Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBUR 1973
Þátttaka
Islendinga i eigin
vömum
„ÞAÐ er alkunnugra en frá
þurfi að segja, hversu mjög
þaðdirfir menn og hvetur að
kunna að fara með vopn, og
að sama skapi mundi það
lífga þjóðaranda og hug
manna að vita, að sá liðskost-
ur væri í landinu, að það
væri ekki uppnæmt fyrir
einni hlejTpiskútu eða fáein-
um vopnuðum bófum. Með
slíku móti gætu menn áunn-
ið sé nokkra virðingu og er
það sæmilegra og hressi-
legra en að vera haldinn ör-
kvisi og annaðhvort aumkv-
aður eða forsmáður af því
menn hafa ekki framtak til
að taka upp á því, sem ekki
þykir landsvenja, og kann-
ast ekki við það afl, sem í
sjálfum þeim liggur, ef þeir
vildu til þess taka.“
Þannig ritaði Jón forseti Sig-
urðsson 1843. Nú eru breyttirtím-
ar en samt ræða íslendingar enn
um það, hvaða þátt þeir sjálfir
skuli eiga í vömum sfnum. Segja
má, að þeir hafi valið þá leið, sem
auðveldust er, þegar vamarsamn-
ingurinn var gerður við Bandarik-
in 1951 og þau tóku að sér að
verja landið. Frá aidaöðli hafa
íslendingar verið f rábitnir vopna-
burði, og oft hafa þeir hreykt sér
af þvf, að þeir séu eina vopnlausa
þjóð veraldar. En slik viðhorf
duga skammt, þegarstaðið er and-
spænis köldum staðreyndum her-
fræði og vígbúnaðar í þeim heims-
hluta, sem ísland tilheyrir. Þar
hefur friðurinn verið tryggður
undanfama áratugi með traust-
um vörnum og öflugum herjum.
Framlag Islendinga til trygg-
ingar friðarins hefur annars veg-
ar verið fólgið í aðild að Atlants-
hafsbandalaginu og hins vegar
varnarsamningum við Bandarfk-
in. Allt frá því að hann var gerð-
ur, hafa öðru hverju verið uppi
raddir um það, að hann bæri að
endurskoða á þann veg, að varn-
arliðið hyrfi úr landinu, en is-
lendingar tækju sjálfir við gæzlu
og eftirliti annars vegar með
hernaðarmannvirkjum og hins
vegar á hafsvæðunum umhverfis
landið. Enginn íslenzkur stjórn-
málaflokkur hefur þó ályktað um
það, að rétt sé að stofna íslenzkan
her.
Strax tveimur árum eftir að
bandaríska vamarliðið kom hing-
að eða 18. marz 1953, ályktuðu
háskólastúdentar:
„Fundurinn telur, að allir Is-
lendingar hljóti að vera sammála
um, að hinn erlendi her, hverfi
héðan á brott, strax er friðvæn-
legra horfir í heiminum, en viður-
kennir hins vegar algerlega nauð-
syn þess að halda uppi vömum
landsins. Telur hann því, að Is-
lendingum beri að búa sig undir
það af fremsta megni að geta tek-
ið við rekstri Keflavíkurflugvall-
ar.“
A landsfundi sfnum skömmu
síðar f byrjun maí 1953 ályktar
Sjálfstæðisflokkurinn á mjög
svipaðan hátt og segir:
„Þá vekur fundurinn athygli á
því, að jafnvel eftir að fullur var-
anlegur friður er kominn á í
heiminum, þarf að hafa löggæzlu
á helztu flugvöllum landsins með
svipuðum hætti og nú er haldið
uppi landhelgisgæzlu á hafinu
umhverfis landið. Slík gæzla Ís-
lendinga sjálfra á ekkert skylt við
almenna hervæðingu landsmanna
eða herskyldu, heldur verður hún
f ramkvæmd á stefnu Jóns forseta
Sigurðssonar, er hann markaði
fyrir meira en hundrað árum, og
er f fullu samræmi við allar gerðir
íslenzkra stjónvalda í varnarmál-
unum, sem miðað hafa að þvf að
efla friðinn og tryggja sjálfstæði
islands."
I þessari yfirlýsingu er tvi-
mælalaust talað um vopnaðar
sveitir, þegar sagt er, að löggæzla
skuli vera með svipuðum hætti á
landi og á hafi, en á þeim tíma var
landhelgisgæzlan vopnuð eins og
hún er enn í dag. Ég leyfi mér að
fullyrða, að aldrei hafi Sjálfstæð-
isflokkurinn verið nær því kom-
inn en á þessum tíma að gera það
að tillögu sinni, að stofnaður yrði
fslenzkur her. En sú tillaga var
ekki sett fram og hefur aldrei
verið sett fram af íslenzkum
stjórnmálaflokki.
Á hinn bóginn hafa komið fram
ýmsar tillögur, sem oft er erfitt að
skýra og flutningsmenn þeirra
átu f erfiðleikum með að rök-
styðja, þegar þeir voru að því
spurðir, hvort í þeim fælist, að
stofna bæri fslenzkan her. Þannig
var það 1956, þegar Alþingi sam-
þykkti þingsályktunartillögu þess
efnis, að varnarsamninginn skuli
taka til endurskoðunar með það
fyrir augum, „að islendingar ann-
ist sjálfir gæzlu og viðhald varn-
armannvirkja — þó ekki hernað-
arstörf — og að herinn hverfi úr
landi.“ A þeim tíma fengust
aldrei skýr svör við því, í hverju
þessi störf væru fólgin og aldrei
reyndi á þetta í framkvæmd, þvf
að aðstandendur tillögunnar
skiptu um skoðun eins og rakið
hefur verið hér í blaðinu s.l. mið-
vikudag.
I setningarræðu landsfundar
Sjálfstæðisflokksins 1967 sagði
Bjami Benediktsson m.a.:
„Annað mál er hvernig vömum
íslands skuli háttað hverju sinni.
Það verður stöðugt að meta eftir
atvikum, og einmitt þess vegna
var varnarsamningurinn við
Bandarfkin bundinn því höfuð-
skilyrði af hálfu íslendinga, að
við gætum sjálfir einhliða með
tilteknum fresti sagt honum upp.
Við höfum þetta því á valdi okkar
og getum metið eftir eigin þekk-
ingu á aðstæðum hvaðgera skuli.
En spurning er: Höfum við þá
þekkingu, sem á þarf að halda?
Við erum svo fjarhuga hernaði,
að enginn íslenzkur hernaðarsér-
fræðingur er til, svo að um sé
vitað. Talað er um, að við eigum
að láta íslenzka sérfræðinga taka
að sér rekstur vamarmannvirkj-
anna. Þetta kann að láta vel í
eyrum, og verða menn þó þá að
gera sér grein fyrir, hvort eigi sé
um orðaleik að ræða, þannig að
svokallaðir sérfræðingar séu í
raun og veru hermenn. Úrlausn-
arefnið er þá i raun og veru, hvort
Islendingar eigi að taka upp eigin
hermennsku eða ekki. Slíkt þarf
Björn
Bjarnason:
Islands
ekki að vera nein fjarstæða, en ef
menn vilja það, þá er nauðsynlegt
að segja það berum orðum, svo að
allir geti áttað sig á um hvað er að
ræða. En áður en við tökum slík
sérfræðingastörf að okkur, sýnist
hitt sanni nær, að við öflum okkur
sérfræði í herstjórnarmálum, svo
að við þurfum ekki að sjá þau
með annarra augum. Fyrsta
skrefið hlýtur þess vegna að vera
það, að leggja drög að öflun því-
líkrarsérfræði."
Enn hefur fslenzka rfkisstjórn-
in engan íslenzkan hernaðarsér-
fræðing í sinni þjónustu, og enn
eru settar fram tillögur um það,
að íslendingar skuli taka við
rekstri og jafnvel stjórn vamar-
stöðvarinnar í Keflavík, án þess
sé berum orðum getið að stofna
skuli íslenzkan her. Á síðastliðnu
hausti þ.e. 1972 báru þingmenn
Alþýðuflokksins fram þingsálykt-
unartillögu þess efnis, að Alþingi
álykti að fela ríkisstjórninni 1) að
láta rannsaka, hvort ísland geti
verið óvopnuð eftirlitsstöð í sam-
bandi við það öryggisbandalag,
sem landið er aðili að, en síðar
meir á vegum Sameinuðu þjðð-
anna, og 2) að rannsaka hvort
islendingar geti með fjárhags-
legri þátttöku bandalagsins kom-
ið udd sveit fullkominna, en
óvopnaðra eftirlitsflugvéla, svo
og nauðsynlegum björgunarflug-
vélum, og tekið við þessum þýð-
ingarmesta hluta af verkefni
varnarliðsins og stjórn vamar-
svæðann.
Tillagá þessi er samhljóða
ályktun 34. þings Alþýðuflokks-
ins, en f þeirri ályktun segir enn-
fremur: „Slík lausn væri skyn-
samleg miðlun milli þeirra sjónar-
miða, að vamarliðið geti horf ið úr
landinu, án þess að eitthvað komi
í þess stað, og hins, að varnarliðið
hljóti að dveljast í landinu um
dfyrirsjáanlega framtfð.“ Hvort
þessi „skynsamlega miðlun" er
framkvæmanleg eða ekki skal
ósagt látið, en heldur er það fjar-
lægur draumur, að Sameinuðu
þjóðirnar verði þess megnugar að
takast á hendur það starf, sem
þeim er þarna ætlað. En hér verð-
ur ekki rætt um þann þátt tillög-
unnar, heldur hinn, er lítur að
rekstri vamarstöðvarinnar.
1 tillögu Alþýðuflokksins er
komizt hjá þeim vanda að ræða
um íslenzkan her með þvf að gera
ráð fyrir, að eftirlitsstöðin og
flugvélarnar verði óvopnaðar.
Þar með er einnig sagt, að ísland
skuli óvarið, þvf að varnir felast
einmitt í vopnum og vígbúnaði.
Þess vegna fullnægir tillagan á
engan hátt þeirri kröfu, sem Is-
lendingar eiga á hendur Banda-
ríkjamönnum samkvæmt vamar-
samningnum, að þeir verji island,
ef tilófriðar skyldi koma.
í umræðum um þingsályktunar-
tillöguna á Alþingi sagði Einar
Ágústsson, utanríkisráðherra
m.a.:
„Ég vil styðja það og tel sjálf-
sagt, að þessi tillaga fái gaum-
gæfilega athugun í hv. utanrfkis-
málanefnd, og ég get fyrir mitt
leyti lofað þessari tillögu atkvæði
mfnu, þegar hún kemur þaðan.
Það má kannski út af fyrir sig
segja, að e.t.v. sé hennar ekki
þörf, þar sem alltaf hefur staðið
til að athuga mjög nákvæmlega
þá leið, sem hún bendir á.“
Utanríkisráðherra lýsti því sem
sé yfir, að hann gæti vel hugsað
sér þá lausn á öryggismálum
landsins, sem Alþýðuflokkurinn
lagði til. Hvort hann hefur rætt
við fulltrúa Bandaríkjastjórnar á
þessum grundvelli í viðræðum
sínum við þá sfðan, er ekki vitað.
Eins og hér hefur verið dregið
fram, hafa allar tillögur, sem til
þessa hafa verið fluttar á Alþingi
og miða að þvf að viðhalda ein-
hverjum viðbúnaði í vamar-
skyni á islandi, þótt bandaríski
herinn hverfi héðan, byggzt á
þeirri forsendu, að við taki óskil
greindar gæzlusveitir Islendinga.
Hér hefur alls ekki verið getið um
tillöguflutning þeirra, sem vilja
alls engar varnir f landinu, enda
fellur málflutningur þeirra utan
ramma þessarar greinar. Því mið-
ur hafa tillögurnar um gæzlu-
sveitirnar aldrei verið skýrðar til
hlftar, þ.e. aldrei hefur beinlfnis
komið fram, hvort tillögumenn
eru þvf fylgjandi, að í fslenzka
löggjöf verði sett ákvæði, sem eru
t.d. nauðsynleg við meðferð
hernaðarleyndarmála.
Frá því að varnarliðið kom
hingað 1951, hefur þróunin
óneitanlega verið í þá átt, að is-
lendingar taki að sér æ f Ieiri störf
á Keflavíkurflugvelli, störf, sem
eru nátengd starfsemi vamarliðs-
ins og beinlfnis í þágu þess. 1972
þágu 763 islendingar laun frá
varnarliðinu og námu þau nálægt
45 milljónum íslenzkra króna.
Ekki er talið ósennilegt, að árlega
þurfi vamarliðið á starfskröftum
3600 Islendinga að halda. En
almennt talað má segja, að öll
þessi störf séu þess eðlis, að þau
verða unnin af mönnum, sem ekki
gegna herþjónustu.
I stuttu máli eru störf þeirra
bandarisku hermanna (um
3300), sem eru i vamarstöðinni á
Keflavíkurflugvelli, tvíþætt. Þau
felast annars vegar í því að verja
landið gegn árás og sinna eftirlits-
störfum f þágu sameiginlegs
varnarkerfis Atlantshafsbanda-
lagsins. Framangreind þings-
ályktunartillaga Alþýðuflokksins,
sem ekki hefur verið afgreidd,
miðar að því að sleppa vamar-
þættinum og leggur megin-
áherzlu á eftirlitsþáttinn. Övopn-
aðar eftirlitsflugvélar eiga að
vera starfræktar af Islendingum
frá Keflavíkurflugvelli. Þess má
geta, að þessar flugvélar munu
vera búnar einhverjum fullkomn-
ustu kafbátaleitartækjum, sem til
eru í veröldinni, og innan
Atlantshafsbandalagsins hafa að-
eins Bandaríkjamenn og e.t.v.
Bretar og Norðmenn aðgang að
þessum tækjum vegna þeirrar
leyndar, sem yfir þeim hvílir.
Myndu þau verða látin í hendur
lslendinga? Alls munu um 500
manns starfa í þessum eftirlits-
sveitum á Keflavíkurflugvelli. Þá
munu um 600 menn viðriðnir
rekstur orrrustuflugvélasveitar-
innar á Keflavíkurflugvelli. Hlut-
verk sveitarinnar er fyrst og
fremst fólgið í því að fylgjast með
sovézkum flugvélum, sem fljúga
inn á eftirlitssvæðið án þess að
tlkynna um ferðir sínar. Flugvél-
amar eru eðlilega vopnaðar og
búnar leyndartækjum. Yrðu þess-
ar vélar boðnar Islendingum til
fullra umráða og afnota? Eða er
ætlunin að hætta að starfrækja
þær? Varnarliðið rekur einnig
radarstöðvar 1 landi, þar munu
vera tæki, sem svipuð leynd hvílir
yfir og tækjum eftirlitsflugvél-
anna. Vill Bandaríkjastjórn af-
henda Islendingum þau? Hér hef-
ur aðeins verið drepið á þann þátt
þessa máls, er snertir gæzlu
hernaðarleyndarmála. Þeirri
spurningu verður einnig að svara,
hvort á Islandi sé tiltækur mann-
afli til að sinna öllum þessum
störfum. Rekstur flugsveitanna
tveggja virðist krefjast 1100 sér-
þjálfaðra manna. Þá vaknar einn-
ig spurningin um það, hver eigi
að bera kostnað af þjálfun og
starfi íslenzku starfsmannanna. í
tillögu Alþýðuflokksins er gert
ráð fyrir því, að Atlantshafs-
bandalagið beri þennan kostnað.
Bandalagið ræður að sjálfsögðu
ekki yfir meira fjármagni en því,
sem einstök aðildarlönd þess
leggja fram. I flestum þessara
landa telja skattgreiðendur eigin
varnir nægilegan bagga. Ef
stjórnir þeirra krefðust einnig
fjárútláta af þeim til rekstrar ein-
hvers konar eftirlitsstarfsemi á
íslandi, sem unnin yrði af al-
mennum borgurum og þó talin í
Framhald á bls. 18
Danir gerðu á ofanverðri 16. öld og öndverðri 17. öld tilraunir til að efla varnir íslands, voru reist varnarvirki i
Vestmannaeyjum og á Bessastöðum og dönskum herskipum var skipað að vernda kaupför á siglingaleiðum til Islands og
Færeyja. Á þessari mynd sést Bessastaðaskans, en í því virki söfnuðust Bessastaðamenn og (slendingar saman til varnar,
þegar Tyrkir ætluðu að ráðast á Bessastaði 1 62 7