Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÖVEMBER 1973 Spassky sigraði á skákþingi Sovétríkjanna BORIS Spassky sigraði á skákþingi Sovétríkjanna, sem lauk í Moskvu fyrir skömmu, og sýndi þar með, að hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir heldur slakan árangur að undanförnu. Nú var í fyrsta skipti teflt eftir hinu nýja deildar- kerfi, sem komið hefur verið á í Sovétríki- unum og vorú allir sterkustu skákmenn Rússa á meðal þátttakenda. Gerir það sigur Spasskys enn glæsilegri. Úrslit mótsins urðu: ]: Spassky 11 'A v., 2. — 6. Petrosjan, Kortsnoj, Karpov, Polugaj- evsky og Kusmin 10'A v. Sem sagt fulltrúar Sovét- ríkjanna í áskorenda- keppninni, sem hefst nú í janúar nk., raða sér í efstu sætin. Aðeins Kusmin tekst að skjóta sér upp að hlið þeirra og sýna þar með, að árangur hans að undanfömu hefur ekki verið nein tilviljun. Ekki hef ég fengið nákvæm úr- slit úr mótinu, en auk þeirra, sem hér hafa verið taldir, voru m.a. þeir Tal, Taimanov, Smyslov, Keres, Savon og Tukmakov á með- al þátttakenda. En við skul- um nú líta á eina skemmti- lega skák frá mótinu og það eru tveir fyrrverandi heimsmeistarar, sem eigast við. Hvítt: V. Smyslov Svart: B. Spassky Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, — 4. Rxd4 — Rf6, 5. Bd3, (Þessi rólegi leikur gefur hvít- um ekki mikla von um fram- kvæði. Algengara og hvassara er hér 5. Rc3). 5. — Rc6,6. Rxc6, (Hvítur átti ekki betri kosta völ en að skipta á riddurum. 6. Be3 eða 6. c*3 yrðí svarað með d5 og svartur hefur frjálsa stöðu). 6. — dxc6, 7. Bf 4 (Hvítur reynir að torvelda svötrum að leika hinum nauðsyn- lega leik e5). 7. — Rd7, (Ætli svartur á annað borð að jafna taflið verður hann að leika e5). 8. Rd2 — e5, 9. Bg3 — Bd6, 10. Rc4 — Bc7, 11. Df3 — o-o, 12. o-o — De7, (Báðir aðilar hafa komið mönn- um sfnum í góðar stöður og staðan er í jafnvægi). 13. c3— Rc5,14. Bc2 — a5, (Hvítur má ekki fá tækifæri tii að hrekja riddarann með b4). 15. Hfdl — f6,16. Re3— g6, (Spassky kærir sig ekki um að hvfti riddarinn komist til f5, en þessi leikur veikir svörtu kóngs- stöðuna eilítið og það reynir Smyslov að notfæra sér með næstu leikjum). 17. h4 — Be6,18. h5— a4,19. Bh4 — Dg7,20. Rg4 (Hvítur virðist hafa náð undir- tökunum og ekki gengur nú 20. — f5 vegna 21. h6! — Dh8, 22. exf5 — Bxf5, 23. Bxf5 — Hxf5, 24, De2 og hvítur stendur betur. En.. .). 20. — gxh5! (... með þessum leik snýr svartur skákinni sér í hag). 21. Rxf6 — Kh8,22. De3 (22, Rxh5 yrði einfaldlega svar- að með 22. — Dg6 og hótunin Bg4 gerir út um skákina). 22. — Bb6!, (Þessi rólegi leikur gerir vonir hvíts um björgun að engu. Svart- ur hótar nú Rd7). 23. Rxh5— Dg6,24. Dg5 (Hvítur sér ekki annað ráð vænna en að gefa skiptamun. 24. Rg3 hef ði verið svarað með 24. — Rd7 ásamt Hxf2). 24. — Dxg5, 25. Bxg5 — Bg4, 26. Rf6 — Bxdl, 27. Hxdl — h6, 28. Bh4 — Bd 8, 29. Hxd8 (Smyslov gefur skiptamun, en hér var sennileg einfaldara að gefast upp). 29. — Haxd8, 30. b4 — Hd2, 31. bxc5 — Hxc2, 32. Rd7 — Hf4, 33. Bf6+ — Hxf6! og hvítur gafst upp. (Eftir 34. Rxf6 — Hxa2 yrði stutt í fæðingu nýrrar drottn- ingar). Hraðskákmót T.R. fór fram sl. sunnudag og urðu úrslit þau, að Guðmundur Sigurjónsson sigraði með yfirburðum, hlaut 16 v. af 18 mögulegum. 2. Ingvar Ásmundsson 13V$ v., 3. Bragi Halldórsson 12Í4 v. o.s.frv. Jón Þ. Þór. ÞAÐ er eins og menn haldi, að einhvers konar speking þurfi til að sjá fyrir endalok bílsins. Ég held nú samt, að bílinn eigi enn nokkra framtíð fyrir sér og skyldu menn síður reyna að spá langt fram í tímann, því það verður aldrei annað en spá og i þessu tilviki svo óviss, að óæski- legt er að leggja hana til grund- vallar. Nýlega birtist grein í amerisku bílablaði, þar sem greinarhöfundur reynir að ímynda sér ástandið 1982. Bílarnir eru orðnir nokkurs konar bryndrekar og næsta tak- mark er að byggja þá þannig, að þeir þoli árekstur beint framan frá á 120 km/klst hraða án þess að skemmast Einn og einn bíll af gömlu kynslóðinni er þó enn til og eru þeir vinsæl ákeyslu- mörk fyrir stóru, sterku bílana, sem eru þungir og klunnalegir og svo breiðir, að þeir komast vart fyrir á götunum. Og ástæð- an fyrir þessum ósköpum er mestmegnis sögð sú, að stjórn- málamennirnir séu búnir að leysa flest heimsins vandamál og hafi ekki annað að gera en skeyta skapi sínu á bfleigend- um. Þegar loks var fyrirsjáanleg minnkandi mengun frá bílum, þó að hlutfallslega sé mengun frá þeim yfirleitt marfalt minni en frá alls konar verksmiðjum (þ.á m. sjálfsagt bílaverksmiðj- um), sem er þö misjafnt eftir löndum, kom eldneytisskortur- inn til sögunnar. Gallinn við mengunarlausuvélarnar er nefnilega sá, að þær brenna miklu eldsneyti. Þar með var bundinn endi á það. Eða hvað? Dekkjaverkstæði borgarinn- ar hafa haft mikið að gera undanfarið við að setja dekk á felgur og ekki að ástæðulausu, þvf fremur en að setja nagla- dekkin undir strax og leyft var um miðjan október, drógu flest- ir það þar til hálka fór að verða veruleg á malbikinu nú upp á síðkastið, þó að fyrr hafi verið sleipt utan þess. Nagladekkin hafa margt til síns ágætis og skara fram úr keðjum og snjó- dekkjum í ísingu. Um leið hins vegar og snjór festir að ein- BILAR hverju marki á götunum njóta keðjurnar sfn. Það keyrir eng- inn langt á keðjum í auðu, en nagladekkin taka menn ekki af, þótt þíða komi f nokkra daga og óhætt er að vara menn sterk- lega við nagladekkjunurnfauðu eða á blautu malbiki, þar sem stöðvunarvegalengdin eykst að mun og bflar geta átt það til að renna til að aftan í beygjum. — Einhver kom með þá skýr- ingu á hinum furðulega lága hámarkshraða, sem gildir á götum borgarinnar, að hann hlyti að hafa verið ákveðinn um hávetur í fljúgandi hálku og dimmviðri, en síðan alveg gleymzt, að þótt hér sé langur vetur höfum við birtu a.m.k. helming ársins. Hér er ekki ver- ið að hvetja menn til að aka óvarlega eða brjóta lögin, síður en svo. Leiði menn hugann að umferðarmálum virðast allir sjá hversu fáránlegt það er að hafa reglur, sem enginn virðist fara eftir. í höfuðborginni hlýt- ur einnig að koma mjög sterk- lega til greina að hafa mismun- andi hámarkshraða sumar og vetur, jafn gjörólíkar og akstursaðstæður eru á þessum tveim árstímum. Vísir menn, sem málunum ráða og virðast vita allt um um- ferð og umferðarslys, en aftur á móti næsta lítið um bfla og akst- ur, telja jú, að hraðinn sé ástæða allra slysa, og með aukn- um hraða aukist tíðni slysanna. En dæmið er ekki alveg svona einfalt. Vissulega er það stað- reynd, að ef engin hreyfing er á hlutunum veldur tregðulögmál- ið ekki neinum slysum. - Það er ekki hraðinn sem slíkur, sem skapar hættuna, heldur hinn misjafni hraði og ókveðni manna í umferðinni.Menn.sern ekið hafa erlendis, hafa flestir tekið eftir, hversu gífurlega stirða umferð við búum við hér. Vandamálið hefur hér að ein- hverju leyti verið sett fram. Sumum kann að virðast það mótsögn, að nú þegar erlendis er víða stefnt að lækkuðum há- markshraða til að spara bensín- ið, er verið að tala um meiri hámarkshraða hér. En bilið er svo stórt, að þótt hámarkshraði væri hækkaður hér alls staðar um 10 til 20 km/klst færum við aðeins að nálgast þau nýju mörk, sem stefnt er að m.a. í Bandaríkjunum. Væri ekki hægt að reyna þetta, t.d. næsta sumar, áður en allar götur borgarinnar verða göngugötur? Erfiðast við slfka breytingu er að fá ráðamenn til að leggja blessun sína yfir málið vegna þess, að enginn þorir að horfast í augu við hugsanlegar afleið- ingar. Br. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.