Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1973
17
í^STIKUR
Jóhann Hjálmarsson
JARÐNESK LJÓÐ
AHUGI á ljóðlist Suður-
Ameríku er mikill. Þegar ég
hitti danska skáldið Peter Poul-
sen I Kaupmannahöfn í sumar
var hann að leggja síðustu hönd
á bók með þýðingum sínum á
verkum tíu brasilískra skálda.
Peter Poulsen sagði, að þessi
áhugi væri í tengslum við
pólitiska atburði; í Suður-
Ameríku væri alltaf eitthvað
nýtt að gerast í stjórnmálum og
bókmenntirnar nytu þess.
Brasilisk ljóðlist hefur orðið
fyrir áhrifum frá skáldskap
Pablos Neruda og Césars
Vallejo, sagði Peter Poulsen, en
i henni er meira af dramatik
og erótík en í ljóðlist
annarra þjóða í Suður-
Ameriku. Að vissu marki er
hún lík afriskri ljóðlist.
Brasilískur skáldskap-
allt i einu varð sprenging. Ljóð-
ið opnaðist. Þetta hélst I hend-
ur við þjöðernislega vakningu I
Brasilíu. Meðal helstu skálda í
Brasilíu nefndi Peter Poulsen
Manuel Bandeira, Carlos
Drummond de Andrade og
Mario de Andrade.
Peter Poulsen bjó eitt ár f Sao
Paulo og lærði mál Brasilíu-
manna, sem er portúgalska.. I
Argentínu hitti hann Jorge
Luis Borges, sem minnti hann á
gamlan ráðuneytisstjóra.
Einkunnarorð ljóðabókar sinn-
ar Mennesket lever ikke af sky-
er sótti hann til Borges: „osse
dommeren er fange“. Þau orð
eiga vel við nú, þegar Perón er
búinn að reka Borges úr bóka-
safninu í Buenos Aires, þar
sem hann réð ríkjum áður.
Skáldskapurinn hefnir fyrir
skáldið.
Bækurnar Mennesket lever
ikke af skyer (1971) og Den
hallucinerede by (1972) hafa
skipað Peter Poulsen á bekk
með athyglisverðustu ljóðskáld-
um ungu kynslóðarinnar í Dan-
mörku. Poulsen heldur þvi
fram, að ferill sinn sem ljóð-
skálds hefjist með Mennesket
lever ikke af skyer, en áður
hafði hann gefið út ljóðabæk-
urnar Udskrifter (1966), Etud-
er (1968) og Sommetidererder
en tone (1969). I tveimur síð-
ustu bókunum er mikið um efni
frá Brasilíu, einkum Sao Paulo,
en mörg Kaupmannahafnarljóð
eru líka f þessum bókum.
Eins og mörg skáld hefur Pet-
er Poulsen gengið i skóla hjá
súrrealistum. En einkenni eins
og dirfska í framsetningu,
hispursleysi í vali yrkisefna og
hneigð til þjóðfélagslegrar
könnunar minnir á skyldleika
hans við suður-amerísk skáld.
Dvölin í Sao Paulo hefur
áreiðanlega verið hinum verð-
mæt reynsla.
Ljóðið Hvis jeg tænker er
nokkurs konar Ars poetica eða
stefnuskrá skáldsins. Það birt-
ist í Den Hallucinerede by:
hvis jeg tænker er det
ikkeitanker
hvis jeg tænker er det i
fölelser og ord
hvis jeg tænker er det
med lemmerrie
er det med kroppen
hvis jeg tænker er det
med næse og mund
for tænkningen er en smerte
som varer ved
hvis jeg tænker er det ikke
pá stjernerne
for min lomme er fuld
af stjerner
og jeg strör en hándfuld
hvor jeg har lyst
hvis jeg tænker er det aldrig
pá de inderste ting
naturens eller universets
hemligheder
der som bekendt forhandles
pá apoteket
hvis jeg tænker er det med
sanserne rent konkret
pá kærligheden og pá
mennesket her og nu
Skáldið leggur áherslu á, hve
ljóð þess eru jarðnesk. Þau eru
likamleg, holdleg; til-
finningarnar ráða ferðinni. í
fyrirrúmi situr maðurinn sjálf-
ur, ást hans, sorg og gleði,
stefnuleysi hans í fjandsam-
legu umhverfi, þrá hans eftir
gæðum einfalds og eðlilegs lífs.
1 ljóðinu Den ene side yrkir
skáldið annars vegar um marg-
breytileik lifsins, sem líkist til-
viljunarkenndri kvikmynd, og
hins vegar um innra heim,
„sem er tómur og þögull eins og
gröfin/ döpur skáld kalla hann
landslag/ raunalegir prestar
kalla hann sál/og þennan heim
hafa aðeins drykkjumenn/ og
Peter Poulsen
menn í sjálfsmorðshugléiðing-
um/ reynt að skilja öld eftir
öld.“
Um einmanaleik yrkir Peter
Poulsen oft. 1 Digt til ensom-
heden fjallar hann á skemmti-
legan og frumlegan hátt um
þetta sigilda yrkisefni:
at være trist betyder
ikke at være trist
at være trist betyder
at være fremmed
at være fremmed betyder
at være alene
og at være alene betyder
at være trist
det anses idag for antikveret
at være trist
og det er samtidig sjældent
ikke at være alene
Hin danska velferð er brotin
til mergjar og fátt fundið nýti-
legt í henni. Skáldið er hæðið
og uppreisnargjarnt og leggur
mikið upp úr þvf að vera ekki
borgaralegt í viðhorfum sínum.
1 Digt til min datter lýsir skáld-
ið gönguferð með döttur sinni.
Dóttirin fær föður sinn til að
gleyma vandamálum heimsins,
hrifast af hinum hversdagslegu
fyrirbrigðum lifsins, sjá ævin-
týri i öllu. Þegar leiðir þeirra
skilja lýsir skáldið ástandi sinu
með þessum orðum:
jeg er nödt til at læse
en avis pá vejen
for igen at komme ned
til verden
og den utrolige f attigdom
og fantasilöshed
dagene í almendlighed
rummer
Peter Poulsen er að mörgu
leyti ólíkur öðrum dönskum
skáldum. Ljóð hans eru hrein-
skilin og blátt áfram. Þau ein-
kennast af viðleitni skáldsins
til að átta sig á umhverfi sínu.
Og með því að lýsa vettvangi
daglegs lífs er innri heimur,
hinn óþrjótandi brunnur skáld-
skapar, um leið dreginn fram.
Hringsiá:
Horft of víða vegu
Samvinna Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðufl.
Tefldu I túni,
teitir váru,
vas þeim véttergis
vant ór gulli,
un þrfar kómu
þursa meyjar,
ámáttkar mjög,
ór Jötunheimum.
SEM kunnugt er, voru
Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. í
stjórnarsamstarfi, rösklega tólf
ár, rúmlega þrjú kjörtímabil,
höfðu óskorað traust mikils meiri-
hluta þjóðarinnar. NUverandi
stjórnarfl. náðu naumum meiri-
hluta í kosningunum árið 1971,
meirihluti þjóðarinnar enn
fylgjandi stefnu Viðreisnar-
stjórnarinnar, en núverandi
stjórnarfl. tókst að telja nokkrum
einföldum sálum, trú um, að
ófært væri að sömu flokkar
stjórnuðu ríkinu í meira enn þrjú
kjörtimabil, því nauðsyn mesta að
skipta um. Þessar auðtrúa, frómu
sálir létu tilleiðast, annað tveggja
sátu heima eða kusu „giundroð-
ann “. Þetta fólk íðrast nú
sáran. „Of seint er að iðrast eftir
dauðann," segir gamla spak-
mælið. Og slysið verður þjóðinni
dýrt. Fjárhagstjónið, er sukkið
veldur, verður hægt að bæta,
auðvitað með miklum fórnum,
þegar „óstjórnin" hrökklast frá
völdum, en frelsi þjóðarinnar
verður seint eða aldrei endur-
heimt, ef þessi óláns rikisstj. sel-
ur það í hendur austantjalds her-
veldi eins og nú horfir.
Á fyrrnefndu tólf ára tímabili,
skall á meiri fjárhagskreppa en
komið hafði í nær fjóra áratugi.
Nánar tiltekið: Árin 1967—’68
varð gifurlegt verðfall á út-
flutningsvörum okkar, samfara
miklum aflabresti, svo nam 60%,
ef allt tjónið er metið.
Viðreisnarstj. tókst svo vel að
fleyta þjóðinni út úr þessum
erfiðleikum, að næst gekk krafta-
verki. Þáverandi stjórnarfl. voru
samhentir, ráðherrarnir réttsýnir
og ráðsnjallir. Mönnum hryllir
við, er þeir hugleiða, hvað nú
mundi verða, ef slíkl fjármála-
kreppu, sem nefnd var, bæri nú
að. Nú flæðir gullið i stríðum
straumum og sívaxandi inn í
landið, fyrir útfluttar vörur, og
hefur svo verið tvö síðustu ár, en
samt hefur ríkisstjórninni tekizt
að mynda kreppuástand í
landinu. Það er einnig eins konar
kraftaverk. Að þeim málum
verður seinna vikið.
Sjálfstæðisflokkurinn er frjáls-
lyndasti umbótaf lokkur í landinu,
jafnvel Alþýðufl. sem að þessu
hefur verið áhugasamur um
margs konar umbætur, nær i
þeim efnum vart með tærnar
þangað, er Sjálfstæðisfl. hefur
hælana. Nefnd skulu nokkur
dæmi: Meira en þrjá síðustu ára-
tugi hefur Sjálfstæðisfl. verið
jafnan mestu ráðandi um stjórn
landsins, og flest árin í stjórnar-
forustu. Á þessu tímabili hafa
orðið stórkostlegri framfarir á
öllum sviðum þjóðlffsins en
á nokkru öðru tímaskeiði i
sögu landsins. Þó margt
fleira komi til en áhrif flokks-
ins og viturleg stjórn hans.
Ljóst má þó vera hverjum
heilskyggnum manni að slikar
þjóðheilla framfarir, alhliða
þróun, hefði aldrei skotið rótum,
hvað þá blómgazt undir stjórn
þröngsýnna valdhafa. Skipastóll
landsins, veiðiskip ogfarskip hafa
margfaldast að tölu og stærð.
Landbúnaður hefur veriö efldur,
allir þættir hans. Iðnaður hefur
risið frá grunni I rismikinn at-
vinnuveg. Samgöngumálum
hefur fleygt fram á láði, legi og i
lofti. Þá hafa allir þættir
menningarmála þróazt örar á
þessu tímaskeiði en bjartsýnustu
menn áætluðu. Það skal viður-
kennt og vel þakkað, að Alþýðufl.
átti oft góðan hlut að málum. Og
því er harmur ef hann lætur nú
blekkjast, og klofnar þá sennilega
f þriðja sinn, nema þá hann hverfi
allur inn í svikagildru kommún-
ista, litlu klíkuna með langa
nafnið.
Fyrir skömmu hitti ég einn, svo
kallaðan vinstri mann, greindur
er hann og glöggur. Hann sagði
við mig m.a. „Það er staðreynd, að
málefnum Reykjavfkur er vel
stjórnað. Ég teldi mitt bæjarfélag
hólpið, ef það ætti svo ágæta
menn f meirihluta bæjarstj. sem
Reykjavfk í borgarstjórn.“ Maður
þessi á heima í einum nágranna-
bænum. — Ég spurði þennan
ágæta vinstrimann hvort hann
mundi þá kjósa sjálfstæðismenn i
borgarstjórn, ef hann ætti heima f
Reykjavík. „Óefað,“ sagði hann,
„fásinna er, að sveitarstjórn-
arkosningar séu einvörðungu
pólitískar."
Málgögn Sjálfstæðisfl. eru
frjálslyndustu blöð á landi hér, og
frjálslyndari en flest eða öll
flokksblöð á Norðurlöndum.
Blöðin eru opin fyrir gagnrýni á
flokkinn og blöð hans. Þetta er
meira frjálslyndi en þekkist hjá
blöðum núverandi stjórnarflokka,
sbr. ritskoðun Timans og
Þjóðviljans. Enda eru stjórnarfl.
hver á sína vísu rammir aftur-
haldsfl., meiri að þeirri gerð en
þekkist á Vesturlöndum. Þessi
fullyrðing hefur þegar verið rök-
studd efnislega í fyrri köflum
þessa greinaf lokks, og kemur enn
fram í næstu köflum.
„Allt er með galla, “ segir mál-
tækið. Svo er og um sjálfstæðis-
menn, þ.á.m. þann er þetta ritar.
Helzti ljóður á ráði sjálfstæðis-
manna er oftlega skakkt mat á
pólitiskum andstæðingum, svo og
trúa sjálfstæðism. því of oft, að
mjúkt manneðli búi undir
fagurmælum hatrömmustu and-
stæðinga lýðfrjálsrar þjóðar.
Sjálfstæðismenn vilja og bera
klæði á vopnin, og er það göfugt,
en varast stundum ekki, að and-
stæðingarnir mæta með rýtinginn
í erminni. Andvaraleysið veldur
oft illum örlögum.
„Lokaráð" bjuggu Baldri bana.
Þættir Arnalds og Hannibals.
„A gengusk eiðar,
orð ok særi,
mál öll meginleg,
es á meðal fóru.“
Þegar þetta er ritað hafa þeir
allir verið á beinu línunni: Gylfi,
Arnalds og Hannibal. Frá svörum
Gylfa er fyrr sagt. Svo sem vænta
mátti gaf Ragnar Arnalds skjót
svör, og f lest skýr. Arnalds boðaði
sem fyrr trú á hinn eina sanna,
óskeikula kommúnisma, sem
hann sagði þó ekki vera frá
kommúnistum kominn. Alþýðu-
bandalagið kveður Arnalds ekki
hafa neitt samneyti við
kommúnista. Sór hann þetta og
sárt við lagi. Þessi skripaleikur
þeirra Arnalds og Magnúsar
Kjartanssonar, að afneita eigin
stefnu, hefur vart tilætluð áhrif,
blekkir kannski nokkrar auðtrúa
sálir, en ekki almenning.
Boðskapur Arnalds var sami og
annarra kommúnista: Burt með
varnarliðið, úr NATÖ.
Þó ótrúlegt megi virðast, þá
boða kommar stefnu sina i
varnarmálunum af meiri hrein-
skilni en Framsókn. Einar utan-
rfkisráðh. segist vilja vamarliðið
burt en þjóðin verði f NATO,
aðeins höggvið á einn traustasta
hlekkinn f varnarkeðju samtak-
anna. Hvað er skaðleg blekking,
ef ekki þetta? Móti atferli Einars,
er tiltölulega meinlaust, að
kommúnistar afneiti „skapara"
sfnum.
Það er mannskaði, þegar vel
gerðir menn eins og Ragnar
Arnalds, er villast út í fenjaskóg
kommúnista, tapa þar áttum og
andlegri megin, og heilskyggni,
svo þeim sýnist hvítt það, sem
svart er, og öfugt. Tjónið marg-
faldast, þegar þessir illa leiknu
menn ná öðrum mönnum undir
vald sitt og gera sér líka. Fer þá
sem segir í þjóðsögunum um
villuráfandi anda.
Þá fékk Hannibal, vinur minn,
beinu línuna. Tjáði hann sig með
skörpum og skýrum orðum svo
sem vandi hans er. Mér brá, þegar
skörungurinn sagðist vitanlega
fylgja „stjórnarsáttmálanum um
brottför vamarliðsins á kjörtfma-
bilinu.” Ummæli Hannibals voru
samt nokkuð óljós, blandaði
saman endurskoðun og uppsögn.
Mig minnir, að Hannibal hafi fyrr
sagzt vera andvígur brottför
varnarliðsins, og eins þykist ég
muna að Hannibal hafi á sinum
tíma greitt atkvæði með komu
varnarliðsins. Það sagðist Hanni-
bal hreint ekki muna.
Áheyrendur undruðust, og sögðu
hver við annan: „Er þessi hraust-
legi maður orðinn svona andlega
sljór?“ Það er mikil hrörnun, og
óeðlileg sjötugum manni, að hafa
á tveimur áratugum gleymt hverj-
ir guldu jákvæði komu va nar-
liðsins, sem mest er nú um teilt.
Sá maður, sem orðinn er svona
gleyminn ætti að endurskoða
hæfni sina til að taka þátt í þing-
störfum.
Ég fagnaði því, þegar Hannibal
lyfti sér úr ráðherrastólnum og
flaug með vængjuðum vinum,
vestur í Selárdal. Ég hélt, að hinn
mæti maður vildi alfarið losna úr
óhugnanlega vítahringnum. Og
þótt „köttur kæmi i ból bjamar",
skipti það litlu máli, i slíkri rikis-
stjórn.
í lengstu lög vona ég, að Hanni-
bal láti hvorki boðendur varnar-
leysis eða þá, sem kjósa gagns-
lausar gervivarnir blekkja sig.
1 byrjun sfðustu heims-
styrjaldar voru Bretar vanbúnir
að vopnum, m.a. skorti þá loft-
varnarbyssur, notuðust þá við
gervibyssur, þ.e. þeir settu upp
sumsstaðar byssulíki úr tré, sem
áttu að blekkja óvinina. Stundum
tókst það. Þetta áminnsta gervilið
á Keflavfkurvelli yrði en
gagnsminni vörn en tré-
byssurnar. Um gerviliðið vissu
n.l. allir.
Nú eru kommúnistar alls-
ráðandi i rfkisstjórn Islands. Vill
einhver viskuvitinn upplýsa,
hvort slikri ríkisstjórn er trúandi
til að skipa þá menn í gervilið,
sem rækja skyldur sinar, þegar
f loti austanverja leitar að landi.
Hvað, sem öllu öðru líður, þí
stöndum vörð um heilagt fjöregf
lands og þjóðar.
18/101973.
Steingrímur Davíðsson