Morgunblaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973 12 Óðinn, Viðar, Guðjón og glens á nýjum plötum ÞA TÖKUM viðfyrír síðustu fjór- ar plöturnar. scm víð vitum. a<5 eru vænlanlegar á markaó næstu daga eða þegar komnar. Þær eru {■efnar út af aðilum. sem ekki Keta lalizt til stórra hljómplötuútjtef- enda; hafa aðeins "cfið úl þessa einu eða örfáar plötur. SW.VN' -plötufyrirtækið. sem Svanfríður rekur. þótt hún sé hrokkin upp af sem hljómsveit, sendir eina tveggja laga plötu á rnarkað nú fyrir jólín. Það er plata með söng Oðins Valdiniars- sonar, gamallar söngkempu frá Akurejri. llann samdi sjálfur annað lagið. „Á Akiireyri'". og flulti það raunar í sjönvarpsþætti sl vor. IIill lagið er eftir Gylfa .Egisson. sem nú er einn af kasta- söngvarakvarleltnum. Lögin á plötunni eru öll gömludansalög. Guðjón sagði, að þetta yrði vænt- anlega sfðasta platan lians; þetta væri of erfitt. kostnaðarsaml, tímafrekt og áhæltusamt til að hann gæti staðið í því til lengdar. Platan var hljóðrituð sl. vor. Viðar Jónsson gefur út tveggja laga plölu með sínunt eigin lög- um, „Sjóarinn síkáli" og „Svona er lífið". Viðar hefur verið í ýms- um hljómsveitum um 10 ára skeið, bjTjaði í Geislum, var síðan lengi í Önium, síðar í Plöntunni og leikur nú með Stuðlatríóinu jafnframt þvf sem hann slundar nám í Tónlistarskólanum og slefnir að söngkennaraprófi. Und- irleikarar á plötunni eru vinir mesli lagasiniðurinn í uinferð. og heitir það ..Hnn ég hugsa". Und- irleikinn f liáðuin lögum annasl Svanfríður og fleiri. Tal og tónarsf. Iieitir nýslofnað hljómplötuf.vrirtækí. sein gefur út stóra plötu með gamanefni og léllri tónlist. Skaup '73. Flytjendur eru Kaii Eínarsson, Guðrún A. Símonar. Hrafn Páls- son og hljömsvcil undir stjörn Ama Elvar. Er fjallað um helztu athurðí ársins 1973 í lali og tónum og er von útgefandans sú. að plata sem þessi megi verða árviss vara á jólamarkaði. Guðjón Matthíasson. kunnur harmónikuleikari. gefur út stóra plötu. 12 laga. sem heilír ..Þar átti é»> heima". I.ögm eru öll eflir Guðjón. en testar eftir hann. Jón Sigurðsson. Kristin Reyr, Núnia Þorhergsson og Xönnu Jónsdótt- ur. Fjögur laganna eru eingöngu spiluð. en átla sungin. og kemur fram á plötunni nýr gömludansa- söngvari. Friðhjörn G. Jónsson. Er þetta í fyrsta sinn. sem hann syngur lög sem þessí. en er kunn- ur nt.a. úr læikhúskórnum og Eín- lians og samherjar í hljómsveilum fyrr og nú. „Eg hef lengi samið Iög." sagði Viðar f samtali við Slagsíðuna. „en ég hef ekkert verið að trana þeim fram hingað lil. Ég hef lals- vert spreytt mig á að sameina í þeim áhrif frá erlendri popplón- list og íslenzkri tönlist, t.d. kvart- ettasiing o.þ.h., og þessi lög á plöl- unni eru dæmi um útkomuna." Viðar hefur í hyggju. ef vel gengur með þessa pliitu. að ráðast næst í gerð stórrar pliitu: nóg eigi hann af liigum. Platan var hljóð- rituð f Klúbbnúm í vor, en fram- leiðsla hennar lók lengri tíma en áætlað hafði verið. Viðar hefur sjálfur staðið í iillum útréttingum í því sambandi. gerði meira að segja útlitstilliigu að pliituumslag- inu. og hann segist hafa lært mik- ið af þessu vafstri og sé mun ánægðari meðpliituna fyrir vikið. Þetta sé þö fyrirhöfn, sem engan veginn borgi sig peningalega séð. „Ég rak mig á marga veggi t' fyrst- unni. en var ekkert á þyf að gefast upp og platan komst á markað að lokum." Hljómar og Björgvin til Bandaríkjanna HLJÓMAR eru nú á förum til Bandaríkjanna, þar sem þeir munu hljóðrita sína fyrstu hljóm- plötu eftir að hljómsveitin var endurreist. Með í förinni verður Björgvin Halldórsson, sem syngur „gestasöng" f einu laganna. Upp- taka fer fram f borginni Stock- bridge í Massachusetts og í stuttu samtali við Slagsíðuna sagði Gunnar Þórðarson, að áætlaður tími til upptöku væri hálfur mán- uður. Ekki hefur enn verið ákveð- ið, hvort þeir félagar komi fram opinberlega meðan þeir dvelja ytra, en að sögn Gunnars verður slíkum möguleikum að sjálfsögðu haldið opnum. Hljómar standa sjálfir að út- gáfu plötunnar, en á henni verða 6 lög eftir Gunnar Þörðarson og 4 eftir Rúnar Júlíusson. Texta, sem allir eru á engilsaxneskri tungu, hafa þeir félagar gert í samein- ingu svo og allar útsetningar, en f þeim er gert ráð fyrir aðstoð 14 hljóðfæraleikara við undirleik. Sagði Gunnar, að þarna væri um að ræða valinkunna session- menn. Ef allt gengur samkvæmt áætl- un mun platan koma á markaðinn í febrúar n.k. og er ekki að efa, að margir munu bfða hennar með öþreyju, því að ef miðað er við fyrri reynslu má alltaf búast við einhverju skemmtilegu, þar sem þeir félagar eru annars vegar. Hljómar í sjónvarpssal. Myndin er tekin. er þeir félagar unnu að skemmtiþætti f yrir jólin. POLLUR - látið menn inguna rigna í hann HIL&n % „Það má segja. að kveikjan að blaðinu sé sú deyfð, sem verið hefur í menningarlífinu undanfarin ár. Það eru ein sex ár síðan Birting leið, og á þess- Uin tíma hei'ur ekkert blað af þessu tagi koinið reglulega út. Okkur fannst sem sagt kominn tlini til að reyna þetta." % Það þykir jafnan tfðihduni s;eta, þegar einhver gerist svo l'fl'ldjarfur að reyna að gera út tímarit um listir og menningu á tslandi. Slík útgáfa hefur tfðast dáið drottni sínum heldur snarlega. Slagsfðan ræddi í síðustu viku við Kristján Kristjánsson, sem er helmingurinn al' ritstjórn nýs blaðs af þessu tagi, sem nefnist POLLl'R. Hinn helmingurinn er Níels Hafstein. en báðir eru þeir ungir myndlistarmenn. Og Slagsíðan spurði Kristján, hverja hann teldi orsök hins skjóta dauðdaga blaða af þessu tagi. „ Etli það sé ekki bæði doði almennings og leti þeirra manna, sem unnið hafa að þessum blöðum. Ég veit ekki. Það eru vafalaust margar skýringar á þessu. En við telj- uin. að þetta ætti að heppnast hjá okkur núna." Frá og með næsta töluhlaði af POLLI er ráðgert, að fleiri stoð- um verði rennt undir útgáfuna. SUR (Samband ungra rit- höfunda) mun þá ganga inn í liana með þeim félögum, og Inetast þá tveir nýir menn í ritstjórnina, Frá og með næsta tölublaði af POLLI er ráðgert, aðfleiri stoð- um verði rennt undir útgáfuna. SUR (Samband úngra rit- höfunda) mun þá ganga inn f hana með þeim félögum, og bætast |>á tveir nýir menn í rilstjórnina, — líklega þeir Olafur Haukur Símonarson og Éinar Þ. Asgeirsson, en SUR er nú að vakna lil lífsins að nýju. Krístján kvað það ætlumna. að blaðið kæmi út mánaðarlegaen fyrst i slað þö annan hvern mánuð. N'æsla lölublað al' POLLI inun því að öllum Ifkindutn sjá dagsins 1 j<»s í janúarlok. „Það var i fyrra, sem við Nfels fenguni hugmyndina að þessu." sagði Krislján." en fyrst í sumar fórum við alvar- lega að hugsa um að koma þessu af stað. Jú, þetta er alveg gífurleg vinna. Það má segja, að uhdirbúningur þessa fyrsta tölublaðs hafi staðið sleitulausl í tvo mánuði. Við vinnum þelta svo til allt sjálfir, uppsetningu útlít og annað. Og þetta er ekki enn búið, því að nú erum víð í fullutn gangi að dreifa blaðinu. Þetta er eiginlega alltaf í hausnum á manni." „Allt svona er auðvitað erfilt í fæðingu." sagði Kristján, þegar Slagsíðan spurði, hvort ekki hefðu verið ýmis ljón f veginum. „Þar kemur margt til, og þá ekki sízt geysilega hár prentunarkostnaður. Við reyndum að vega á móti þessu með svolitlum auglýsingum og þær eru eina utanaðkomandi tekjulindin h.já útgáfunni. En þetta gekk allt sainan og á vonandi eftir að verða auð- veldara." POLLUR er öneitanlega veg- legt blað að öllum frágangi, prentað á góðan pappír og margar af sfðunum 32 eru skemmtilega handskrifaðar, en það annaðist Valgerður Erlendsdötlir. Raunar bað Krislján lesendur velvirðingar á nokkrum síðum. sem setlar eru á ritvél og kvað það allt standa fil bóta. Og að efni til lofar blaðið um margt góðu. Þeir efnisflokkar, sem POLLUR mun einkum láta sig varða, eru bókmenntir, tónlisl, myndlist. kvikmyndir, arkileklúr og leiklisl. Rit- stjörarnir skrifa sjálfir tals- verðan hluta blaðsins. Kristján skrifar grein um súrreal- ismann, en slíkar kynningargreinar eru eitt af höfuðverkefnum blaðsins. Hann á einnig grein um pólskar teiknimyndir. Níels skrifar grein, sem hann nefnir „Kaldar kveðjur" og sendir hinni „ömurlegu afdalamennsku" í húsagerðalist íslendinga. Þá skrifar Níels „Þjóðgarðinn", — „verk fyrir skuggamyndir, teikningar, loft, lykt, látbragð, samtöl og söng." Kristján Kristjánsson, annar al' ritstjórum POLLS. „En við stefnum að þvi." sagði Kristján, „að skrifa sem minnst sjálfir í blaðið. Það er alveg nög starf að sjá um upp- setningu og myndskreytingar." En í þetta f.vrsta tiilublað skrifa einnig m.a. Ilalldór Ilaraldsson um nútímatónlist og Gylfi Gíslason um galleristarfsemi. og ljóð eru eflir Olaf Ilauk Símonarson. Þá fylgir POLLI „smáplakat" eftir Kristján Kristjánsson, og er ætlunin, að slík plaköt fylgi blaðinu í fram- tíðinni. „Efnisöflunin gekk vel," sagði Krislján, „og þeir menn. sem við leituðum til. voru mjög ánægðir með að svona blað kemur út á ný." Þeir félagar eru nú i óða önn að dreifa POLLI um borg og bý, og er ætlunin að byggja bæði á lausasölu f bókabúðum, en þö lögð megin áherzla á að safna áskrifendum. T.d. munu þeir senda sem áskrifendum Birt- ings gamla bréf með boði um a'skrift, og einnig eru þeir þeg- ar búnir að fara með blaðið í nokkra skóla, svo sem mennta- skólana, Háskólann, Myndlist- arskólann og Tónlistarskólann og verður því haldið áfram. 1 næstu blöðum sagði Krislján, að haldið yrði áfram á söinu braul, t.d. kynntar hinar ýmsu hliðar grafíklistar, nýjungar í Iéiklisl. starfi fslenzkrar kvikmyndagerðar- manna o.fl. o.fl. „POLLUR verður opinn öllum og engum kreddum bundinn" sagði Kristján Kristjansson að lok- um. „Við viljum fá efni frá mönnum meðfrjóar, frjálslegar og nýstárlegar hugmyndir. Það á ekki að ríkja nein einokun á siðum blaðsins." Donny Osmond 16 ára í dag — Héldum að þú vildir vita það! *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.