einarsson né neinn
annan mann í Félagi íslenskra
rithöfunda, svo kunnugt sé, og
vissi hann því ekkert um þær,
fyrr en hann sá um rædda klausu
f bók Ringboms á þinginu, en
Ringbom kvaðst hafa þær úr bréfi
frá formanni Rithöfundasam-
bandsins.
Stjórn Félags íslenskra
rithöfunda telur það hæpin
vinnubrögð hjá núverandi meiri-
hluta stjórnar Rithöfundasam-
bandsins að vinnaað sameininBu
með því að sundra þeirri sam-
vinnu, sem nú er á milli félag-
anna. I ljósi framangreindra upp-
lýsinga um framkomu meirihluta
stjórnar Rithöfundasambandsins
mun ólíklegt, að
sameingingarmálin þróist til
réttrar áttar, fyrr en Rothöf-
undafélag íslands hefur valið
menn með meiri félagsþroska til
að veita samtökim sínum forystu.
STJORN FÍR
Atvinna óskast
Ung stúlka með gott stúdentspróf úr
máladeild, óskar eftir fjölbreyttu
starfi sem fyrst.
Tilboð merkt: 1013 sendist afgr.
Mbl. fyrir n.k. laugardag.
Atvinna
Viljum ráða nokkra iðnverkamenn
strax. Mikil vinna. Upplýsingar á
skrifstofunni.
Umbúðamiðstöðin h.f.
Héðinsgötu 1.
Símar 83130 —83194.
Tímabundið verkefni
Við viljum ráða áreiðanlegan mann
til að leysa tímabundið verkefni.
Hann þarf að vinna sjálfstætt á sviði
fjármála við samningagerð, inn-
heimtu og frágang skuldabréfa.
Nokkur ferðalög fylgja starfi. Mað-
ur á eftirlaunaaldri kemur til
greina. Hálfsdags vinna ef óskað er.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
mannastjóri.
Samband íslenzkra
Samvinnufélaga
Atvinna óskast
Áhugasamur maður með góða tungumálakunnáttu,
mikla starfsþjálfun í ýmisskonar skrifstofustörfum,
svo sem enskum bréfaskriftum, bókhaldi o.fl., óskar
eftir starfi sem fyrst. Mætti gjarnan vera út á landi.
Tilb. óskast send afgr. Mbl. fyrir 20 þm. Merkt: 3007.
Afgreitislustúlka
óskast
Óskum eftir að ráða stúlku til af-
greiðslustarfa.
Ólafur Kr. Sigurðsson og Co.
Suðurlandsbraut 6, sími 83215
SJÁLFSTÆOISFLOKKSINS
Sjallstædlskvennalelag
Snæfeiis- og Hnappadalssýslu
Heldur fund laugardaginn 20 október kl. 4 síðdegis t safnaðarheimil-
inu Grundarfirði
Umræðuefni fundarins:
Núfímakonan og samfélagið.
Frummælendur:
Alþingiskonurnar Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir, sem mæta
af hálfu Landssambands Sjálfstæðiskvenna,
Sjálfstæðiskonur eru hvattar til að mæta og koma fram með sín *
áhugamál
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Nordurland vesfra
Aðalfundur kjördæmisráðs í Norðurlandskjördæmi vestra verður
haldinn i félagsheimilínu Blönduósi sunnudaginn 21. október n.k.
og hefst kl. 10:30 f.h.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstorf.
2. Flokksstarfið.
3. Önnur mál.
Geir Hallgrímsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins ásamt
þingmönnum flokksins í kjördæminu sitja fundinn.
Stjórnin.
Sjálfstædlsfélðgin f Austur-Húnavatnsssýslu
halda fund í félagsheimilinu á Blönduósi. föstudaginn 19. október
kl. 9 e.h.
Ræður flytja Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi er
boðað til fundar í Sjálfstæðishúsinu við Borgar-
holtsbraut miðvikudaginn 1 7. okt. n.k. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Bæjarfulltrúarnir Axel Júnsson og Sigurður
Helgason ræða um bæjarmál.
2. Undirbúningur bæjarstjúrnarkosninga.
Stjórnin.
HVöT, félag sjálfstædlskvenna
Heldur fund mánudaginn 15 október klukkan 20:30 að Hótel Borg,
Gyllta salnum (inngangur um aðaldyr).
Fundarefni:
Barnaheimili og skóladagheimili.
Frummælendur: ^
Sigurlaug Bjarnadóttir, borgarfulltrúi og Jóhanna Kristjánsdóttir, for-
maður félags einstæðra foreldra.
Allt sjálfstæðisfólk velkomið
STJÓRNIN
Sjálfstædlskvennafélagld vorDodl, Hafnarflrdl
heldur aðalfund, mánudaginn 15. október 1973
í Sjálfstæðishúsinu, kl. 8.30.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf,
Arni Grétar Finnsson, bæjarráðsmaður ræðir hitaveitumálið.
Frjálsar umræður.
Kaff idrykkja.
Stjórnin.
HEKLA hf.
liugotgi 170—172 — SáA. 21240
BEZTAÐ
AUGLÝSA í
MORGUN-
BLAÐINU