Morgunblaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 1
277. tbl. 60. árg.
SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973
Olíuskortur-
ínn segir til sín
London, 8. desember. NTB.
OLÍUSKORTUR leiðir til þess, að
eldsne.vti til flugfélaga í Bret-
landi verður minnkaður um 17%.
Eftirspurn eftir bifreiðum hef-
ur stórminnkað i Frakklandi og
fleiri löndum siðustu vikur.
Citroén-verksmiðjurnar leggja
niður framleiðslu i sex daga í
þessum mánuði og framleiða þvi
10.000 færri bíla en ella.
Dauðaslysum í umferðinni í
Danmörku fækkaði um helming í
nóvember miðað við sama mánuð
i fyrra þar sem hámarkshraði var
lækkaður.
í Noregi verður oliudreifing til
iðnfyrirtækja sett undir kvóta-
kerfi og bensinskömmtun kemur
til framkvæmda um miðjan
janúar.
Trygve _Bratteli forsætisráð-
herra skoraði á Norðmenn i sjón-
varpsræðu að taka saman hönd-
um til að gera erfiðleikana sem
minnsta. Hann sagði, að ef oliu-
flutningar til Noregs minnkuðu
um fjórðung yrði ástandið erfitt
öllum en þó mundi ekki skapast
neyðarástand.
I Ítalíu er skemmtiakstur bann-
aður í dag og á morgun. Grikkir
munu Iétta öllum takmörkunum á
næstunni þar sem þeir hafa keypt
næga olíu beint frá Arabalöndun-
u m
Truflanir?
Islamabad, Pakistan 8. des.
— AP.
PESHAWAR-háskólinn í
Norðvestur-Pakistan hefur
fyrirskipað karlkyns- og kven-
kynsstúdentum að nota sinn
hvorn gangstíginn á háskóla-
lóðinni. Rektorinn segir. að
þessi fyrirskipun hafi verið
talin nauðsynleg til þess „að
forða stúlkunum frá óllum
óþarfa truflunum af viildum
strákanna, — sérstaklega á há-
annatímanum." Hann vikli
ekki útlista þetta nánar.
Kína gegn lækkun
á herútgjöldum
New York, 8. desember NTB.
ALLSHERJARÞING Sameinuðu
þjóðanna samþykkti f nótt með 83
atkvæðum gegn atkvæðum Kfna
og Albanfu sovézka tillögu þess
efnis, að kjarnorkuveldin dragi
úr framlögum til hermála um
10% og veiti þróunarlöndunum
þá upphæð, sem sparast T aðstoð.
Kfnverski fulltrúinn, Chunang
I Yen, gagnrýnandi tillöguna
harkalega. kallaði hann hana
svindl og sakaði Rússa um að láta
greipar sópa um Þriðja heiminn.
Hann sagði, að þeir hefðu heimt-
að greiðslu út í hönd af Aröbum
fyrir dýr vopn, sem þeir hefðu
nauðsynlega þurft til að verjast
„ísraelskri árás".
„Brezhnev-kenningin kemur
Lenínisma ekkert við. Rússartala
um sósialisma. en ástunda
Egyptar munu mæta í Genf
en boða harða afstöðu
kapitalisma."
fulltrúinn.
sagði ktnverski
Kairó, Tel Aviv, 8. desember
AP-NTB.
J Egyptar munu taka þátt í
friðarviðræðunum f Genf síðar f
þessum mánuði, að því er varafor-
sætisráðherra Egyptalands Abdel
Kader Hatem lýsti yfir í dag á
þinginu. En hann kvað Egypta
mæta til leiks með þrjú skilyrði.
Þau eru:
□ „Við munum ekki þola,
að viðræðurnar verði
notaðar af ísraelum til þess
að frysta ástandið. Við mun-
um hafna öllum tilraunum í þá
átt að ræða frekar skilyrðin um
algeran brottflutning israela af
öllum hernunidum arabfskum
svæðum og ný réttindi til handa
Palestínuaröbum. Og þátttaka
Palestínuaraba f friðarráðstefn-
unni er leið til að löggilda sjálf-
sta'ði þeirra og viðurkenna rétt
þeirra.“
□ Í Tel Aviv hermdu áreiðan-
legar heimildir innan stjórnar-
innar, að af friðarviðræðunum
yrði þrátt fyrir stöðug vopnahlés
brot við Súezvfglínurnar. Þessi
bjartsýni stafar fyrst og fremst
af væntanlegum viðræðum
deiluaðila við Kissinger,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sem er á leiðinni til Mið-
austurlanda.
Ilatem varaforsætisráðherra
Egypta sagði í ræðunni á þinginu
í dag, að Egyptar myndu mæta til
viðræðnanna 18. desember „með
þær tryggingar, sem gefnar hafa
verið af stórveldunum tv'eimur að
bakhjarli." Hann minntist ekki á
komu Kissingers til Kairó 13. des-
ember, né heldur gaf hann upp-
lýsingar um skipun sendinefndar
Egypta á ráðstefnuna. Aður hefur
Fahmi utanríkisráðherra landsins
sagt að hann myndi mæta.
Moshe Dayan varnarmálaráð-
herra ísraels, sem f gær átti við-
ræður við ráðamenn í Washing-
ton, sagði fréttamönnum þar, að
hann byggist við mjög hörðum
samningaviðræðum í Genf, og að
báðir aðilar myndu þurfa að slaka
eitthvað á.
Ritstjórinn Ishan Abdel Kodd-
ous, sem er náinn vinur Sadats
forseta skrifar í Kairóblaðið A1
Akhbar í dag, að viðræðurnar í
Genf muni að öllum líkindum
fara út um þúfur og leiða til nýs
stríðs. Hann segir, að Egyptar
muni ekki geta þvingað ísraela til
að samþykkja frið með viðræðum
einum.
I ræðu sinni í dag sagði Ilatem
varaforsetsætisráðherra enn-
fremur, að egypzka þjóðin yrði að
vera viðbúin því að færa baráttu
landsins fleiri fórnir á næstunni
og ljóst væri, að hún yrði að
leggja hart að sér. Boðaði hann
ýmsar aðgerðir til þess að tryggja
hag atvinnuvega og fjárhagslega
stöðu landsins á erfiðleikatímum.
Spennuástandið á gömlu víg-
stöðvunum er enn fyrir hendi, en
þau vopnaviðskipti sem átt hafa
sér stað eru þö talin heldur lítil-
fjörleg.
Ekkert tildur
Aþenu. 8. desember — AP.
PIIAEDON Gizikis hershöfðingi.
hinn nýi forseti Grikklands. hefur
fyrirskipað, að engar myndir af
honum verði hengdar upp á al-
mannafæri. í opinberum bygging-
um eða á einkaheimilum. né held-
ur vill tiann, að hann sé kallaður
..hans hátign". Er
irrennara hans.
þetta ólíkt fyr-
Stormasamir fundir
bíða dr. Kissingers
Washington, 8. des., NTB.
DR. IIENRY Kissinger utanríkis-
ráðherra Bandrfkjanna fór f dag
til Brussel til viðræðna við ráð-
herra aðildarlanda Atlantshafs-
handalagsins um eflingu þess.
Kissinger fer síðan til landanna
fyrir borni Miðjarðarhafs til við-
ræðna við framámenn þar um
mál, sem komatil kasta friðarráð-
setfnunnar í Genf.
Þvi er spáð,
ráðherrafundur
stormasamasti
að væntanlegur
NATO verðí
sögu bandalags
sa
ins vegna deilumálanna, sem hafa
komið upp vegna þess, að Banda-
rikjastjórn fannst hún njiita lítils
stuðnings Vestur-Evrópuríkja í
stríðinu i Miðausturlöndum i
okróber og VesturEvrópuríkjun-
um gramdist, að þau voru ekki
látin vita, þegar Bandaríkjamenn
fyrirskipuðu viðbúnað herafla
sins vegna stríðsins.
Litlar líkur eru taldar á því, að
ráðherrafundurinn Ieggi endi-
lega blessun sina yfir tv'ær yfir-
lýsingar urn einingu rikjanna við
Atlantshaf. Yfirlýsingarnar fjalla
um stjórnmál, efnahagsmál og
varnarmál.
Kissinger mun skýra frá við-
ræðum, sem hann hefur átt í
Washington við ísraelska og
egypzka embættismenn. Ilann
ræddi í gær við Moshe Dayan
Iandvarnaráðherra Israels og
skömmu síðar við egypzka sendi-
herrann Ashraf Ghorbal.
Dayan sagði eftir fundinn. að
viðræðurnar hefðu verið gagnleg-
ar og vinsamlegar. Ghorbal sagði,
að Egyptar vonuðu, að fyrirhuguð
friðarráðstefna færi fram.
I Beirút hermir timaritið A1
fíafad, að Kissinger muni ræða
við ýmsa fulltrúa Palestínu-Araba
f ferð sinni.