Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973 Bragi Ásgeirsson TVÆR SÝNINGAR örlygur Sigurðsson: Norræna húsið. Katrfn H. Ágústsdóttir: Bogasalur. EFTIR tólf ára hlé frá einka- sýningum er örlygur Sigurðsson aftur kominn á stjá með myndir sínar og nú með viðamikilli sýningu í sölum Norræna hússins. Portett af Guðbrandi f „áfenginu" Þó er ekki svo að skilja, að mað- urinn hafi setið auðum höndum 1 millitfðinni, því að hann hefur gefið út þrjár bækur. mynd- skreyttar af honum sjálfum, svo sem kunnugt er, enda varð hin fýrsta þeirra metsölubók um árið. En nú er það sem sagt pentskúfurinn, blýanturinn og liturinn, sem aftur eru komin í öndvegi, þótt hann hafi ekki með öllu sagt skilið við bók- menntirnar. Á sýningu þessari er hvorki meira né minna en 160 myndir samkvæmt sýningarskrá auk nokkurra utan skrár, en þrátt fyrir þennan myndafjölda virðist ekki ofhlaðið í salarkynnin enda er mikið um teikningar að ræða ásamt litlum vatnslitamyndum, en slfkar myndir höfða frekar til „intimitet" hvað rými snertir heldur en t.d. átakamiklar olíu- myndir, þar sem köld rökhyggjan situr í fyrirrúmi. Inntak þessarar sýningar skil- greinir öðru fremur framsláttarinn: „Þegar við hætt- um að teikna hættum við að sjá.“ Ég vil skilgreina þennan framslátt dálítið nánar og nota um leið tækifærið til að skilgreina eðli teikningarinnar. Svo sem allir vita þá er lfna dregin. Enska orðið „drawing" (að draga) nær merkingunni bók- staflegar en orðið teikning á íslenzku sem er vafalítið dregið af „Zeichnen" á þýzku og „Disegno“ á ítölsku. Hinn mikli snillingur linunnar, Albrecht Dilrer, nefndi athöfnina „að rissa“. Drawing og að rissa er ótvírætt sálfræðileg athöfn. Lína er sýnileg afleiðing athafnar eða hreyfingar, sem margvísleg viðbrögð og hughrif er hægt að lesa úr. Þ.e. Zeichnen: teiknimál = táknmál. Það er mögulegt að lesa skapgerðar- einkenni fólks I gegnum lfnuna, miklu frekar ósjálfráðum lfnum en meðvituðum, t.d. þegar við- komandi rissar f rælni á blað á meðan hann talar f síma, eða föndar á annan hátt hugsunar- laust samtfmis og hann einbeitir sér að einhverju öðru. Það vantar Ld. ekki viljann til að lesa úr skrift. Við getum þannig skoðað teikninguna sem nokkurs konar línurit sálarinnar og sálfræði- skrift. Teikningin sækir líf sitt og tilveru í línuna. Impressjónistar fullyrtu að lfnan væri ekki til í náttúrunni. Teikningin er þannig álitin óhlutlægari en málverkið. Þar sem línan er hreyfing, athöfn teiknarans, tilheyrir hún eðli mannsins og meðfæddum sem ásköpuðum ryþma llkamans. Yfir- færsla hins hlutlæga umhverfis f línur er okkur eðlislæg og jafn- gömul menningunni, hið fyrsta, sem bamið teiknar, er lfnurit hjartsláttarins með snöggum tjáningar og skapgerðareinkenn- um að ívafi. Þannig er teikning in bæði andi sem efni, við lýsum útlínum hlutanna eins og við sjáum þá og einnig eins og við skynjum þá. Ekki aðeins fagmenn teikna, heldur allir, meðvitað eða ómeðvitað. Frá barnæsku gripum við í óhlutlæg meðul til þess að gera okkur eða öðrum sérhvað sýnilegt, — svo sem litur höfðar til samræmis, höfðar línan til nákvæmni. I teikningunni hefur augað ekki sfðasta orðið heldur höndin. Höndi-n teiknar það sem augað sér og andinn skynjar, en ekki fyrr en augað hefur lokið hlutverki sínu. Teikningin hefst sem sagt þegar augað hefur lokiö hlutverki sfnu, en fer ekki fram samtfmis. Um leið og maðurinn dregur lfnu, um leið og hann hreyfir höndina, mun hann að vel athuguðu máli skilja, að hann gerir eitthvað fyrir sjónreynslu sína, þar sem augað, hið sérstaka líffæri sjónar- innar, er ekki fært um að fram- kvæma hjálparlaust. List þess að taka eftir og skynja má nefna þetta. — Sjá en ekki horfa. Þann- ig nefndi Henri Matisse, einn almesti meistari línunnar á þessari öld, hina teiknandi hönd sína, — framlengingu tilfinninga og gáfna sinna. Þannig skilgreini ég framslátt örlygs „þegar við hættum að teikna hættum við að sjá“, — að hér sé um að ræða ríki hins sýnilega, þar sem ekki augað, heldur hin sýnilega athöfn, (starfsemi) framar öllu hönd teiknarans kemur fram. Þessi skilgreining mætti e.tv. opna augu fyrir eðli teikningar- innar, misskildustu greinar myndlistar hér á landi. Þannig er börnum kennt í skóla það sem teikning er ekki, um það eru skólabækurnar mjög til marks um, og ekki tekur betra við, hvað barna- og unglingabækur snertir í flestum tilvikum, né f sunnudaga- skólamyndum, sem þrýst er í saklausa lófa, hugsunarlaust að því er virðist. Bókaþjóðinni er lítt sæmandi, hve illa hún hefur hag- nýtt sér hina ágætustu listamenn á sviði teiknilistar, en opnað þess f stað gáttir vankunnáttu og óþroskuðum listasmekk. Slfkar hugleiðingar eiga fyllsta rétt á sér varðandi hverja einustu sýningu, þar sem teikningin er ræktuð að marki, og það á vel við, að þær koma fram I sambandi við þessa sýningu örlygs Sigurðssonar, þvf að hér var á ferð efni I mjög snjallan blaðateiknara og bókaillustrator, sem ekki fékk notið sín, er hann kom fram vegna vanmats á teikningunni, og varð því að leita á aðrar brautir, sem naumast lágu jafnvel við hfefileikum hans. Þetta eru marg- ar ágætar hraðteikningar mjög til vitnis um, og ber þar sennilega hæst hina snjöllu teikningu hans af Stefáni frá Möðrudal, þar sem maðurinn er lifandi kominn, hauklyndur og veðurbarinn persónuleiki. Myndimar í flokknum „Ferðin til Frans“, þar sem mikið ber á krítar- og vatnslitamyndum, rissuðum upp með miklum hraða og lffsgleði, styðja einnig þessa skoðun mfna. Hinar beztu þeirra eru ágæt verk, svo sem nr 9, „Bátamót f bugtinni", nr. 20, „Mellur I Marseille", nr.47, „Vinnustofa Cezanne f Aix-en Provence", nr. 50. „Jesús Christ, superstar, á Bláströndinni í Frans" og nr. 155. „Flugfreyja teiknuð á gubbupoka í Luxair- þotu“, svo að nokkrar séu taldar, I þeim er artistísk, mögnuð og litræn dýpt, lffsgleði, alvara, græskulaust gaman, sprell, dár og spé í bland. — Nokkurs konar lffslfnurit höfundarins eins og við þekkjum hann og metum. Af portrettunum er myndin af Guðbrandi í „áfenginu" f Ifkum flokki, en vinnubrögðin önnur og hnitmiðaðari; hún er tvímæla- laust bezt slíkra mynda á sýningunni. Það var fengur að því að fá þessa hressilegu sýningu, sem eykur breiddina eftir alla myndlistaralvöru haustsins, opna í veðursæld og dýrlegri litasinfónfu heiðríkjunnar, ein- mitt þegar kuldinn og myrkrið nær jafnan undirtökunum og minnir okkur áþreifanlega á hvar land okkar Iiggur. 1 Bogasalnum sýnir um þessar mundir Katrfn H. Agústsdóttir 28 batikmyndir ásamt 9 myndum þar sem saman fer sáldþrykk og batfk. Batík er listgrein, sem ættuð er frá Indónesíu (Malasíu) og notuð til að munstra klæði. Byggist tæknin að nokkru á því, að teikn- að er með vaxi á efnið og síð- an er því dýft f fjjótandi lit, sem að sjálfsögðu sest aðeins á þá hluta, sem vax- lausir eru. Síðan gerist það, að vaxið springur, liturinn rennur f gegn og myndast þá hinar sér- kennilegu æðar í efninu, en hér getur viðkomandi þó að nokkru leyti ráðið ferðinni. Að lokum er svo vaxið þvegið burt. Katrín er ein af örfáum íslenzkum listakon- um, sem fengist hafa við þessa tækni, sem er mjög krefjandi, ef toppárangur skal nást, en hins vegar auðveld viðfangs til meðal- árangurs vegna áferðarfegurðar aðferðarinnar. Katrfn sýndi fyrst slíkar mynd- ir á sama stað árið 1970 og minnt- ist ég þá sýningarinnar að nokkru hér f blaðinu, og sýningar þessar eru í eðli sínu svo líkar, að ég hefi litlu þar við að bæta. Listakonan kom á óvart á fyrri sýningu sinni, þrátt fyrir að sú sýning væri ekki hnökralaus, og gat ég þess, að næst yrðu gerðar meiri kröfur til hennar. Þrátt fyrir að beztu myndimar á þessari sýningu séu betri verk en sáust á fyrri sýning- unni, nákvæmari og heilli f út- færslu, þá ber ekki að neita, að ennþá er nokkur byrjandabragur á mörgum myndanna, teikningin ekki nógu áhrifamikil, fullmikið af þokukenndum formum og truflandi smáatriðum. Það er líkt þvf, að ótta gæti við að sprengja af sér fjötra vanavinnubragða og hverfa til hreinni og tærari forma. Listakonan má ekki óttast, að hún verði óþjóðleg, þótt hún leiti á önnur tjáningarmið og stokki svolítið upp vinnubrögðin, því að eins og norski málarinn Christian Krogh sagði eitt sinn um þjóðlega list: „öll þjóðleg list er léleg — öll góð list er þjóðleg." Með þessari tilvitnun f frægan orðaleik vil ég hvetja hina ungu listakonu til að hika ekki og sækja fast fram. Markús Örn Antonsson: F JÖLBRE YTILEGT ÆSKULÝÐSSTARF í FELLASKÓLA f UMRÆÐUM um æskulýðsmál á fundi borgarstjórnar varpaði borgarstjóri, Birgir fsleifur Gunnarsson, fram þeirri hug- mynd, hvort afhenda ætti félaga- samtökum f Breiðholti III fyrir- hugaða æskulýðs- og félagsstarfs- miðstöð f Fellaskóla til rekstrar. Markús öm Ántonsson (S) lagði áherzlu á, að ekki væri gert ráð fyrir þvf, að aðstaðan f Fella- skóla yrði eingöngu nýtt til beinna skemmtana heldur ættu að vera þar fundarsalir og starfs- herbergi fyrir alls konar tóm- stunda- og fræðslustarf. Guðrún Helgadóttir (K) hóf þessar umræður um Æskulýðsráð með gagnrýni á það og kvað það lítið starfa og litlum árangri skila. Sérstaklega væru aðgerðir ráðs- ins í húsnæðismálum aðfinnslu- verðar og ætti t.d. nú að henda 18 milljónum 1 kjallara Fellaskóla i stað þess að kaupa t.d. 4—5 fbúðir víðs vegar f hverfinu til starfsem- innar. Sömu mistök væru svo væntanleg við innréttingu á kjall- ara Bústaðakirkju fyrir 10 milljónir. Markús Öm Antonsson (S): Breiðholt III hefur byggzt óvenju hratt upp og nauðsynlegt var því að grípa til róttækra ráð- stafana í æskulýðsmálum. Það varð úr og var samþykkt ágrein- ingslaust I Æskulýðsráði, m.a. af Guðrúnu Helgadóttur, að nota það húsnæði sem fyrir hendi var í Fellaskóla, og innrétta 1100 fer- metra I kjallara hans. Þar er gert ráð fyrir margvíslegri aðstöðu, m.a. til íþróttaiðkana, fundar- halda, dansleikja og margskyns tómstundastarfs. Ekki get ég séð, að gagnrýni Guðrúnar á samstarf borgar og safnaða f æskulýðsmálum sé rétt- mæt. Ég tel þvert á móti alveg fulla ástæðu til að hafa gott samstarf við þá aðila. Oft er rætt af nokkurri fyr- irlitningu um Tónabæ eða „Tónabæjarævintýrið“. Ég er þeirrar skoðunar, að borgin verði að reka Tónabæ eða annað hliðstætt hús vegna þess mikla fjölda unglinga, sem hvergi eiga tnnars staðar kost á að sækja dansleiki aldurs síns vegna. Að lokum vil ég geta þess, að að heyra borgarfulltrúa Guð- rúnu Helgadóttur hafa hér í frammi mikla gagnrýni á Æsku- lýðsráð án þess, að hún hafi komið með neitt af þeirri gagn- rýni fram í ráðinu sjálfu, þar sem hún á sæti. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Það er vissulega gott, að borgarfulltrúar ræði stefnu borgarinnar í æskulýðs- málum á borgarstjórnarfundum. Ég tek undir það, sem oft hefur komið fram f slfkum umræðum, að fyrsta boðorð borgarinnar á að vera að styrkja hin frjálsu félög t.d. Birgir lsleifur Gunnarsson borgarstjóri: Það er vissulega gott að borgarfulltrúar ræði stefnu borgarinnar I æskulýðs- málum á borgarstjórnarfundum. Ég tek undir það, sem oft hefur komið fram I slíkum umræðum, að fyrsta boðorð borgarinnar á að vera að styrkja hin frjálsu félög t.d. með sköpun starfsaðstöðu. Aðstaðan I Fellaskóla er hugsuð sem allsherjar félagsmálamið- stöð, jafnt fyrir unga sem aldna. Og finnst mér vel hugsanlegt, að borgin afhendi hinum frjálsu félögum f hverfinu húsnæðið til rekstrar. Sigurjón Pétursson (K) kvaðst draga í efa, að fjárfestingin í Fellaskóla væri rétt og beindi um það spurningu til Markúsar Arnar Antonssonar. Þá taldi Sigurjón, að tillaga borgarstjóra um að afhenda félögum f Breið- holti Fellaskólaaðstöðuna til rekstrar bæri vott um vantraust á Æskulýðsráð. Kristján Benediktsson (F) sagðist hins vegar vera sammála þeirri hugmynd borgarstjóra, og það væri einnig rétt að reyna að styrkja hinfrjálsufélögsem mest. Markús öm Antonsson (S) svaraði spurningu Sigurjóns Péturssonar og kvaðst vera sann- færður um, að því fé, sem varið yrði til Fellaskólaaðstöðunnar, væri vel varið. Björgvin Guðmundsson (A) kvaðst vera sammála því, að óhjá kvæmilegt væri að borgin ræki stað eins og Tónabæ og sfn hug- mynd um Fellaskóla væri, að þar ætti að vera allsherjar félagsmið- stöð fyrir hverfið og ekki kvaðst Björgvin hafa neitt á móti þvf, að íbúum þess yrði afhent húsnæðið til rekstrar. Látum tertuna borga HVAÐ þarf margar tertur til að greiða, þó ekki sem nema 1. flokks herbergi? Hvað þá heldur heilt hús? Hver treystir sér til að reikna þetta dæmi? En hvort sem við reiknum það eða ekki, þá er nú þetta smám saman að gerast. í dag 17. nóv. mun St. Georgs- Gildi Reykjavikur (samtök gam- alla skáta) halda kökubasar i Safnaðarheimili Langholts- sóknar, og hefst sala kl. 14.00 (2 e.h.). Um leið og kaupendur styrkja gott málefni, búa þeir í haginn fyrir sjálfa sig, og er þetta mjög góður og hagkvæmur máti til að losna við umstang baksturs á heimilanu, en geta samt fyrir lft- inn pening birgt sig upp. Það er alltaf góð tilfinning að vita, að „eitthvað er til f kistunni", éf gest ber að garði. Gömlum skátum og skátavinum skal bent á, að langi þá til að leggja eitthvað af mörkum — þá komið með köku — eina eða fleiri — allt er þegið með þökk- um. Móttaka er í Langholts- safnaðarheimili (kirkju) kl. 12—14 17. nóv. Kakan verður fulltrúi steinsins í bygginguna, þ.e.a.s. kakan borgar steininn, og það þarf marga steina í eina byggingu. Við þökkum allt gott liðsinni. Kveðja frá „öldungunum", sem langartil að styðja við bakið á æskunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.