Morgunblaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÖBER 1973 23 ÓlafurH. Jónsson, fram- kvœmdastjóri—Minning Fæddur 25. janúar 1905. Ðáinn 8. október 1973. Vér, sem konmir erum á efri ár verðum að venjast þvf að sjá vini og samferðamenn kveðja og hverfa örar og fyrr en vér höfðum vænzt. Við því verður ekki sporn- að né söknuðinum, sem vinamiss- irinn veldur. Enn er einn góðvin- urinn horfinn. Olafur i Alliance, eins og hann var jafnan nefndur, andaðist í svefni aðfararnótt 8 þ.m. eftir alllöng veikindi. Er þar á bak að sjá einum hinna traust- ustu manna og bezt drengja. Ölafur Helgi Jónsson, var fædd- ur í Reykjavík, 25. jan. 1905. Var hann af góðu bergi brotinn. Faðir hans var hinn góðkunni skipstjóri, framkvæmdastjóri, al- þingismaður og bankastjóri Jón Ólafsson. Var Jón sonur merkis- hjónanna Ólafs Þórðarsonar og Guðlaugar Þórðardóttur í Sumar- liðabæ í Holtum i Rangárvalla- sýslu og bróðir hinna mörgu og merku systkina, sem kennd voru við Sumarliðabæ, en meðal þeirra voru Gunnar Ölafsson kaupmaður og alþingismaður í Vestmanna- eyjum og Bogi Ólafsson mennta- skólakennari. Þóra móðir Ólafs var dóttir hjónanna Halldórs bónda Guð- mundssonar og Elfnar Bárðar- dóttur að Miðhrauni í Miklaholts- hreppi og systir hins gáfaða og listfenga prests séra Lárusar Halldórssonar á Breiðabólsstað á Skógaströnd. Ólafur ólst upp á glæsilegu og ágætu heimili foreldra sinna í Reykjavík, fyrst i Miðstræti og síðan á Laufásvegi 55. Hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þar 1924 með I. einkunn. Hann innritaðist í lagadeild Háskóla Islands sama ár og lauk prófi í lögfræði 13. febrú- ar 1930 með I. einkunn. Vann hann samhliða námi sfnu í háskól- anum mikið með föður sínum, sem þá var framkvæmdastjóri fiskiveiðahlutafélagsins Alliance h.f. og fleiri félaga. Tafði þetta nám hans nokkuð, en var honum hins vegar mjög mikilverður und- irbúningur undir lífsstarf hans. Að loknu lögfræðiprófinu 1930 hóf Ólafur enn störf hjá Alliance h.f. og varð síðar á árinu fram- kvæmdastjóri þess, er faðir hans varð bankastjóri Utvegsbankans. Gegndi Ölafur því starfi þar til félagið hætti árið 1967. Arið 1932 keypti Ólafur, ásamt Kristjáni heitnum Einarssyni framkvæmdastjóra, jörðina Drangsnes við Steingrímsfjörð, þar sem nú er þorpið Drangsnes. Reistu þeir það frystihús og ýms- ar aðrar byggingar og ráku þar verzlun og útgerðarstöð um 20 ára skeið. Á árunum 1934 — 1935 átti Ólafur mikinn þát.t í byggingu síldarverksmiðjunnar í Djúpavík í Strandasýslu og h.f. Djúpavikur, en eigendur félagssins voru Alli- ance h.f. að 2/3 hlutum og Einar Þorgilsson að 1/3 hluta. Var Ölaf- ur stjórnarformeður Djúpavíkur h.f. frá stofnun þess 1935 og jafn- framt framkvæmdastjóri þess frá árinu 1937 þar til félagið var leyst upp eftir að síldin hvarf frá Norð- urlandi. Arið 1941 keypti Djúpavík h.f. síldarverksmiðjuna á Dagverðar- eyri við Eyjafjörð, endurbyggði hana og stækkaði. Kom það i hlut Ólafs að stjórna framkvæmdum þar, unz hætta varð rekstri verk- smiðjunnar eftir að sildin hvarf. Ólafur var einn af stofnendum Strætisvagna Reykjavíkur h/f og í fyrstu stjórn þess. Hann var einnig um langt skeið í stjórn margra félaga annarra, svo sem Olíuverzlunar Islands h.f., Smjör- líkisgerðarinnar Ásgarðs h.f., Bræðings h.f., Lýsissamlags fsl. bornvörpunga, Samtryggingu ísl. botnvörpunga og Togaraafgreiðsl- unni h.f. Sýnir það traust manna á Ólafi, að hann var jafnan valinn til forustu f þeim félögum, sem hann átti hluta að. Ólafur hafði margháttuð af- skipti af ýmsum málum sjávarút- vegsins og tók mikinn og virkan þátt í félagssamtökum útgerðar- manna og atvinnurekenda al- mennt. Hann var í stjórn Félags ísl. bortnvörpuskipaeigenda frá þvf stuttu eftir 1930 til 1967. Hann var kosin í varastjórn Landssambands fsl. útvegsmanna 1939 og nokkru síðar I aðalstjórn þess og átti sæti f henni til 1967. 1 stjórn Vinnuveitendasambands íslands átti Ólafur sæti f meira en tuttugu ár. Hann var áhrifamikill áhugamaður I öllum þessum stjórnum og voru honum oft af þeim falin mikilvæg verkefni. Ólafur var t.d. oft f samninga- nefndum Félags ísl. botnvörpu- skipaeigenda, er samið var um kaup og kjör sjómanna á togur- um, Hann var og fulltrúi félagsins í samninganefndum, er sömdu við A-Þjóðverja um sölu á ísfiski 1954,1956 og 1957. Ólafur H. Jónsson var einn af stofnendum Heimdallar og átti sæti í fyrstu stjórn þess félags. Hann átti sæti í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins i áratugi og var eitt sinn á framboðslista flokksins við alþingiskosningar f Reykjavík. Fyrir störf sín var Ólafur sæmdur hinni fslenzku fálkaorðu 1953. Eins og mönnum er kunnugt, hefur gengið á ýmsu fyrir íslenzk- um sjávarútvegi og á það ekki sízt við um togaraútgerðina og síldar- útveginn. Komið hafa góð og gjöf ul ár.. en þess á milli ár taprekst- urs og mikilla erfiðleika. Alliance h.f. var um langt skeið næst stærsta einkafyrirtæki á Islandi. Það féll í hlut Ólafs H. Jónssonar að vera framkvæmdastjóri þess langt á fjórða tug ára. Á þessu tímabili skiptust vissulega á skin og skúrir. Sama er að segja að því er snertir þær tvær stóru síldar- verksmiðjur, sem hann veitti for- stöðu. Ólafur mætti erfiðleikun- um með þeirri karlmennsku og þrautseigju, sem honum voru gefnar í svo ríkum mæli og varð ekki séð að þeir röskuðu ró hans og glaðværð. Auk þeirra erfiðleika, sem önn- ur útgerðarfélög urðu að glíma við, varð Alliance h.f. fyrir þvi mikla tjóni, að fjórir af togurum þess fórust. Fórst einn þeirra með allri áhöfn, og af tveimur öðrum fórust margir menn. I þau ein skipti var Ólafur bugaður og harmi lostinn, ekki vegna fjár- tjónsins, heldur mannskaðann. Sýnir það m.s., hvern ug hann bar til starfsmanna félagsins, enda voru margir þeirra vinir hans eða kunningjar. Ég átti þvi láni að fagna að vera á heimili foreldra Ölafs H. Jóns- sonar einn vetur og kynntist ég þeim báðum vel. Voru þau fyrir marga hluta sakir frábær að mannkostum. Jón Ólafsson var maður mjög vel gefinn, samanrekinn krafta- jötunn, en þó frábærastur fyrir festu og þrautseigju, kjark og karlmannslund, sem aldrei lét bugast. Hann var alþýðlegur höfð- ingi og hjálpsamur svo að af bar. Ég minnist þess, að þann vetur, sem ég var á heimili hans, var hann flesta daga kallaður frá mat- borði til að sinna gestum, sem til hans leituðu eftir hollum ráðum eða einhvers konar aðstoð, oft fjárhagslegri. Var hvort tveggja að jafnaði f té látið og aldrei eftir- talið né kvartað undan ónæði. Frú Þóra var f riðleikskona, mjög vel greind, sérstaklega prúí og blíðlynd, en föst fyrir og mikil rausnarkona, sem leysa vildi hvers manns vandræði eins og maður hennar. Heimili þeirra Þóru og Jóns var mjög glæsilegt, Þóru og Jóns var mjög glæsilegt, og barna og heimilisbragurinr allur með ágætum. Þar var mikil rausn og ekki farið I manngrein arálit. Bæði voru þau hjón miklii vinir vina sinna og tryggðatröll. Það er mælt, að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Sannaðist það fyllilega á Ólafi H. Jónssyni. Hann var gæddur flestum kostum foreldra sinna, erfði mikið af blíð- lyndi og þrúðmennsku móður sinnar, en var þó um margt líkari föður sínum, erfði kjark hans, þrautseigju og karlmannslund. Hann var glaðlyndur og jafnlynd- ur og breytti lítt skapi, frekar seintekinn, kunni illa spjátrungs- skap og gat verið dálítið stríðinn og meinlegur, ef því var að skipta, líkt og faðir hans. Hins vegar var hann einlægur vinur vina sinna og allra manna tryggastur. Hjálp- fýsi foreldra sinna erfði hann í rikum mæli. Hann átti þá gáfu að vera glaður i dagsins önn, hversu þreytandi sem verkefnin voru. A gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar. Ólafur var frekar lágur maður vexti, en þrekvaxinn og vel limað- ur. Hann var fríður sýnum, og bar bæði andlit hans og fas vott um glaðlyndi hans og f estu. Ölafur H. Jónsson var mikill gæfumaður í einkalífi. Hann kvæntist 22. sept. 1931 Sigþrúði Guðjónsdóttur Gamalielssonar, byggingameistara í Reykjavík, glæsilegri ágætiskonu, sem lifir mann sinn ásamt fjórum sonum þeirra, þeim Jóni hæstarréttar- lögmanni, Guðjóni skrifstofu- manni á Keflavíkurflugvelli, Gunnari Erni framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs málm- og skipa- smiða og Ólafi Helga viðskipta- fræðingi, deildarstjóra hjá Ál- félaginu úr Straumsvik. Allir eru þeir efnismenn og góðir drengir, eins og þeir eiga kyn til, kvæntir og hafa stofnað sín eigin heimili. Þau Sigþrúður og Ölafur bjuggu fyrst að Bergstaðastræti 67, en árið 1942 byggðu þau húsið Flókagötu 33 og hafa búið þar síðan við mikla rausn og híbýla- prýði. Voru þau hjón mjög sam- rýnd og samtaka um alla rausn og gertrisni. Stóð heimili þeirrajafn- an opið vinum þeirra og ættingj- um, en þeim var Ólafur mikill haukur í horni. A heimili þeirra Ólafs og Sigþrúðar var gott að koma, og eigum við vinir þeirra þaðan margar góðar minningar. Stúdentaárgangurinn frá 1924, „Viginti quattuor", eins og við kölluðum hann, hefur alltaf hald- ið vel saman bæði í háskólanum og eftir að hópurinn dreifðist víðsvegar til starfa að prófum loknum. Góð vinátta hefur alla tið haldizt milli bekkjarsystkinanna og furðu gott samband, þó að vik væri á milli vina. Við bekkjarsyst- kinin höfum ávallt komið saman til góðs samfagnaðar á stúdents- afmælum á 5 ára fresti og oft endranær hitzt á vinafundum. 1 þessu efni var Ólafur H. Jónsson jafnan hinn sjálfkjörni foringi og aðal driffjöður. Þrátt fyrir miklar annir gaf hann sér ávallt tíma til að sjá um, að sambandið milli bekkjarfélaganna héldist og af- mælishófin væru vel undirbúin. Var hann þar hrókur alls fagnað- ar. Ég veit, að ég mæli fyrir munn allra bekkjarsystkina minna, er ég þakka Ólafi fyrir þessa forystu hans og honum og hans ágætu konu fyrir mikla rausn á heimili þeirra. Við Ölafur H. Jónsson vorum sambekkingar í lærdómsdeild menntáskólans, síðan vorum við saman í lagadeild háskólans og urðum góðir vinir. Er líða tók á háskólanámið, vorum við orðnir nokkuð aftur úr félögum okkar, þar sem báðir höfðu unnið meira með námi en hollt var, hann við fyrirtæki föður síns, en ég sem ráðsmaður á búi móður minnar í Amarholti og við skrifstofustörf f Reykjavík. Féll hvorugum þetta vel. Á fögrum vormorgni 1929 mættumst við af tilviljun á Tjarn- arbrúnni. Við röktum þessar raunir okkar hvor fyrir öðrum og vorum ásáttir um, að svo mætti ekki lengur ganga. Ákváðum við þá að lesa saman, það sem eftir væri, og ljúka prófi á miðjum næsta vetri. Lásum við síðan sam- an f Arnarholti um sumarið og síðan á heimili foreldra Ólafs og tókum próf með góðum árangri á hinum tilsetta tfma. Eg tel, að þessi fundur okkar Ölafs hafi ver- ið ein af mfnum mestu heilla- stundum, og mér er ekki grun- laust um, að Ólafur hafi einnig hugsað hlýtt til þess fundar. Á vináttu okkar brá aldrei fölskva, og vissum við, að hún hlaut að endast, á meðan við lifðum báðir. Ég á mörgum mönnum mikið að þakka. Er Ölafur H. Jónsson þar f fremstu röð. Vinátta hans var svo innileg, maðurinn svo vel viti bor- inn, traustur og drenglundaður, að með honum var ávallt gott að vera, sálufélagið við hann var svo hollt og hressandi. Að leiðarlokum þökkum við hjónin Ólafi fyrir vináttu hans margra áratuga skeið og óskum honum velfarnaðar á nýjum leið- um. Konu hans, sonum og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng vera þeim hugg- un í harmi. Torfi Hjartarson. Það verður tæpast með sanni sagt, að ekki hafi heyrzt niðrandi orð í sveitum landsins um braut- ryðjendur íslenzkrar stórútgerðar á árunum eftir 1920. Grimsbylýðs- hugtakið varð til á þessum árum og miklar voru áhyggjur margra, hvað yrði úr börnum þessa nýríka f ólks. Dæmin voru of mörg um, að börn efnamanna færu í hundana, sem kallað var. Það þóttu því ekki lítil tfðindi i Fljótsdal, þar sem fáir þekktu í sundur þorsk og ýsu og enn færri mun á sönnu og lognu í blöðum, þegar það fréttist árla sumars 1923, að einkasonur forstjóra Alli- ance-útgerðarinnar yrði sumar- langt á prestsetrinu Valþjófsstað. Var þarna kannski að fást stað- festing á orðrómi um miðheppnað barnauppeldi margra auðmanna? Við Ólafur Helgi vorum að vísu bekkjarbræður, báðir i 5. bekk Menntaskólans, en litt kunnugir, þar sem við sátum sinn í hvorri bekkjardeild. Þessi sumardvöl mun hafa verið ráðin af foreldr- um Ólafs og séra Árna Sigurðs- syni, tengdasyni prestshjónanna á Valþjófsstað, en hann var prestur þeirra hjóna og mikill vinur. Að sjálfsögðu hefur sumardvöl þessi verið að vilja Ólafs. Hvorttveggja hefur verið, foreldrarnir viljað að sonur þeirra kynntist íslenzku sveitalífi, en bæði voru þau uppal- in í sveit, og sonurinn litið á sum- ardvöl í sveit sem einn þátt f námi til undirbúnings ævistarfi. Hver sem ástæðan var, leið ekki á löngu þar til Ólafur hafði svo fallið inn í þetta nýja umhverfi, að menn höfðu gleymt því, að hann væri forstjórasonur úr Reykjavík og fóru að kalla hann Óla. Honum varð brátt jafneðli- legt að vinna öll þau sveitastörf, sem til féllu hverju sinni, og hann væri fæddur og uppalinn í sveit- inni. Hann hirti fjósið, þegar þess þurfti með, annaðist hestagæzlu, var í heyflutningum með langar heylestir og gekk að slætti. öll þau störf, sem Ólafi voru falin, vann hann af slfkri kostgæfni og trúmennsku, að orð var á gert. Einu gilti, hvert starfið var. Þvf verður að vísu ekki með sanni haldið fram, að Óla hafi bitið bet- ur í teignum en vönum sláttu- mönnum eða að sláttulagið hafi verið liðlegra, en kappið bætti það upp, sem á kunni að skorta um þaulæfð vinnubrögð. Stráin, sem féllu að velli, skyldu verða jafnmörg og hjá hinum, sem æfð- ari voru. Jafnvel þeir stéttvísustu, eins og nú er sagt, eða þeir mest fyrir- framsannfærðu, komust ekki hjá því að sjá í öllum vinnubrögðum Ólafs þá eðliskosti, jafnframt kröfuhörku við sjálfan sig, sem lyft höfðu föður hans, stórútgerð- armanninum, úr fátækt bónda- sonarins til mikilla bjargálna og ábyrgðarmikillar forstjórastöðu. Það duldist heldur engum, að þessi ungi maður hefði ekki verið sendur í „sveit“ til að gera úr honum mann. Hann var þegar orðinn óvenjulegt mannsefni. Eg efast stórlega um, að nokk- urt rfki hafi haft betri sendiherra f miður vinveittu ríki, en „útgerð- arauðvaldið" f Reykjavík átti í Fljótsdalnum þetta sumar, þar sem Ölafur var. Á hinu stóra prestsheimili féll Ölafur vel inn í stóran hóp glað- værs æskufólks, hvort heldur var í leik, íþróttum, útreiðum og söng eða öðru, sem ungt fólk gat fund- ið upp á i þá daga. Af fþróttum létu honum afl- raunir bezt, enda vel knár, svo sem verið hafði Bogi Ólafsson, föðurbróðir hans. Söngvinn var hann í góðu lagi og hafði snotra bassarödd og söng því Gluntann, þegar því var að skipta. 1 umgengn var hann hvers manns hugljúfi, kurteis og tillitssamur, þótt hon- um væri mjög ósýnt um að láta af skoðunum sínum. Frá þessari sumarsamveru átt- um við margar skemmtilegar minningar, sem oft voru rifjaðar upp, og enn minnast menn i Fljótsdal þessa snaggaralega skólapilts úr Reykjavík. Þótt þær séu orðnar margar minningarnar um Ölaf eins og aðra bekkjar- bræður eftir langa kynningu, verða ekki fleiri raktar. Sleppt verður að minnast hans sem eins af forgöngumönnum stúdentsár- gangsins okkar frá 1924, þar sem það verður gert af öðrum, en einnig frá þeirri samveru er margs að minnast og margt að þakka. Nú, þegar Ólafur H. Jónsson er kvaddur hinztu kveðju, leita á mann allar þessar minningar frá æskudögum og fullorðinsárum. Frá æskuleikjum til góðravina- funda okkar samstúdentanna og ánægjustunda á heimili hans, og efst í huga verður þakklæti til horfins vinar fyrir órofa tryggð og vinarhlýju allt frá því að við vorum að þreyta kraftana f hesta- réttinni á Valþjófsstað. A nýrri vegferð, nýrri sumar- dvöl bið ég Öla allrar Guðs bless- unar svo og ástvinum hans öllum. Megi okkur öllum blessast minn- ingin um traustan og góðan dreng. Þórarinn Þórarinsson. Þegar Ólafur H. Jónsson er dá- inn, sækja fram i hugann svo margar minningar, að erfitt verð- ur að festa þær á blað og komast ugglaust fæstar til skila. Það blandast saman klökkvi og þakk- læti. — Leiðir okkar Ólafs lágu sam- an þegar á fyrstu æskuárum. Við ólumst upp í sama húsi i Mið- str. og lékum okkur saman frá því við mundum eftir okkur. Við vor- um þvi eðlilega tíðir gestir á heimilum hvor annars. Foreldrar hans, Jón Ólafsson, bankastjóri og alþingismaður, og frú Þóra Halldórsdóttir, voru mér sem góð- ir foreldrar og studdu mig, er ég þurfti að á halda. Blessuð sé minning þeirra. — Við Ólafur vorum óaðskiljanlegir félagar öll okkar unglingsár, alla okkar skólatíð, og liðu fáir dagarsvo, að við værum ekki saman. Það var ekki fyrr en ævistörfin tóku við, að vík varð á milli vina, að sam- verustundir urðu færri. — En þessara samverustunda minnist ég með mikilli gleði og innilegu þakklæti. Ég sé þetta allt svo ljós- lifandi fyrir mér, eins og það hefði gerzt í gær. Ég man eftir okkur sem ungum drengjum i K.F.U.M. hjá séra Friðriki, siðan í væringjasveit hans, skátafélagi, Knattspyrnufél. Val, einnig hin skemmtilegu stúdentsár og sam- fundi okkar stúdentanna frá 1924. Og áfram mætti rekja minn- ingarnar. Viða lágu sporin. Þetta voru dýrðlegir dagar. Ólafur H. Jónsson var sérstæð- ur persónuleiki, eftirminnilegur Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.