Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NOVEMBER 1973 3 Trú og lífsspeki „Við höfum átt samskipti við tsland f mörg ár. Við erum allt- af bjartsýnir f viðræðum við tslendinga. En dragið enga ályktun af þessum ummælum um niðurstöðu viðræðnanna," sagði Porter aðstoðarutanrfkis- ráðherra Bandarfkjanna á stuttum blaðamannafundi f gærmorgun. En ráðherrann fékkst með engu móti til að fjalla um samningaviðræður þær, sem að undanförnu hafa staðið yfir milli fslenzkra stjörnvalda og fulltrúa Banda- rfkjastjórnar. Porter aðstoðarutanríkisráð- herra, sem fer með pólitísk mál- efni í utanríkisráðuneytinu í Washington, er einn af æðstu embættismönnum í bandaríska utanríkisráðuneytinu. fíann hefur verið sendiherra í þrem- ur löndum og var formaður samninganefndar Bandarikja- manna f París, í Víetnamvið- ræðunum, en tók einnig þátt f hinum leynilegu viðræðum Kissingers, sem fram fóru í París, að þvf er hann upplýsti á blaðamannafundinum í gær- morgun. „Alltaf bjartsýnir í við- ræðum við Islendinga” Aðstoðarutanrfkisráðherra Bandaríkjanna var spurður, hver afstaða Bandaríkjastjórn- ar væri til dvalar bandarísks herliðs í Vestur-Evrópu og hvort raddir um fækkun í þvf herliði hefðu áhrif á stöðu varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Porter svaraði á þá leið, að Bandarikjastjórn væri reiðu- búin til að semja um gagn- kvæman samdrátt herafla í Mið-Evrópu. Varsjárbanda- lagið hefði fjölmennara herlið en Atlantshafsbandalagið og þvf yrði að gæta þess vandlega, að það valdajafnvægi, sem nú væri f Evrópu, raskaðist ekki. í Bandaríkjunum væri rik til- hneiging til þess að kalla her- liðið ekki heim með einhliða ráðstöfun, þar sem það mundi draga Ur vilja Varsjárbanda- lagsríkjanna til þess að semja um gagnkvæman samdrátt her- afla á þessu svæði. Varðandi áhrif þessara umræðna á Is- land, sagði ráðherrann, að ekki væri beint samband þar á milli. Island hefði bersýnilega sér- stöðu í þessum efnum, og við- ræður í Mið-Evrópu um sam- drátt herafla þar tengdust ekki umræðum hér. Porter sagði, að Bandaríkja- stjórn tæki þessar viðræður við íslenzku ríkisstjórnina mjög al- varlega. Tengsl okkar við Is- lendinga eru okkur dýrmæt og gildi þeirra víðtækara en það eitt, sem snýr að þessum við- ræðum. Við höfum átt márgvís- leg samskipti við Island á mörg- um sviðum og vonumst til þess að efla tengsl okkar við íslend- inga í framtíðinni. Okkar af- staða í þessum viðræðum er sú, að ná samningum við Island, sem islenzka rikisstjórnin getur verið ánægð með. Aðspurður um það, hvort hann væri bjart- sýnn eðasvartsýnn á niðurstöð- ur þessara viðræðna, sagði Porter, að Bandaríkjamenn hefðu átt samskipti við íslend- inga í mörg ár og væru alltaf bjartsýnir f viðræðum við þá. Aðstoðarutanríkisráðherra sagði, að þau gögn, sem lögð hefðu verið fram af beggja hálfu á þessum fundi, væru nægileg til þess að um þau yrði fjallað á næsta fundi, en hann kvaðst ekki vita, hvort það yrði síðasti samningafundurinn með íslenzku ríkisstjórninni um þetta mál. Hann kvað Island alltaf hafa haft mikla hernaðar- þýðingu og ekki væri hægt að sjá, að breyting hefði orðið á því. Aðspurður um það, hvort Bandaríkjastjórn hefði beitt áhrifum sínum gagnvart Bret- landi f landhelgisdeilunni sagði hann, að Bandaríkjastjórn hefði staðið í sambandi við ríkisstjórnir beggja deiluaðila. Það er ekki gagnlegt, að farið verði frckar út í það, sagði Port- er, við erum ánægðir með, að deilan leystist. Myndin: William Porter á blaðamannafundinum ásamt Robert Dickerman, forstöðu- manni Menningarstofnunar Bandarfkjanna. Flest flugfélögin endur- nýjuðu flugrekstrarleyfin Þrjár nýjar bækur frá Erni •• og Orlygi BÓKAOTGAFAN Öm og Örlygur h.f. hefur nýlega sent frá sér bækurnar „Leiðsögn til lífs án ótta“ eftir Norman Vincent Peale, „Upphaf og örlög manns- ins“ skrifuð af L.W. Robinson „í ljósi dálestra Edgar Cayce“, eins og segir á kápu, og „Smyglari Guðs“ eftir Bróður Andrew ásamt John og Elizabeth Sherrill. Leiðsögn til lífs án ótta er fjórða bók Peals, sem út kemur á íslenzku, en hinar eru „Vörðuð leið til lffahamingju“ (1965), „Lifðu lffinu lifandi" (1967) og „Sjálfsstjórn í stormviðrum lffs- ins“ (1970). Þýðandi bókarinnar er Baldvin Þ. Kristjánsson. Á bókarkápu segir m.a. svo um höfundinn og bókina: Dr. Peale leggur áherzlu á, að það sem brýtur niður nútímamanninn og innbyrlar honum eitur ósigra og ótta við framtíðina, sé fyrst og fremst minnimáttarkennd, öryggisleysi og óvissa. Til þess að ráða bót á þessu, hefir hann mótað sérstaka aðferð til hjálpar fólki. Leiðsögn til lífs án ótta gefur fjölmörg dæmi um þá að- ferð og hefir að geyma fjölda ein- faldra grundvallarreglna fyrir gjöfulu, dáðríku og frjóu lífi. Bókin sýnir, hvernig manninum er kleift að bæta úr böli og snúa því til hamingju og velgengni. Bókin Upphaf og örlög manns- ins er byggð á dálestrum EMgars Cayce, hins heimsþekkta sjáanda, eins og bókaútgáfan nefnir hann. Er þar gerður samanburður á þvf, sem vísindin þykjast bezt vita, og Cayce-skýrslunum. Það leiðir til þess að á gátum, sem áður höfðu reynzt óræðar, fást nú sennilegar en jafnframt furðulegar skýr- ingar, sem allar eru tengdar kenningunum um endurholdgun, hið týnda meginland Atlantis og afl sálarinnar í manninum. Höfundur bókarinnar, Lyle Webb Robinson, hefur lagt fyrir sig rannsóknir á yfirnáttúrlegum efnum í tvo áratugi og hefur skrifað fjölda greina og bæklinga um Edgar Cayce og verk hans. Bókina þýddi Dagur Þorleifsson. Smyglari Guðs er sérstæð saga af kristnum trúboða, sem unnið hefur að þvf að breiða út orðGuðs í öllum kommúnistaríkjum, þar sem hann hefur prédikað í „neðanjarðar“-söfnuðum og smyglað Biblíunni til trúboða handa járntjaldsins. Frásaga Andrews af trúboðsferðum hans er saga af stöðugum hættum, er urðu á vegi þess manns, sem leit- aði þeirra í þágu Krists. Hún hefur orðið alþjóðleg metsölubók, segir í frétt frá útgáfunni. Þýð- andi er Sigurlaug Árnadóttir, Hraunkotif Lóni. A FUNDI borgarstjórnar á fimmtudaginn var samþykkt til- Iaga frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins um að gera Austurstræti að göngugötu til frambúðar. Þetta á að gera f tvennu lagi þ.e. loka götunni endanlega milli Lækjargötu og Pósthússtrætis nú þegar, en fyrst um sinn mun bifreiðaumferð verða heimiluð á nýjan leik f vestari hlutanum. Miklar umræð- ur urðu um málið á fundinum og verður sagt frá þeim hér f blaðinu mjög fljótlega, en nú aðeins drep- ið á nokkur atriði f ræðu Birgis lsleifs Gunnarssonar borgar- stjóra. Birgir lsleifur Gunnarsson borgarstjóri: Sú lokun Austurstrætis fyrir bifreiðaumferð, sem ákveðin var í tilraunaskyni nú í sumar, hefur hlotið mjög góðan hljómgrunn meðal borgaranna. Nákvæmlega hefur verið fylgzt með umferðar- breytingum i nágrenninu vegna þessarar ráðstöfunar og jafn- tSLENZK flugmálayfirvöld sögðu upp öllum flugrekstrarleyf- um hérlendis — fyrir utan flug- rekstrarleyfi Flugleiða — frá og með 1. júlf f sumar. Þurftu flug- félögin að hafa sótt um flug- rekstrarleyfi að nýju fyrir þenn- an tfma ellegar voru þau strikuð út af skrám. Flest flugfélaganna sóttu um endurnýjun flugrekstrarleyfa sínna f tfma, og hafa umsóknirnar sfðan verið til afgreiðslu — fyrst hjá flugráði en sfðan hjá sam- framt hefur verið haft samstarf við kaupmenn og stofnanir í göt- unni. Það er svo til samdóma álit allra, sem að málinu hafa unnið, að gera beri Austurstræti að göngugötu til frambúðar. Það er hins vegar mikið verk að gera götuna þannig úr garði, að hún verði verulega aðlaðandi og leggj- um við sjálfstæðismenn því til, að þetta verði gert í tveim áföngum og hafizt handa við þann fyrri nú þegar í vetur og honum lokið í vor. Þá gefst jafnframt tími til að gönguráðuneytinu. Mun ráðu- neytið gefa út fyrstu leyfin að nýju nú næstu daga. Nokkur flugfélög sóttu ekki um endurnýjun á flugrekstrar- leyfum sínum — má þar nefna Eyjaflug, Flugsýn og Flugfélagið Þór, og eru þau þar með fallin út af lista flugmálayfirvalda. Eins hefur flugráð enn nokkrar um- sóknir til nánari athugunar — eins og t.d. flugfélags Guðna ( Sunnu, Iscargo og Flugfragtar. Við veitingu flugrekstrarleyfa fjölga og gera betur úr garði skammtímabifreiðastæði í mið- borgarkjamanum, en þau eru ein aðalforsenda bess. að boreararnir geti notið þess, sem boðið verður upp á f Austurstræti í framtíð- inni, þegar búið verður að gera götuna aðlaðandi og eftirscjknar- verðar til umferðar gangandi fólks. Og þrátt fyrir þessa tví- skiptingu framkvæmda er það algerlega ljóst, að innan mjög skamms tíma verður öll gatan gerð að göngugötu. Her er aðeins um vinnuhagræðingu að ræða. mun reynt að leggja til grundvall- ar, að flugfélag eigi sjálft minnst eina flugvél til að byggja rekstur- inn á, en áhöld munu um, hvort fyrrgreind flugfélög uppfylli þessi skilyrði. 41,50 KR. Á AÐ GREIÐAST FYRIR RÆKJUNA A FUNDI yfirnefndar verðlags- ráðs sjávarútvegsins f fyrradag, var ákveðið nýtt lágmarksverð á rækju frá 1. nóvember 1973 til 31. maf n.k. Verð á rækju verður sem hér segir: Rækja, óskelflett f vinnsluhæfu ástandi: Stór rækja, 220 stk. f kg eðafærri, hvert kg kr.41.50. Smá rækja, 221 stk. til 350 stk. f kg, hvert kg kr. 24.00. Þetta verð er miðað við, að selj- andi skili rækjunni á flutnings- tæki við skipshlið. Verð þetta var samþykkt með samhljóða atkvæð- um yfirnefndarmanna. Fulltrú- um í verðlagsráði er heimilt að segja verðinu upp með 15 daga fyrirvara, og er þá miðað við 1. febrúar 1974. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Austurstrœti breytt í vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.