Morgunblaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.12.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 1973 17 Vordagur 1920. — Halldór Laxness, 18 ára, með Óskari Hall- dórssyni á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Á Ráðhús- torgi III grein Svo skemmtilega vill til, að komið hefur í leitirnar ljósmynd, sem tekin var af Halldóri Laxness og Óskari Hall- dórssyni útgerðarmanni á Ráðhúspláss- inu f Kaupmannahöfn þennan vor- morgun í júní 1920. Hún er finnanleg í vinnustofu Halldórs í Gljúfrasteini og ber kynningu þeirra vitni. Halldór Laxness hafði myndina reyndar ekki fyrir framan sig, þegar hann skrifaði fyrsta kafla sögunnar, en mundi eftir þvi að hún hafði verið tekin. Dóttir Óskars Halldórssonar, Guðrún Óskarsdóttir, og maður hennar, Kojic, júgóslavneski ræðismaðurinn í Reykjavík, gáfu honum þessa mynd, þegar Guðsgjafaþula var komin út; Erna, dóttir Öskars, hafði fundið mynd- ina í gömlu dóti. „Ég hef sjaldan haft ástæðu til að verða jafnhrifinn af skiln- ingi fólks á bókmenntum hér á landi eins og í þessu tilfelli," sagði skáldið i samtali okkar. Á myndinni er Halldór nýorðinn 18 ára, en Óskar kominn undir þrítugt, nánar tiltekið 27 ára. Fróðlegt er að bera saman myndina og lýsingu skálds- ins á þessum fundi þeirra á Ráðhústorg- inu. Óskar er með harðkúluhatt, í sjakket. Þó ekki í kakískyrtu, heldur með harðan flibba — en stafurinn, sem Halldór segir, að Óskar Halldórsson hafi helzt aldrei skilið við sig, sést ekki á myndinni. Skáldið unga er aftur á móti greini- lega með staf og listamannahatt, „og ég sé ekki betur en ég sé í sjakket líka, og með listamannaslaufu." Halldór Lax- ness „hafði verið í kynnisför í Norður- skandinavíu og m. a. dvalizt um hríð með Lars Larson óðalsbónda og skáldi í Trusta í Jamtalandi, það var um hvíta- sunnuna,“ segir hann. Rétt er lika, að eftir að Halldór kom aftur til Kaup- mannahafnar gisti hann hjá Óskari Halldórssyni, sem þá hafði litla íbúð i námunda við járnbrautarstöðina, „ég bjó þar hjá honum í vikutíma; og það voru einmitt dagarnir meðan krakkið mikla stóð yfir. Ég var einhvers staðar úti í bæ á daginn við álika þarfleg störf og maðurinn sem er að selja kanarí- fugia i bókinni; átti margt vina og kunn- ingja í Kaupmannahöfn og allir voru góðir við svona dreng. Á Ráðhústorginu voru sérstakir ljósmyndarar, sem voru kallaðir kanónufótógraffar af því hvað þeir voru röskir að smella af þessum fallbyssum sínum, fóru siðan inn í belg og sóttu út úr honum blauta myndina. Til svona ljósmyndara fórum við Óskar til að láta gera okkur eilífa." Málþing um Guðs- gjafa þulu III Krakkið. Krakkið mikla 1920 er söguleg stað- reynd, ,,en lítið hefur verið um það skrifað, mér tókst a. m. k. ekki að finna neitt um það i dagblöðum. En áratugum síðar fara menn að drepa á það eins og alkunna staðreynd. Þegar Ásgeir Ás- geirsson skrifaði um móður Selmu Jóns- dóttur, Helgu Björnsdóttur, segir hann, að Jón Björnsson í Borgarnesi, faðir Selmu, hafi verið einn þeirra fáu stór- eignamanna á íslandi, sem voru svo sterkir á svellinu, að þetta krakk reið þeim ekki að fullu.“ Skáldið virðist fylgjast með flestu, sem skrifað er, því að i Morgunblaðinu 5. sept. 1972, segir Ásgeir Ásgeirsson, orðrétt, að Jón frá Bæ hafi verið svo góður fésýsiumaður, að ekki hafi séð á „þó að hann yrði fyrir skakkaföllum svo sem á sildartapsárinu mikla 1920“. M. viða — um þessar mundir og Magnús Kjartans- son hefur einna mest hald- ið á loft með leyfir húsbænda sinna í Kreml. Það er á þessa leið: Austrið og vestrið er hvort tveggja jafn slæmt. Atlantshafs- bandalagið og Varsjárbandalagið eru hliðstæður. Stórveldin, Bandarikin og Rússland, ógna bæði smáríkjunum. Ástandið í Tékkóslóvakíu og á Islandi er alveg sambærilegt. Við eigum að berjast jafnt gegn hinum illu öfl- um í vestri og austri. Þótt ótrúlegt sé hefur þetta áóðursbragð borið talsverðan árangur, bæði hér á Iandi og ann- ars staðar, enda hefðu Rússar ekki heimilað þjónum sínum að beita því, nema svo væri. En er ekki timabært fyrir þá, sem hafa látið jafn gegnsæjar falsanir blekkja sig að taka málið til nánari endurskoðunar. Hvernig væri að taka hverja og eina af „hliðstæðunum" hans Magnúsar til yfirvegunar í ró og næði? Viðræðum frestað Viðræðunum við Bandaríkja- stjórn um endurskoðun varnar- samningsins hefur nú verið frest- að fram yfir áramót. Ljóst er þvi, að málið kemur ekki til kasta Al- þingis fyrr en siðari hluta vetrar. Og útlit er fyrir, að allt verði enn i óvissu um alllangt skeið. Ekki veit bréfritari, hvað fyrir forsætisráðherra og utanríkisráð- herra vakir í varnarálunum. Til- svör þeirra eru oftast nánast vé- frétt. Áreiðanlegt er þó, að þeir hafa þungar áhyggjur af málinu, enda er mikil ábyrgð á þeirra herðar lögð. Nú í vikunni samþykktu banda- lagsþjóðir íslands og Bandaríkj- anna í Atlantshafsbandalaginu áskorun til ríkjanna tveggja um, að þau tryggðu Atlantshafsbanda- laginu áframhaldandi afnot af Keflavíkurflugvelli. Ekkert fer á milli mála, að bandalagsþjóðir okkar hafa þungar áhyggjur af þvf, ef alvara yrði úr þvi gerð að reka varnarliðið úr landi, ekki sizt Norðntenn, sem lenda rnundu í úlfakreppu, þegar Rússar færðu áhrifasvæði sitt Iengst út á Atlantshaf. Ekkert fer á milli mála, að þess- ar staðreyndir eru ljósar bæði for- sætisráðherra ög utanríkisráð- herra. Enginn efast um, að þeir séu einlægir stuðningsmenn Atlantshafsbandalagsins, enda margyfirlýst af þeim báðum, að þeir telji, að Island eigi að vera áfram í bandalaginu, og að þeim sé það ljóst, að það er Atlantshafs- bandalagið, sem verndað hefur frið og frelsi í okkar heimshluta. Þegar eindregin tilmæli berast Islendingum frá bandalagsþjóð- um okkar, taka slikir menn þau að sjálfsögðu alvarlega, og áreiðanlega yrði þeim meira en lítið órótt, ef þeir ættu að bera ábyrgð á þvi, að Island yrði gert varnarlaust og ofurselt ásælni hins rússneska hervalds, jafn- framt þvi sem varnarmáttur Atlantshafsbandalagsins í heild yrði veiktur stórlega. Og ekki má gleyma hinu „móralska" áfalli, sem það væri, ef ein þjóðin skær- ist úr leik, einmitt þegar tilraunir eru gerðar til að knýja fram gagn- kvæma fækkun í herafla og sam- komulag um að draga úr spenn- unni. Þrýstingur kommúnista Á hinn bóginn auka svo komm- únistar jafnt og þétt þrýstinginn á samráðherra sína. Þeir veilja fyr- ir hvern mun sitja áfram í ríkis- stjórn, eins og svo glöggt hefur komið i ljós, einkum í tveimur tilvikum, annars vegar þegar þeir kyngdu því, að Bandaríkjamenn kostuðu flugbrautarlenginguna á Keflavíkurflugvelli og hins vegar, þegar þeir átu ofan i sig allt það, sem þeir höfðu sagt um samning-, ana við Breta. Þeir réttlæta áframhaldandi dvöl sína í ríkisstjórninni með því, að þeir ætli að koma varnar- liðinu úr landi og allt annað séu aukaatriði. Þess vegna verði flokksmenn þeirra að sætta sig við ýmislegt grábölvað. Ritstjórnargrein Tímans sl. laugardagvaktimiklaathygli. Þar er undirstrikað annars vegar, að forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra hafi gefið yfirlýsingar um það, að engin ákvörðun hafi verið tekin um brottför varnar- liðsins og hins vegar, að Fram- sóknarflokkurinn leggi áherzlu á, „að markmiðum málefnasamn- ings rfkisstjórnarinnar verði náð með endurskoðun varnarsamn- ingsins, þ.e. að samningnum verði ekki sagt upp. heldur að sam- komulag takist um að herliðið hverfi á brott í áföngum á ákveðn- um tima og þannig að Atlants- hafsbandalaginu geti orðið sem mest not af þeirri eftirlits- og aðvörunarstarfsemi. sem hér yrði áfram, án þess að í landinu væri erlent herlið." Þessa ritstjórnargrein skildi Magnús Kjartansson (vafalaust réttilega) svo, að það væri stefna leiðarahöfundar, að ekkert yrði úr brottför varnarliðsins. Hann rauk upp á nef sér og réðst með heift að ritstjóra Tímans, en þá kom babb í bátinn. Upplýst var, að bæði forsætisráðherra og utan- rikisráðherra hefðu lagt blessun sina yfir þessa ritstjórnargrein, sem iðnaðarráðherrann hafði kallað árás á þá. Samkvæmt kenn- ingu hans höfðu þeir því gert heiftarlega árás á sjálfa sig! En þegar þessa aðför Magnúsar Kjartanssonar rann út i sandinn, gerði hann sér lítið fyrir og sagði við Morgunblaðið: „Ég hef enga trú á því, að þeir (forsætisráðherra og utanrikis- ráðherra) hafi veitt þessum leið- , ara athygli, þegar Tómas las hann upp fyrir þá i símann, enda tel ég hann í algjörri andstöðu við það. sem þeir hafa lýst yfir á Alþingi ísléndinga seinustu vikurnar." Og þegar biaðamaður Morgun- blaðsins spyr: „Hafa þeir verið eitthvað ann- ars hugar?" svarar Magnús: „Já það mætti segja mér það." Ekkert hefur bólað á þvi, að ráðherrarnir vildu viðurkenna, að þeir væru með hugann við eitt- hvað allt annað, þegar flokkur þeirra er að marka stefnu i örlagaríkasta máli þjóðarinnar. enda væru þeir þá báðir óhæfir til stjórnmálaafskipta. Leiðari Timans stendur því óhaggaður, og vonandi haggast hann aldrei né held- ur sá skilnangur Magnúsar Kjartanssonar, að helztu ráða- menn Framsóknarflokksins hafi meðþessari ritstjórnargrein gefið ótvirætt til kynna, að þeir væru staðákveðnir í því að gera landið ekki varnarlaust. En þá fer líka að vandast málið fyrir þeirn Magnúsi og Lúðvik Jósepssyni. því að Magnús tekur mikið upp í sig, er hann ræðir um stefnu þá, sem ritstjórnargreinin túlkar. Hann segir orðrétt: „Hitt vil ég endurtaka. sem ég hef margsinnis sagt áður: Akvæð- in um algjöra brottför hersins eru sameiginleg heitstrenging stjórnarflokkanna allra. Þeir bundust einnig samtökum um, að stjórnarflokkarnir allir stæðu að framkvæmd þessa fyrirheits á jafnréttisgrundvelli. Ég hef verið og er sannfærður um, að ailir þingmenn stjórnarflokkanna telja það drengskaparskyldu sína að standa við þessi fyrirheit — Tónias Karlsson er sem betur fer aðeins varaþingmaður. Fari svo óliklega að einhver skerist úr leik, er hann um leið að rjúfa þessa stjórnarsamvinnu." Nú er upplýst. samkvæmt skiln- ingi Magnúsar Kjartanssonar sjálfs, að hvorki meira né minna en bæði forsætisráðherra og utan- rikisráðherra hafa „skorizt úr leik". Er málið þá ekki farið að vandast?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.